Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bandarísk stjórnvöld taka upp viðræður um aukið frelsi í flugi Nýir mögnleikar í N - Atlantshafsflugi BANDARÍSK stjómvöld hafa tilkynnt að þau ætli að taka upp viðræður við stjórnvöld níu Evrópulanda um aukin réttindi bandarískra flugfélaga í Evrópu og flugfélaga þessara landa í Bandaríkjunum. í frétt á forsíðu Intemational Herald Tríbune í gær segir að helstu evrópsku flugfélögin sem myndu njóta aukinna réttinda í flugi til Bandaríkjanna séu Swissair, Austrian Airlines, SAS og Flugleiðir. Þar segir einnig að þetta sé leikur bandarískra stjórnvalda til að brjóta ísinn í samningaviðræðum um þessi mál við Breta og Frakka. Federico Pena, samgöngráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á ráðstefnu flugfélaga í Chicago í fyrradag að viðræður um aukið frjálsræði í flugi myndu hefjast fljótlega við stjórn- völd í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, íslandi, Lúxemborg, Nor- egi, Svíþjóð og Sviss, hugsanlega strax í næstu viku. Jákvætt fyrir íslendinga Að sögn Einars Sigurðssonar, for- stöðumanns upplýsingadeildar Flug- leiða, hafa fulltrúar bandarískra stjómvalda ámálgað þessar hug- myndir við fulltrúa Flugleiða, þar sem þeir hafi fyrst viljað kanna hug flugfélaganna áður en lengra yrði haldið, þótt þetta myndi á endanum fela í sér samninga við stjórnvöld í viðkomandi löndum. Einar segir að af hálfu Flugleiða hafi verið tekið vel í hugmyndirnar. Hann segir að bandarísk flugfélög hafi tiltölulega Lögregla gerir myndbönd upptæk LÖGREGLA gerði 40 til 50 mynd- bandsspólur upptækar í bát við Reykjavíkurhöfn um kvöldmatar- leytið í gær. Jón Ægisson, formaður Smáíss, samtaka myndbandaútgef- enda á íslandi, segir að um ólöglega fjölföldun og brot á einkarétti til leigu myndbanda á sjó sé að ræða. Samtökin leggja fram kæru í málinu í dag. Jón sagði að starfsmaður mynd- bandaleigunnar Sjófilm hefði komið auga á spólurnar þegar hann sótti löglegar spólur í skipið. Smáís hefði þegar óskað aðstoðar lögreglu til að gera spólumar upptækar. Eftir á þriðja tíma bið hefði almenna lög- reglan svo komið á staðinn. Lög- regla tók skipstjóra og útgerðar- stjóra tali. Hvorugur þeirra sagðist hins vegar vita hvaðan spólurnar kæmu. Blásið til sóknar Jón sagði að samtökin hefðu í hyggju að blása til sóknar gegn ólög- legri fjölföldun og leigu myndbanda. „Við höfum tekið eftir að mikið af ólöglegu efni er í umferð núna. Dæmi em um ólöglega flölföldun kvikmynda sem ekki er farið að sýna I kvikmyndahúsum og áberandi hversu siíkt efni er mikið í umferð í framhaldsskólunum. Við gerðum til dæmis upptækt ólöglegt myndefni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyr- ir stuttu," sagði hann. Hann sagði að Smáís liti svo á að um alvarlegt brot á höfundar- rétti væri að ræða. Ólögleg fjölföld- um kæmi þar að auki niður á mynd- bandaleigum og kvikmyndahúsum. mikil réttindi á Islandi og þess vegna. myndi þetta fela í sér aukin réttindi til handa Flugleiðum eða öðrum ís- lenskum flugfélögum án þess að Is- lendingar þyrftu að láta mikið á móti. „Það sem um ræðir er samningur um svokölluð fimmtu réttindi sem myndi opna Flugleiðum möguleika á að nýta fleiri viðkomustaði í Banda- ríkjunum auk þess sem við gætum flogið áfram til Kanada. Þetta er svo nýtilkomið að við höfum ekki gert neinar áætlanir um hvemig við myndum nýta svona möguleika en þessi samningur yrði jákvæður og myndi auðvelda félaginu að reyna nýja hluti í Norður-Atlantshafsflugi. Þeim skoðunum Flugleiða hefur verið komið á framfæri við fulltrúa ís- lenskra stjórnvalda," segir Einar. Hann segir Flugleiðamenn vera mjög ánægða með að bandarísk stjórnvöld skuli setja