Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 39 MINNINGAR GARÐAR ÞORSTEINSSON + Garðar Þor- steinsson fisk- iðnfræðingur var fæddur í Bolungar- vík 12. febrúar 1910. Hann andað- ist í Reykjavík 22. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þor- steinn Jónsson Ey- firðingur og kona hans Þórlaug Benediktsdóttir. Garðar ólst upp í foreldrahúsum í Bolunjgarvík og síð- ar á Isafirði. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1927, stúdentsprófi í Reykjavík 1930 og B.Sc.-prófi í fiskiðnfræðum í Kanada 1933. Næstu ár á eft- ir starfaði Garðar sem ráðgef- andi sérfræðingur í fagi sínu víða um land, bæði fyrir einka- og opinbera aðila. Árið 1941 varð hann stofnandi að heild- sölufyrirtækinu G. Þorsteins- son & Johnsson og forsljóri þess til 1988. Hann lét mikið til sín taka í Oddfellowregl- unni. Garðar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þór- unn Kristín Sigurð- ardóttir, en þau slitu samvistir. Eignuðust þau fjög- ur börn sem eru: Bérgljót, gift Morr- is G. Sleight og eiga þau tvö börn; Geir, kvæntur Marit Garðarsson, þau eiga tvær dætur; Gerður, ógift; Arn- þór, kvæntur Guð- rúnu Sveinbjarn- ardóttur og eiga þau tvö börn. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Jóhanna T. Ólafsdóttir frá ísafirði. Synir þeirra eru Ólaf- ur, kvæntur Jóhönnu Þorgríms- dóttur og eiga þau tvo syni, þau slitu samvistir; Þórir, kvæntur Sigríðir Jóhannsdóttur, eiga þau einn son og fóstra upp ann- an son Þóris; Þorsteinn, kvænt- ur Guðrúnu Einarsdóttur og eiga þau þijá syni auk sonar hennar. Útför Garðars var gerð frá Áskirkju 30. september. Hvort sem langt líf eða skammt lént er, um daga skeið. Hvort sem braut, blítt eða strangt brott fellur eða greið. Lifendum Guð minn, líkni þú, liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim er harma nú, hvíld væra, þeim er sefur. Góðir menn, Drottinn, gef þú að, í góðra manna komi staðm á öllu ráð einn þú hefur. (Sveinbjörn Egilsson) Mjög að heillum lifir látnum orðs- tír, því vildi ég með nokkrum orðum minnast Garðars Þorsteinssonar fiskiðnfræðings, sem átti merkan þátt í síldar- og fiskiðnaðarævintýri þjóðar okkar og iðnvæðingar með stórvirkum tækjum cg tækni. Garðar var kominn af traustum stofnum, sonur Þorsteins Jónssonar Eyfirðings, landskunns afla- og dugnaðarmanns, en hann var ætt- aður úr Svarfaðardal, lengst skip- stjóri á línuveiðaranum Fróða, og konu hans Þórlaugar Benediktsdótt- ur. Þorsteinn kom til Bolungarvíkur með bræðrum sínum Jóhanni og Jóni, sem allir voru þá ungir og dugmiklir menn og stunduðu útróðra þaðan. Jóhann og Þorsteinn urðu dugandi formenn, en Jón gerð- ist bóndi þar. Garðar ólst upp í þessari elstu og erfíðu verstöð til sjö ára aldurs. Þá flutti hann til ísafjarðar með foreldrum sínum ásamt Sóleyju systur sinni. Hann bar alltaf sterkar taugar til þessara bemskustöðva sinna og heimsótti þær oftast á hveiju ári á síðari árum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og stúd- entsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík Alþingishátíðarárið 1930. Orstutt æskustund flýgur fljótt. Hann hélt utan til náms í Kanada, sem þá þótti djarft, eins og ástandið var þá hér í efnahagsmálum. Hann lauk B.Sc.-prófi í fiskiðnfræðum frá Dalhouse University í Halifax og kom heim sem sérfræðingur í fisk- iðnaði og varð tæknilegur ráðunaut- ur Útgerðarfélagsins Alliance hf. við skipulagningu á verksmiðju sem fyr- irhugað var að reisa á Djúpavík. Þar gekk allt með ótrúlegum hraða og verksmiðjan var tæknilega vel búin og tækjum vel fyrir komið og skipulag allt til fyrirmyndar. Þama má segja að fangbrögðin við lífið hafi tekið við. Það er fyrsta stig umbóta og framfara að vera sannfærður um að þeirra sé þörf og framkvæmdin sé skipuleg og viðráðanleg. Litlu síðar hefjast byggingar- framkvæmdir Kveldúlfs á Hjalteyri á nýrri síldarverksmiðju. Garðar var ráðinn til að hanna haria og annast allt fyrirkomulag. Verksmiðja þessi var byggð á mettíma fyrir góð vinnubrögð, skipulag og verkstjórn, og skilaði strax á byggingarárinu miklum verðmætum og dró úr íjár- hagserfiðleikum Kveldúlfs sem þá voru miklir. Þegar ákveðið var að kaupa til landsins fljótandi síldarverksmiðju, Hæring, var Ieitað til Garðars og hann fenginn til að líta á skip er til greina komu og eins um val á tækjum og fyrirkomulag í skipinu. Þetta var mikið verkefni sem Garð- ar leysti vel af hendi. Hann var síð- an verksmiðjustjóri á skipinu og þjálfaði upp starfslið. Gekk vinnslan vel í alla staði. Því miður var litlu síðar síldarleysi við landið, en erfitt reyndist að stunda vinnslu á skipi á úthafinu. Skipið var síðan selt til Noregs og vegnaði vel þar. Einnig var Garðar hafður með í ráðum við tækjakaup er síldarverksmiðjan var byggð í Örfirisey. Hann annaðist líka tækjakaup og allan undirbúning við verksmiðjuna á Ingólfsfirði. Þannig má með sanni segja að fram- lag hans