Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tvær lotur end- urvinnslunnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ opnun sýningar Ásgeirs Lárussonar í Gallerí einn einn. MYNPLIST G aIlc rí cin n cinn/Listmunahús Óícigs MÁLVERK/BLÖNDUÐ TÆKNI ÁSGEIR LÁRUSSON. Gallerí einn einn: Opið alla daga kl. 14-18 til 11. nóvember. Listmunahús Ófeigs: opið vikra daga kl. 10-18, laugard. 11-16 og sunnud. 14-18 til 13. nóvember. Aðgangur ókeypis. UM SÍÐUSTU helgi opnaði Ás- geir Lárusson aðra „tvöföldu" sýn- inguna í borginni, um þessar mund- ir í tveimur sölum við Skólavörðu- stíginn, þannig að nú geta gestir gengið stutta leið milli húsa, og barið augum ólíkar hliðar á listsköp- un hans. Þegar tvær sýningar sama lista- manns eru i gangi samtímis, eins og hér er um að ræða, er rétt að huga að því hvað greinir þær að sem og hvað tengir þær saman. Hér notar listamaðurinn ólíka miðla til inngöngu í listheiminn, sem hann nálgast á persónulegan hátt. í við- tali í tilefni sýninganna tók Ásgeir svo til orða: „Ég hef mjög gaman af texta og mála því til að orða hluti upp á nýtt og sjá á þeim nýja fleti. Ég vil sjá meira af því í mynd- list að verk segi sögu; að þau séu eitthvað annað en bara litur.“ Á samd tíma og listamaðurinn stefnir þannig að því að verk hans segi áhorfandanum eitthvað, viður- kennir hann fúslega að myndlist sé eins konar endurvinnsla, þar sem gamlar ímyndir og hugmyndir ann- arra komi sífellt fram í nýju formi. í kynningu með sýningunni í List- munahúsi Ófeigs skilgreinir hann þetta á eftirfarandi máta: „Fyrir mér er listsköpun hliðstæð því að fara niður í dimman kjallara fullan af gömlu rykföllnu dóti. Fyrst þarf að fikra sig niður tröppurnar og þá leita ljóssins og ef heppnin er manni hliðholl og peran ekki sprungin byijar ævintýri sem seint tekur_ enda.“ - Þannig tengjast verk Ásgeirs vissulega því sem áður hefur gengið í myndlistinni; að hans eigin mati getur hér tæpast verið um neitt nýtt að ræða, aðeins ferska 'sýn á þekkt viðfangsefni. í Listmunahúsi Ófeigs eru á veggjum tíu lítil olíumálverk, hvert um sig vandlega unninn myndheim- ur, sem krefst nokkurrar nálgunar áhorfandans. í flestum tilvikum eru tilvísanirnar hreinar og beinar; í „Uppskera“ (nr. 1) er haustlitur kornsins ráðandi, og einföld upp- hleðslan minnir á titilinn; „Jarðveg- ur“ (nr. 7) er ríkulegur í litum sín- um, en um leið opinn fyrir veðri og vindum, og gæti verið horfinn á næsta degi; „Frönsk áhrif" (nr. 4) er nokkuð flóknara, en þar gætir m.a. áhrifa Daniels Buren, sem sýndi á Listahátíð í Reykjavík um árið. Loks má nefna kímileita fortíð- ar/framtíðarspá (mynd nr. 10), um hvað gæti hafa orðið; flestar heim- ildir telja að undir lokin hafi við- komandi listamaður stefnt í aðrar áttir en hér sýnist — en hver veit. Sýningin í Gallerí einn einn skipt- ist í raun i tvennt, annars vegar fjögur ólík verk í fremra rými, og síðan stranglega línulegt kerfí æva- foms spá- og spekikerfi frá Kína, sem kallast „I Ching". Þetta síðar- nefnda ætti að vekja sérstaka for- vitni þess fjölda landsmanna sem lifir og hrærist í hinum ýmsu holta- fræðum spákorta, kristalla og hvað- það-nú-heitir; hér setur Ásgeir fram tylft alvarlegra spurninga, sem kerfið svarar með línulegum mögu- leikum sínum; það er hins vegar túlkun svaranna, sem allt veltur á ... Þessi véfréttar-verk, sem auðvelt er að sjá sem örlitla stungu á stórt þjóðfélagskýli, eru einkar skemmti- lega uppsett og minna um sumt á línuteikningar Kristjáns Guð- mundssonar. í fremri salnum tengjast verkin heimum drauma og minninga með einhveijum hætti. Persónulegast er verkið „Nafnbreyting", þar sem listamaðurinn lýsir stuttlega ótta sínum í æsku við annað skímamafn sitt, og þeirri ákvörðun að taka það nú loks í notkun; „Rúmdraumur" er einnig tilvísun í þennan barns- heim, sem nú er horfinn. Áhrifanjesta verkið hér er þó myndaflokkurinn „Svipir“, en hann telur 33 sjálfstæðar myndir, hver með sína minningu, sinn svip úr fortíð eða framtíð. Þessi verk eru unnin á nokkuð sérstakan hátt, og bera svip að því; uppsetningin er í eftirtektarverðu