Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ______________MINNIMGAR HALLDÓRA ANNA 00 > SIG URBJORNSDOTTIR + Halldóra Anna Sigurbjörns- dóttir fæddist á Sveinsstöðum í Grímsey 14. nóvem- ber 1916. Hún and- aðist á Landspít- alanum 13. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- björn Sæmundsson útvegsbóndi á Sveinsstöðum í Grímsey, f. þar 6. september 1880, d. 28. febrúar 1962, og Sigrún Agústa Indriðadóttir, f. á Hallanda í Svalbarðastaðarhreppi, f. 23. desember 1878, d. 13. júlí 1946. Halldóra vár sjöunda i röð níu systkina, en af þeim komust átta til fullorðins- ára. 3. ágúst 1940 giftist hún Friðfinni Olafssyni viðskipta- fræðingi frá Strandseljum í Og- urhreppi, f. 19. febrúar 1917, d. 7. júní 1980. Hann var m.a. um árabil for- stjóri Tjarnarbíós og síðar Háskóla- bíós í Reykjavík. Börn þeirra eru sjö, en þau eru Björn Rúnar, f. 1939, Guð- ríður Sólveig, f. 1942, Ólafur, f. 1945, Stefán, f. 1948, Sigrún Bára, f. 1950, Steingrímur, f. 1952, og Elín Þóra, f. 1956. Útför Halldóru verður gerð frá Langholtskirkju í dag. upp á sjötugasta og áttunda afmæl- isdaginn þegar hún lést eftir stutta sjúkralegu, lúin eftir langan og annasaman ævidag. Árla ég aftur rís ungur af beð. Ég trúi því að Halldóra hafi að morgni risið upp umvafin þeirri kyrrð sem yfir henni ríkir á mynd- inni góðu. Sá sem gengur á vit ei- lífðarinnar þarf ekki að flýta sér, hann hefur nógan tíma. Þeim tíma deilir hún með ástvinum sem á undan eru gengnir og þar verður áreiðanlega hátíð í bæ. Ég kveð Halldóru tengdamóður mína og þakka henni langa og góða samfylgd. Elínu Þóru systur hennar og öðrum aðstandendum votta ég samúð. Iðunn Steinsdóttir. Á skrifborðinu hans Friðfinns heitins tengdaföður míns er mynd af óvenju glæsilegri ungri stúlku með dökkt hár og dökk augu. And- litsdrættir eru mjúkir, hönd undir vanga og svipurinn kyrrlátur. Stúlkan hefur nógan tíma, hún á allt lífíð framundan. Þessi mynd er af Halldóru, tengdamóður minni, sem við kveðj- um hinstu kveðju í dag. Þegar ég kynntist Halldóru fyrst fyrir þrjátíu og fimm árum leit hún ekki út eins og unga stúlkan á myndinni. Hún var þá rúmlega fer- tug kona, sjö barna móðir og hafði staðið fyrir fjölmennu heimili sem hýsti allt að fimmtán manns þegar best lét. Hún var ennþá falleg en kyrrðin horfin úr svipnum enda hafði lífið löngu kallað hana til leiks og skorað sín mörk. Heimilið í Snekkjuvogi 21 var skemmtilegt á þessum árum. Börn- in sjö báru sterkan svip af móður sinni og það svo mjög að í byijun fannst mér ég sjá sama andlitið sjö sinnum á mismunandi hávöxnum einstaklingum. Þama var alltaf glatt á hjalla, gestagangur mikill og höfðingsskapur ríkjandi. Framan af hafði Halldóra haft vinnukonur en þegar hér var komið sögu var ekki slíku til að dreifa. Það gefur augaleið hve langur vinnudagurinn var hjá móður og húsmóður sem hélt utan um fjölskyldu af þessari stærð. Halldóra var með eindæmum þrifin og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún stjórnaði okkur sem yngri vorum og lét okk- ur ekki komast upp með neinn flumbrugang þegar við réttum henni hjálparhönd við húsverkin. Með vökulu auga gætti hún þess að bendlanir yrðu ekki útundan þegar við straujuðum sængurfatn- aðinn og í hennar augum laut upp- vaskið sérstöku lögmáli sem menn þurftu að þekkja ef vel átti að tak- ast. Okkur datt ekki í hug að mót- mæla enda hafði Halldóra gengið í Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minn- ingargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, sýstkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upp- lýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Húsmæðraskólann á Laugalandi og við vissum að af henni mátti ýmis- legt