Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 41 AFMÆLI SIGURÐUR BLÖNDAL SIGURÐUR Blön- dal frændi minn er orðinn sjötugur og sestur að á Hallorms- stað, í þriðja sinn á lífsleiðinni. Nær væri að segja að hann hafi aðeins skroppið þaðan um stund á meðan hann gegndi starfi skógræktarstjóra syðra 1977-1989. Á Hallormsstað ólst hann upp í Húsmæð- raskólanum hjá for- eldrum sínum Sigrúnu Pálsdóttur Blöndal sem stofnaði skólann og Benedikt Magnússyni Biöndal búfræðingi. Þau höfðu áður verið kennarar á Eiðum en fluttu þaðan í Mjóanes, eignatjörð Elísabetar Sigurðardóttur, ömmu okkar Sig- urðar. Þar stofnuðu þau einkaskóla 1924 og síðan kvennaskóla sem þau ráku fyrir eigin reikning með bú- skap uns Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað tók til starfa 1930. í Mjóa- nesi fæddist Sigurður 3. nóvember 1924. Föður sinn missti Sigurður þegar hann var 15 ára. Benedikt varð úti í ársbyijun 1939 skammt frá Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal eftir ferð yfir Þórdalsheiði. Sigrún féll einnig frá fyrir aldur fram árið 1944, að- eins sextug. Þessi áföll bæði eru greipt í minningar frá æskuárunum, en eftir stóð einkasonurinn Sigurð- ur, þá í sjötta bekk Menntaskólans á Akureyri, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1945. Með hon- um var vænn hópur Austfirðinga sem þá og lengi síðar sóttu í fram- haldsnám til Akureyrar. Þessi ár gerðust tíðindi mikil og stór heima og erlendis. Það var því að vonum mikill stjórnmálaáhugi meðal nem- enda í MA og margir Austfirðing- anna urðu róttækir og fylgdu sósíal- istum að málum. í þá sveit skipaði Sigurður sér og hefur fylgt henni síðan. Ekki dofnaði þjómálaáhugi hans við það að starfa sem þing- skrifari á Alþingi veturinn 1945-46 á blómaskeiði nýsköpunarstjórnar- innar og áhugi hans og næmt auga fyrir persónum hefur trúlega skerpst á þessum sérkennilega vinnustað. Haustið 1946 lá leið Sigurðar til Noregs í skógræktarnám við land- búnaðarháskólann á Ási þaðan sem hann útskrifaðist 1952. Með því var stefnan tekin á það sem varð ævi- starf Sigurðar og samtímamenn hans þekkja. Hitt vita færri hversu mótdrægt það var ráðamönnum vegna pólitískra fordóma að veita honum skógarvarðarstöðu á Hall- ormsstað eftir Guttorm móðurbróð- ur sinn árið 1955. Angar McCarty- ismans teygðu víða anga sína á þessum árum. Vegna góðrar mennt- unar Sigurðar og hæfileika var ekki auðvelt að sniðganga hann og góðir menn lögðust á árar honum til stuðnings. í störfum sínum sem skógarvörð- ur á Hallormsstað 1955-1976 reyndist Sigurður afar farsæll og ávann sér hylli sam- verkamanna. Hann naut þar í senn þeirrar undirstöðu sem námið í Noregi veitti honum og þekkingar sinnar á staðnum og íslenskri, náttúru. Byggt var á þeirri reynslu sem fengin var á Hallorms- stað og aukið við hana í stórum stíl, m.a. með landnámi utan birki- skógarins. Lerkiteig- arnir út með Fljóti í landi Mjóaness og að- liggjandi jarða eru ef til vill ljósasti vitnis- burðurinn um árangurinn af starfi Sigurðar, en ótal margt fleira er í uppvexti frá þessu skeiði. Friðlandið var líka stækkað til muna með girð- ingu um Ása að Gilsá við Skjögra- staði. Sem fræðari og leiðbeinandi um skógrækt varð Sigurður brátt lands- þekktur á skógarvarðarárunum. Hann er alþýðufræðari í bestu merk- ingu, bregður á leik með sögum um „nafntogaða og einkennilega menn“ eins og þeir voru flokkaðir í þjóðsög- um og