Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURSVEINN
ÞÓRÐARSON
+ Sigursveinn
Þórðarson fyrr-
verandi skipstjóri
fæddist á Krossi á
Berufjarðarströnd
2. maí 1917. Hann
lést í Landakotsspít-
ala 24. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þórður
Bergsveinsson og
Jóhanna Matthildur
Bjarnadóttir. Systk-
ini Sigursveins eru:
Bjarni (látinn), Ing-
ólfur (látinn), Sig-
ríður húsmóðir, bú-
sett í Neskaupstað, Þórður
Matthías skrifstofumaður, bú-
settur í Neskaupstað. Fóstur-
systir hans er Þóra Guðjóns-
dóttir húsmóðir, búsett á Akur-
eyri. Hinn 22. nóvember 1941
kvæntist Sigursveinn Björgu
S. Björnsdóttur, f. 22. maí 1919,
d. 19. nóvember 1988. Þau
eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Sæunn, f. 2. júní 1943,
búsett í Hafnarfirði, gift Vig-
fúsi Ármannssyni sjómanni.
Þau eiga þrjú börn, Björgu
Helen, Sigursvein og Ingu
Lind. 2) Matthildur, f. 20. maí
1945, búsett í Neskaupstað,
gift Haraldi Jörgensen verk-
sljóra. Þau eiga fjögur börn,
Þóreyju, Þráin, Sig-
rúnu og Matthías.
3) Þórður Yngvi sjó-
maður, f. 4. júní
1948, búsettur í
Vestmannaeyjum,
giftur Guðmundu
Hjörleifsdóttur. Þau
eiga fjögur börn:
Ingu Björgu, Matt-
hildi, Sigursvein og
Hjörleif. 4) Bjarni
Ólafur sjómaður, f.
9. október 1961, bú-
settur í Hafnarfirði.
Hann á einn son,
Gísla. Barnabörnin
eru sex. Sigursveinn hóf nám
við Stýrimannaskólann á Akur-
eyri 1940, lauk prófi á fyrsta
stigi vorið 1941, var síðan stýri-
maður eða skipstjóri á ýmsum
bátum til ársins 1949. Þá fór
hann i Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi
á öðru stigi vorið 1950. Árið
1952 réð Sigursveinn sig hjá
Hval hf., fyrst sem stýrimaður,
en síðan skipstjóri á einum af
hvalbátunum. Þar er hann til
ársins 1972. Þá fer hann að
vinna hjá tilkynningaskyldu ís-
lenskra skipa og er þar til loka
ársins 1985. Útför hans verður
gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag.
ELSKULEGUR tengdafaðir minn greindist fyrir aðeins IV2 mánuði.
er látinn, 77 ára að aldri. Bana- Svenna kynntist ég á gamlárskvöld
mein hans var krabbamein, sem fyrir 26 árum þegar sonur þeirra
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
Háaleitisbraut 38,
andaðist miðvikudaginn 2. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingunn K. Þormar, Garðar Þormar,
Sigrún Kristinsdóttir,
Kristín Kristinsdóttir, Kolbeinn Guðjónsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN AUÐUNSDÓTTIR
frá Stóru-Mörk,
verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 5. nóvember
kl. 14.00
Áslaug Ólafsdóttir, Ólafur Auðunsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Auður Ólafsdóttir,
Ólafur Haukur Ólafsson, Þorri Ólafsson,
og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA BENEDIKTSDÓTTIR,
Kolugili,
verður jarðsungin frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 5. nóvem-
ber kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti sjúkrahúsið á Hvammstanga
njóta þess.
Sigurður Björnsson, Jónt'na Sigurðardóttir,
Sigriður Jónasdóttir, Hreinn Kristjánsson,
Ágúst Frankel Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúft og vinarhug vift
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
KRISTÍNAR BJARKAN,
Klapparstíg 3.
Gunnar Ingimundarson,
Davfð Gunnarsson,
Sigrún Gunnarsdóttir, Brynjólfur Þórsson,
Arnór Brynjólfsson,
Inger Bjarkan, Anna Bjarkan,
Jóna Bjarkan, Axel Ó. Lárusson.
