Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 48
V í K N G A L#TT# alltaf á Miövikudög'um MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Andlits- litir valda augnskaða HOLLUSTUVERND ríkisins hefur varað við hættulegum and- litslitum, sem aðallega eru not- aðir af börnum og unglingum. Aðvörun Hollustuverndar kem- ur í kjölfar tilkynningar frá Eft- irlitsstofnun EFTA í Brussel. f tilkynningunni segir, að andlits- litirnir hafi valdið alvarlegum augnslysum í Bretlandi og Frakklandi. Vitað sé um a.m.k. 20 skráð slys í Bretlandi og í sumum tilvikum sé augnskaðinn varanlegur. Elín G. Guðmundsdóttir, efna- fræðingur á eiturefnasviði Holl- ustuverndar, segir að litirnir, sem heita Aqua Fantasy Make- up, séu vatnsleysanlegir andlits- litir eða farði í mörgum litum og hafi einkum verið notaðir á skemmtunum og hátíðahöldum, svo sem á öskudag, á grímuböll- um, í afmælisveislum og á útihá- tíðum. „Þessi vara, sem er fram- leidd í Þýskalandi, er merkt með CE-stimpli Evrópusambandsins, sem þýðir að hún hefur þótt ör- ugg við prófanir. Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um hvers vegna litirnir eru skaðleg- ir, en það má vera að þrátt fyrir að ekki sé beinlínis um hættuleg efni í þeim að ræða, þá geri sam- Olís og Skeljung- ur sækja um lóðir OLÍUVERSLUN íslands hf. og Skeljungur hf. hafa sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík. Borgarráð vísaði erindunum til skipulagsnefndar og skrifstofustjóra borgarverkfræðings. í erindi Olís til borgarráðs er vísað til almennrar umræðu um áhuga erlends olíufélags á að fá lóð undir þjónustustöðvar í Reykjavík. Sex úthlutanir á 67 árum Af því tilefni vilji fyrirtækið árétta að félagið óskar eftir að koma til álita við allar hugsanlegar úthlutanir lóða undir bensínstöðvar í borginni. Bent er á að á 67 ára starfstíma félagsins í borginni hafi það fengið úthlutað sex lóðum undir þjónustu- stöðvar, þrátt fyrir allnokkru fleiri beiðnir. í umsókn Skeljungs kemur fram að ekki sé tilgreint að svo stöddu hvar þær lóðir ættu að vera, sem sótt er um undir bensínstöðvar með tilheyrandi verslunarstarfsemi. Tekið er fram að fyrirtækið hafi áhuga á að fá tækifæri til að sækja um alla þá mögulegu staði sem talið er að komi til greina. Gildi einu, hvort um er að ræða fyrirfram skipulögð svæði undir bensínstöðvar, sem ekki hefur verið úthlutað, eða önnur svæði. Þá segir: „Skeljungur hf. sem frá stofnun árið 1927 hefur haft höfuð- stöðvar sínar og meginstarfsemi í Reykjavík, væntir þess að þessari málaleitan verði vel tekið og lýsir sig reiðubúið til allra viðræðna hvenær sem er.“ BÖRN og unglingar hafa notað andlitsliti við ýmis tækifæri, til dæmis skreytt andlit sitt á kapp- leikjum eins og sést á myndinni hér til hliðar og á þjóðhátíðardaginn. Á minni myndinni sjást sýnishom af Aqua Fant- asy Make-up andlitslitum. spil efnanna litina hættulega. Hér eru engin skráð slys vegna andlitslitanna. “ Litunum verði fargað Elín sagði að andlitslitirnir, sem eru í 15 gramma dósum, hefðu verið á markaði hér á landi í tvö ár. „Innflytjandinn hefur þegar tekið litina úr sölu, en Hollustuvernd vill beina þeim tilmælum til foreldra og umsjón- armanna barna, svo og félaga- samtaka, stofnana eða annarra aðila sem gætu haft liti þessa í fórum sinum, að sjá til þess að þeir verði þegar teknir úr um- ferð og þeim fargað á öruggan hátt,“ segir Elín G. Guðmunds- dóttir. Morgunblaðið/Kristinn Viðræður um samstarf við Djúp STJÓRNENDUR sjávarútvegsfyr- irtækja við ísafjarðardjúp hafa átt og eiga í formlegum og óformlegum viðræðum um sameiningu fyrir- tækja eða samvinnu um hráefnisöfl- un. Þijár fyrirtækjablokkir hafa lýst yfir áhuga^ á samstarfi við Út- gerðarfélagið Ósvör í Bolungarvík. Töluverð geijun hefur verið í útvegsfyrirtækjunum við Djúp frá því í sumar meðal annars vegna skilyrða stjórnvalda um aðstoð sam- kvæmt Vestfjarðaáætlun. Stóru fiystihúsin, Norðurtangi, íshúsfélag Isfirðinga og Hraðfrysti- húsið í Hnífsdal, hafa öll átt í við- ræðum við Frosta í Súðavík um samstarf við hráefnisöflun en ekki haft erindi sem erfiði. Togarinn Bessi átti að veiða bolfisk fyrir þau en skip þeirra veiddu í staðinn rækju fyrir Frosta og í tveimur til- vikanna var rætt um leiguskipti. Frystihúsin á ísafirði hafa bæði í samvinnu við aðra leitað eftir sam- starfi við Útgerðarfélagið Ósvör í Bolungarvík. Þijú fyrirtæki í Bol- ungarvík og Hnífsdal hafa einnig óskað eftir kaupum á meirihluta- eign bæjarsjóðs í Ósvör. ■ Losnar um pattstöðu/24-25 Halli sveitarfélaga eykst fyrir kosningar HALLI á rekstri sveitarfélaga var 4,7 milljarðar kr. í fyrra og á þessu ári stefnir í svipaðan eða jafnvel enn meiri halla að mati íjóðhagsstofnun- ar. Þessi halli samsvarar um 15% af tekjum sveitarfélaga og 1,1% af landsframleiðslu. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, eru þetta mun hærri hallatölur en áður hafa sést í rekstri sveitarfélaga, þótt litið sé áratugi aftur í tímann. Fáar undantekningar Versnandi afkoma sveitarfélaga vegur upp á móti þeim minnkandi halla á ríkissjóði sem spáð hefur verið. Að sögn Þórðar skiptir halli hins opinbera, þ.e. samanlagður halli ríkis og sveitarfélaga, mestu frá sjón- armiði hagstjórnar og þess vegna sé nauðsynlegt að horfa á afkomu ríkis og sveitarfélaga í heild við mótun efnahagsstefnunnar. Þórður segir að afkoman hafi versnað hjá flestum sveitarfélögum. Mjög fáar undantekningar séu frá almennri þróun til hins verra þó stað- an sé mjög mismunandi hjá sveitarfé- lögunum. Að sögn Þórðar eru margar ástæð- ur fyrir auknum hallarekstri sveit- arfélaganna en þrennt skipti senni- lega mestu máli. í fyrsta lagi hafi lægðin í efnahagsmálum leitt af sér aukin verkefni og aukin útgjöld fyrir sveitarfélög og jafnframt rýrt tekju- stofna þeirra. í öðru lagi hafa sveitarfélög að undanförnu tekið við verkefnum frá ríkinu án þess að tekjur þeirra hafi hækkað með tilsvarandi hætti. Loks segir Þórður að ef litið sé aftur í tím- ann komi í ljós að afkoma sveitarfé- laga sé yfirleitt lakari á seinasta ári fyrir sveitarstjórnarkosningar en önnur ár. Á skíðum SNJÓFÖL gerði í gær er kólnaði eftir votviðrið og hlýindin undan- farna daga. Unga fólkið lét ekki á sér standa að nota fölið og dró fram skíðin. Fólk úr vinnu vegna þreytu ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir, segir að verk- fall sjúkraliða hafi skapað mjög erfitt ástand á sjúkrastofnunum. Dæmi séu um að starfsfólk hafi horfið úr vinnu vegna álags. Hann segir að flestar sjúkrastofnanir hér séu með minni mönnun en í nágrannalöndum okkar og því skapi svona verkfall mjög fljótt vandræðaástand. Ólafur hefur fylgst með ástandinu á sjúkra- stofnunum og verið í stöðugu sambandi við sjúkraliða og stjórnendur á sjúkrastofnunum. Ölafur sagði að verkfallið hefði í för með sér erfiðleika sem yxu með degi hveijum. Þjónusta við sjúklinga versnaði og biðlistar lengdust. Mönnun undir öryggismörkum „Álag á starfsfólk hefur aukist mikið og ég veit dæmi þess að starfsfólk, sem sé illa haldið, hafi orðið að hverfa úr vinnu. Það er kannski ekki mörgum kunnugt, að jafnvel við eðlilegar Landlæknir segir versn- andi ástand á sjúkrahúsum aðstæður eru sjúkrastofnanir hér á landi ver mannaðar en á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur farið hljótt því að heilbrigðistéttir bíta ekki frá sér. T.d. má nefna að fjöldi rúma, legu- daga og fjöldi útskrifta á heilbrigðisstarfsfólk, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, er meiri á sér- fræðistofnunum hér á landi. Á almennum sjúkra- húsum, m.a. þar sem hjúkrunardeildir eru, er fj'öldi rúma og legudaga meiri en á samsvarandi sjúkrahúsum í nágrannalöndunum og útskriftir svipaðar, sem þýðir að vinnuálag við eðlilegar aðstæður er mun meira en gerist í nágrannalönd- unum. Eitthvað mun því undan láta. Þessu verð- ur að linna,“ sagði Olafur. Ragnheiður Stephensen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, fullyrðir að mönnun á einni hjúkrunardeild þar hafi verið undir öryggismörkum um helgina. Aðeins þrír starfsmenn hafi séð um að annast 28 heimilis- menn, sem allir þurfi mikla aðhlynningu. Hún segir að álag á starfsfólk sé mjög mikið og seg- ist kannast við að fólk hafi orðið að hverfa veikt úr vinnu. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélagsins, tekur undir með landlækni og seg- ir að mönnun á heilbrigðisstofnunum sé of lítil við venjulegar aðstæður og því komi verkfall illa við stofnanirnar. Hún segir að mál Hrafn- istu verði skoðað sérstaklega. Sjúkraliðafélagið óskaði eftir að landlæknir skoðaði ástandið á Landakoti þegar stjórnendur þar fullyrtu að þar hefði skapast neyðarástand. ■ Mönnun undir öryggismörkum/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.