læra í þessum efnum. Hún var líka einstaklega hagsýn og nýtin og hefur varla veitt af þar sem tekj- ur einnar fyrirvinnu urðu að nægja til að framfleyta svo stórri fjöl- skyldu. Börnin uxu úr grasi og bama- börnin komu til sögunnar, það elsta aðeins fimm árum eftir að yngsta barnið í Snekkjuvogi fæddist. Tími útivinnandi húsmæðra fór í hönd og stundum rak barnabörnin á fjör- ur Halldóru ömmu um lengri eða skemmri tíma. Þau eru nú orðin sextán og bamabarnabömin átta. Halldóra lagði dag við nótt og skilaði ævistarfi sínu með prýði. Þó er mér ekki grunlaust um að hún hefði kosið sér annað hlutskipti ef hún hefði fengið að gert. Hún var fluggreind og vafalaust stóð hugur hennar til mennta þó að aðstæður leyfðu það ekki. Hún sat einn vetur í Héraðsskólanum í Reykholti og sá tími var henni alla tíð hugstæð- ur. Hún trúði mér líka einu sinni fyrir því að hæstu einkunnimar hennar í húsmæðraskólanum hefðu verið fyrir bóklegar greinar, það verklega hefði dregið sig niður. Ég hafði það á tilfinningunni að henni þætti það ekkert verra. Snekkjuvogur 21 var tvíbýlishús og lengst af bjó Bára systir Hall- dóru með fjölskyldu sinni á efri hæðinni. Inngangur var sameigin- legur og samgangur svo náinn að nánast mátti líta á sambýlið sem eitt heimili fremur en tvö. Oft var hátíð í bæ þegar hinar systumar frá Sveinsstöðum í Grímsey voru í heimsókn, svo að ekki sé minnst á augasteininn, Lalla bróður. Þá var gaman að koma í Snekkjuvog og menn gerðu sér sitthvað til erindis til að fá að vera með. Undanfarin ár hafa Sveinsstaða- systkinin fallið frá eitt af öðru og nú er Elín Þóra ein eftir. Halldóra og Friðfinnur gengu ung í hjónaband og nutu samvista um flömtíu ára skeið þar til hann lést fyrir aldur fram árið 1980. Þau voru ólík en hjónaband þeirra var ástríkt og farsælt. Halldóra dáði Friðfinn. Hann var bæði félagslynd- ur og vinamargur. Vinirnir voru ævinlega velkomnir í Snekkjuvog, stakir eða í hópum og aldrei farið í manngreinarálit. Einna eftirminni- legastar eru hinar hefðbundnu skötuveislur sem þau hjónin héldu á Þorláksmessu. Þá voru dúkuð borð í bílskúrnum og Halldóra sauð þar kæsta skötu með vestfirsku mörfloti. Þessu lostæti var skolað niður með veigum við hæfi. Það var erfitt að hugsa sér annað þeirra hjóna án hins og Halldóra varð aldrei söm eftir að Friðfinnur féll frá. Fyrstu árin bjó hún áfram í Snekkjuvogi og var að lokum orð- in ein í húsinu. Fyrir nokkrum árum flutti hún í sambýlishús eldri borg- ara á Dalbraut 18 og bjó þar til dauðadags. Hana vantaði einn dag í dag hringja kirkjuklukkur í hinsta sinn ömmu minni, Halidóru Önnu Sigurbjömsdóttur. Á kveðju- stundu leita minningar á hugann, bæði ljúfar og tregablandnar. Ljúfust er minningin um þær stundir er við sátum saman og töluðum um Grímsey og bernsku hennar. Þá rifjaði amma upp þjóð- söng Grímseyinga: Þú varst fyrir fyrr af mönnum metin, meir en eyðisker; sagði mér sögur af mann- lífinu í Grímsey, og þuldi tækifæris- vísur sem ortar höfðu verið af ýms- um tilefnum. Amma var alltaf fyrst og fremst Grímseyingur. Þrátt fyrir áratuga búsetu í Reykjavík var henni landafræði borgarinnar alls ekki töm - það fann ég glöggt þegar ég ók henni í búðir. Hún sendi mig um bæinn þveran og endilangan, fram og til baka, eins og hún hefði aldrei sæst á þá hug- mynd að Reykvíkingar skiptu borg- inni í vestur og austur. Einhvem tímann leituðum við að búð sem hún var viss um að væri við til- tekna götu og tók að sér að leið- beina mér. Hún sendi mig upp öfuga einstefnugötu og svaraði mótmæl- um mínum með þeim orðum að hann afi hafi alltaf ekið þessa leið. Hún var samt sem áður ánægð með að búa í Reykjavík, og sagðist ekki minnast þess að sér hefði nokkurn