Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 27

Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 27 Um friðardúfur og heilaga einfeldni Fyrri grein ÞAÐ ER árið 1950. Hið svokallaða Heimsfriðarráð skorar á heimsbyggð alla að undirrita áskorun um bann við kjarnorku- vopnum. Sú áskorun hlaut nafnið Stokk- hólmsávarp. Heimild- um ber ekki saman um, hversu margir léðu ávarpi þessu nöfn sín. Forseti Heimsfriðar- ráðsins, Romesh Chandra, segir þá hafa verið 500 milljónir manna. Sovézki kommúnistaflokkurinn hélt úti ýmsum alþjóðlegum sam- tökum. A yfirborðinu leit út fyrir, að þau væru sjálfstæð. En í raun voru þau útibú frá Flokknum, og verkefni þeirra var að fremja sovézka hagsmuni. Meðal þeirra má nefna Alþjóðasamband stúdenta (IUS), Alþjóðasamband verkalýðs- félaga (WFTU) og Heimssamband lýðræðissinnaðrar æsku (WFDU). Peningarnir, sem þurfti til að reka þessi samtök, komu frá sovézka flokknum. Útsendarar KGB á hveij- um stað sáu um að koma fénu í réttar hendur. Þegar leið á áttunda áratug þessarar aldar kostaði Heimsfriðarráðið Sovétríkin um 50 milljónir bandaríkjadala á ári. Það fylgdi að sjálfsögðu undirdánuglega þeirH pólitísku línu, sem það fékk frá Alþjóðadeild miðstjórnar Sovézka kommúnistaflokksins (arf- taka Komintern). Heimsfriðarráðið settist fyrst að í París, en var rekið þaðan. Þá setti það upp skrifstofu í Vín, en varð að hypja sig 1957 fyrir „starfsemi sem samræmdist ekki hagsmunum austur- ríska ríkisins". Loks settist það að í Helsinki og spjó þaðan út um heiminn áróðri sínum þar til yfir lauk. Höfuðverkefni Heimsfriðarráðsins var að útmála fyrir íbúum jarðarinnar bina dá- samlegu friðarstefnu Sovétríkjanna og hina hryllilegu líðan þeirra þjóða sem lentu í klóm hernaðarbandalagsins NATO. Þessar síðar- nefndu óhamingju- sömu þjóðir voru ekki aðeins í Evrópu: «í Asíu og Afríku finna menn fyrir fantatökum NATO... Öfl heimsvaldastefnu og arðráns, eink- um Atlantshafsbandalagsins, bera ábyrgð á hungri og fátækt mörg hundruð milljóna í heiminum.» Og: «Takmark utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna er að koma á varanlegum friði og friðsamlegri sambúð milli ríkja með ólík samfélagskerfi. Her- málastefna Sovétríkjanna er í sam- ræmi við þessi markmið. Hún ber einungis varnir fyrir brjósti». Þetta eru orð Romesh Chandra, leiðtoga heimsfriðarráðsins frá 1966. Tilgangur Stokkhólmsávarpsins 1950 var að fylkja kommúnista- flokkum og fjölda fólks, sem ekki taldist til kommúnistaflokka, um þá stefnu sem sovétstjórnin hélt þá fram í alþjóðamálum. Allt þetta fólk átti að fagna því, þegar lönd þeirra yrðu sósíalistísk. Vesturveldin höfðu afvopnast að lokinni heimsstyijöldinni. En Sovét- ÖIl Evrópa átti að vera sósíalistísk, segir Arnór Hannibalsson, sem í þessari grein fjallar um „alþjóðleg samtök“ á vegum Sovézka komm- únistaflokksins. stjórnin hafði eflt herstyrk sinn að mætti, og hafði þá þegar yfir kjarn- orkuvopnum að ráða. Til þess að koma þeim upp, naut hún dyggrar aðstoðar njósnara, sem unnu í henn- ar þágu. ÖÍl Evrópa sósíalistísk! Á árunum 1950-51 ákvað sovét- stjórnin að komin væri tími til að hrinda í framkvæmd markmiði, sem lengi hafði vakað fyrir sovétleiðtog- um. Bolsivikkaflokkurinn hafði í kjölfar fyrri heimsstyijaldar ætlað sér að koma á sovétveldi í Þýzka- landi. Rauði herinn hugðist sækja fram til Berlínar 1920. En þá komu Pólveijar í veg fyrir það með því að sigra Rauða herinn, sem var undir forystu Túkhatsjéfskís. Árið 1923 var gerð enn ein tilraun, en hún mistókst. Á árunum um