Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hagkvæmnikönnun á byggingu sinkverksmiðju hér á landi
Niðurstaðna að vænta
um næstu áramót
REIKNAÐ er með að um næstu áramót liggi
fyrir niðurstöður forkönnunar stærsta sinkfram-
leiðanda í Bandaríkjunum, Zink Corporation of
America, á því hvort fýsilegt sé að reisa hér á
landi verksmiðju sem framleiðir um 75 þúsund
tonn af sinki á ári. Fjárfesting við að reisa slíka
verksmiðju yrði um 10 milljarðar króna og
gæti hún veitt 300-400 manns atvinnu. Orku-
kaup verksmiðjunnar gætu numið um 200 gwst
á ári, en það er um þriðjungur orkuframleiðslu
Blönduvirkjunar og fímmtungur af árlegum
orkukaupum álversins í Straumsvík.
Tilgangurinn að tryggja atvinnu
Á blaðamannafundi sem Halldór Blöndal
landbúnaðarráðherra boðaði til um málefni
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi í gær kom
fram að allt of snemmt væri að segja til um
hvort af byggingu sinkverksmiðjunnar gæti orð-
ið, en vonir standa til að nýta mætti aðstöðu
Áburðarverksmiðjunnar við hluta af framleiðslu-
ferlinu og þar hefðu um 80 manns vinnu.
Af íslands hálfu hafa sérfræðingar Áburðar-
verksmiðjunnar ásamt fulltrúum Markaðsskrif-
stofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar
unnið að forkönnuninni á fýsileika þess að reisa
hér sinkverksmiðju. Áburðarverksmiðjan komst
í samband við Zink Corporation of America
eftir að landbúnaðarráðherra hafði frumkvæði
að því í mars síðastliðnum að hafa samband
við aðila í Bandaríkjunum, sem hafa mikla þekk-
ingu á efnaiðnaði og málmvinnslu. Var það gert
í því skyni að kanna hvort finna mætti aðra
starfsemi sem tryggt gæti atvinnu starfsmanna
Áburðarverksmiðjunnar og nýtingu eigna verk-
smiðjunnar í framtíðinni ef hætta þyrfti áburðar-
framleiðslu, en um næstu áramót lýkur einka-
sölu verksmiðjunnar á áburði vegna tilkomu
EES-samningsins.
í máli landbúnaðarráðherra kom fram að
erlendu aðilarnir hafa lýst vilja sínum til að
ráða starfsfólk frá Áburðarverksmiðjunni í störf
í nýrri verksmiðju ef af verður. Verði niðurstaða
forkönnunarinnar jákvæð búast erlendu aðilarn-
ir við að það taki sex til níu mánuði að und-
irbúa málið áður en lokaákvörðun um verksmiðj-
una yrði tekin. Yrði sú niðurstaða jákvæð ætti
framleiðsla að geta hafist þremur árum síðar.
Viðræður við Norsk Hydro
Að sögn Sveins Snorrasonar stjómarform-
anns Áburðarverksmiðjunnar er alveg ljóst að
áburðarframleiðslu verður haldið áfram í verk-
smiðjunni á komandi árum þrátt fyrir hugsan-
lega samkeppni við innfluttan áburð. Viðræður
um samvinnu í áburðarframleiðslu hér á landi
hafa staðið yfir undanfarna mánuði við Norsk
Hydro, sem væntanlega yrði helsti keppinautur
verksmiðjunnar. Norsk Hydro hefur yfirburða
markaðshlutdeild á áburðarmarkaði á Norður-
löndum, en undanfama áratugi hefur Áburðar-
verksmiðjan átt mikil samskipti við fyrirtækið.
Viðræðurnar hafa enn ekki leitt til niðurstöðu.
Tekjur ríkisins aukast jafnt og þétt
Fj árlagahallinn
mögulega í sam-
ræmi við fjárlög
FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að
niðurstaða ríkisfjármála eftir
fyrstu níu mánuði ársins sýni að
ríkissjóðshalli á þessu ári geti orð-
ið talsvert minni en áður var áætl-
að. Hann segir meiri líkur til þess
nú en oftast áður að raunveruleg
niðurstaða verði í samræmi við það
sem fjárlög gerðu ráð fyrir.