tíma leiðst enda hefði alltaf verið nóg að gera. Það er næsta víst að Halldóru ömmu féll aldrei verk úr hendi, frek- ar en mörgum konum af þeirri kyn- slóð sem öðrum fremur byggði upp ísland eftir stríð. Hún fæddist og ólst upp á Sveinsstöðum í Grímsey. Systkinin voru níu. Sú elsta, Stein- unn, lést ung af barnsförum og yngsta barnið, Sæmundur, dó í bérnsku. Hinum systkinunum bar ég gæfu til að kynnast, þeim Matt- heu Guðnýju, Dýrleifu, Báru, Elínu, •Þorleifi og Steinunni Helgu. Amma og systur hennar voru þróttmiklar og ákveðnar stúlkur sem eflaust hafa stjórnað bróðurn- um ljúfa, Þorleifi, með harðri hendi. Ég hef alltaf séð þær fyrir mér sem glæsilegan hóp, sem hálfgerðar valkyijur á eyjunni litlu við norður- heimskautsbaug og sú sýn styrktist verulega við sögur ömmu um það þegar hún og Steinunn Helga, yngsta systirin, fengu sér sund- sprett í Grímseyjarhöfn - í Norður- íshafinu. Skólaganga var takmörkuð og ömmu þyrsti í að læra meira. Slíkt hefði líklega legið vel fyrir henni, hefði hún fæðst á öðrum stað og öðrum tima, en henni nýttist vel barnaskólanámið. Hún sagði stund- um frá dönskukennslunni og því þegar kennarinn leyfði henni að stytta sér stundir við að lesa sög- una Litla stúlkan með eldspýturnar, meðan hann kenndi bekkjarsystkin- um hennar. Áratugum síðar gat hún ennþá endursagt söguna - á dönsku. Síðar fór hún á Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði og á FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 33 þeim námstíma kynntist hún afa, Friðfinni Ólafssyni, sem þá var skólasveinn við Menntaskólann á Akureyri, enda mun hafa verið tals- verður samgangur milli skólanna tveggja á þeim tíma. Afi og amma bjuggu nær allan sinn búskap í Reykjavík. Systkinin frá Sveinsstöðum fluttu líka flest frá eynni en sam- bandið milli þeirra var alltaf gott og þess nutu börnin og bamabörn- in. Ófáir dvöldu í Grímsey sumar- langt hjá þeim systrum er þar bjuggu, Elínu og Steinunni Helgu. En ættingjar voru líka aufúsugestir hjá þeim sem bjuggu í landi, Matt- heu Guðnýju á Húsavík, Þorleifi á Ólafsfirði, Dýrleifu á Akureyri og Báru sem bjó í Reykjavík, lengst af í sama húsi og amma. Elín Sigur- björnsdóttir lifir systkini sín öll. Hún bjó lengst af í Grímsey en dvelur nú hjá börnum sínum á Suð- umesjum. Ég votta Elínu innilega samúð við fráfall systur hennar. Á heimiii ömmu og afa í Snekkju- vogi 21 var ævinlega gaman að koma. Þar virtist alltaf mikið um að vera. Fjölskyldan var stór, börn- in sjö og síðar barnabörnin litu oft inn, og það var mikið um gesti og gangandi. Ættingjar utan af landi gistu einatt hjá ömmu og afa, sum- ir vetrarlangt, t.d. vegna skóla- göngu, en aðrir skemur. Á vissan hátt var stórbýli í Snekkjuvogi 21, slík stórbýli verða nú fátíðari eftir því sem fjölskyldur minnka og okk- ur sem kynntumst þessu samfélagi finnst eftirsjá í því. Því verður þó ekki móti mælt að það var mikið starf að sjá um svo stórt heimili. Vinnan heima fyrir lenti aðallega á húsmóðurinni, sem trú sinni mennt- un vildi vanda til allra verka. Aldr- ei heyrði ég ömmu kvarta yfír því að hún hefði oft mikið að gera, en vinnan var þrotlaus og slítandi. Amma og afi voru virk í safnað- arstarfi Langholtssafnaðar frá upp- hafi. Amma var trúuð kona þó að hún héldi þeim sið Frónbúans að flíka ekki trú sinni mikið. Við rædd- um þó stundum um trúmál og ég fann að trúin og tengslin við kirkj- una voru henni mikils virði. Ég er þess fullviss að það síðasta sem hún heyrði í þessu lífí voru raddir bama hennar og aðstandenda sem fóru með bænina Faðir vom við dánar- beð hennar. Og ég er jafnsannfærð um að sú bæn hefur veitt henni frið. Megi hún hvíla í þeim friði. Guð blessi minningu Halldóru Önnu