Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D tvgiutHftfelft STOFNAÐ 1913 269. TBL. 82. ARG. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar um Bihac-borg í Bosníu N ATO gerir árás- ir á stöðvar Serba Sarajevo, Brussel. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) gerði í gær loftárásir á flugskeyta- stöðvar serbneskra hersveita sem sitja um Bihac-borg í norðvesturhluta Bosníu. Sameinuðu þjóðirnar og NATO íhuga að beita herþotum til að verja borgina, sem hefur orðið fyrir hörðum árásum Serba þrátt fyrir að Samein- uðu þjóðirnar hafi skilgreint hana sem „griðasvæði". Serbneskir hermenn settu friðargæsluliða í grennd við Sarajevo í herkví, að því er virðist til að hefna hernaðaraðgerða NATO í gær og á mánudag. Meira en 1.000 friðar- gæsluliðar frá Bangladesh eru innlyksa í Bihac og Leighton Smith, yfírmað- ur NATO-hersveita í suðurhluta Evrópu, kvaðst hafa boðið Sameinuðu þjóðun- um að hefja loftárásir til að vernda friðargæsluliðana. Talsmaður friðargæsl- uliðsins í Króatíu sagði slíkar hernaðaraðgerðir koma til greina ef nauðsyn krefði. Þá er fullyrt að sendiherrar aðildarríkja NATO hafi rætt hvernig flytja megi allt gæslulið SÞ á brott, versni ástandið. Reuter Hótaað stöðva að- ild EFTA Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. SJÁVARÚTVEGSNEFND Evrópu- þingsins hafnaði í gær tillögum framkvæmdastjórnarinnar um hvernig standa bæri að fullri aðild Spánverja og Fortúgala áð hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (CFP). Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins komust ekki að sam- komulagi í gær um hvaða skilyrði ætti að setja þjóðunum tveimur. Verður framkvæmdastjórnin að leggja fram nýja tillögu og verður málið tekið upp að nýju 30. nóvem- ber. Luis Atienza, sjávarútvegsráð- herra Spánar, hótaði því í gær að Spánverjar myndu koma í veg fyrir .aðild EFTA-ríkjanna að ESB um áramót ef ekki fyndist lausn fyrir þann tíma. Fyrirvari um fulla aðild Spánverjar og Portúgalir fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1985 með þeim fyrirvara þó að þeir fengju ekki fulla aðild að sjáv- arútvegsstefnunni fyrr en að tíu árum liðnum. Sá frestur er nú að renna út og eiga Spánverjar að fá aðild að CFP 1. janúar 1996. Sýna Ara- fat stuðning STUÐNINGSMENN Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), söfnuðust í gær saman í Jeríkó til að sýna honum stuðning. Um 3.000 manns komu til borgarinnar, margir frá Vest- urbakkanum, þar á meðal þessi drengur, sem stendur v:'ð hliðs vopnaðs meðlims Fatah-hreyf- ingarinnar. Dole sam- þykkir stuðning við GATT Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkja- þings, hafa komist að sam- komulagi sem gerir Dole kleift að styðja GATT-samninginn. Hann kemur til atkvæða- greiðslu í öldungadeildinni í næstu viku. Repúblikanar eru margir mótfallnir stofnun Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO), arftaka GATT. Þeir óttast að með því að samþykkja samn- Inginn, afsali Bandaríkin sér yfirráðum yfir veigamiklum viðskiptamálum til WTO. Forsetinn gekk að kröfu Doles um að koma á fót stofn- un, sem yfirfari ákvarðanir WTO. Verði of margar þeirra Bandaríkjamönnum í óhag geti þingið greitt atkvæði um hvort Bandaríkin segi skilið við GATT. Herþotur NATO gerðu árásir á þrjár flugskeytastöðvar Serba um morguninn og réðust aftur á eina þeirra síðar um daginn. Bandalagið gerði fyrri árásina þegar breskum, frönskum, bandarískum og hollensk- um herþotum var ógnað þegar þær flugu nálægt Bihac-héraði. „Við skutum flugskeytunum í sjálfsvörn," sagði Leighton Smith. Heimildarmaður innan franska hersins sagði að um tuttugu herþotur hefðu tekið þátt í fyrri árásinni og 30 í þeirri síðari. