Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 37

Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 37 -I- Málmfreð Jónas • Árnason fædd- ist á Eskifirði 17. júlí 1921. Hann lést á Borgarspítal- anum 11. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Einars- dóttur og Árna Jónssonar kaup- manns í Laufási á Eskifirði. Málm- freð var einn sex barna þeirra, en tvö dóu á barns- aldri. Eftirlifandi systkini Málmfreðs eru: Jón, f. 1918, búsettur í Kópavogi, Anna, f. 1924, býr á Selljarnar- nesi, og Valborg, f. 1926, býr í Reykjavík. Hinn 7. ágúst 1947 kvæntist Málmfreð eftirlifandi eigin- konu sinni, Jóhönnu Maríu Daníelsdóttur, f. 6. desember 1921, ættaðri frá Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal. Þau eign- uðust þijá syni: 1) Daníel, f. 1950, hann er tannsmiður; bú- settur í Reykjavík, maki Ásdís Jakobsdóttir, þau eiga fjögur börn. 2) Árni, f. 1952, vél- sljóri, býr á Egilsstöðum, maki Anna Britta Vilhjálmsdóttir, þau eiga þrjár dætur. 3) Orn, f. 1962, hagfræðingur, búsett- ur í Kaupmannahöfn, kvæntur Helgu Jóhannesdóttur og eiga þau einn son. Málmfreð byrjaði snemma að stunda sjóinn, en lærði síðar vélsmíði, sem hann vann við hjá Vélaverkstæði Hraðfrysti- húss Eskifjarðar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. GUÐRÚN og Árni, foreldrar Málm- freðs, voru alveg sérstakar mann- eskjur sem öllum þótti vænt um, ekki síst börnunum í plássinu. Málmfreð, sem við vinir hans köll- uðum alltaf Malla, og Jóhanna María, eiginkona hans, sem við nefndum alltaf bara Maríu, bjuggu á Eskifírði allan sinn búskap, eða til 1991 að þau fluttu til Reykjavík- ur. Á Eskifirði bjuggu þau hjón sér afar fallegt heimili í Bjarma, glæsi- legu þriggja hæða húsi þar. Það var við hæfi að þau hjón byggðu sér fagurt heimili, því sjálf voru þau svo fríð og föngu- leg að til var tekið og í minnum haft hvað þau voru falleg brúð- hjón þegar þau giftu sig. Málmfreð Jónas var mikill náttúruunnandi. Sjórinn heillaði, en honum kynntist hann ungur á bátum föður síns. Fáir staðir voru honum kærari en sjó- húsin, og margar gleðistundir átti hann með barna- börnunum þegar farið var með þau í róður í heimsóknum þeirra til afa og ömmu á sumrin. Fjöllin heilluðu einnig og á vetrum sótti hann þang- að til rjúpna. En heimilið var honum þó kær- ast af öllu. Eins og að líkum lætur eignast kærleiksríkur heimilisfaðir góð og mannvænleg börn. Þau fögnuðu barnaláni hjónin í Bjarma. Þeir sem best þekktu Jónas vita að hann flíkaði ekki tilfinningum sínum á torgum, enda dulur og hlédrægur að eðlisfari, en við; kvæmt og hlýtt hjarta átti hann. í einlægri trú á almáttugan Guð kvaddi hann sáttur við alla. Um leið og ég bið góðan Guð að blessa Maríu og aðra aðstandendur í sorg þeirra, sendi ég og við hjónin okkar einlægustu þakkir fyrir liðnar stundir með Malla. Regina Thorarensen. Mig langar að minnast bróður míns með örfáum saknaðar- og kveðjuorðum. Hann kvaddi þetta líf er komið var haust og sölnuð lauf, bjartar nætur hlýs yndisleg sumars að baki. Hljóðlátur og hægur alla tíð og kvartaði aldrei. Hvíldin var hon- um kærkomin eins og heilsan var orðin síðustu mánuðina. Kveðja sem þessi verður fátæk- leg samanborið við allar þær minn- ingar sem aldrei verða festar á blað frá uppvaxtarárum okkar á Eskifirði og hér eru þakkaðar af heilum hug. Malli, eins og hann var alltaf kallaður, var vandaður og góður maður sem ekkert aumt mátti sjá, MINNINGAR sérstaklega barngóður og hjálpleg- ur. Hann var mestallt sitt líf á Eskifirði, við fjörðinn okkar fagra og hafði Hólmatindinn í augsýn og kunni þar eflaust best við sig. Ég veit að það verður vel tekið á móti