Tveimur milljörðum
betri afkoma
„Tekjurnar virðast verða heldur
meiri en ráðgert var og enn er
ekkert komið fram um það að
gjöldin verði meiri en við hugðum
þegar sex mánaða yfírlitið lá fyrir.
Mér sýnist því að afkoman á þessu
ári verði heldur betri en við gerðum
ráð fyrir þá og það gæti verið um
að ræða 500 milljónir eða þar um
bil,“ sagði Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra.
Fjárlög yfirstandandi árs voru
afgreidd með 9,6 milljarða haila
en áætlanir fjármálaráðuneytisins
í september gerðu ráð fyrir að
hallinn yrði 10,8 milljarðar króna.
Nú hefur komið í ljós að afkoma
ríkissjóðs, eftir níu mánuði er um
tveimur milljörðum betri en fyrri
áætlanir gerðu ráð fyrir og er það
einkum vegna þess að tekjur ríkis-
ins hafa aukist. Það merkir þó
ekki áð endanlegur ríkissjóðshalli
lækki um sömu upphæð þar sem
ekki liggur enn fyrip hve ríkissjóð-
ur þarf að greiða mikið á árinu í
stofnkostnað.
Þegar fjármálaráðherra var
spurður hvort auknar tekjur á yfír-
standandi ári sýndu að tekjuáætlun
fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta
ár væri í lægri kantinum svaraði
hann að þetta staðfesti að óhætt
hefði var að áætla tekjurnar eins
og gert væri í frumvarpinu. Þar
er miðað við að tekjur ríkissjóðs
verði um 2,6 milljörðum hærri á
næsta ári en þessu.
Tékkafærslum
fækkar um milljón
UM 100 þúsund debetkort hafa ver-
ið gefin út hérlendis og voru færslur
um 520 þúsund talsins í seinasta
mánuði að sögn Þórðar Sigurðsson-
ar, forstjóra Reiknistofu bankanna,
eða um 5,2 á korthafa að meðaltali.
70 þúsund þessara færslna eru til-
komin vegna úttekta úr hraðbönk-
um, 80 þúsund hjá gjaldkerum í
bönkum og 370 þúsund færslur hjá
þjónustuaðilum, sem er 14% aukning
frá september. Tékkafærslum í októ-
ber fækkaði um milljón miðað við
síðasta ár.
Þórður segir að ijöldi færslna í
október samsvari 6,2 milljónum
færslna á ári, sem sé um 77,5% af
notkun í Danmörku miðað við höfða-
tölu, en þar hafi debetkort verið í
notkun í rúman áratug en eitt ár
hér á landi. Væri notkunin að fullu
sambærileg við Danmörku væru
færslurnar 8 milljónir talsins á ári
hériendis.
Seðlanotkun meiri
Þórður segir að í október hafí
útgefnir tékkar verið 1.345.000, sem
sé fækkun um eina milljón í tékkaút-
gáfu, eða tæpan helming, miðað við
sama mánuð í fyrra. Þessar tölur
bendi til að debetkortin hafi leyst
ávísanir að miklu leyti af hólmi, en
um leið að fólk noti debetkort sjaídn-
ar en það gaf út ávísanir áður. De-
betkortin séu þá notuð til að greiða
hærri upphæðir í einu, t.d. á þann
hátt að fólk safni saman reikningum
til greiðslu og slíkt. Seðlanotkun sé
einnig væntanlega meiri en áður.
Morgunblaðið/Sverrir
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri naut aðstoðar Stef-
áns Hermannssonar borgarverkfræðings (t.v.) og Sigurðar
Skarphéðinssonar gatnamálastjóra við að klippa á borða í til-
efni af því að Borgarvegur, norðan núverandi byggðar í Grafar-
vogi, var formlega tekinn í notkun í gær.
Borgarvegur opnaður
BORGARSTJÓRI Reykvíkinga,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók
Borgarveg í Grafarvogi formlega
til notkunar í gær. Vegurinn ligg-
ur norðafi núverandi byggðar í
Grafarvogi og er tengibraut milli
Strandvegar í vestri og Víkurveg-
ar í austri.
Hann opnar leið til nýrra
áfanga Rimahverfis og fyrstu
bygginga Borgarhverfis, en þar
eru framkvæmdir um það bil að
hefjast. Framkvæmdir við Strand-
veg hófust í maí og í byijun febr-
úar við Borgarveg og var heildar-
kostnaður 71 milljón króna.