MINNINGAR
bauð mér í mat til þeirra hjóna.
Mikið kveið ég fyrir þessu matar-
boði, en það var óþarfa kvíði því
mér var strax tekið eins og einni
úr fjölskyldunni. í öll þessi ár hef-
ur aldrei mætt mér annað en
hjartahlýja frá þeim hjónum.
í einkalífinu var Svenni mikill
gæfumaður. Eiginkona hans,
Björg S. Björnsdóttir, var ættuð
frá Olafsvík. Hún lést hinn 19.
nóvember 1988. Reyndist Björg
manni sínum ákaflega traustur og
tryggur lífsförunautur. í veikind-
um Bjargar sýndi Svenni svo sann-
arlega hvað í honum bjó. Hann sat
hjá henni öllum stundum og hlúði
að henni, reyndi að létta henni
þjáningamar. Það var Svenna mik-
ið áfall þegar Björg lést. Hafa
þessi sex ár verið honum ákaflega
erfið. Oft fannst okkur eins og
honum fyndist tilgangurinn að lifa
lítill þegar hún var farin.
Það gladdi Svenna mjög þegar
litlu langafabömin hans komu í
heimsókn. Þá var komið með eitt-
hvert góðgæti handa þeim. Lítið
langafabarn hans var skírt sl. laug-
ardag austur í Neskaupstað og
hlaut það nafn langafa síns. Eitt
af því síðasta sem hann bað um
var að sjá til þess að litli drengur-
inn fengi skírnargjöfina frá lang-
afa. Árný Björg, Sæunn íris, Tanja
Rut og Þórður Yngvi eiga góðar
minningar um langafa sinn. Þau
eiga erfitt með að skilja að ekki
sé hægt að fara til Svenna langafa
því nú sé hann hjá Guði. Litli Mika-
el Þór og Sigursveinn era of ungir
til að muna langafa, en þeir fá
eflaust að heyra margar sögur
bæði um langafa og langömmu.
Ég vil þakka tengdaföður mín-
um fyrir þessi ár sem ég þekkti
hann. Tel ég mig ríkari af kynnum
mínum af þeim hjónum. Ég veit
að vel hefur verið tekið á móti
Svenna því Björg hefur beðið hans
með útbreiddan faðminn. Börnum
hans og öllum ástvinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku Svenni minn:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðmunda Hjörleifsdóttir.
Nú er hann afi minn búinn að
kveðja okkur. Hann kvaddi fyrr
en okkur grunaði. Hann var búinn
að vera heilsuveill undanfarin ár,
lungun farin að gefa sig og í haust
greindist hann svo með lungna-
krabbamein.
Afí var gamall skipstjóri sem
unni sjónum af öllu sínu hjarta.
Hann gerðist landkrabbi fyrr en
hann hafði ætlað sér vegna veik-
inda. Við tók annað starf er tengdi
hann við sjóinn, það var vinnan á
Skyldunni (Tilkynningaskyldu ísl.
skipa). Þar var hann næstu árin
og líkaði vel. Hann var farsæll í
sínum störfum.
Við áttum ánægjulegar stundir
með afa öll þau ár sem hans naut
við. Oft sátum við saman og spjöll-
uðum og kom okkur það alltaf á
óvart hvað hann var minnugur.
Hann mundi öll ártöl, nöfn, skips-
heiti og þar fram eftir götunum.
Og þegar talað var um sjóinn kom
alltaf sama blikið í augun hans,
gleðiblikið.
Afí missti konuna sína 1988.
Hann hafði alla tíð talið það víst
að hann myndi kveðja þetta jarð-
neska líf á undan henni. En svo
var ekki. Eftir að vera búinn að
horfa á sína ástkæra eiginkonu
berjast mánuðum saman við sama
sjúkdóminn og lagði hann að velli,
áttf hann lítið eftir af lífsviljanum.