bróður mínum í nýjum heim- kynnum. Eg kveð hann með sökn- uði og bið honum guðs blessunar með versinu sem mamma kenndi okkur að fara með áður en við fórum að sofa á kvöldin: Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Friður guðs sé með þér. Þín systir, Anna Guðrún Árnadóttir. Hann afi okkar á Eskjó er dáinn. Elsku afi okkar, okkur langar að þakka þér innilega fyrir stund- irnar á Eskifirði, þær voru yndis- legar. Þú sýndir okkur borgar- börnunum svo margt nýtt og hjá þér kynntumst við náttúrunni. Með þér fórum við út að róa, niður á bryggju að dorga, klifruðum í risa- stórum tijám. Þú kenndir okkur margt og við munum varðveita mynd okkar af þér vel. Þökkum samverustundir okkar. Þín Daníels börn. Málmfreð Jónas Árnason var Austfirðingur að ætt og uppeldi. Faðir hans, Árni Jónsson, var kaupmaður, þekktur maður á Austfjörðum á sinni tíð. Guðrún, móðir hans, var mikil gerðarkona til orðs og æðis. Hún ólst upp á Útstekk í Reyðarfirði hjá góðum fósturforeldrum, þeim hjónum Málmfríði og Jónasi og bar Málm- freð Jónas nafn þeirra hjóna. Árni kaupmaður var ættaður frá Vöðl- um í Vöðlavík, en sá staður var mjög í fréttum fjölmiðla í fyrra. Þau Guðrún og Árni hófu bú- skap á Karlsskála, yst í Reyðar- firði. Á þeirri tíð var mikil útgerð frá Karlsskála; áttu margar fjöl- skyldur þar heima og gerði Árni út bát þaðan. Að því kom að ungu hjónunum fannst heldur þröngt um sig á Karlsskála og fluttu þá inn til Eski- fjarðar þar sem Ámi réðst í það stórvirki að reisa sér og fjölskyldu sinni íbúðarhús. Nefndi hann það Laufás og þar fæddust bömin eitt af öðru og urðu alls sex. Tvö dóu ung, en hin fjögur sem upp kom- ust hafa öll flust til Reykjavíkur og eiga afkomendur. Jónas ólst upp, eins og aðrir drengir í sjávarplássum, við alla algenga vinnu sem til féll. Faðir hans rak útgerð um tíma og fór Jónas því snemma að stunda sjó. Einnig rak Árni, faðir hans, nokk- urn búskap með kýr og kindur og mun hafa verið einn af síðustu þorpsbændunum á Eskifirði. Snemma kom í hlut Jónasar að hirða um skepnur föður síns, enda var hann mikill dýravinur og hafði stundum orð á því að hann hefði langað til að verða bóndi. Á ungl- ingsárum kom hann sér upp ofur- litlum ijárstofni, bangaði saman dulítinn ijárhúskofa á Laufáslóð- inni og hirti þar um fé sitt sér til ánægju. Slægjur handa kindunum sótti hann í grasgeira í fjallshlíð- inni fyrir ofan þorpið og velti hey- böggum niður undan hallanum. Sá Jónas mjög eftir fjárstofni sínum, en honum þurfti hann að farga þegar hann hélt að heiman í at- vinnuleit. Fékk hann vinnu við járnsmíðar hjá Hamilton-fyrirtæk- inu á Keflavíkurflugvelli. Þar gat hann sér gott orð fyrir dugnað og hagleik og hlaut í verklok viður- kenningarskjal frá vinnuveitanda sínum fyrir vel unnin störf. Eins og nú var getið var Jónas vel verki farinn. Hann lærði vél- smíði og hlaut iðnréttindi í þeirri grein. Jónas unni heimahögum á Eski- fírði; þar fæddist hann, ólst upp og bjó lengst af sínum búskap. Hvergi leið honum betur en í Bjarma, húsinu þeirra Maríu á Eskifírði. Þar bjuggu þau lengst af, nema síðustu þijú árin í Reykja- vík. Þau hjónin voru ólík á marga lund til orðs og æðis en ákaflega samhent um að prýða heimilið úti sem inni, enda María smekkvís og mikil húsmóðir. Gestrisni var þar mikil alla tíð við gesti og gangandi. Á yngri árum og reyndar lengst af var Jónas með glæsilegri mönn- um, svartur á brún og brá, grann- ur og beinvaxinn og bar sig vel. Hann var rólyndur og hlédrægur einfari. Hann var mikill náttúru- unnandi, hafði gaman af að klífa fjöll. Á unga aldri kleif hann Hól- matind og hlóð vörðu sem enn stendur. Varla er það