endurvakti trú manna á til- vist Lagarfljótsormsins. Hann var stundakennari við Húsmæðraskól- ann um tíma og vinsæll af því starfi. Jafnframt kom hann víða að skóla- málum hér eystra, m.a. sem formað- ur byggingamefndar barna- og unglingaskólans á Hallormsstað, formaður nefnda vegna undirbún- ings að menntaskóla á Austurlandi 1963-72 og um skeið formaður skólanefndar Alþýðuskólans á Eið- um. Sigurður kvæntist 1974 Guðrúnu Sigurðardóttur, ættaðri úr Núpa- sveit, um það leyti sem hann tók við skógarvarðarstarfinu. Hún hefur verið honum traustur förunautur. Móðir Guðrúnar var Halldóra Frið- riksdóttir frá Efrihólum og Sigurður Björnsson frá Gqotnesi á Sléttu. Guðrún og Sigurður fluttu í fallegan bústað á Akurgerði í túnfæti gamla bæjarins á Hallormsstað. Þangað var ánægjulegt að koma og oft orð- ið framorðið þegar menn felldu tal- ið. Börn þeirra eru þijú, Benedikt, starfsmaður hjá Skógræktinni, Sig- rún, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og Sigurður Björn, tón- listamaður. Þótt röskur áratugur skilji okkur frændur hafa leiðir víða legið saman og áhugamálin fallið í svipaðan far- veg. Sigurður styrkti mig í þeim ásetningi að leggja stund á náttúru- fræði og hann brýndi fyrir mér að fara í stærðfræðideild á sínum tíma, minnugur glímunnar við stafróf raungreina á háskólaárum. Ég réði hinsvegar nokkru um það að hann tók, árið 1971, sæti sem ég hafði skipað 1967 ofarlega á framboðs- lista Alþýðubandalagsins á Austur- landi. Hann var varamaður Lúðvíks Jósepssonar og Helga Seljan í tvö kjörtímabil og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi. Sigurður gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið og ritaði ijölda VIRKA Kápuefni - Prjónaefni Nýkomin prjónaefni, gróf og þykk, í vestispeysur o.fl. - gífurlegt úrval. Ullarefni í kápur ogjakka kasmír o.fl. Nýir litir og munstur - mikið úrval. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júnífrá kl. 10-14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). greina í málgögn þess. Auk þess að vera skarpur penni er hann góð- ur ljósmyndari og fylgja myndir oft greinum hans og fræðsluerindum. Náttúruverndarmenn hafa átt hauk í horni þar sem Sigurður er. í Náttúruverndarsamtökum Aust- urlands var hann dijúgur liðsmaður og átti sæti í Náttúruverndarráði 1978-1984. Hafði hann þá m.a. forystu í Skaftafellsnefnd ráðsins og ferðaðist um landið á þess veg- um, komst meira að segja um mið- hálendið, en hafði áður mestan part haldið sig neðan skógarmarka. Sig- urður er víðförull innanlands og utan og er en að víkka sjóndeiidar- hringinn. Hann er jafnframt einn fjölmenntasti náttúrufræðingur landsins, áhugamaður um flest fræðasvið auk víðfeðmrar þekkingar á öllu sem að skógi lýtur. Það var stór ákvörðun hjá Sig- urði að sinna kalli og taka við starfi skógræktarstjóra eftir Hákon Bjamason. Margir af starfsmönnum Skógræktarinnar vildu eðlilega fá Sigurð í starfíð og Halldór E. Sig- urðsson landbúnaðarráðherra var þess hvetjandi. Hann sagði mér frá þessu í flugi milli landshluta og við vorum sammála um að ekki yrði undan vikist. Á eftir fylgdi annar meginþáttur í starfssögu Sigurðar. Vinnustaður hans færðist suður á Ránargötu, en heimili þeirra hjóna var í Hafnarfirði. Hér tók við starf annars eðlis en á Hallormsstað, með pappírsfargani og rexi við stjórn- völd, en upprofí og sólskinsstundum á milli og miklum ferðalögum. Ekki er jafn auðvelt að