Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 25 Rúna sýnir í Gallerí Umbru NÚ STENDUR yfir sýning Sigrún- ar Guðjónsdóttur, Rúnu, í Gallerí Úmbru, Amt- mannsstíg 1. Rúna sýnir myndir unnar á japanskan pappír með akryl og olíu- krít. í kynningu segir: „Þetta eru hugleiðingar um landið, nekt þess, birtu og blá fjöll.“ Sýningin verður opin þrðjudaga til laugardaga kl. 13-18, sunnudaga kl. 14-18 til 7. desember. Glímuskjálfti á Flúðum LEIKFÉLAG UMFH Hrunamanna frumsýnir á morgun, laugardaginn 19. nóvember, gamanleikinn Glímu- skjálfta. Leikritið er gamanleikur fyrir alla fjölskylduna og er breytt og stytt útgáfa úr leikritinu Orustan á Hálogalandi. Leikstjóri er Hörður Torfason og hannaði hann einnig leikmynd. Að uppfærslunni standa alls fimmtán manns, þar af níu leik- endur. Önnur sýning verður á Flúðum nk. mánudagskvöld og fyrirhugað er að sýna víðsvegar um Suðurland og a.m.k. eina sýningu á Reykjavík- ursvæðinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson LEIKARARNIR Helga Andr- ésdóttir og Guðmundur Karl Ellertsson. Atómstöðin frumsýnd Blönduósi. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Blönduóss heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni hafa félagar í leik- félaginu sett upp leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Atómstöðinni eftir Halldór Laxnes. Frumsýna á Atómstöðina laugar- daginn 19. nóvember í félagsheimil- inu á Blönduósi. Æfingar hófust í lok september undir leikstjórn Ingu Bjarnason og taka allt að 50 manns þátt í sýningunni Sjö í sal SAMSÝNINGIN Sjö í sal í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, hefur verið fram- lengd til 28. nóvember nk. Á sýn- inguni eru málverk, skúlptúr og grafík. Þeir sem sýna eru: Bjami Daní- elsson, Björgvin Sigurgeir Haralds- son, Edda Oskarsdóttir, Gunnlaug- ur Stefán Gíslason, Helga Júlíus- dóttir, Lísa K. Guðjónsdóttir og Pétur Bjarnason. Þessir myndlistarmenn hafa um árabil verið samstarfsmenn við Myndlista- og handíðaskóla Islands. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-18 en lokað á þriðjudögum. Jón Sigurpáls- son í Slunkaríki JÓN Sigurpálsson opnar sýningu í Slunkaríki á ísafirði á morgun, laugardag 19. nóvember, kl. 14. Hann sýnir þar þrjú verk sem unn- ) in eru á þessu og síðasta ári. I Jón nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Islands og við Rík- ’ isakademíuna í Amsterdam á árun- um 1974 til 1984. Sólgeisli á glugga BOKMENNTIR L j óð ÉG LIGG OG HLUSTA María er á valdi minninganna sem lítil telpa, austur í sveitum, horfandi á lífið, amstur þess og önn. Sumt skelfir hana, svo prests- dóttirin spennir greipar: leik í stað listar og fegurðar. Hún er enn að læra: Hjarta mitt er aldin sem fleygur andi kreistir í lófa sér svo að safí þess og frjókom hníga í gljúpan svörð. Jarðveg skilningstrésins. Og þegar hún og sólstafurinn halda að beði hennar aftur, er: Norðurljós yrkja himininn litbrigðnum hrynhendum, eftir Maríu Skagan. Kilja, 1994 - 41 síða. 300 kr. UNDRAR þig ekki, hve marg- breytileiki lífsins er mikill? Svo er um mig, og því eldri sem eg verð, því fleiri stari eg á gáturnar. Það eru mér ekki tíðindi lengur, að ljós og myrkur, — sumar og vetur berj- ast um yfirráð hér í heimi. Heldur ekki, að við systkin á jörð erum af því merkt í faðm hvors við fæð- umst. Það er sól um suma, meðan aðrir komast aldrei úr hyl myrkurs- ins. Líf þessara örlaga er í fáu líkt, svo jafnvel trúarbrögð verða til sem halda, að þar sé dauðagjá í millum. Oftast þarft þú nokkur spor til að kynnast þessum heimum, en ein- stöku sinnum þarftu ekkert skref að stíga, þú kynnist þeim í einni og sömu veru. Hljóður starir þú á heimana báða. ísnálavetur er, til dæmis með líkamann í krumlu, kreistir og lamar svo kalsárin fylla þig skelfíng, — en á sömu stundu sérðu sálina í geislaflóði, stígandi dans við gleðina á sumarbaðmi. Þannig er mér innanbijóst með ljóð Maríu Skagan í höndum. Eg veit hana liggjandi á fleti, En við borðið héma standa hækjumar mínar og bíða. Bíða og þegja. En sál hennar er þar ekki tjóðruð í hlekki uppgjafar og vorkunnsemi, heldur er hún á leik við sólstafinn fyrir utan gluggann, hlýðandi á lóu- ljóð: Og hjarta mitt fagnaði því að þessi söngur var dýrðin í upphæðum og friður á jörðu. Nú, eða horfandi á vorsins undur: Gullnu hófaljóði teygir fákur minn veginn milli skýjaskara uns þær taka undir og roðna niður í byggð. Bleikur heldur fákur minn áfram inn í fjarskann. Kristur lýstu guði til að skapa nýjan himin og nýja jörð. Og allt þetta gamla mannkyn í þinni mynd. Og á öðrum stað spyr hún: En sérðu mig sem er náungi þinn? eða gengurðu framhjá eins og presturinn og Levítinn forðum. Hvar er Samveijinn? Bíður hann ef til vill vonlítill á löngum biðlista eftir bæklunaraðgerð á Landspítalanum - sjálfur ósjálfbjarga? Þannig lifir María ekki aðeins í draumheimi æskuára, nei, hún hlustar líka á ljóð dagsins, fellir tár yfir misstigum okkar og apastökk- um, hvernig við umgöngumst sann- leik og lygi, dýrkum garg og ljót- þá leggur hún á fóninn plötu: Ég ligg og hlusta á strengj akvartett í A-moll eftir Beethoven. Ligg og hlusta — hlusta uns ódeilið verður að engu verður að öllu. Öllu. Eilíft Óhöndlanlegt. Já, hún svífur á þeim vængjum sem sannast færa henni hjartslög kærleikans guðs. Myndræn, elskuleg, — eiguleg bók. Kannske var harpan hennar hljómmeiri fyrrum, um slíkt skulu gömul eyru ekki dæma, en það er þrekvirki, hreinlega aðdáun- arvert að María skuli enn vera með hana í höndum. Sigurður Haukur Guðjónsson María Skagan hamborgari, franskar 09 1/2lltri af Coca Cola frá 18. nóv. til 1. des KJötsmiöjan kjOtvinnsla ** reiSholtsbakarí TRYGGVAGOTU14 STÉLIH ttfidP ■ mmammgmíMwmf Opið frá kl. 9.00-23.30 tctáfornia rúsínw Heslihnetur Heslihrteíur hakkoOar \iesUhnetur 1 fmgur 1 \ 'zW* " ■ HókosmjÖI möruuur me9 hýBI tnöndlur f iK> hokk«9nr döölur ■ ^netuhjarnor ■Hrtwer I Bráðumkoma I blessuðjólin... VELJUM (SLENSKTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.