Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 9 VERKFALL SJÚKRALIÐA Formaður Sjúkraliðafélags um bréf forstjóra Ríkisspítala „Felur í sér hótun“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg MÁLIN rædd í fundarhléi í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vörur afgreiddar af hjúkrunarlager KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að í bréfi forstjóra Ríkisspítalanna til sjúkraliða, sem ekki hafa mætt til starfa þrátt fyrir vera á undanþágu- listum, felist viss hótun. Sjúkralið- afélagið sendir sjúkraliðum bréf í dag með ráðleggingum um hvernig þeir eigi að bregðast við bréfinu. I bréfinu, sem er undirritað af Davíð Á. Gunnarssyni, forstjóra Ríkisspitala, og sjúkraliðar fepgu í gær er vakin athygli á ákvæði Iaga um kjarasamninga opinberra starfs- manna um verkföll og auglýsingu sem birtist í Stjórnartíðindum í jan- úar 1992 um undanþágur frá verk- falli. Segir að trúnaðarmenn sjúkraliða og hjúkrunarforstjóri Landspítala hefðu á tveimur fundum yfirfarið undanþágulistam sem verið hefðu leiðréttir i framhaldi af fund- unum og laun greidd samkvæmt þeim. I lok bréfsins segir orðrétt: „Þín deild er ein af fimm deildum Land- spítalans á listanum þar sem skylda til vinnu skv. listunum hefur ekki verið virt af félagsmönnum Sjúkral- iðafélagsins. Hér er því um óheimila fjarvist að ræða og hefur þetta skap- að sjúklingum og samstarfsfólki veruleg óþægindi. Ríkisspítalar líta svo á að skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og auglýs- ingu nr. 27/1992 nái heimild til verkfalls ekki til starfa þíns og þér sé því skylt að mæta til vinnu. Ríkisspítalarnir skora hér með á þig að koma nú þegar til starfa skv. þeirri vaktskrá sem í gildi er.“ Bréfinu verður svarað „Ég tel að í þessu bréfi felist viss hótun, sem ég tel að Davíð Á. Gunn- arssyni sé óheimilt að vera með. Við erum búnar að senda bréfið til lögfræðings okkar og hann mun fara yfir það með okkur. Síðan kem- ur félagið til með að senda hveijum og einum sjúkraliða bréf með okkar ráðleggingum," sagði Kristín. Hún sagði að þeir fundir, sem Davíð vísar til, hefðu verið haldnir eftir að búið var að greiða sjúkralið- um laun. Það væri því ekki rétt að búið hefði verið að ná samkomulagi um listana áður verkfall hófst. HJÚKRUNARVÖRUR voru af- greiddar út af hjúkrunarlager Ríkis- spítalanna á Tunguhálsi í nokkra klukkutíma í gær þar til verkfalls- verðir stöðvuðu afgreiðslu. Ágrein- ingur um störf sjúkraliðans sem sér um að afgreiða pantanir út af lag- ernum er enn óleystur. Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Landspítala, segir að far- ið sé að bera á skorti á einstökum vörum, en ekkert vandræðaástand hafi þó skapast. Leysist deilan ekki verði vörurnar keyptar beint af heildsölum. Ágreiningur er milli Sjúkraliðafé- lagsins um hvort sjúkraliðanum ber að vinna í verkfallinu. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkral- iðafélagsins, sagði að félagið liti svo á að honum bæri ekki að vinna, en sagði hugsanlegt að undanþágu- nefnd mundi veita undanþágu svo fremi sem að í undanþágubeiðni væri skýrt tekið fram eftir hvaða vörum væri óskað. Vigdís sagði ekki á hreinu hvernig bæri að skilgreina stöðu sjúkraliðans. Rekstrarlegur yfirmaður hans væri yfirmaður tæknisviðs, en faglegur yfirmaður væri hjúkrunarforstjóri. Hjúkrunarforstjóri sendi sjúkra- liðanum bréf í fyrradag þar sem skorað var á hann að mæta til vinnu. Að sögn Vigdísar mætti hann til vinnu í gær og starfaði í nokkra klukkutíma við að afgreiða pantanir. „Það er ekki hægt að segja að það sé neitt vandræðaástand út af skorti á hjúkrunarvörum. Það var hins vegar að koma í ljós skortur á einstökum vörum. Ef málið leysist ekki getum við fengið vörurnar beint frá heildsala," sagði Vigdís. Ályktun sjúkraliða R-listinn taki upp beinar viðræður Krefjast