Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður VSÍ segir samningana við ríkisstarfsmenn alvarleg mistök
Almenn launahækkun
mun leiða til kollsteypu
MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasámbands íslands, seg-
ir að ríkisvaldið hafi gert mjög alvarleg mistök í þeim kjarasamningum
sem það hefur gert við nokkrar stéttir starfsmanna sinna á undanförn-
um mánuðum. Það þýði hins vegar ekki að aðilar á almennum vinnu-
markaði þurfi að endurtaka þau mistök, því það sjái hver heilvita
maður að almenn launahækkun upp á 7-10% eins og talað sé um að
hafi orðið í þessum samningum muni leiða af sér en eina kollsteypu
efnahagslífsins og að sá árangur sem náðst hafi á undanförnum árum
í efnahagsmálum glatist.
Magnús sagði að 10% almenn
launahækkun þýddi nálægt 20
milljarða króna útgjaldaauka fyrir
fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. „Þó
okkur hafi tekist blessunarlega að
stöðva hrunið sem blasti við okkur
fyrir tveimur árum og horfurnar séu
betri en bjartsýnustu menn þorðu*
að vona þá, er alveg augljóst að
það er ekkert svigrúm fyrir þessar
kauphækkanir í þjóðfélaginu nema
LISTAR sjúklinga, sem bíða eftir að
komast í skurðaðgerðir, lengjast
stöðugt í verkfalli sjúkraliða. Að sögn
Halldórs Jónssonar, yfírlæknis á
bæklunardeild Landspítalans, hafði
sjúklingum sem bíða eftir að komast
í aðgerð á hans deild fjölgað úr 284
í 318 frá því að verkfallið hófst og
þar til í gær.
Halldór segir að þegar verkfallið
var að skella á hafi verið gert ráð
fyrir að sjúkraliðar héldu áfram
störfum á bæklunarskurðdeildinni á
undanþágum. Þegar það gekk ekki
eftir hafi ekki verið hægt að manna
næturvaktir á deildinni og þess vegna
ekki hægt að gera aðgerðir með
sama hraða og venjulega. Hins vegar
héldu biðlistar áfram að lengjast
vegna þess að beiðnir um aðgerðir
bærust stöðugt.
Hefur ekki áhrif á bak- og
krabbameinsaðgerðir
Halldór sagði að hjúkrunarfræð-
ingar hefðu tekið höndum saman
vegna bak- og krabbameinssjúklinga
fólk vilji fá yfir sig eina verðbólgu-
skriðuna í viðbót," sagði Magnús.
Ekki launahækkanir
umfram hagvöxt
Hann sagði að það hlyti að vera
sameiginlegt markmið allra að við-
halda stöðugleikanum og vinna
áfram miðað við núverandi raun-
gengi og þá samkeppnisstöðu sem
fyrirtækin hafi. Þess séu þegar far-
og hefði verkfallið því ekki lengt bið
þeirra sem þurfa að gangast undir
slikar aðgerðir. Þá væru allar bráða-
aðgerðir framkvæmdar án truflana.
„En samt sem áður er samdrátturinn
það mikill að við höfum þurft að loka
bæklunarskurðdeildinni sem slíkri en
höfum afnot af plássum á öðrum
deildum," sagði hann.
Halldór segir að undir venjulegum
kringumstæðum sé hægt að hálda
fjölda sjúklinga á biðlistum nokkum
veginn óbreyttum eða minnka hann
nokkuð. Hann segir að ekki þurfi að
hafa mörg orð um það hversu alvar-
legt það sé þegar biðlistar lengist svo
hratt, tölumar tali sínu máli. Hann
minnir á að þetta sé annað alvarlega
verkfallið sem dynji á á þessu ári en
þegar meinatæknar hafi farið í verk-
fall hafi þeir einnig veitt undanþágu
við öllum beiðnum vegna bakaðgerða
þannig að ekki hafi orðið truflun á
þeim í því verkfalli.
Halldór segir að lengst hafi sjúk-
lingar beðið í rúmt ár eftir aðgerð á
hans deild.
in að sjást merki að þessar kring-
umstæður hvetji fyrirtækin til dáða.
Þau séu að bæta við sig fólki vegna
góðrar samkeppnisstöðu innanlands
og erlendis, en þessi árangur glat-
ist auðveldíega ef nýir kjarasamn-
ingar verði óraunhæfir. I því sam-
bandi sé höfuðatriði að samningarn-
ir feli ekki í sér launahækkanir
umfram hagvöxt, en nú sé í fyrsta
skipti í sjö ár útlit fyrir að hagvöxt-
ur hér á landi verði í samræmi við
það sem gerist erlendis. Það sé hins
vegar engin trygging að framhald
verði á því á næsta eða þarnæsta
ári.