Sigurbjörnsdóttur. Steinunn Arnþrúður Bjömsdóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja ein- hvern sem manni þykir vænt um. Það er þó einhver huggun harmi gegn að hugsa um það að nú sé sá sem burt er farinn kominn á betri stað. Skemmti sér þar ásamt ástvinum sem þangað vom komnir fyrir og hafi það hið besta. En við hin sem eftir erum sitjum uppi með sorgina og söknuðinn og þurfum að lifa hér áfram án þeirra sem við gátum alltaf gengið að vísum. Alla mína tíð hefur Halldóra amma, eða Dodda eins og við vorum farin að kalla hana í seinni tíð, verið á vísum stað. Svolítið skrýtin og sérstaklega skemmtileg kona sem leit á okkur barnabörnin sem sín eigin. Endanlega og mjög vel þegna staðfestingu á því fékk ég nú þegar hún var dáin og í veski hennar fannst miði með símanúm- erinu mínu og nafninu mínu rangt feðruðu afa mínum párað hjá. Dodda var og er ennþá góð kona. Minningarsióðiir Skjóls Sími 688500 Það var alltaf gaman að koma í Snekkjuvoginn til hennar og afa, svo gaman að venjulegt fjölskyldu- hald bliknar í sambanburðinum. Þar var alltaf gestkvæmt og margir gestanna ekki eins og fólk er flest í þdrra orða bestu merkingu. í seinni tíð hefur heldur grisjast skógurinn og standa nú bara stöku tré eftir. Það eina sem við getum gert er að reyna að læra af reynslu þeirra sem í minningunni lifa og gera betur. Dodda sagði mér ein- hvern tímann skömmu eftir að afi dó að þau hefðu nú ætlað að gera svo margt, en alltaf eitthvað frestað athöfnunum. Ég lofaði henni því að falla ekki sjálfur á tíma. Ég þakka Doddu fyrir mig og verð að reyna að finna uppskriftina að ást- arpungunum sjálfur. Þórarinn Stefánsson. Nú þegar Dóra frænka er látin langar mig að þakka henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur systkinin á Sveinsstöðum í Grímsey. Snekkjuvogur 21 var fyrir okkur frændsystkinum utan af landi sem annað heimili, ekki síst þar sem á efri hæðinni bjó Bára, systir henn- ar, sem lést í janúar síðastliðnum, og voru þær sem ein manneskja. Þar vorum við alltaf velkomin og gátum gengið að öruggu afdrepi þegar við vorum á ferð í höfuðborg- inni. Heimilið stóð okkur alltaf opið hvenær sem við áttum leið. Alltaf var nóg pláss þó sjálf ættu þau sjö börn. Það var ekki lítils virði fyrir okkur sem börn eða unglinga að koma og verða strax einn af jöl- skyldunni og taka þátt í öllu heimil- islífinu. Við fundum ekki eins fyrir því að við vorum fjarri okkar heim- ili og það var heldur ekki ónýtt fyrir mömmu og pabba að vita af okkur á Snekkjuvoginum. Þar var stórt heimili, mikill gesta- gangur og mikið að gera hjá Dóru frænku og entist oft ekki sólar- hringurinn. Dóra var alltaf til stað- ar seint og snemma og sá til þess að allir hefðu nóg af öllu og liði vel. Oft var glatt á hjalla og þar lét hún sitt ekki eftir liggja því hún hafði gaman af söng og gamanmál- um. Dóra var trúuð kona og eftir að Friðfinnur maður hennar lést og börnin voru flogin úr hreiðrinu leit- aði hún til trúarinnar og rækti hana enn betur. Það gerði hún m.a. með því að fara alltaf í Langholtskirkju og taka þátt í safnaðarstarfinu af lífi og sál. Nokkrum dögum áður en Dóra frænka dó heimsótti ég hana fár- sjúka. Hún gerði sér þá grein fyrir að hún átti ekki langt eftir. Hún talaði um endurfundi við þá sem höfðu farið á undan og hlakkaði til að hitta þá. Hún virtist mjög sátt við að vera að kveðja þennan heim. Það var friður yfir henni og var greinilegt að trúin var henni mikill styrkur þessar síðustu stundir. Við systkinin á Sveinsstöðum vottum bömum Dóru frænku og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Inga Óladóttir. Erfidrykkjur H0TEL ESJA Sími 689509 6/,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.