Þau höfðu verið gift í tugi ára,
áttu fallegt heimili, fjögur upp-
komin börn. Ekki nóg með það
heldur áttu þau 12 barnabörn sem
sóttu eftir því að vera hjá ömmu
og afa í Hafnarfírðinum.
Já, lífíð heldur víst áfram þótt
ástvinir eins og afí hverfi á braut.
Maður sættir sig ekki við að missa
þá, en maður lærir að lifa með því.
En nú vitum við að hann er
ánægður, laus við allar kvalir og
búinn að hitta hana Björgu sína
aftur, eftir allan þennan tíma.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allt sem þú gafst okkur.
Björg Helen, Inga Lind.
Alltaf skal dauðinn koma jafn
mikið á óvart, sama hversu vel
fólk er búið undir hann. Fyrir um
einum og hálfum mánuði greindist
afí með hinn illvíga sjúkdóm
krabbamein, sem dró hann til
dauða. Afí og amma, Björg S.
Björnsdóttir, sem lést 19. nóvem-
ber 1988, voru afar samrýnd og
einkar gott var að koma í heim-
sókn á heimili þeirra í Lækjarkinn
24.
Minnisstæð er í fjölskyldunni
vikuheimsókn mín til þeirra þegar
ég var á fjórða ári, það var sama
hvað amma eldaði, ég borða þetta
ekki var svarið. Þá var skellt pyls-
um í pott og málunum reddað. Svo
þegar foreldrar mínir komu og
náðu í mig tók amma mömmu inn
á teppið og skammaði hana fyrir
að ala upp matvendni í mér. Ekki
kannaðist mamma við þetta því
allt sem amma hafði boðið mér upp
á var ég vanur að borða heima hjá
mér. Amma fékk svo illt auga fyr-
ir að láta allt eftir mér og ég fékk
eitt stykki rassskell.
Afi bjó síðustu ár ævi sinnar í
Stekkjarhvammi 4 í Hafnarfírði
og þangað var gott að koma. Allt-
af þegar ég fór í bæinn að heim-
sækja dóttur mína Tönju Rut gerð-
um við okkur ferð í Hafnarfjörðinn
í heimsókn. Þegar. ég spurði hvort
við ættum að fara til langafa var
svarið alltaf já, og síðan á leiðinni
var spurt: Pabbi, á langafí súkkul-
aði? Og ekki urðu vonbrigði þegar
þangað var komið, full skál af
súkkulaði og fyrir okkur sem eldri
eram nýlagað kaffi og brauð ef
við vildum. Síðan var sest inn í
stofu og talað um það sem afa var
mjög kært, þ.e. sjómennskuna, og
vora margar skemmtilegar sög-
umar sem maður heyrði þar.
Afa fannst blóðugt að alnafni
hans úr Vestmannaeyjum skyldi
ekki verða sjómaður, heldur velja
matreiðslunám. Samt sem áður
hvatti hann mig ávallt áfram í
mínu námi og þegar ég tók mér
frí frá kokkinum sl. vetur var hann
síspyijandi hvenær ég ætlaði nú
að klára kokkinn og nú síðast
tveimur vikum fyrir andlát hans
var spurt hvort ég kæmi nú ekki
eftir áramót og kláraði skólann.
Heimsóknunum er lokið, ekki
fleiri ferðir til þín upp í Stekkjar-
hvamm, ekki fleiri símtöl, engar
fleiri sögur af sjónum. Tómlegt
verður að koma suður í heimsókn
og koma ekki við hjá þér. Sumir
halda því fram að ástvinir hittist
aftur þegar yfír móðuna miklu er
komið og er gott að trúa þvi núna
því þá veit ég hversu vel þér líður
hjá ömmu.
Elsku afí, þrátt fyrir fjarlægðina
á milli okkar var sambandið gott,
en ég vildi eiga fleiri heimsóknir
til góða. Ég þakka þér fyrir allt í
gegnum árin. Megi minningarnar
um þig lifa.
Ástvinum öllum votta ég mína
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þín.
Sigursveinn Þórðarson.
Hann elsku Svenni afí er dáinn.
