Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 17

Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 17 ÚRVERINU skólameistara, og Jóni Inga Sigurðssyni, kennara. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Framlialdsskólanum í Eyjum gefið nýtt tæki í kælitækni Fiskveiðar við Bandaríkin Georgsbanki þurr og stefnt að lokun mikilla veiðisvæða Boston. Morgunblaðið. EITT sinn voru gjöful mið á Georgs- banka, en nú virðist fiskurinn á þrot- um. Sjómenn ráðleggja sonum sínum að feta ekki í fótspor sín. Stel'nt er að því að loka stórum svæðum Ge- orgsbanka um áramót og svo gæti farið að allar veiðar verði bannaðar. Georgsbanki hefur verið forðabúr sjómanna á Na-strönd Bandaríkj- anna, þar sem heitir Nýja England, og stendur eins og tangi út af Þorskahöfða í Massachusetts og Rhode Island. 4.600 fermílum lokað Nú eru fiskistofnar að hruni komn- ir og Fiskistjórnunarráð Nýja Eng- lands hefur mælt með aðgerðum til að vernda þá. Tillögur um að loka 4.600 fermílna svæðum, frekari hömlur og herða reglur um möskva- stærð hafa verið sendar til viðskipta- ráðuneytis Bandaríkjanna og talið er víst að verði þær samþykktar. Tilgangur aðgerðanna er að vemda það sem eftir er af þorski, ýsu og lúðu. Aflinn hefur minnkað Afli sjómanna á norðausturströnd- inni hefur minnkað á undanförnum tíu árum. Arið 1983 veiddust rúm- lega 50.000 tonn af þorski, tæplega 35.000 t af lúðu og rúmlega 15.000 t af ýsu. í fyrra var aflinn um 25.000 t af þorski, um 5.000 t af lúðu og rúmlega 1.000 t af ýsu. Aflinn undan na-ströndinni er nú minni en hann var árið 1976 þegar Bandaríkjamenn færðu landhelgi sina úr 12 í 200 sjómílur til að stöðva FYRSTI hópur nemenda í sjávarút- vegsfræðum frá Endurmenntunar- stofnun HÍ útskrifast þaðan á morgun, laugardag. Nemendurnir eru alls 26, hvaðanæva af landinu. Nám í sjávarútvegsfræðum við Endurmenntunarstofnun hófst í janúar sl. Námið tekur eitt ár og er ætlað stjórnendum í sjávarút- vegsfyrirtækjum, sem og öllum þeim sem hafa góða almenna menntun og starfsreynslu í sjávar- útvegi. ofveiði, sem rakin var til erlendra togara. Settar voru reglur um vemd- un fiskistofna, þar á meðal aflakvóta. Viðvaranir að engu hafðar 1982 þóttu stofnarnir hafa bragg- ast nægilega til að afnema mætti kvótana. Fjöldi veiðibáta tvöfaldaðist nánast um leið, þeir urðu stærri og keypt voru öflugri fiskileitartæki. Ýtt var undir þessa þróun með ríkis- lánum á hagstæðum kjömm. Viðvörunarorð vísindamanna voru að engu höfð og brátt stefndi allt í sama farið, nema í þetta skipti var ekki hægt að kenna útlendingum um. Nú hafa yfirvöld í Washington ákveðið að veita 32 millj. dollara til aðstoðar sjávariðnaði í Nýja Eng- landi. Yfirvöid í Massachusetts hyggjast verja 15 millj. dollara til að kaupa báta af sjómönnum. Aðgerðir of seint á ferð? Ýmsir em þeirrar hyggju að fyrir- hugaðar aðgerðir séu of seint á ferð. Gengið hafi verið svo nærri vistkerf- inu á Georgsbanka að þorsk-, ýsu- og lúðustofnarnir muni aldrei ná sér. Aðrir vonast til að stofnarnir nái sér á 5-10 árum. Það er of langur tími fyrir sjómenn. Fyrir 5 árum vora 450 bátar í Gloucester. Nú eru þeir 150 og ekki er laust við bölsýni í umfjöll- un fjölmiðla um ástandi. „Veitt til þurrðar", hét greinaröð í dagblaðinu Cape Cod Times og „Endalok fisk- veiða“ sagði í dómsdagsfyrirsögn dagblaðsins The New York Times um sjómenn í Nýja Englandi. „Markmið námsins er að sam- eina fræðilega og hagnýta þekk- ingu á þessu sviði og að miðla nýjustu aðferðum, hugmyndum og rannsóknarniðurstöðum. Er náminu ætlað að leysa úr brýnni þörf fyrir þekkingu í sjávarútvegi sem