Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 24

Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Starfsárið hefst hjá Kammersveit Reykjavíkur Lokadag- skrá Islenska einsöngs- lagsins SÖNGLAGA- og tónskáldakynn- ingu Gerðubergs í tengslum við yfirlitssýninguna, íslenska ein- söngslagið, lýkur á morgun, laugar- daginn 19. nóvember, kl. 14 með erindi Halldórs Hansens, Horft um öxi. í erindinu rifjar Halldór upp bernskuminningar og segir frá 'tón- skáldum, söngvurum og hljóðfæra- leikurum sem urðu á vegi hans í uppvextinum og áttu þátt í að móta tónlistarupplifun hans. Að fyrirlestrinum loknum setjast söngvararnir Guðmunda Elíasdótt- ir, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Þorsteinn Hannesson og Þuríður Pálsdóttir að pallborði, segja frá kynnum sínum af íslensk- um einsöngslögum, flutningi þeirra, framtíð og stöðu í dag. Umræðum stjórnar Ævar Kjartansson út- varpsmaður. Fyrirhuguðum frumflutningi á ensönglögum eftir nokkur núlifaridi tónskáld hefur verið frestað þar sem áhugi á einsöngslagagerð reyndist meiri meðal tónskáldanna sem tóku þátt í ljóðalottói Gerðubergs á opn- un yfirlitssýningarinnar 2. okt. en búist var við. Þess má geta að lokadagskráin er á laugardegi en ekki sunnudegi eins og verið hefur. Yfirlitssýningunni lýkur 1. des- ember og er hún opin mánudaga- fimmtudaga kl. 10-21, föstudaga kl. 10-17 og laugardaga-sunnu- daga kl. 13-16. -------»-■»-»----- Lúðrasveit Yerkalýðsins í Bústaðakirkju LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega hausttónleika í Bústaða- kirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir J. Offenbach, John Philip Sousa, Meyerbeer, William Walton, Gordon Langford, Henry Purcell, Sigvalda Kaldalóns, Karl 0. Run- ólfsson og Atla Heimi Sveinsson. Hljóðfæraleikarar í Lúðrasveit verkalýðsins eru alls 49 talsins. Stjómandi sveitarinnar er Malcolm Holloway. ÆFINGAR eru nú hafnar fyrir fýrstu tónleikana á 21. starfsári Kammersveitar Reykjavíkur, en það eru jólatónleikar í Áskirkju, sunnudaginn 11. desember klukkan 17.00. A efnisskránni verða Over- ture og Chacony í g-moll eftir /-H. Purcell, Konsert í Q-dúr fyrir 2 gít- ara RV 532 eftir Vivaldi, Fiðlukon- sert í a-moll BWV 1041 og Svíta nr. 2 í h-moll fyrir flautu og kamm- ersveit BWV 1067 eftir J.S.Bach. Einleikarar á tón- leikunum verða gítarleikaramir Einar Kristján Einarsson og Kristinn H. Áma- son, Gerður Gunn- arsdóttir, fiðlu- leikari og Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari. Á síðasta starfsári, sem var 20 ára afmælisár Kammersveitar Reykjavíkur, var starfsemin afar blómleg. Haldnir vora fímm tónleik- ar víðs vegar um borgina, auk þess sem kammersveitin flutti verkið Tímann og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson á listahátíð. Einnig gaf kammersveitin út geisladisk, en á honum era þau verk sem leikin vora á jólatónleikum Kammersveit- ar Reykjavíkur í desember 1992. Kammersveitin hefur ákveðið að hafa einungis þrenna áskriftartón- leika í vetur í stað fjögurra, eins og venja hefur verið, og vanda sér- NÝTT gallerí hefur verið opnað í Reykjavík á Ingólfsstræti la á móts við Islensku óperuna. Geng- ið er inn í galleríið um anddyri japanska veitingastaðarins Sam- urai og dregur galleríið nafn sitt af honum. Fyrsta formlega sýningin í Gallerí Samurai nefnist Veröld víkinga með innlögðum sand- myndum eftir Hauk Halldórsson listamann og hefst á laugardag. Haukur hefur unnið myndirn- ar í samvinnu við kínverska list- iðnaðarmenn og eru myndirnar unnar með nýrri tækni sem fyrst var kynnt hér á landi á sýningu Hauks í Hallgrimskirkju nú síð- astliðið vor. staklega til þeirra. Fyrstu tónleik- amir á þessu starfsári verða því jólatónleikarnir í desember en Kammersveitin hefur þó ekki setið auðum höndum í haust, því hún kom fram á hátíðarkvöldi í Islensku óp- eranni í tilefni danskra haustdaga. Aðrir tónleikar starfsársins verða í íslensku óperanni sunnudaginn 8. janúar 1995 kl. 17. Á efnis- skránni era Píanókvartett eftir Mahler, Chanson perpetuelle op. 37 fyrir