Morgunblaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Norskur réttur sakfellir stýrimann Hágangs en sýknar útgerð og skipstjóra vegna skotmálsins
Strandgæsla
má ekkí skera
átogvíra
Héraðsdómur í Tromsö dæmdi Anton Ingva-
son stýrimann í gær í 30 daga fangelsi en
sýknaði skipstjóra og útgerð skipsins. Pétur
Gunnarsson kynnti sér dóminn og viðbrögð
lögmanns og talsmanns útgerðar.
SENJA, skip strandgæslunnar, klippti á togvíra Hágangs II„ 6
vikum áður en dró til þeirra atburða sem dæmt var um í gær.
ÉRAÐSDÓMUR í
Tromsö í Noregi dæmdi
í gær Anton Ingvason,
stýrimann á Hágangi II,
i 30 daga óskilorðsbundið fangelsi
fyrir að hafa skotið úr haglabyssu
að norskum strandgæslumönnum
sem reyndu að klippa á togvíra
Hágangs úr gúmbáti norðaustur af
Bjarnarey 5. ágúst sl. Til frádráttar
refsingunni kemur fimm daga
gæsluvarðhald Antons í Noregi.
Hins vegar sýknaði dómstóllinn,
sem lýsir því yfir að málið sé dæmt
á grundvelli norsks landsréttar en
ekki þjóðaréttar, Eirík Sigurðsson
skipstjóra og útgerð Hágangs af
refsikröfum byggðum á því að hafa
ekki farið að fyrirmælum strand-
gæslunnar meðan á aðgerðum stóð
í kjölfar atviksins. Dómurinn kemst
að þeirri niðurstöðu að norsku
strandgæslunni sé ekki heimilt sam-
kvæmt lögum að grípa til þess ráðs
að klippa á togvíra skipa sem grun-
uð eru um ólöglegar veiðar. Enn-
fremur byggist niðurstaða dómsins
í máli Antons á því að fullsannað
sé að hann hafi skotið haglaskoti
en ekki púðurskoti að strandgæslu-
mönnunum.
Brynjar Östgard, veijandi Ant-
ons og útgerðarinnar, sagði eftir
dómsuppkvaðninguna að niðurstað-
an væri sigur fyrir íslendingana.
„Það er gleðilegt að rétturinn kemst
að þeirri niðurstöðu að strandgæsl-
an hafi ekki lagaheimild til að klippa
á togvíra. Einnig sýnir dómurinn
að norsk stjórnvöld hafa án laga-
stoðar tekið sér vald á Svalbarða-
Fjölmiðlakönnun
Félagsvísindastofnunar
Morgun-
blaðið
mest lesið
dagblaða
MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna
dagblaðið, samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands, sem gerð var 20.-26.
október síðastliðinn. Að meðaltali
lásu 57% svarenda hvert tölublað
Morgunblaðsins, en meðallestur
hvers tölublaðs DV var 45%. Þetta
er Iítils háttar samdráttur í blaða-
lestri frá því í síðustu fjölmiðla-
könnun í marz, en þá lásu 58%
Morgunblaðið og 46% DV. Breyt-
ingin er ekki marktæk. Morgun-
blaðið var mest lesna blaðið alla
svæðinu," sagði lögmaðurinn í sam-
tali við norska Dagbladet eftir
dómsuppkvaðninguna. Hann sagði
að á hinn bóginn hefði alltaf verið
við því búist að Anton Ingvason
yrði dæmdur til refsingar fyrir að
skjóta að strandgæslumönnunum.
Friðrik Guðmundsson, útgerðar-
maður Hágangs II, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið telja að dóm-
urinn væri stórsigur fyrir útgerðina
og viðurkenning á því að strand-
gæslan hefði farið langt ut fyrir
heimiidir sínar í aðgerðum gegn
skipinu með því að skjóta að því í
stað þess að þiggja boð skipstjórans
um að Anton kæmi yfir í strand-
gæsluskipið til yfirheyrslu.
Hágangur fór í Barents-
hafið í gærkvöldi
Hann kvaðst þó telja of snemmt
að ályktá um þýðingu dómsins fýr-
ir deilu íslendinga og Norðmanna
um veiðar í Barentshafi, betri vís-
bendingar um það fengjust við dóm
í máli Björgúlfs frá Dalvík, sem
tekið verður til dóms ytra í janúar.
Hann sagði að ekki kæmi í ljós
fyrr en eftir 14 daga hvort sýknu-
dóminum yrði áfrýjað en kvaðst
vonast til að sakleysi Antons Ingva-
sonar af ákærum yrði sannað færi
málið fýrir Hæstarétt.
