Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 13
AKUREYRI
Nýjar bækur
Skýr sýn yfir lífs-
stríð í Eyjafirði
SAGA sýslunefndar
Eyjafjarðarsýslu 1874
—1989 eftir Hjört E.
Þórarinson á Tjörn í
Svarfaðardal er komin
út. Um tvö bindi er að
ræða, samtals 1.083
blaðsíður, og eru
myndir í bókinni lið-
lega 500 talsins. Verk-
inu er skipt í fimm
hluta, í fyrstu þremur
hlutum bókarinnar er
margvíslegt almennt
efni, fjórði hluti fjallar
um samgöngumál, sá
fimmti um kvenna-
skólahald sýslunefndar
og í lokin er sýslu-
nefndarmannatal, taldir fram allir
menn sem setið hafa aðalfund
sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, en
þeir eru 131 að tölu, rakið stutt
æviágrip og birt mynd.
Lífsstríð í Eyjafirði
„Ég ætlast til að lestur þessarar
skrár opni mönnum nokkuð skýra
sýn yfir lífsstríðið í Eyjafirði og þó
öðru fremur sveitabyggðinni vegna
þess hve sýslufélaginu hélst illa á
sjávarþorpum sínum þegar stundir
liðu fram,“ sagði höfundur þegar
hann kynnti bókina. „Kaupstaðimir
Qórir á gamla sýslusvæðinu, Akur-
eyri, Siglufjörður, Ólafsíjörður og
Dalvík, hafa allir fengið sína sögu
skráða, sumir oftar en einu sinni.
Þessi samantekt má gjaman skoðast
sem tilraun til að rétta þann hlut.“
Sýslufélög voru
stofnuð með konungs-
tilskipun árið 1872.
Fyrsti sýslunefndar-
fundur í Eyjafirði var
í janúar 1875. Sýslu-
nefndir lifðu í rúma
öld, en þá fór að hrikta
í kerfinu, í nýjum lög-
um frá 1986 voru
nefndirnar lagðar nið-
ur en leið opnuð fyrir
sveitarfélög að stofna
sameininlegar héraðs-
nefndir. Síðasti fundur
sýslunefndar Eyja-
fjarðarsýslu var 19.
apríl 1989 og kom þá
fram tillaga um að rita
sögu nefndarinnar og skyldi í því
skyni varið fjármunum sem sýslan
átti í sjóði við lokauppgjör. Hjörtur
tók verkefnið að sér eftir hæfilegt
hik að eigin sögn og hefur unnið
við það í hálfu starfi síðustu miss-
eri.
Bókin er gefin út í 1.500 eintök-
um og kostar 8.000 krónur. Ung-
mennasamband Eyjafjarðar sér um
sölu og dreifingu og mun íbúum á
sýslunefndarsvæðinu gefast kostur
á að kaupa bókina á næstunni en
bæklingi verður dreift í hús. Þröstur
Haraldsson sá um hönnun, umbrot
og umsjón með prentun, Dagprent
sá um prentvinnslu og Ako:
plast/Pob um prentun og band. í
ritnefnd voru Birgir Þórðarson, Ei-
ríkur Björnsson, Ingimar Brynjólfs-
son og Stefán Halldórsson.
Hjörtur E.
Þórarinsson
Morgunblaðið/Rúnar Þór
VIGNIR Þormóðsson eigandi Café Karólínu á Leikhúsloftinu
sem hann hefur opnað á efri hæð kaffihússins.
Afslappað andrúmsloft
á Leikhúsloftinu
„LEIKHÚSLOFTIÐ" á efri hæð
kaffihússins Café Karólínu í
Grófargili hefur verið opnað eft-
ir gagngerar endurbætur. Leik-
húsloftið mun breyta um svip í
tengslum við frumsýningar Iijá
Leikfélagi Akureyrar hverju
sinni og verður að sögn Vignis
Þormóðssonar eiganda Karólínu
reynt að skapa skemmtilegt and-
ríimsloft fyrir leikhúsgesti sem
vilja eiga stund saman fyrir eða
eftir leiksýningu. „Þetta hefur
vantað hér, afslappaðan stað þar
sem hægt er að ræða saman eft-
ir leikhúsferð og njóta veitinga,"
sagði Vignir, en til að auka
stemmninguna bera veitingar
nöfn sem minna á sitthvað úr því
leikverki sem er á fjölum LA
hverju sinni. „Við ætlum að vera
á rólegu nótunum hér, enginn
ærandi hávaði þannig að fólki
gefst næði til að skiptast á skoð-
unum til dæmis eftir leikhús-
ferð.“
Sýningar
Andblær liðins tíma líður nú
um Leikhúsloftið, þar hanga
uppi myndir úr sýningum LA
fráárunum 1922-1942 og
þekkja má þar marga fyrri tíðar
góðborgara ef grannt er skoðað
bak við skegg og annað dular-
gervi.
Sigurður Árni Sigurðsson
myndlistarmaður hefur málað
myndverk á veggi Leikhúss-
loftsins en hann sýndi verk sín
í Listasafninu á Akureyri fyrir
skemmstu. Húsgögn hafa verið
fengin frá antikversluninni Hjá
ömmu á Akureyri en Hallgrím-
ur Ingólfsson innanhússarkitekt
hannaði Leikhúsloftið.