til breyttra atvinnuhátta á þessum tlma hafi markað sjáanleg spor í atvinnusögu þjóðarinnar. Árið 1941 stofnuðu þeir félagar Garðar og Pétur 0. Johnsson fyrir- tækið G. Þorsteinsson & Johnsson. Þá hafði lokast fyrir öll viðskipti við Evrópu. Þeir félagar voru báðir kunnugir aðstæðum í Vesturheimi og hófu innflutning á verkfærum, vélum og stórvirkum tækjum. Var fyrirtækið rekið af miklum stórhug. Rekstur þess annaðist Garðar sem forstjóri frá upphafi til ársins 1988. Eftir nokkurra ára samstarf hvarf Pétur Johnsson til starfa í Banda- ríkjunum og keypti þá Garðar hans hlut. Nokkru síðar gekk Guðmundur Árnason til samstarfs við Garðar og ráku þeir síðan fyrirtækið saman um árabil. Á síðustu árum kom yngsti sonur Garðars inn í fyrirtæk- ið, þar til það var selt. Garðar gekk tiltölulega ungur í Oddfellowregluna, var einn af stofn- endunum og starfaði þar í rúmlega hálfa öld, ötull og traustur starfs- maður, ósínkur á tíma sinn og krafta og hafði hann t.d. mikinn áhuga á ræktunarframkvæmdum félagsins við Urriðavatn. Þar lagði hann á sig ómælt erfiði við ræktun, grisjun og aðrar framkvæmdir á svæðinu. Gott var með góðum vinum gleði- stunda að njóta, við skírnir, af- mæli, giftingar, á jólum og nýári, í sumarbústöðum og Ijallgöngum. Garðar var mikill náttúruunn- andi, ferðagarpur og útivistarmað- ur. Fór mikið á eigin vegum og einn- ig með Ferðafélagi íslands og fleir- um um hálendi íslánds og hafði gengið á fjölmörg ljöll landsins. „Allir vegir vonx honum færir, viljinn sterkur og hreinn, þrunginn krafti sem kjarnann nærir, klifraði djarfur og einn, léttur í spori, lík- amsfagur, lund hans og bragur heið- ríkjudagur, hann var fijálsborinn fjallasveinn," eins og Davíð Stefáns- son kemst að orði í einu kvæða sinna. Gröfin þögul geigvænleg og köld hún geymir aðeins það, sem jörðin á. Vor leið er yfir hel og harma völd til hans, sem andi vor og líf er frá. (E.M. Jónsson) Ég kveð Garðar Þorsteinsson með ljúfri þökk fyrir liðinn dag, er leiðir skiljast hér við hinsta hjartaslag. Ljómandi björt leiftrar minningin um þennan mæta dreng, hans iðju, líf og dáð. Ég sendi Jóhönnu og afkomend- um Garðars Þorsteinssonar og tengdafólki og vinum innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka liðnar samverustundir og góðar minningar. Björn Ólafsson. t Ástkær eiginkona mín, systir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG K. KRISTINSDÓTTIR, Skarði á Skarðsströnd, sem lést á heimili sínu þann 29. októ- ber sl., verður jarðsungin frá Skarðs- kirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 15. Sætaferðir verða frá BS( kl. 9 á laugar- dagsmorgun. Jón G. Jónsson, Boga Kristinsdóttir, Kristinn Jónsson, Þórunn Hilmarsdóttir og fjölskylda. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GÍSLASON vélstjórl, Gnoðarvogi 64, lést í Landspítalanum aðfaranótt 2. nóvember. Kristfn B. Waage, Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir og barnabörn. KRISTÍN FÖNN OMARSDOTTIR + Kristín Fönn Ómarsdóttir fæddist á Eskifirði 17. nóv- ember 1978. Hún lést í bílslysi 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eski- fjarðarkirkju 1. nóvember. Með fáeinum orðum viljum við minnast Kristínar nágranna okkar. Kristín var alltaf svo glöð og ánægð með lífið og var öllum svo góð og því yndisleg manneskja. Það mynd- aðist mikill vinskapur milli fjöl- skyldna okkar þegar við fluttum í blokkina í Bleiksárhlíð 2. Því er eins og djúpt skarð hafi myndast í hjörtum okkar þegar einn er num- inn á brott svo skyndilega og aldrei hefði hvarflað að okkur þegar við sáum Kristínu síðast svo unga og lífsglaða að við ættum aldrei eftir að sjá hana aftur. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ kristur tók þig heim til sín þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Hanna Stína, Ómar, Björg- vin, Dagný og Kristrún, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Jóna Björg, Anna Ragna, Linda Rut og Sigurjón Björn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON fyrrverandi apótekari á Sauðárkróki, Háaleitisbraut 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Margrét Magnúsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Hafsteinn Eiríksson, Magnús Sigurðsson, Alfa Sigrún Sverrisdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SVERRIS EINARSSONAR, Hvassaleiti 45, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Katrin Jónsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg Gísladóttir, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Meh'ssa Katrín, Brynja Björk, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÞÓRÐAR MATTHÍASAR JÓHANNESSONAR, Fálkagötu 10, Reykjavík. Svava Þórðardóttir, Málfríður Þórðardóttir, Hilmar Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins I Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur I veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.