og eftir 1930 einbeitti hin alþjóðlega kommúnistahreyfing sér að því að koma sósíaldemókrötum í Þýzka- landi á kné. Árangurinn var valda- taka Hitlers. í lok seinni heimsstyij- aldar var ætlunin að sjálfsögðu að ná loksins þessu markmiði. En aft- ur voru Pólveijar þrándur í götu. Þeir hófu uppreisn í Varsjá þann Arnór Hannibalsson 1. ágúst 1944 og héldu út fram í október. Framsókn Rauða hersins tafðist. Samtímis þessu þokuðust herir Vesturveldanna frá Frakk- landi og yfir Belgíu inn í Þýzkaland úr vestri. Stalín vildi heldur að Vesturveldin legðu undir sig hluta Þýzkalands en að verða að viður- kenna stjórn í Varsjá, sem komm- únistar hefðu ekki undirtökin í. En nú var kominn tími til að bæta úr þessu. Öll Evrópa átti að verða sósíalistísk. Það var hernað- arlegt tómarúm í Vestur-Evrópu, einkum sökum þess að Bandaríkin höfðu dregið meginhluta herafla síns þaðan. í Frakklandi og á Ítalíu voru öflugir kommúnistaflokkar. Þeir myndu fagna innrás Rauða hersins. En bæði í þessum löndum og í öðrum löndum Vestur-Evrópu þurfti að tryggja fýrirfram að meg- inþorri «félagshyggjufólks» teldi hinum endanlega friði náð með yfir- ráðum Rauða hersisn og «alþýðu- völdum». Þetta átti Stokkhólms- ávarpið að tryggja. Fyrirmæli um aðgerðir Stalín taldi sig hafa hernaðarlega yfirburði yfir andsætðingnum. Bandaríkin hefðu ekki ráðrúm til að senda ægilegan her á vettvang, fyrr en leiknum væri lokið. (Þess vegna varð staða íslands mikilvæg. Og þess vegna var það, vafalítið, að sovétstjórnin lagði gífurlega áherzlu á að efla ítök sín á íslandi). í janúar 1951 kallaði Stalín til fundar við sig fulltrúa kommúnista- flokka Austur-Evrópu. Þar voru fyrir hönd Sovétríkjanna Stalín og Mólótoff. Einnig voru þar æðstu hershöfðingjar Rauða hersins. Þar var hermálaráðherra Tékkóslóvak- íu, Cepicka, sem síðar sagði frá því sem gerðist. Stalín flutti ræðu yfir þessum söfnuði og voru þetta höf- uðatriðin: Kóreustríðið sýnir, að Bandaríkin hafa yfir takmörkuðum hernaðar- mætti að ráða. Enginn Evrópuher hefur magn til að mæta Rauða hemum. And- staða Vestur-Evrópu verður því veikburða. Her Bandaríkjanna er vanmáttugur og hefur ekki aðstöðu Atakið „tryggjum atvinnu - verslum heima" tryggjum_ ( atvirmu erslum heima í Morgunblaðinu næstu föstudaga Ný Frábært verb frá kr. 2.200-3.950 'mSt: ■ snyrti- og gjafavöruverslun, Háaleitisbraut 58-60, s. 813525. Opið Jaugardaga kl. 10-16. [ ðareigendur - verslum heima! Hillurnar fást hjá okkur Bjartar og hlýlegar Hrár Lundia Fjölbreytt úrval fyrir sérverslanir og almennar verslanir Grh HF.OFNASMIflJAN Hátelgsvegi 7, Sími 21220, fax 623120 til að koma á vettvang nægilega fljótt. Hin sósíalistísku ríki hafa hemaðarlega yfirburði. Metin gætu farið að jafnast eftir þrjú til fjögur ár. Þá gætu Bandaríkin látið til sín taka, einkum með kjarnorkuvopn- um. Því þurfa sósíalistísk ríki að sameina herafla sinn og mannafla, svo og efnahagslegan og pólitískan mátt. Stefna þessara ríkja innan- lands og á alþjóðavettvangi á að miða að þessu marki: að grípa tæki- færið til að gera alla Evrópu sósíal- istíska. Þessi fyrirmæli Stalíns voru skráð í fundargerð og undirrituð af leiðtogum kommúnistaflokkanna og varnarmálaráðherrum aðildar- ríkja Varsjárbandalagsins. Höfundur er prófessor. Afmælis- pottur Fálkans Vikutilboð 20 prósenta afmæli^fsláttur á: Göng«sk6m' þiektskilim' fjystikistuin, vatnshita' blásurum, b ó n i 0 8 90ÁRN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 ÖRKIN 1008-91-8 D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.