Hann segir að það sé áhyggju-
efni þegar skapaðar séu væntingar
hjá fólki langt umfram það sem
efnahagslífið geti borið. Það neiti
því enginn að efnahagsumhverfið
FYRSTA messan í nýrri Grensás-
kirkju, sem nú er fokheld, verður
haldin næstkomandi sunnudag i
kirkjunni sjálfri og voru verka-
menn, Baldur Höskuldsson og
Ægir Þórarinsson, að hreinsa
hafi breyst til batnaðar, en það sé
að verulegu leyti því að þakka að
vel hafi tekist til með síðustu kjara-
samninga fyrir tveimur árum og
það eina sem geti tryggt þennan
bata í sessi sé áframhaldandi skyn-
samlegur kjarasamningur til næstu
tveggja ára.
Ríkisvaldið ætti að gera sér grein
fyrir því að það sé algjört lykilat-
riði til þess að við getum komið
undir okkur fótunum þegar litið sé
til framtíðar.
Aðspurður segir hann að það sé
ekkert óeðlilegt að menn horfi til
þessara samninga ríkisvaldsins. Það
verði hins vegar að höfða til skyn-
semi fólks og verkalýðsforystu að
mistökin í þessum kjarasamningum
verði ekki látin ganga yfir þjóðina
öllum til ills.
kirkjuna til þess að undirbúa mót-
töku kirkjugesta. Messan, sem
jafnframt er aðventumessa, hefst
klukkan 14. Sóknarpresturinn,
séra Halldór Gröndal, messar,
kirkjukórinn og bamakór syngja.
Erum lítið
fyrir bólu-
setningar
ÍSLENDINGAR hafa lítið sótt
í bólusetningar gegn inflú-
ensu sem fer um árlega. Að
sögn Matthíasar Halldórsson-
ar aðstoðarlandiæknis er al-
gengt að fólk taki seint við
sér þó ekki hafi hann merkt
að ástandið væri verra en
áður.
„Nauðsynlegt er að bólu-
setning sé langt komin og
helst lokið er veiran stingur
sér niður, því mótefnið fer
ekki að virka fyrr en eftir 2-3
vikur.
Það getur haft litla þýðingu
að vera bólusettur eftir að
veikin er farin að berast, því
að segja má að hún fari um
eins og eldur í sinu. Æskileg-
ast er að bólusetning hefjist
í bytjun nóvember, því dæmin
sanna að inflúensan getur i
komið úpp fyrir áramót. Þá !
er það ekki síður nauðsynlegt :
fyrir fólk að láta bólusetja
sig, að það eru aðeins pantað- '
ir 40.000 skammtar og efnið
fljótt að verða uppurið," segir
Matthías.
Enn hefur ekkert bólað á
flensunni, að sögn Matthíasar,
og benti það til að hún kæmi
ekki fyrr en eftir áramót.
Strandaði á
skeri
TÍU tonna bátur, Ásrún frá
Akranesi, strandaði á skeri
innan við Grundartanga um
kl. 18 í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum Tilkynningaskyldu
Slysavarnafélagsins var leitað
eftir aðstoð björgunarsveitar-
innar Hjálparinnar á Akra-
nesi, en áður en björgunar-
sveitarmenn komu á vettvang
tókst bátsveijum að losa bát-
inn. Talið er að litlar sem
engar skemmdir hafi orðið á
bátnum og engan sakaði við
óhappið.
Verkfall sjúkraliða
Biðlistar lengjast
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsta messa í nýrri kirkju
Sinfóníuhljómsveit íslands ætlaði að leika fyrir 400 börn úr Austurbæjarskóla í gæ
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN átti í
gær að leika fyrir 400 böm í Aust-
urbæjarskóla og höfðu þau verið
búin undir heimsóknina en urðu að
snúa vonsvikin frá ásamt hljómsveit-
inni, þar sem skólameistari Iðnskól-
ans meinaði þeim aðgang að íþrótta-
sal Vörðuskóla.
Hluti af starfsemi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands er að fara í grunn-
skóla Reykjavíkur til að kynna klass-
íska tónlist og starfsemi sveitarinnar
fyrir ungum börnum. Hefur framtak
þetta mælst vel fyrir meðal skólayfir-
valda og verið vel þegið af bömunum
en hljómsveitin hefur heimsótt fímm
skóla það sem af er starfsári.
Að sögn Gunnsteins Ólafssonar,
hljómsveitarstjóra, hefur hann það
fyrir venju að kanna ____________
hvernig aðstæður séu til
að halda skólatónleika og
til að hafa samráð við
skólastjóra um hvemig
staðið skuli að tónleikun-
um. Daginn fyrir tónleikana
Börnum og Sinfóníu-
hljómsveit vísað á dyr
áttu að vera í Austurbæjarskóla, kom
í ljós að ákveðið hafði verið að halda
tónleikana í leikfímisal Vörðuskóla,
sem Austurbæjarskóli og Iðnskólinn
samnýta. „Húsnæðið reyndist hins
vegar ekki eins gott og heppilegt
hefði verið þar sem börnin þurftu
að sitja á gólfínu. Þá var leitað til
skólameistara Iðnskólans, til að fá
að halda tónleikana í anddyri Vörðu-
skóla. Skólameistari taldi að tónleik-
amir myndu trufla kennslu í Iðn-
skólanum og þáði ekki heldur boð
um að nemendur skólans sætu tón-
leikana. Þá var leitað til Hallgríms-
kirkju," sagði Gunnsteinn. Hann tók
það fram að anddyri Vörðuskóla
væri fyrirtaks tónleikasalur og að
meðal annars hefði Pólýfónkórinn
_________ æft þar árum saman. „Það
Taldi tónleik- haf,a ven'ð einhver vand-
ræði með Vorðuskola og
mér skilst að Austurbæjar-
skóli og Iðnskólinn beijist
—-•“ um þetta húsnæði og að
bömin og Sinfóníuhljómsveitin hafí
þurft að líða fyrir þann pólitíska
ana trufla
kennslu
slag,“ bætti Gunnsteinn við.