Leikhúsloftið á Karólínu
verður opið mánudag til
fimmtudaga frá kl. 10 til 01 en
föstudaga frá 10 til 03, laugar-
dag og sunnudag frá kl. 14 til
03.
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjum - Eyjamenn
fylltu Landakirkju síðastliðið
sunnudagskvöld er þar var
haldin poppmessa. Poppmessa
þessi var sú fimmta sem haldin
hefur verið í kirkjunni og hefur
ávallt verið fullsetin kirkjan,
enda segir Bjarni Karlsson
sóknarprestur að þetta messu-
form virðist falla fólki vel og
greinilegt sé að kynslóðabilið
sé þar brúað.
Bjarni sagði að poppmess-
urnar hefðu verið tilraun sem
greinilega hefði heppnast.
Hann sagði að þær væru viðbót
við almennar hefðbundnar
guðsþjónustur í kirkjunni og
Sjálfvirk
veðurstöð við
Reykjanes-
braut
Vogum - Vegagerð ríkisins hefur
sett upp sjálfvirka veðurstöð við
Reykjanesbraut nálægt Hafnhól á
Strandarheiði. Stöðin sendir upp-
lýsingar sjálfvirkt í textavarpi í
sjónvarpi, þar sem verður hægt
að fylgjast með veðurfari og um-
ferð um brautina.
Að sögn Hjörleif Ólafssonar hjá
þjónustudeild vegagerðarinnar
gefur veðurstöðin upplýsingar um
vind og vindstefnu, raka í lofti og
hitastig í lofti og einnig í vegar-
yfirborði. Þá reiknar stöðin út
daggarmark sem getur sagt til um
hálku á veginum. Að auki gefur
stöðin upplýsingar um umferð um
brautina.
Vegagerðin hefur sett upp
nokkrar veðurstöðvar einkum á
fjalllendi en einnig á láglendi eins
og við Reykjanesbrautina.
Veðurstöðin kostar um eina og
hálfa milljón króna.
f
I
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Fjölmenni í
poppmessu
greinilegt væri að Eyjamönnum
líkaði þessi nýbreytni vel. í
poppmessunni eru allir fastir
messuliðir en tónlistin er með
öðrum takti en fólk er vant í
messum.
Hljómsveitin Prelátar sá um
tónlistarflutning en auk þess
fluttu Hermann Ingi og Helga
Jónsdóttir og Arnór Hermanns-
son nokkur lög. Prófastur Kjal-
arnesprófastsdæmis, séra
Bragi Friðriksson, var í popp-
messunni í Eyjum og flutti hann
blessunarorð.
Séra Bjarni sagði að með
poppmessunni væri ekki verið
að víkja frá kirkjulegum hefðum
heldur virtist þetta form höfða
til fleiri og ánægjulegast fyndist
honum að sjá hversu vel þetta
virtist höfða til allra aldurshópa.
I messunni hefði verið fólk frá
unglingsaldri til öldunganna á
dvalarheimili aldraðra, Hraun-
búðum. Hann sagði áformað að
halda poppmessunum áfram og
ráðgert væri að þær yrðu einu
sinni í mánuði í vetur.
GWENDOLYN Kemp frá Hátíðarskreytingum, Anna Ingólfsdótt-
ir frá Randalín og Þórdís Bergsdóttir frá Ullarvinnslu frú Láru.
Samstarf í smáiðn-
aði á Austurlandi
Egilsstöðum - Fyrirtækin Randal-
ín handverkshús, Egilsstöðum,
Ullarvinnsla frú Láru, Seyðisfirði,
Hátíðarskreytingar, Fáskrúðsfirði,
og Kvennasmiðjan, Djúpavogi,
hafa undanfarnar vikur ferðast
um Austurland og kynnt fram-
leiðsluna. Allt eru þetta smáiðnað-
arfyrirtæki sem eiga það sameig-
inlegt að konur sjá um reksturinn.
Sérhannaðar peysur og
náttúruvæn framleiðsla
Ullarv'innsla frú Láru keypti
vélar fyrr á þessu ári til þess að
vinna ull. Ullin er að öllu leyti
unnin hjá þar og er hún alveg
óblönduð, þ.e. hrein íslensk ull.
Bandið er í náttúrulitum og hefur
fyrirtækið látið hanna peysuupp-
skriftir fyrir bandið. Uppskriftirn-
ar koma fljótlega á markað. Rand-
alín handverkshús hefur verið að
þróa áfram möppur og bækur úr
handmáluðum, endurunnum papp-
ír. Ennfremur kynnir Randalín
náttúruvæna heimilislínu, þ.e.
rúmföt, ábreiður, náttföt o.fl.
Tertuskraut og tröllskessur
Fyrirtækið Hátíðarskreytingar
á Fáskrúðsfirði er rekið af konu
frá Nýja Sjálandi, Gwendolyn
Kemp, og hefur verið starfrækt í
um 2 ár. Fyrirtækið setur saman
og pakkar inn tertuskrauti sem
nota má við öll veislu- og hátíðar-
tækifæri. Hátíðarskreytingar hef-
ur unnið sér góðan markað á ís-
landi og selur nú framleiðsluna
mjög víða um land. Kverinasmiðj-
an, sem er á Djúpavogi, var stofn-
að utan um þá hugmynd að fram-
leiða þjóðsagnapersónu; Trölls-
kessuna Beru. Bera er búin til
úr ull.og hefur hún krakka sína
tvo hangandi hvorn á sínu bijóst-
inu.