Fiskvinnsluskólinn, Stýri- mannaskólinn og Vélskólinn hafa ekki sinnt sem skyldi,“ segir rn.a. í frétt frá upplýsingadeild HÍ. Athöfnin hefst í Tæknigarði kl. 16. Félög og fyrirtæki gáfu fé til kaupanna Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Nýtt og fullkomið kennslukerfi í kælitækni í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var tekið form- lega í notkun fyrir skömmu. Tæk- ið er smíðað af Kælingu hf. en félög og fyrirtæki í Eyjum gáfu fé til kaupa á kerfinu. í ávarpi sem Ólafur Hreinn Siguijónsson, skólameistari, flutti er tækið var tekið í notkun kom fram að kennslutækið væri eitt það fullkomnasta í skólum landsins í dag. Ólafur sagði að tilboð hefði komið frá Kælingu i smíði tækisins á síðastliðnu vori og eftir góð við- brögð félaga og fyrirtækja í Eyjum hefði verið ákveðið að kaupa tæk- ið. Heildarverð þess er rúm ein milljón króna en um 700 þúsundir vom gefnar til kaupa tækisins. Hópur útgerðaraðila undir forystu Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja gaf 240 þúsund, Vélstjórafélag Vestmannaeyja 150 þúsund og ís- landsbanki, Sparisjóður Vest- mannaeyja og Sveinafélag járniðn- aðarmanna 100 þúsund hvert. Ólaf- ur sagði að smíði tækisins hefði kostað meira en sem nam söluverð- inu og lenti sá kostnaður á Kælingu hf. Hann færði öllum aðilum sem að málinu hafa komið þakkir og sagði að með þessum tækjakaupum væri fjárfest til framtíðar því með þessu kennslutæki ætti eftir að skila betur menntuðum vélstjórum og iðnaðarmönnum frá skólanum, bátaflotanum, fiskvinnsluhúsunum og öðrum sem kælikerfi reka til hagsbóta. Olafur sagði að með þessum tækjakaupum væri hafin tækja- væðing nýja verknámshússins sem nú er í byggingu við skólann og „H AFR ANN SOKNASTOFNUN hefur varað við því mörg undanfar- in ár, að gengið væri of nærri karf- anum, einkum gullkarfa. í mörg undanfarin ár, hefur verið heimilað að veiða meira, en stofnunin hefur lagt til. Nú hafa stjórnvöld ákveðið grípa til aðgerða með lokunum veiðisvæða til að draga úr veiði á gullkarfa, en síðan á eftir að koma í ljós versu vel það dugir. En það er full ástæða til að fara varlega," segir Jakob Magnússon, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun. Jakob segir, að vandamálið nú snúist meðal annars um það að upplýsingar skorti um skiptingu karfaaflans milli gullkarfa og djúp- ráðgert er að taka í notkun næsta haust. Að ávarpi Ólafs loknu sýndu Jón Ingi Sigurðsson, kennari við skól- ann, og fulltrúi Kælingar notkun tækisins. Kennslutækið er sam- byggt kæli- og frystikerfi með öllum tilheyrandi búnaði. Með rofum getur kennari sett inn ýmsar mismunandi bilanir í kerfíð sem nemendur þurfa síðan að kljást við að finna. karfa. „Sumar útgerðir gefa þetta skilmerkilega upp, aðrar ekki og á meðan eru upplýsingarnar annað- hvort villandi eða ófullnægjandi. Þessu atriði er nauðsynlegt að kippa í liðinn. Við eram einnig að reyna að komast að því hvort verið sé að veiða gullkarfa í flottroll. Það er reyndar árlegur viðburður að veið- arfærarígur komi upp, þegar karf- inn fer að veiðast í flottrollið í Skeijadýpinu. Komi það í ljós að mikið af gullkarfa veiðist með þeim hætti, þarf að bregðast við því með einhveijum hætti, en það verða stjórnvöld að ákveða,“ segir Jakob Magnússon. Endurmenntunarstofn HI útskrifar nemendur í sjávarútvegsfræðum > „ Astæða til að fara varlega“ Laugardaginn 19. nðvember kynnum við þér 0KIFAX - faxtæki við allra hæfi og 0KI prentara á sérstöku tilboðsverði! Verið velkomin á einstaka laugardagskynningu. Opið frá kl. 10.00 til 14.00. H Tæknival Tækni tll tjáskipta Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.