Hágangur II var í höfn á Vopna-
firði í gær en hélt til veiða í Barents-
hafi í gærkvöldi. Hvorki náðist tal
af Antoni né Eiríki Sigurðssyni
skipstjóra.
Eftir aðgerðir strandgæslunnar
5. ágúst var Hágangur II færður
útgáfudaga. Þá sáu 73% Morgun-
blaðið einhvern tímann í vikunni,
en 68% DV.
Lestur Morgunpóstsins var nú
kannaður í fyrsta sinn, og lásu
12% svarenda fimmtudagsblaðið
og 10% mánudagsblaðið. Þettaer
minni lestur en á Pressunni, sem
í síðustu könnun var lesin af 15%
svarenda.
Ef borinn er saman meðallestur
á hvert tölublað blaðanna eftir
aldri svarenda, kemur fram að
Morgunblaðið er mest lesið í öll-
til hafnar og málið rannsakað. Til
að stöðva för Hágangs hafði m.a.
verið hleypt úr fallbyssum strand-
gæsluskipsins Senju í skrokk Há-
gangs.
Norska ákæruvaldið gaf út
ákæru á hendur Antoni fyrir að
ráðast með valdi að opinberum
starfsmönnum til að tefja eða
hindra þá við skyldustörf og krafð-
ist ákæruvaldið 60 daga fangelsis.
Jafnframt var Eiríkur Sigurðsson
skipstjóri ákærður fyrir að hafa
brotið gegn reglugerð um físk-
verndarsvæðið við Svalbarða og
lögum um norska efnahagslögsögu
með því að hafa að engu fýrirmæli
strandgæslunnar um að stöðva
skipið að fenginni skipun strand-
gæslumanna. Þess var krafist að
hann yrði dæmdur í 500 þús. ís-
lenskra króna sekt eða 50 daga
fangelsi og til að greiða 100 þús.
íslenskra króna í sakarkostnað.
Þess var jafnframt .krafist að
útgerðarfélag Hágangs yrði dæmt
fyrir að hafa haft áhrif á ákvörðun
skipstjórans um að hlýða ekki fyrir-
mælum strandgæslunnar og gert
að greiða 1,5 milljónir íslenskra
króna í sekt og 100 þúsund íslensk-
ar krónur í sakarkostnað.
Skipstjórinn og útgerðin áttu
kost á að ljúka málinu með því að
samþykkja kröfur ákæruvaldsins
en höfnuðu því.
Norsk yfirvöld létu ekki á það
reyna í málinu hvort veiðar Há-
gangs á Svalbarðasvæðinu hefðu
verið ólöglegar en viku eftir aðgerð-
irnar settu þau reglugerð til að
um aldurshópum.
Alls sáu 47% kvöldfréttir í
Ríkissjónvarpinu, sem er fjórum
prósentustigum meira en í síðustu
könnun. A fréttir Stöðvar 2
horfðu 36% að meðaltali, miðað
við 35% í marz. Dagsljós í Ríkis-
sjónvarpinu sáu 20%, en 19:19 á
Stöð 2 sáu 25% svarenda.
Vinsælasti þátturinn í Ríkis-
sjónvarpinu í umræddri viku var
Sigla himinfley, en hann sáu 58%
áhorfenda. Á tali hjá Hemma
Gunn sáu 48%, og 37% horfðu á
styrkja lagagrundvöll aðgerða
vegna ólöglegra veiða á svæðinu.
Anton Ingvason hafði gefið þá
skýringu að hann hefði fjarlægt
högl úr skothylki áður en hann
hefði hleypt. af úr haglabyssunni,
skipveijum í gúmmíbátnum til við-
vörunar, en hann kvaðst hafa talið
að þeir væru grænfriðungar.
í niðurstöðum héraðsdómsins er
þessu hafnað og sagt að slá megi
því föstu að höglum hafi verið skot-
ið að strandgæslunni. Þá hljóti
Antoni að hafa verið ljóst að um
strandgæslumenn var að ræða enda
hafi gúmmíbáturinn verið merktur
greinilega með fána strandgæsl-
unnar á fimm stöðum.
Landsréttur en ekki
þjóðaréttur
Ekki er talið sannað að fyrir
Antoni hafi vakað að hæfa bátinn
eða skipverjana en lagt til grund-
vallar vegna vafa að Anton hafi
ætlað að miða til hliðar við gúmmí-
bátinn í því skyni að hræða strand-
gæslumennina. Með þessu hafi hon-
um tekist það ætlunarverk sitt að
hræða þá frá að sinna skyldustarfi
sínu með því að beita ofbeldi.