fjall í kring- um Eskifjörð sem hann hafði ekki gengið á oftar en einu sinni. Hann hafði gaman af veiðiskap, bæði á sjó og landi, átti trillu og „séttu“, MALMFREÐ JONAS ÁRNASON bryggju og sjóhús þar sem hann dundaði löngum. Síðustu misserin urðu Jónasi erfíð, en hann tók sjúkleika sínum með karlmennsku og æðruleysi meðan stætt var. Hann stóð heldur ekki einn. Hún María hans stóð við hlið hans og hugsaði vel um mann sinn og sömuleiðis naut hann mikillar umhyggju sona sinna og tengdadætra. Kveð ég þig svo, kæri mágur, með virðingu og þökk, með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér vinur i fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geim. Júlíus J. Daníelsson. Nokkur kveðjuorð frá sonarsyni þínum, Franz Jónasi Arnari Arnar- syni. Ég ætla með pessum örfáu orð- um að senda þér smá kveðju, afí minn. Föstudagurinn 11. nóvember síðastliðinn rann upp bjartur og fagur. Þennan dag voru nákvæm- lega sextán mánuðir síðan ég kom í heiminn. Mikið varst þú víst glað- ur, afí minn, þegar ég kom í heim- inn og ekki varð gleðin minni hjá þér, þegar þú fékkst að vita, að ég ætti að deila nafni með þér. En föstudagurinn 11. nóvember var jafnframt síðasti dagurinn sem ég átti afa. Hinn afínn minn, móðurafi minn, lést 1985, löngu áður en ég fæddist, svo hann fékk ég aldrei að sjá. Hins vegar var ég svo lánsamur að geta veitt þér þá gleði, afi minn, að heilsa upp á þig á Borgarspítalanum í septem- ber síðastliðnum. Það var svo sann- arlega ljós í myrkrinu fyrir þig í þínum veikindum, að fá loksins að sjá nafna þinn eins og þú kallaðir mig alltaf. En því miður urðu tækifærin fá fyrir okkur, allt of fá, til að hittast og kynnast betur. Það er svona að búa erlendis, það er ekki alltaf hægt að hitta ástvini sína á ís- landi þegar maður vill, sérstaklega þá sem eru sjúkir eins og þú varst, afí minn. En nú er þjáningum þínum lokið og þú ert farinn til Guðs og nú líður þér vel. Ég skila kærri kveðju frá pabba og mömmu með þakk- læti fyrir alla þá gæsku, sem þú sýndir þeim. Og elsku amma, Guð blessi þig í sorg þinni út af fráfalli afa. Franz Jónas Arnar, Kaupmannahöfn. VILHJALMUR KRIS TJÁNSSON + Vilhjálmur Krisljánsson, fyrrverandi starfs- maður Pósts og síma í Reykjavík, var fæddur á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, A- Barð., 8. nóvember 1912. Hann lézt 3. maí síðastliðinn og fór útför hans fram 11. sama mánaðar. Foreldrar hans voru Krislján Jóns- son bóndi og hrepp- sljóri á Skerðings- stöðum, f. 4. apríl 1863 á Hjöll- 1902. 4) Guðrún húsmóðir, f. 19. desember 1903, d. 7. marz 1986. 5) Elías birgðasljóri, f. 3. desember 1905, d. 11. júlí 1980. 6) Sigurður prestur, f. 8. janúar 1907, d. 26. júlí 1980. 7) Ingibjörg skrifstofustúlka, f. 8. maí 1908. 8) Ingi- gerður Amia hús- móðir, f. 6. nóvem- ber 1910. 10) Hall- dór bóndi, f. 10. um í Þorskafirði í Gufudals- sveit, d. 21. júlí 1949, og kona hans Agnes Jónsdóttir, f. 28. maí 1879 á Hafnarhólmi á Sel- strönd í Steingrímsfirði, d. 30. október 1949. Vilhjálmur var níundi í röð 14 systkina, en af þeim komust 12 til fullorðins- ára. Hin eru: 1) Jón Magnús bíósljóri, f. 14. október 1899, d. 20. september 1979.2) Ólafur þjónn, f. 20. nóvember 1900, d. 28. september 1947. 3) Ing- ólfur tollvörður, f. 12. október desember 1913. 