félagið í flokk með áðurnefndum flugfélögum, sem International Herald Tribune hefur eftir Jon Ash, flugmálaráðunaut í Washington, að séu „traust millistór flugféiög". Einar telur það grund- vallast á áralangri þjónustu Flug- leiða og áður Loftleiða á bandaríska markaðnum. Friðun fiskimiða við Vestmannaeyjar Afli eykst úr 150 í 1.000 kíló á togtíma Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. NÝLOKIÐ er rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar á miðun- um umhverfis Vestmannaeyjar. Niðurstöður úr leiðangrinum liggja ekki fyrir en að sögn Hafsteins Guðfinnssonar, forstöðumanns úti- bús Hafrannsóknastofnunar í Eyj- um, sýnir leiðangurinn svipaðar niðurstöður og undanfamir leið- angrar, að friðun fiskimiðanna kringum Eyjar sé þegar farin að skila umtalsverðum árangri. Landhelgi var komið á umhverf- is Eyjar í ársbyijun 1992 en þó eru ákveðin svæði opin hluta ársins. Strax árið 1992 sýndi Ieiðangur Hafró aukna fiskgengd við Eyjar og leiðangrar á síðasta ári og þessu hafa bent í þátt átt að fiskur á svæðinu hafi aukist svo um munar. Afli á togtíma í rannsóknarleið- öngrum Hafrannsóknastofnunar fyrir friðun Eyjamiða var um 150 kíló á tögtímann en hefur síðustu tvö ár aukist í 1.000 kíló á tog- tíma. Hafsteinn sagði að ýsan hefði greinilega aukist mest og einnig væri aukning á þorski. Hafsteinn sagði að minni afli hefði fengist í leiðangrinum nú en í fyrrahaust en þá hefði verið óvenjumikill afli miðað við árstíma. Hann sagði að reyndar væri minna fiskirí á öllu svæðinu við Suðurland nú en á sama tíma í fyrra en greini- legt væri að fiskur á svæðinu við Eyjar hefði aukist mikið við friðun miðanna. Týra besti smala- hundurinn BORGFIRÐINGAR héldu fyrstu smalahundakeppnina á dögunum. Keppnin var haldin á tilraunabú- inu að Hesti og fjöidi fólks fylgd- ist með af miklum áhuga. Smala- hundakeppni byggist á að senda hund fyrir fjárhóp, koma með hann, reka hópinn í gegnum tvö hlið og loks í rétt. Það voru fimm hundar sem reyndu með sér og var sigurvegari í þessari fyrstu smalahundakeppni á íslandi Týra, fjögurra ára tík í eigu Dagbjarts Korts Dagbjartssonar, bónda á Refastöðum í Hálsasveit. Hlaut hún 55 stig af 95 stigum möguleg- um. A myndinni er Týra í fangi húsbónda síns, þreytt en ánægð eftir keppnina. Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Greiðslur til maka ráðherra hér og í Bretlandi vegna kostnaðar við utanferðir MUN rýmri reglur, eða a.m.k. rýmri túlkun reglna, virðast gilda hér á landi en I Bretlandi um greiðslu kostnaðar við utanferðir maka ráð- herra af opinberu fé. í Bretlandi þarf að leita leyfís forsætisráðherra fyrir greiðslu slíks kostnaðar í hvert sinn, og tekið er fram að slíkt megi aðeins gera í undantekningartilfell- um. Á Islandi er einnig gert ráð fyr- ir að makar fari einvörðungu utan á kostnað skattgreiðenda undir sér- stökum kringumstæðum, en ekki eru til skráðar reglur um það með hvaða hætti eigi að ákveða hvort greiða beri fyrir ferð maka ráðherra. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að kostn- aður brezkra skattgreiðenda vegna ferða maka ráðherra var 1,2 milljón- ir íslenzkra króna á síðastliðnu ári vegna sex ferða og var kostnaðurinn gagnrýndur á brezka þinginu, sam- kvæmt forsíðufrétt blaðsins Inde- pendent. Hér á landi nam kostnaður almennings af ferðum maka ráðherra ríkisstjórnarinnar yfír 12 milljónum króna frá 1. janúar 1989 til 25. febr- úar 1992, eða að meðaltali tæpum fjórum milljónum á ári, en ekki kem- ur fram í þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur, um hversu margar ferðir var að ræða. Ferða- Reglur mun rýmrihér kostnaður var þó greiddur vegna maka flestra ráðherra. „Einstaka