Strandvegur kostaði 23,5 millj-
ónir og Borgarvegur 47,5 milljón-
ir. Sá hluti Strandvegar sem nú
var tekinn í notkun er 600 metra
langur og 7,5 metra breiður og
Borgarvegur frá Strandvegi að
Rimahverfi er kílómetra langur
og 7,5 metra breiður.
Verkfræðistofan Hönnun hf. sá
um gatnahönnun, hönnun undir-
ganga og gerð útboðsgagna.
Starfsmenn Rafmagnsveitu
Reykjavíkur hönnuðu götulýsingu
og starfsmenn Vatnsveitu Reykja-
víkur vatnslagnir. Völur hf. og
Loftorka hf. í Reykjavík sáu um
lagningu Borgarvegar og um
byggingu undirganga. Undirverk-
taki Loftorku var Sveinbjöm Sig-
urðsson hf.
Gufunes
Borgarvegur er nú
opinn allri umferð
Barnabætur
30 milljón-
ir endur-
greiddar
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur horfið frá því að jafna
skuldir á tryggingagjaldi,
vörugjaldi, virðisaukaskatti og
fleiri slíkum gjöldum á móti
bamabótum og barnabóta-
auka eins og átti að gera í
fyrsta skipti um mánaðamótin.
Því verða á næstunni greiddar
30 milljónir króna í barnabæt-
ur og barnabótaauka til þeirra
sem skulda áðurnefnd gjöld.
Að sögn Indriða H. Þorláks-
sonar skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneyti hefur verið
lagaheimild til skuldajöfnunar
opinberra gjalda á móti barna-
bótum en hún hefur ekki verið
nýtt að fullu nema varðandi
tekju- og eignarskatt og bif-
reiðagjöld.
Ekki lagaheimild
Nú um mánaðamótin átti
hins vegar að skuldajafna öll
opinber vangreidd gjöld á móti
bamabótum og barnabóta-
auka en síðan kom í ljós, að
ekki er lagaheimild til að jafna
skuldir frá fyrri árum á móti
barnabótaauka. Því var ákveð-
ið að afturkalla þessa breyt-
ingu að þessu sinni.
Indriði sagði að reiknaðar
barnabætur um mánaðamótin
hefðu verið um 1.000 milljón-
ir. Þar af fóru 150 milljónir í
skuldajöfnun og af þeirri upp-
hæð verða 30 milljónir greidd-
ar til baka. Indriði sagði að
lítill hluti þeirrar upphæðar
hefði verið oftekinn sam-
kvæmt áðurgreindu.
Viðskipti
vaxaí
Sparisjóði
Flateyrar
VIÐSKIPTAMÖNNUM Spari-
sjóðs Önundarfjarðar á Flat-
eyri hefur fjölgað eftir að
sparisjóðurinn ákvað að fella
niður þjónustugjöld í septem-
ber sl., að sögn Ægis E. Haf-
bergs, sparisjóðsstjóra. Hann
segir að menn hafi meðal ann-
ars fært viðskipti sín frá höfuð-
borgarsvæðinu og annars stað-
ar frá til Flateyrar, aðallega
tékkaviðskipti, en þeim fylgi
önnur viðskipti.
„Menn hafa fært viðskipti
sín til okkar og mér er kunn-
ugt um að aðrimndirbúa slík-
an flutning og eru að afla sér
upplýsinga um hvemig þessi
yfirfærsla gengur fyrir sig.
Enn sem komið er er þetta
tæplega kollsteypa, en við höf-
um orðið vör við umtalsverða
aukningu þótt hún sé hæg-
fara," segir Ægir og kveðst
bjartsýnn á að um frekari
aukningu verði að ræða þegar
fólk uppgötvi þennan valkost.
Rekstur frambærilegur
Ægir segir að þjónustugjöld
verði ekki tekin upp að nýju
hjá sparisjóðnum á þessu ári
og vonandi ekki á næsta ári
heldur. „Við gætum auðvitað
notfært okkar tekjur af þjón-
ustugjöldum, en rekstur Spari-
sjóðs Önundarfjarðar er mjög
frambærilegur án þeirra,“
segir Ægir.