jafnvægi, þó svo kunni að virðast ólíklegt í fyrstu. Ásgeir er í þessum tveimur sýn- ingum vissulega að endurvinna margt sem áður hefur sést, hvort sem það em málverk Nicolas de Stael eða svarkerfi „I Ching“. En í viðurkenningu endurvinnslunnar felst einnig frelsi listamannsins til að bæta eigin korni á vogaskálarn- ar, bæði með litlum olíumálverkum, myndflokkum um svipi mannsins eða öðrum draumsýnum. Það frelsi nýtir Ásgeir Kristinn Lárusson sér vel, og er því rétt að benda fólki á að líta inn á þessar tvær sýningar. Eiríkur Þorláksson Er Guð prímus? LEIKLIST Halinn, Ilátúni 12. HALA-LEIKHÓPURINN Tveir einþáttungar Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek í þýðingu Bjarna Benediktssonar og Þjóðlíf efdr Odd Bjömsson. Leikstjóri: Guðmundur Magnússon. Leikendur: Kristinn Guðmundsson, Jón Stefánsson, Ami Salomonsson Valerie Harris, Koi- brún Kristjánsdóttir, Ingólfur Birgis- son, Sigríður Geirsdóttir. Föstudag- ur 28. október. EFAHYGGJUMÖNNUM sem reynt hafa að kveikja undir brúnu baununum f útilegunni finnst þessi spuming eflaust ekki svo galin. Þeir sjá hvarvetna merki þessi að slokknað sé á Almættinu og segja að ekki sé fyrir andskotann að kveikja á því aftur. Sprittkúturinn sé einfaldlega tómur. Á hinn bóginn vita þeir sem á Krist sinn trúa að Guð er ævinlega fremstur og fyrstur og því kinka þeir kolli við spumingunni sem er borin upp í Jóðlífi Odds Björnsson- ar í leikhúsi Halahópsins, Halan- um, Hátúni 12. Hala-leikhópurinn er nú að hefja sitt þriðja leikár. Leikhópurinn vakti verðskuldaða athygli í fyrra þegar hann setti Rómeó og Júlíu á svið. Þár fór saman í einni sýn- ingu hugrekki, listfengi og andlegt þrek. Flestir í hópnum em félagar í Sjálfsbjörgu, og við verkefnaval að þessu sinni hefur einkum tvennt verið haft í huga: að virkja sem flesta af starfandi félögum og að hægt væri að sýna hluta sýningar- innar sem víðast. Hér er svo sannarlega farið á furðuslóðir því að Á rúmsjó gerist á skipbrotsmannafleka en Jóðlíf í móðurkviði. Valerie Harris gerði leikmyndir að báðum þáttunum sem -em einfaldar og hæfa vel, en Kristinn Guðmundsson hafði um- sjón með búningunum sem í Jóð- lífí féllu einkar vel að ljósbleikri veröld áður en veröld verður til. Kristinn fer einnig með eitt erfið- asta hlutverk kvöldsins. Hann er hávaxinn, ekki grannur og fellur mætavel inn í hlutverk evrópska yfirstéttarmannsins sem er ekki allur þar sem hann er séður í ein- þáttungnum Á rúmsjó. Þýðing Bjarna Benediktssonar frá Hof- teigi er hátíðleg, allt að því fjálg og framandleg í eyrum nútíma- manna, og því ekkert lamb að leika sér við. Það liggur við að best sé að kyija þessar upphöfnu setning- ar, eða setja þær fram af tak- markalausu yfírlæti, eða jafnvel tóna þær. Slík er hrynjandi þessara löngu setninga. En Kristinn kemst vel frá sínu og sömu sögu er að segja um hina skipbrotsmennina, Jón Stefánsson og Áma Salómóns- son. Þeir þremenningar standa frammi fyrir þeirri þraut að matur er uppurinn á flekanum og þeir verða að koma sér saman um hver þeirra leggist undir tönn félaga sinna svo allir farist nú ekki úr hungri. Ekki orð hér um lyktir þess máls. Þær verður hver að sjá fyrir sig. Kolbrún Dögg og Valerie Harris eru aldeilis prýðilegar sem fyrsta og annað jóð í Jóðlífi Odds Bjöms- sonar. Framsögn beggja er skýr og svipbrigði trúverðug. Þær leika vel saman. Oddur sýnir í Jóðlífi sumt af því sem hann gerir best. Hann skilgreinir sviðið (móðurlífíð) naumt og bókstaflega og leikur sér með afhjúpandi og oft fyndnum orðaleilqum að því að sýna tak- markanir þess og möguleika, helsi og hugarfrelsi. Allt er þetta undir góðri leik- stjóm Guðmundar Magnússonar. Hann hefur augljóslega kveikt á pemnni hjá ýmsum. Við birtuna sést að enn er spritt á kútnum. Príma. Guðbrandur Gíslason. TVær aukasýn- ing’ar á Sónötu UPPSELT er á allar sýningar á barnaóperunni Sónötu sem Stren- gjaleikhúsið sýnir nú í íslensku óperunni, en um það bil sex þúsund börn á aldriunum 4-8 ára hafa séð sýninguna. Vegna mikillar eftir- spumar em fyrirhugaðar tvær aukasýningar á Sónötu, hinn 8. nóvember