Rétturinn hafnar því að um nauð-
vöm hafí verið að ræða og að áhöfn
Hágangs hafí stafað hætta af nær-
veru strandgæslumanna sem hafi
áður en skotinu var hleypt af hætt
við að reyna að skera á togvíra
Hágangs.
Strandgæslumönnum hafí hins
vegar verið stefnt í hættu með skot-
inu og þar sem ekki hafí verið kyrrt
útsendingu vantraustsumræðna á
Alþingi. Vinsælasti þátturinn á
Stöð 2 var Bingólottó, sem 36%
sáu.
Kannað hjá 12-80 ára
Félagsvísindastofnun vann
könnunina fyrir Morgunblaðið,
DV, íslenzka útvarpsfélagið, Rík-
isútvarpið, Samtök auglýsenda og
Samband íslenzkra auglýsinga-
stofa.
Tekið var 1.500 manna slemb-
iúrtak úr þjóðskrá og náði könn-
í sjóinn hafí verið talsverð hætta á
að skotið hæfði þá þótt ekki væri
að þeim miðað.
Dómurinn segir að ekki sé nauð-
synlegt að taka tillit til sjónarmiða
veijandans um að þjóðréttarlegur
vafí leiki á um heimildir Norðmanna
til löggæslu utan fjögurra sjómílna
landhelgi við Svalbarða og segir að
málið eingöngu dæmt á grundvelli
norsks landsréttar.
Hins vegar telur dómurinn að
strandgæslunni sé ekki heimilt að
grípa til þess ráðs að skera á tog-
víra skipa sem staðin séu að meint-
um ólöglegum veiðum en til þess
ráðs hefur norska strandgæslan
gripið sjö sinnum á vemdarsvæðinu
síðan í vor.
Dómurinn telur *að samkvæmt
norskum lögum verði að krefjast
þess að til staðar sé ótvíræð laga-
heimild sem leyfí strandgæslunni
að grípa til aðgerða á borð við það
að klippa á veiðarfæri fiskiskipa.
Slíkri réttarheimild sé hins vegar
ekki til að dreifa í norskum rétti.
Ekki ákærðir fyrir rétt brot
Ákæran gegn skipstjóranum og
útgerðinni byggist á því að framið
hafí verið brot gegn reglugerð um
verndarsvæðið. Hins vegar sé litið
svo á að grundvöllur þeirra aðgerða
strandgæslunnar að skipa skipstjór-
anum að stöðva skipið hafí verið
rannsókn á framferði Antons
Ingvasonar.
Strandgæslumönnum hafí þá
ekki gengið til að framfylgja reglu-
gerð um fískverndarsvæðið. Vegna
reglunnar um að vafa skuli meta
sakbomingi til hagsbóta leggi rétt-
urinn til grundvallar að Eiríkur
skipstjóri hafí talið víst að þarfír
rannsóknarinnar gegn Antoni
Ingvasyni hafi búið að baki fyrir-
skipunum strandgæslunnar og því
hafi hann, að höfðu samráði við
útgerðina, neitað að verða við fyrir-
mælunum í því skyni að leggja stein
í götu þeirrar rannsóknar.
Með því að leggja stein í götu
rannsóknarinnar kunni hann að
hafa gerst sekur um hegningar-
lagabrot en ekki um brot gegn
reglugerð um fískvemdarsvæðið
eins og á hafi staðið.
Fyrir þetta hugsanlega brot hafi
Eiríkur hins vegar ekki verið
ákærður og ákæruvaldið hafí ekki
reynt að færa sönnur á að þetta
hafi búið að baki neitun hans við
að hlýða fyrirskipunum. Rétturinn
geti ekki sakfellt mann fyrir brot
sem ekki sé tilgreint í ákæm. Á
þeirri forsendu voru skipstjóri og
útgerð sýknuð af ákæmm í málinu.
unin tílfólks á aldrinum 12-80
ára. Hringt var í þá, sem komu í
úrtakið, og dagbækur sendar til
þeirra, sem samþykktu að taka
þátt í könnuninni. Svarendur
skráðu svo daglega fjölmiðlanotk-
un sína.
Heimtur voru þokkalegar að
mati Félagsvísindastofnunar. AHs
fengust 935 dagbækur, sem er um
64% nettósvörun af heildarúrtaki.
Svarendahópurinn endurspeglar
aldurs- og búsetuskiptingu
þjóðarinnar vel.
Lestur dagblaða í viku í október 1994
Meðallestur á tölublað, skipting eftir aldri lesenda
r-HtnuwUtóíb