sópran, strengjakvartett og píanó, Le colibri op. 2 nr. 7 og Les papillons op. 2 nr. 3 eftir Chausson og að lokum Sextett í Es-dúr fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu, selló, klarinett og horn eftir Dohnányi. Flytjendur verða Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- an og píanóleikararnir Sólveig Anna Jónsdóttir og Selma Guðmundsdótt- ir. Þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa ekki verið flutt áður hér á landi. Til stóð að flytja þau í nóvem- Gallerí Sam- urai opnar í Reykjavík Allar útlínur í myndunum eru gerðar með gylltum málmþræði sem er festur á viðarplötu. Litað- ur sandur er lagður í alla fleti og að lokum er fljótandi akrýl hellt yfir myndflötinn og látið harðna. Á sýningunni Veröld víkinga sækir listamaðurinn meðal ann- ars efnivið í þúsund ára gömul ber en þar sem erfiðlega gekk að finna nótur og fá að utan var ákveð- ið að fresta tónleikunum fremur en að sleppa þeim. Þriðju og síðustu tónleikar starfs- ársins verða 12. mars, einnig í ís- lensku óperanni. Þeir era hluti af norrænni menning- arhátíð sem haldin er í tengslum við Norðurlandaráðs- þing sem verður í Reykjavík í febrú- ar/mars 1995. Á tónleikunum verða flutt rómantísk verk norrænna tón- skálda fyrir strengjasveit. Áuk þess verður þar verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Ríma fyrir sópran og strengjasveit, sem hann samdi fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994. Norska söngkonan Ragnhild Heiland Sörensen hefur sungið víða og starfar við óperahúsið í Osló. Hún mun flytja þetta verk með kammersveitinni, en hún framflutti það á Ólympíuleikunum. Það verður finnski hljómsveitarstjórinn Tuomas Ollila sem stjómar tónleikunum, sem hefjast einnig klukkan 17. Stjóm Kammersveitar Reykjavik- ur skipa Rut Ingólfsdóttir, Eiríkur Öm Pálsson og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Áskrift að þrennum tónleik- um kammersveitarinnar er 3.000 kr. Aðgangur að einstökum tónleik- um er 1.200 krónur. Áskriftarkort verða til sölu á fyrstu tónleikunum. teppaslitur sem fundust í vík- ingaskipi í Áseberg í Noregi, í Keltabók frá írlandi og Bayeux- refilinn frá Frakklandi sem sýnir innrás víkinga inn í England á elleftu öld. Haukur Halldórsson er fæddur á Stóra-Ási, Selljarnarnesi 1937. Framan af ævinni vann hann ýmis störf til sjós og lands, en stundaði síðar nám við myndlist- arskóla í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum og myndskreytt margar bækur. Sýningin stendur til 11. desem- ber. Nýjar bækur Nýjar bækur Minningar Jakobínu Sigfurðardóttur í BARNDÓMI heitir minningabók Jakob- ínu Sigurðardóttur. Jakobína var löngu kunn fyrir kvæði sín og sögur þegar hún lést í byrjun þessa árs. Þá hafði hún nýlokið við handrit bókarinnar. í barndómi fjallar um Hælavíkurbæinn á Hornströndum og líf fólks þar um það leyti sem Jakobína er að alast upp. í barndómi er líka bók um barnæskuna yfir- leitt. „Þetta er falleg lít- il bók um lífið, skrifuð á því tæra og fallega máli sem ásamt skýrri hugsun og næmri athyglisgáfu var aðalsmerki Jak- obínu Sigurðardótt- ur,“ segir í tilkynn- ingu. Jakobína Sigurð- ardóttir var fædd fyr- ir vestan en bjó lengst af í Mývatns- sveit. Hún vakti fyrst athygli með bókinni Kvæði (1969). Eftir hana liggja einnig smásagnasöfn og skáldsögurnar Dæg- urvísa, Snaran, Lif- andi vatnið og í sama klefa. Útgefandi er Mál og menning, Bókin er 105 bls., prentuð í G. Ben Prentstofu hf. og kápuna gerð Sigurborg Stefánsdóttir. Verð 2.980 kr. Jakobína Sigurðardóttir Kvikasilfur Einars Kárasonar SKÁLDSAGAN Kvikasilfur eftir Einar Kárason er komin út. Bókin er sjálfstætt framhald af skáldsög- unni Heimskra mann ráð. Persónur úr þeirri sögu halda í Kvikasilfri áfram að lifa lífinu og í bakgrunni er íslensk saga síðustu áratuga. I kynningu segir meðal annars: „Banka- stjórinn lendir í steinin- um, — agalegt skúf- felsi í fjölskyldunni, en athafnaskáldið Bárður stofnar landsfrægt flugfélag, Salómon vaknaður af Kleppi, Gúndi bróðir í sérkennilegum við- skiptum frá hótelherbergi sínu í Amsterdam, frú Lára komin í próf- kjörið og skyndilega hverfur Sigfús yngri Killian voveif- lega úr bílaportinu ...