11) Halldóra, f. 8. júní 1920.12) Finnur bóndi, f. 11. apríl 1923. ÞAÐ var í byijun októbermánað- ar 1935 sem ég leit Vilhjálm Kristjánsson frá Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit fyrst augum. Það var í Reykjaskóla í Hrúta- fírði, en þar hugðumst við stunda nám um veturinn. Hann var í fylgd íjögurra pilta, sem allir voru úr Barðastrandarsýslu. Einn þeirra var Halldór bróðir hans, nú bóndi á Skerðingsstöð- um, hinir voru Ari Þórðarson síðar húsasmiður í Reykjavík, Gunnar Sigurðsson kennari þar og Þorbergur Ólafsson fram- kvæmdastjóri í Hafnarfírði, allir hin mestu prúðmenni. Þeir voru iðulega kallaðir „Barðstrending- ar“ og herbergi það, sem þeir voru í allan skólatímann, nefnt „Barðaströnd", og það án þess að þeir, sem að nafngiftinni stóðu, vissu hvort réttnefni væri, þar sem Barðaströndin er aðeins hluti heillar sýslu. Vilhjálmur vakti í fyrstu sérstaka athygli mína vegna þess hve hávaxinn hann var, hann var, að mér fannst, höfði hærri en ég, svo ég leit upp til hans og það í meira en einum skilningi. Samskipti okkar þennan vetur voru ekki mikil en með öllu hnökralaus, enda var Vilhjálmur einstakt prúðmenni og viðmót hans í garð sér yngri pilta ávallt vinsamleg. Um vorið skildi leiðir og það liðu nokkur ár þar til fundum okkar bar saman aftur og þá í Reykja- vík. Eftir veturinn á Reykjaskóla leitaði hann á nýjar slóðir, hélt áfram námi í Héraðsskólanum í Reykholti og síðan í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal í Biskupstungum. Ekki man ég hvar það var sem við hittumst fyrst í Reykjavík, en tel líkur til að það hafi verið í bóka- búð, ef til vill í einhverri fornbóka- verzlun, en í þeim vorum við báðir all-tíðir gestir. Segja má að áhugi á bókum hafí 'eitt okkur saman aftur, þótt blæbrigðamunur hafi verið á bókmenntasmekk okkar, hann viðaði að sér bókum um söng og tónmennt, en slík fræði voru mér framandi á þeim dögum. Ætt- fræði höfðaði aftur á móti til okkar beggja. En það var svo annað sam- eiginlegt áhugamál okkar sem varð til þess að við hittumst nær daglega nokkur síðustu árin — sundið. Við hittumst við inn- göngudyr Sundlauga Reykjavik- ur í bítið morgun hvern, rétt áður en dyrum var þar upp lok- ið. Hann átti heima sunnan Mi- klubrautar, en kom þó, að ég held, alltaf gangandi að heiman og var mjög oft kominn að dyrun- um á undan mér, og á ég þó heima í næsta nágrenni Sund- lauganna. Meðan við biðum þess að opnað yrði fóru margvísleg orðaskipti fram manna milli, og tók Vilhjálmur sinn þátt í þeim, ávallt með góðlátleg spaugsyrði á vörum. Og áfram var haldið eftir að inn var komið. Ég held að Vilhjálmur hafi notið þessara stunda, enda hélt hann heim- sóknum sínum í Sundlaugarnar áfram meðan heilsa hans leyfði. Hann var einfari, giftist aldrei, en ég held að félagsskapurinn í Sundlaugum Reykjavíkur hafi dregið úr einmanaleik hans og verið honum mikils virði. Vilhjálmur var söngmaður góður, stundaði um hríð söng- nám hjá Sigurði Skagfield söngv- ara, sem taldi hann eiga mögu- leika á að verða mikill söngvari, þar sem hann hefði óvenju fal- lega rödd og mikið raddsvið. En þar sem ég hef aldrei heyrt hann syngja, nema ef vera kynni í skólakórnum í Reykjaskóla, og vanþekking mín í þeim efnum mikil, tel ég bezt að fara ekki nánar út í þá sálma. Vilhjálmur ræddi oft við mig um heimahaga sína, Skerðings- staði í Reykhólasveit, en þangað mun leið hans hafa legið, hvenær sem tækifæri gafst. Víst má því telja að hann hefði getað tekið undir með Ragnari Jóhannessyni skólastjóra, sem lýsti hug sínum til bernskustöðvanna á svofelld- an hátt: Bráðum aldan hinzta burtu þvær úr fjörum min spor, en hugans hræring innsta heima verður í förum öll vor. Ég vil ljúka þessum kveðjuorðum til Vilhjálms skólabróður míns og vinar með þökk fyrir öll okkar sam- skipti, sem aldrei bar skugga á, frá því fundum okkar bar fyrst saman. Hann var drengur góður, sem ég mun ávallt minnast, heyri ég góðs manns getið. Torfi Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.