mæla árangurinn af erfiði skógræktarstjórans eins og skógarvarðarins, en einnig í þessu starfí lagði Sigurður sig allan fram. Það fór hins vegar með okkur frændur eins og marga sem sýsla syðra, að samverustundum fækkaði frá því sem verið hafði eystra. Nú eru þau Guðrún og Sigurður hins vegar orðnir landnemar á ný á Hallormsstað og eiga þar hús á Kvíabólskletti. Sem vænta má situr húsbóndinn ekki auðum höndum, því að nú er tími til að sinna ýmsu sem varð útundan fyrr á árum vegna anna við skyldustörf. Gömul hug- mynd um skógminjasafn með tijá- safni í Mörkinni og grennd er orðið að veruleika og enginn er jafn eftir- sóttur til leiðsagnar og Sigurður Blöndal. Hann kennir á skógræktar- braut við Menntaskólann á Egils- stöðum og hefur nýlega samið kennslubók í skógvistarfræði fyrir nemendur sína. Eftir hann liggur ljöldi ritgerða um skógrækt og fleira efni. Enn er hann að ferðast um heiminn og tekur þátt í norrænum skógfræðiverkefnum. Og það sem ekki er minnst um vert, hann hefur tíma til að spjalla og fræða um heima og geima á þann hátt sem honum einum er lagið. Á sjötugsafmæli þínu, frændi, sendum við Kristín þér og þínum bestu hamingjuóskir í von og vissu um að mega hitta ykkur fyrr en seinna í túnjaðrinum heima. Hjörleifur Guttormsson. MEIRAPRÓF Meiraprófsnámskeið verður haldið í Reykjavík um miðjan nóvember, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið tekur rúmar fjórar vikur og kennt er á kvöldin og á laugardögum. Ökuskóli S.G. hefur átt því láni að fagna að nemendur skólans hafa náð mjög góðum árangri á lokaprófi og ber það reyndum kennurum skólans gott vitni. Aukin ökuréttindi gefa meiri atvinnumöguleika í nútímaþjóðfélagi. Verð á námskeiðinu er kr. 94.500,- stgr. Þá bjóðum við mjög góð greiðslukjör með allt að 24 mánaða greiðsludreifingu. Sjáumst á námskeiði hjá Ökuskóla S.G. LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ iy^ýjLÍLLJ Siqurðar Gís^Mar AUKIN OKURETTINDI HF. Sími 91-811919 *Fax 91-888778 Sölutækni - námskeiÖ Myndir þú kaupa af eigin sölumanni? Þurftir þú að hugsa þig um? Þá er eflaust kominn tími til þess að hressa upp á sölutæknina. NámskeiSiö er ætlað sölufólki sem ýmist starfar sjálfstætt eða hjá fyrirtækjum. Hefur þú, sem sölumaSur, velt því fyrir þér hvað þú eySir löngum tíma í gagnlaus samtöl? Hvað þú hittir marga án þess að selja neitt? Ætlunin er að hver og einn skoði sjálfan sig í nýju Ijósi eftir þetta námskeið. Fyrirlesari: Magnús Jónalansson hjá Alþjóöa verslunarfélaginu hf. Hver eru markmið sölumannsins og hvernig skipuleggur hann sjálfan sig? m Almenn sölutækni 9 Spurningatækni i Helstu alriði símasöiu Mikilvæg atriði við lokun sölu Fundur - bókun - undirbúningur - eftirfylgni 9 Uppbygging tilboSa „Söluþjónusta" við viðskiptavininn Námskeiðin verða haldin dagana 18.-20. nóv. og 25.-27. nóv. I jan. '95 verður síöan eftirfylgninámskeið í einn dag. Þátttökutilkynningar í síma 886869. Takmarkaður fjöldi. OKIFAX 1000 Fjölhæft og öflugt faxtæki Meðal eiginleika má nefna: • Fyrir venjulegan pappír • Simi og fax (sjálfskipting) • Símsvari innbyggður • 70 númer í minni • Fjöldasendingar • Skúffa fyrir 100 A4 stður • Arkamatari • Ljósritun allt að 99 síður • Ósonfrír OKIFAX 1000 er nú á kynningarverði kr. 149.000,- stgr. m. vsk. OKI Tækni til tjáskipta • Fjölmargir möguleikar s.s. tölvutenging, minnisstækkun o.fl. Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.