kl. 11 og kl. 13.30. Þetta verða jafnframt síðustu sýningarn- ar, þar sem tónlistarfólksins bíða önnur verkefni hér heima og erlend- is. Aðalpersónur sýningarinnar em í gervi leikbrúða, en auk íslensku em ýmis tungumál notuð, svo sem táknmál og önnur tungumál sér- staklega samin fyrir leikbrúðumar, svo og tónmál hljóðfæranna. I sam- ráði við tónmennta- og leikskóla- kennara hafa nótur og textar verið sendir í skóla og leikskpia borginnar og hafa börnin því æft af kappi söngva sem þau taka síðan þátt í. Bamaóperan Sónata er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messí- önu Tómasdóttur, en flytjendur eru Marta Halldórsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Guðrún Óskarsdóttir sem leikur á sembal, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og tíu dansnemar úr Listdansskóla ís- lands undir stjórn Nönnu Ólafsdótt- ur danshöfundar. FYRIRHUGAÐAR eru tvær aukasýningar á Sónötu hinn 8. nóvember. Nýjar bækur Söngvasafn Jón- asar Arnasonar ÚT ER komin bókin Einu sinni á ágúst- kvöldi, söngvasafn Jónasar Ámasonar. „Söngvar Jónasar eru framar öðm til þess fallnir að gera fólki glatt í geði, laða fram bros á vör, kveikja leiftur í auga. Því skal þó ekki gleymt að hér em ekki á boðstólum innantómir trúðieikar. Jónasi er oftar en ekki alvara með gaman- seminni," segir í kynn- ingu. Jónas Árnason. í bókinni eru 118 söngtextar með nótum. Nótnaskrift unnu Karl Jóhann Sighvatsson og Hlöðver Smári Har- aldsson. Þá em í bók- inni 130 myndir eftir valinkunna listamenn. Útgefandi er Hörpu- útgáfan. Einu sinni á ágústkvöldi er 260 bls. Prentvinnslu annaðist Oddi hf. Forsíðumynd gerði Kjartan Guðjóns- son. Bókin kostar 3420. Karlakrítik í MORGUNBLAÐINU 2. nóvember sl. birtist gagnrýni um tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða- kirkju á sunnudagskvöldið undir þeim sérkennilega titli „Kvennak- vintett". Mér fannst ástæða til að fjalla aðeins um nokkur atriði í grein ágæts gagnrýnanda, þar sem hún kom mér einkennilega fyrir sjónir. Hér var sem sé ekki á ferðinni saumaklúbbur með tónlist að áhuga- máli, heldur fimm tónlistarflytjendur sem af tilviljun eru konur. Ekki er hægt að sjá að fyrisögnin skírskoti til greinarinnar enda hefur kvartett sem samanstendur af karlmönnum aldrei verið nefndur „karlakvartett", svo að mér sé kunnugt um. Á fyrr- nefndum tónleikum var nefnilega fluttur píanókvintett en ekki kvenna- kvintett. Líklegt er að einhver hrykki við ef eftirfarandi stæði í efnisskrá: „Karlakvintett ópus 79 í h-moll.“ Af einhveijum ástæðum sjá gagn- rýnendur aldrei ástæðu til að draga athyglina að kynferði flytjenda, nema þeir séu kvenkyns. Hvers vegna? Þar sem ég get ómögulega sett mig í spor gagnrýnandans og ennþá síður skilið ástæður hans læt ég hjá líða að reyna. Athyglisvert var einnig óvenjulegt orðaval gagnrýnanda þar sem hann segir Bryndísi Höllu hafa „stýrt“ sellóinu. Ekki er sjáanlegur neinn stýrisútbúnaður á hljóðfæri hennar, enda mjög gamalt. Éf slíkt stæði til boða myndi hún ef til vill kjósa að nota fjarstýringuna og vera sjálf heima. Það er réttur hvers gagnrýnanda að mislíka flutningur verka og gagn- rýna þau, en ekki að fara með fleip- ur eða gefa sér forsendur. Það gerði höfundur umræddrar greinar þegar hann fullyrti að eitt verkanna hafi ekki verið fyllilega æft. Eins og allir vita er margt sem ákvarðar hvernig tekst til við flutning einstakra verka á tónleikum og þó að gagnrýnanda i þessu tilviki hafi þótt skorta sam- stillingu í tilteknu verki er það ekki réttur hans að fullyrða neitt um ástæðurnar. Það vill svo til að við höfum flutt þetta verk margoft og þó að hópurinn hafí ekki nafn eða titil, liggur að baki löng samvinna og kröfuhörð þar sem ekkert hefur verið til sparað, og þá allra síst æf- ingar. Ég vona innilega að tónlistarflytj- endur fái að njóta þess sannmælis að gagnrýnendur fjalli um það sem þeir heyra á faglegum grundvelli, en láti vera að hafa uppi getgátur og spekúlasjónir sem koma tónlistinni og flutningi hennar ekkert við. Með kveðju. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.