„I Hallgrímskirkju setti sóknar-
nefndarformaðurinn upp 30.000
króna gjald ef hleypa ætti bömunum
þangað inn, en skólunum í borginni
er svo naumt skammtað að engir
peningar eru til fyrir svona lagað.
Þá var ákveðið að hverfa aftur til
leikfimisalar Vörðuskóla. Þegar
hljómsveitin kom á staðinn lágu fyr-
ir skilaboð frá skólameistara Iðnskól-
ans að engir tónleikar yrðu haldnir
í skólanum, hvorki í leikfímisalnum
né annars staðar — jafnvel þótt þetta
sé íþróttasalur bamanna í Austur-
bæjarskóla og að samkomur og
skemmtanir hafí verið haldnar þar
árum saman án nokkurra athuga-
semda Iðnskólans. Börnin urðu því
af tónleikunum.
Það er kaldhæðnislegt að á sama
tíma og Sinfóníuhljómsveit íslands
hlýtur frábæra dóma erlendis fyrir
leik sinn, skuli henni vera úthýst í eig-
in landi,“ sagði Gunnsteinn að lokum.
Mikil vonbrigði
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
okkur,“ segir Alfreð Eyjólfsson,
skólastjóri Austurbæjarskóla. „Við
höfum haft íþróttasal Vörðuskóla til
afnota á fímmtudögum og höfum
nýtt hann eins og okkur hentar í 30
ár. Þar hefur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikið í þaú tvö skipti sem hún
hefur komið til okkar. Það er alveg
út í hött að tónleikar í íþróttahúsinu
hefðu truflað kennslu í Iðnskólanum,
því hann er í sérhúsi.
Vonbrigði mín með sóknamefnd-
arformann Hallgrímskirkju eru ekki
minni. Við í Austurbæjarskóla höfum
haft mikil og góð samskipti við prest-
ana þar. Við förum í kirkjuna síðasta
kennsludag fyrir jól og __________
bjóðum foreldrum með.
Auk þess höfum við hald-
ið þar athafnir þegar nem-
endur skólans hafa látist.
Flestir nemendurnir okk- “
ar eru sóknarböm þessarar
og ég verð að
þessi
góðu samvinnu sem
Hallgríms-
kirkja krafðist
30.000 kr.
kirkju
segja eins og er að
atburður varpar skugga á þá
við höfum átt
við presta og sóknamefnd fram að
þessu. Ég hef rætt við sóknarprest-
ana út af þessu máli og veit að þeir
eru miður sín en treysta sér ekki til
að reyna að fá sóknarnefndarfor-
manninn ofan af ákvörðun sinni.
Hann heldur líklega að búið sé að
breyta boðum Krists í: Leyfið börn-
unum að koma til mín gegn gjaldi,
sagði Alfreð og bætti við: „Kennarjir
Austurbæjarskóla eru miður sjn
vegna þessa máls og krakkarnir eru
mjög vonsviknir.“
Tel mig ekki hafa stoppað neitt
Ingvar Ásmundsson, skólameistari
Iðnskólans, sagðist ekki hafa fengið
neinar formlegar né óformlegar ósk-
ir um tónleikahald í leikfimisal
Vörðuskóla. „Húsvörður skólans
hafði engin fyrirmæli um tónleika-
hald þar í morgun og því varð ekk-
ert úr tónleikum. Ég tjáði honum að
ég mundi ekki hafa leyft tónleikana.
Mér hafði ekki verið kunnugt um
hvenær þessir tónleikar ættu að vera.
Þegar aðstoðarskólastjóri Austur-
bæjarskóla talaði við mig,
sagði ég honum að ég sæí
enga möguleika á tónleika-
haldi þar á kennslutíma.
Það hefði truflað kennslu
hjá okkur.“ Spurningunni
honum hefði ekki verið
tímasetningu tón-
um hvort
fullkunnugt um .............
leikanna, þar sem hljómsveitarstjór-
mn hafði falast eftir anddýri Vörðu-
skóla, svaraði Ingvar: „Það má vel
vera að hann hafí nefnt það en það
kom hvort eð er ekki til mála á
kennslutíma." Hann kvaðst ekki vita
til þess að tónleikar hefðu verið
haldnir í íþróttahúsinu á kennslutíma
og bætti við: „Ég tel mig ekki hafa
stoppað neitt.“