“ Bækur Einars Kára- sonar njóta sívaxandi vinsælda erlendis, einkum á Norðurlönd- um og í Þýskalandi./ Til dæmis skrifaði danski gagnrýnandinn Erik Skyum Nielsen eftirfarandi í Inform- ation fyrr á árinu: „Vilji maður vita. hvernig ísland nútím- ans lítur út frá botni samfélagsins er tæp- ast til nokkur betri og skemmtilegri heimild en höfundurinn Einar Kárason." Útgefandi er Mál og menning. Kvikasilfur er 233 bls. Prentúð í Odda hf. Kápuna gerði Guðjón Ket- ilsson. Bókin kostar 3.380 krónur. Einar Kárason. Nýjar bækur • FORBOÐNA borgin er ný ung- lingabók. Höfundurinn, William Bell, er kanadískur og segir hér frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. Söguhetjan er sautján ára skólastrákur sem stadd- ur er í Kína þetta örlagaríka sumar. Hann verður viðskila við föður sinn og flóttinn úr landi verður hættu- spil, ekki síst vegna þess að hann freistar þess að koma úr landi upp- tökum frá atburðunum. Útgefandi erMál ogmenning. Guð- laugRichterþýddi bókina, sem er 195 blaðsíður. Halldór Baldursson gerði kápumynd. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð bókarinnar er 1.690 krónur. O KOMIN er út barnabókin Lilja í garði listmálarans í íslenskri þýð- ingu Borgars Garðarssonar. Höf- undarnir Christina Björk og Lena Anderson segja hér frá skoðunar- ferð lítillar stúlku á slóðir Monets í Frakklandi. Margar Iitmyndir sýna verk listmálarans og umhverfi og textinn greinir frá ævi hans og starfi. Þetta er bók sem þýdd hefur verið á fjölmörgtungumál og hlotið verðlaun. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er 53 síður, prentuð á glanspapp- ír og kostar 1.290 krónur. • ÚT ER komin ný bók í flokknum Lífsgleði. Þórir S. Guðbergsson skráði. í bókinni eru frásagnir sex íslendinga sem líta um öxl og rifja upp liðnar stundir. Þar skiptast á skin og skúrir, ýmist er slegið á alvarlega strengi eða leikið léttum nótum. Hvernig var bernska höfunda í Bolungarvík, Reykjavík eða á Austfjörðum? Hvernig var uppeldi, menntun og tómstundir í landinu fram að síðar heimsstyijöld? Hér birtast frásögur fólks sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir sem segja frá era: Áslaug María Friðriksdóttir, Ásta Erl- ingsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Helgi Seljan, Helgi Sæmundsson og Þórir Kr. Þórðarson. Utgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 192 bls. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð 2.980 kr. • Heimkoma er eftir metsöluhöf- undinn' John Bradshaw og í þýð- ingu Sigurðar Bárðarsonar. í kynningu segir: „John Bradshaw hefur breytt lífi milljóna manna með hinum vinsæli sjónvarpsþáttum sín- um og tveimur metsölubókum: Fjöl- skyldan og Aðlosna undan oki skammarinnar. Hann ertvímæla- laust í fremstu röð þeirra manna sem vinna með mannrækt og andlegan þroska.“ Bókin fjallar um þroskaferli mannsins og mannleg samkskipti, um það hvernig við missum tengslin við tilfinningar okkar og okkur sjálf í uppvextinum vegna áhrifa frá uppalendum og þjóðfélaginu í heild. Útgefandi er Andakt. Heimkoma er 308 bls. pappírskila. Hún kostar 2.450 krónur. • MATTHILDUR er eftir Roald Dahl. Árni Árnason þýddi bókina sem hann las í útvarpi sl. sumar. Sagan er um litla stúlku sem er bráðgáfuð en misskilin bæði af for- eldrum sínum og skólastjóra. Kenn- arinn reynist henni þó vel og smám saman kemur í Ijós að stúlkan býr yfir óvenjulegri hugarorku. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er240 bls. ogkostar 1.290 krón- ur. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. • Bangsi lærir að lesa er komin út. Bangsi litli býður öllum börnum heim í húsið sitt til að skoða með sér myndir. Og ef pabbi og mamma, afi og amma hjálpa okkur þá lærum við smám saman að þekkja stafina og lesa. Á hverri blaðsíðu era margar lit- myndir og letrið skýrt og læsilegt. Útgefandi er Setberg. Bókin kostar 570 krónur. Þórir S. Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.