samanburð- ar á kjara- samningum KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segist ekki hafa trú á að neitt gerist í samningamálum sjúkraliða og ríkis- ins fyrr en lagðir hafa verið á borð- ið útreikningar á launahækkunum sem kjarasamningar annarra starfs- stétta í heilbrigðisgeiranum hafa fært þeim. Árangurslaus samninga- fundur var í kjaradeilunni í gær. í umræðu utandagskrá á Alþingi í fyrradag var gagnrýnt að Sjúkra- liðafélagið skyldi ekki hafa lagt fram gagntilboð við tilboði samn- inganefndar ríkisins, sem lagt var fram við upphaf verkfalls. „Okkar krafa er að lagðir verði á boðið útreikningar sem greini frá því hveijar þær launahækkanir eru sem orðið hafa hjá öðrum heilbrigð- isstéttum. Það hefur ekki verið gert. Á meðan við höfum þessa útreikn- inga ekki í höndunum þá getum við ekki komið með gagntilboð. Mér fínnst einnig að samninganefnd rík- isins verði að stíga a.m.k. eitt skref á móts við okkur áður en hægt er að ætlast til að við komum með gagntilboð," sagði Kristín. FUNDUR sjúkraliða haldinn fimmtudaginn 17. nóvember 1994 skorar á borgarstjórnarmeirihluta félagshyggjumanna að sýna það frumkvæði sem ijölnwgir borg- arbúar hafa vænst af nýrri for- ustu. Margir kjósendur R-listans leyfðu sér að vænta kvenvinsam- legri viðhorfa félagshyggjuaf- lanna, sem nú hafa haft forustu borgarinnar í sínum höndum í sex mánuði, án þess að þess sjáist merki. Er ekki mál að linni og ný forusta bretti upp ermarnar og láti verkin tala? Áf þeim verður borgarstjórn Reykjavíkur dæmd. Fjölmennur félagsfundur Sjúkraliðafélags Islands skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að sýna frumkvæði sem sjálfstæður samn- ingsaðili og taka upp beinar við- ræður við samninganefnd_ SLFÍ um nýjan kjarasamning. Ábyrgð borgarstjórnar er mikil og af- skiptaleysi fríar hana ekki ábyrg á því neyðarástandi sem kann að skapast hjá fjölmörgum einstakl- ingum, öldruðum og sjúkum eða aðstandendum þeirra, náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamn- ing við stéttarfélag okkar. Fundurinn minnir á að umboð borgarstjórnar tekur til allrar starfsemi Borgarspítalans, Grens- ásdeildar, Arnarholts, Hvítabands- ins, Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, Droplaugarstaða, Seljahlíðar og nú síðast St. Jó- sefsspítalans, Landakots, við yfir- töku borgarinnar á því sjúkrahúsi. Það fylgir vandi vegsemd hverri. Fyrri borgarstjóri sýndi ítrekað það frumkvæði sem þurfti í samn- ingum opinberra starfsmanna, sem var það korn sem fyllti mæl- inn. -kjarni málsins! Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 73 milljonir Dagana 10. til 16. nóvember voru samtals 73.647.948 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út veglegir Silfurpottar og fjöldinn aliur af öörum vinningum. Guilpottur í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 14. nóv. Mamma Rósa, Kópavogi.... ...10.191.760 Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 10. nóv. Háspenna, Hafnarstræti ... 178.623 10. nóv. Mónakó ... 56.261 11. nóv. Mónakó 55.226 12. nóv. Háspenna, Laugavegi ... 60.360 12. nóv. Mamma Rósa, Kópavogi.... ... 252.515 15. nóv. Háspenna, Hafnarstræti ... 286.259 15. nóv. Háspenna, Hafnarstræti ... 56.063 16. nóv. Flughótel, Keflavík ... 155.381 Staða Gullpottsins 17. nóv., kl. 12:00 var 2.281.552 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka siöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Fyrir veturinn Úlpurkr. 5.990 Litir: Grænn, brúnn og ferskjul. Stærðir: 10-16 Sendum í póstkröfu Flash, Framtíðarmarkaðinum, Faxafcni 10, s. 689666. AHA ávaxtasýrur frá SOTHYSI Þetta nýja sem allir eru að tala um. AHA ávaxtasýrumar frá Sothys. Kraftaverkið sem hentar öllum, og þú vaknar sem ný. Einkaumboð á íslandi Dugguvogi 2 sími 686334.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.