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að banda- rískir embættismenn væru að ráðfæra sig við ráðamenn í öðrum NATO-ríkj- um um frekari aðgerðir til að hindra að Serbar nái Bihac á sitt vald. Serbar og stjórnarher Bosníu háðu í gær harða bardaga innan „griða- svæðisins" sem markað hefur verið umhverfis Bihac-borg. Barist var á hæðum sunnan við borgina, á síðustu varnarlínu stjórnarhersins. Friðargæsluliðar í herkví Leiðtogar Bosníu-Serba hótuðu Sameinuðu þjóðunum „allsherjar- stríði" ef gripið yrði til frekari hern- aðaraðgerða gegn þeim. Þá ógnuðu serbneskir hermenn friðargæsluliðum SÞ sem hafa gætt þungavopna sem serbneska umsát- ursliðið skildi eftir í grennd við Sarajevo í febrúar. Serbarnir settu friðargæsluliðana í herkví á níu stöð- um þar sem þungavopnin eru geymd. íhöndum SvæöiSerba Bqsníustjórnar iKróaliu *r- ^^"Bos. NovM- I Otoka .®Bos. Krupa lil^Grabez Sanski ® Most % JiV Bos. Kulen Petrovac Us> Vakuf*©^ Hul'ina (+:¦ l^ HERZEGOVÍNA *• Sókn Serba "*™dT' 2Í ¦ "**"*?, *TF NATO-velar reðust a flugvoll Serba í Krajina í Króatíu -SLÓVENlAr^ Svæoi Serba í Króatíu griðasvæðið xsl BOSHlA- ". C qcRRÍA " lERZEGÓVÍNA^ StHtilfl ./ Noregur Fylkingarn- arjafnarí fyrsta sinn Ósló. Morgunblaðið. FYLKINGAR stuðningsmanna og andstæðinga ESB-aðildar í Noregi eru nú í fyrsta sinn hnífjafnar, sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar, sem Scan-Fact gerði fyrir Verdens Gang. Stuðningsmenn sækja einnig lít- illega í sig veðrið samkvæmt tveim- ur öðrum könnunum og eru 48% þeirrá, sem taka afstöðu í könnun MMI, en 42% í kosningaspá Gallup. Þess má geta að Gallup gerir kosn- ingaspá, sem eykur hlut andstæð- inga aðildar nokkuð. ¦ Áhrif íslands/6 ¦ Norðmenn uggandi/22 Berlusconi hótar afsögn Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Italíu, sem sætir rannsókn vegna meintra mútugreiðslna, kvaðst í gær myndu segja af sér og boða til kosninga ef hann nyti ekki fulls stuðnings sam- starfsflokkanna í stjórninni. Þá kvaðst hann vera reiðubúinn að láta af hendi stjórn sjónvarps- stöðva sinna, til að sýna samstarfsvilja sinn. „Mér ber skylda til að halda áfram. Ef mér tekst það ekki og ef stjórnin getur ekki gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru hags- munum þjóðarinnar, ef ég get ekki framfylgt stefnu minni sem ég lít á sem samning við kjós- endur, þá myndi ég ekki hika við að segja af mér," sagði Berlusconi á blaðamannafundi. Brot á lögum um auðhringavarnir ítölsku dagblöðin La Stampa og II Mess- aggero skýrðu frá því í gær að Berlusconi ætti Silvio Berlusconi yfir höfði sér aðra rannsókn, því 'saksóknarar í Róm væru að íhuga hvort hefj'a ætti formlega rannsókn á hugsanlegum brotum á lögum um auðhringavarnir og samkeppni í tengslum við auglýsingar þriggja sjónvarpsstöðva í eigu Finin- vest, stórfyrirtækis Berlusconis. Blöðin segja að Berlusconi hafi reynt að knýja á stjórnendur ríkissjónvarpsins um að gera samn- ing um að sjónvarpsstöðvar ríkisins og Fininvest skiptu á milli sín auglýsingamarkaðnum. Við völd til áramóta? Stjórnarandstaðan og Norðursambandið, erf- iðasti samstarfsflokkurinn í stjórn Berlusconis, virtust í gær hafa ákveðið að reyna ekki að koma forsætisráðherranum frá fyrr en í janúar. Flokkarnir bentu á nauðsyn þess að fjárlögin yrðu afgreidd fyrir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.