sinnum“ í siðareglum brezkra ráðherra (Questions of Procedures for Minist- ers) fjallar 74. grein um ferðakostnað maka. Greinin hljóðar svo: „Útgjöld vegna maka ráðherra, sem fylgir ráðherranum er hann gegnir opinber- um skyldum sínum, má einstaka sinnum greiða úr opinberum sjóðum, að því tilskildu ad það þjóni augljós- lega hagsmunum ríkisins að hann eða hún fylgi ráðherranum. Hvað opinberar heimsóknir til útlanda varðar þurfa ráðherrar að fá heimild frá forsætisráðherra í hveiju tilviki. Hvað varðar opinberar heimsóknir innan Stóra-Bretlands, hefur ráð- herrann, sem ábyrgur er fyrir við- komandi ráðuneyti, ákvörðunarvald- ið, en honum ber að ráðfæra sig við ráðuneytisstjórann. Hins vegar verð- ur að leita fyrirfram samþykkis for- sætisráðherra vegna hvers þess fyrir- komulags, sem felur í sér að maki ráðherra ferðist reglulega á kostnað almennings innan Stóra-Bretlands. Ráðherrum ber að koma því svo fyr- ir að álits fjármálaráðuneytisins á slíku fyrirkomulagi sé leitað áður en málinu er vísað til forsætisráðherra." „Opinber heimsókn eða mjög sérstakar aðstæður“ í reglum um ferðakostnað opin- berra starfsmanna á íslandi, sem síðast var breytt 1992, segir í 9. grein: „Ferðakostnaður samkvæmt framansögðu greiðist eingöngu fyrir þann sem ferðast til útlanda á vegum ríkisins, en ekki fyrir maka hans eða skyldulið. Sé um að ræða opinbera heimsókn eða mjög sérstakar að- stæður að mati viðkomandi ráðu- neytis er þó heimilt að greiða far- gjald maka og hálfa dagpeninga vegna hans.“ I 10. grein reglnanna eru tíund- aðar sérreglur um greiðslur til æðstu embættismanna ríkisins: „Ráðherr- um og forseta Hæstaréttar skulu greiddir fullir dagpeningar. Auk þess skal þeim greiddur ferða- og gisti- kostnaður, risnukostnaður og símtöl. Séu makar ráðherra með í för fá þeir auk fargjalds og gistingar greidda 50% dagpeninga ráðherra." Ekki fengust ðpplýsingar um það hver kostnaður vegna utanferða maka ráðherra hefur verið eftir að reglum þessum var breytt árið 1992, en þá var 20% álag á dagpeninga ráðherra og maka þeirra afnumið. Árið 1971, í tíð vinstri stjómar Ólafs Jóhannessonar, var sett sú regla að greiða mætti fyrir ferðir „eiginkvenna" ráðherra allt að tvisv- ar á ári. Sú regla er ekki í gildi leng- ur, samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu. Heilahimnubólga Engin ný tilfelli NÝ TILFELLI heilahimnubólgu af völdum meningókokka hafa ekki greinst hér á landi frá því 7. október. Kristín E. Jónsdótt- ir, læknir á sýkladeild Landspít- ala, segir útlit fyrir að veikin sé að hægja á sér. Kristín sagði að 11 tilfelli hefðu verið greind hér á landi frá janúar til júlí. Eftir það hefði tilfellum ijölgað til muna og verið 13 í ágúst og septem- ber. Nú eru læknar að sögn Kristír.ar ekki eins kvíðnir og þeir voru í september enda hef- ur ekki greinst nýtt tilfelli af heilahimnubólgu af völdum meningókokka hér á landi síðan 7. október. Um var að ræða tilfelli úti á landsbyggðinni. Kristín sagði nokkuð um að fólk gerði ekki greinarmun á meningókokkum og óskyldum bakteríum með ónæmi fyrir sýklalyfjum. Meningókokkar hafí hins vegar mikið næmi fyrir penisillíni. Víkingalottó Fyrsti vinn- ingur til Danmerkur og Noregs ENGINN íslendingur var með allar tölur réttar í Víkinga- lottói í gærkvöldi. Fyrsti vinn- ingur skiptist á milli þriggja vinningshafa, tveggja í Dan- mörku og eins í Noregi. Hver þeirra fékk 41,4 milljónir ís- lenskra króna í sinn hlut. Einn Islendingur var með fimm tölur og bónustölu réttar og fékk hann rúmar 2,2 millj- ónir króna. Fjórir íslendingar voru með fimm tölur réttar og fengu rúmlega 151 þúsund krónur hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.