Það er erfitt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að sjá þig
aftur. Það hefur alltaf verið fastur
liður að fara í Hafnarfjörðinn, fyrst
alltaf til afa og ömmu og svo eftir
að amma dó 1988 þá til þín, elsku
afi. Börnin okkar vissu alltaf að
ÍSAKÞÓRIR VIGGÓSSON
+ ísak Þórir Vig-
gósson var fædd-
ur á Haukalandi við
Öskjuhlíð í Reykja-
vík 31. desember
1935, en ólst upp á
Jófriðarstöðum við
Kaplaskjólsveg.
Hann lést á heimili
sínu i Trönuhjalla 3
í Kópavogi 26. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Rebekka Is-
aksdóttir frá Fífu-
hvammi og Viggó
K.Ó. Jóhannesson
frá Jófríðarstöðum, d. 1991.
Systkini ísaks eru: Bjarney
Kristín, Jóhannes og Málfríður
Ólína. Árið 1955 kvæntist ísak
Sonju Geirharðsdóttur, en þau
slitu samvistir. Þau eignuðust
þrjá syni. Þeir eru Páll, f. 1955,
var kvæntur Grétu Ebenezer-
dóttur, Bjarni, f. 1960, d. 1979
af slysFórum, og Ragnar, f.
1963, kvæntur Ástu Ragnheiði
Rafnsdóttur. Barnabörnin eru
sjö. Snemma árs 1991 hóf ísak
sambúð með Guðrúnu Arnar-
dóttur. Árið 1964 flutti hann
að skálabrekku við Fífuhvamm
i Kópavogi. Þar starfrækti
hann Bílarafmagn
Kópavogs til dauða-
dags. Útför Isaks fer
fram frá Digranes-
kirkju í Kópavogi í
dag.
MEÐ þessum fátæk-
legu orðum langar okk-
ur að minnast frænda
okkar og góðs vinar Is-
aks Viggóssonar. Hann
var góður félagi, sem
gott var að leita til,
hvort heldur sem var til
að fá aðstoð við bílavið-
gerðir eða bara til að
spjalla. Hann var með hjálpsamari
mönnum og afar ósérhlífinn. Það
var gaman að koma til hans, því
hann hafði sérstaklega létta lund
og gat alltaf séð spaugilegu hliðar
lífsins.
ísak var mikill náttúraunnandi
og ferðaðist mikið um Island. Það
eru eflaust fáir staðir sem hann
hefur ekki komið til. Þær vora ófá-
ar ferðirnar sem við fórum með
honum á okkar yngri árum austur
í Þórsmörk, Landmannalaugar og
víðar. Við eigum margar skemmti-
legar minningar um spaugilegar
uppákomur úr þessum ferðum okk-
ar. Alltaf var stutt í brosið og létta
skapið, og oft gestkvæmt á verk-
stæðinu, enda var hann vinsæll og
vinmargur.
Nú þegar leiðir skilja um sinn,
viljum við þakka ísak fyrir allar
góðu stundimar sem við áttum með
honum.
Elsku amma, Guðrún, Palli,
Raggi og fjölskyldur, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi minningin um ást-
kæran son, eiginmann, föður og afa
styrkja ykkur í sorginni.
Viggó og Gunnar Ingi.
Það var fallegur haustmorgunn,
klukkan rúmlega átta, þegar hringt
var á dyrabjöllunnni hjá mér og inn
komu mamma og pabbi. Ég sá strax
að einhver væri dáinn, en Isak bróð-
ir mömmu, því vildi ég ekki trúa.
Ég sem sá hann í hádeginu daginn
áður.
Þær eru margar minningamar
sem koma upp í huga minn, enda
ófáar stundimar, t.d. í hádegismat
hjá ömmu og afa, jólaboðin og öll
gamlárskvöldin er við vorum á
heimili ísaks til að halda uppá af-
mæli hans. Svo og öll hin afmælin,
nú síðast 15. september, er amma
og Guðrún hans áttu báðar af-
mæli. Þá kom fjölskyldan saman