Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 19
ERLEIMT
Br itain-N or den
Repúblikanar undirbúa valdatöku í Washington um næstu áramót
Herinn hans
Gingrich
Boston. Morgunblaðid.
EINN ÞEIRRA vill „endurreisa
skaparann í miðpunkti bandarísks
stjórnskipulags", annar sagði að
hygðist Bandaríkjaforseti heim-
sækja herstöð í kjördæmi sínu væri
„eins gott fyrir hann að hafa með
sér lífvörð" og sá þriðji kvað eigin-
konu forsetans „um margt líka Karli
Marx“. Þetta eru framverðir hins
nýja meirihluta repúblikana Jl
Bandaríkjaþingi.
Dagblaðið The Boston Globe nefn-
ir þá „herinn hans Gingrieh". Þeir
komast ekki til valda fyrr en um
áramót, en þeir eru nú þegar komn-
ir á bragðið.
Því hefur löngum verið haldið
fram að demókratar og repúblikanar
eigi fleira sameiginlegt, en skilji þá
að. Helstu ráðamenn úr röðum repú-
blikana á næsta kjörtímabili virðast
hins vegar ætla að bera litla virðingu
fyrir sínum pólitísku andstæðingum.
Herskár leiðtogi
Newt Gingrich, væntanlegur for-
seti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,
er þar fremstur meðal jafninga:
„Móðirin, sem drap börnin tvö í
Suður-Karólínu, minnir hvern
Bandaríkjamann óþyrmilega á það
hve sjúkt þjóðfélagið er orðið og
hversu nauðsynlegt er að við breyt-
um hlutunum," sagði Gingrich helg-
ina fyrir kosningar. „Eina leiðin til
að knýja fram breytingar er að kjósa
repúblikana.“
Stefna demókrata var sem sé far-
in að knýja mæður til
að myrða börnin sín.
Eftir kosningar sagði
hann að „Hvíta húsið
væri fullt af vinstri sinn-
uðu yfirstéttarfólki", en
tilraun þeirra til að inn-
leiða svokalla „and-
menningu" hefði mis-
tekist.
Nú er komið að
Gingrich að leiðrétta
hlutina. „í sýn minni af
Bandaríkjunum verður
trúin á Skaparann á
nýja leik kjarni skil-
greiningarinnar á því
að vera Bandaríkjamað-
ur,“ sagði hann í ávarpi
í Heritage-stofnuninni nokkru fyrir
kosningar. Nú segir hann að það
væri „mjög, mjög heimskulegt" að
standa í vegi fyrir sér.
Gingrich vill skera niður velferð-
arkerfið, innleiða bænahald í skólum
og setja skorður á þingsetu svo eitt-
hvað sé nefnt. Hann sagðist vera
„fús til samstarfs“ með
Bandaríkjaforseta en
„ekki til málamiðíun-
ar“, hvernig sem það
gengur upp.
Gingrich hneigðist
snemma til stjórnmála.
Faðir hans var hermað-
ur og Gingrich ólst upp
á herstöðvum í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Eitt sinn horfði hann
yfir vígvellina í Verdun
ásamt föður sínum og
gerði sér þá grein fyrir
að hann vildi fremur
taka ákvarðanir, en
verða fyrir barðinu á
þeim og stefnan var
tekin á stjórnmálin. Hann kveðst
hafa skrifað 200 síðna ritgerð um
jafnvægislistir stórvelda í gagn-
fræðiskóla í Stuttgart í Þýskalandi.
í háskóla lagði hann stund á sagn-
fræði og sérhæfði sig í Evrópusögu.
Doktorsritgerð hans fjallaði um
stefnu Belga í menntamálum Kongó.
Hann beið lægri hlut í fyrstu tvö
skiptin, sem hann bauð sig fram til
þings, en árið 1978 bauð hann sig
fram í þriðja skipti og varð þá þing-
maður fyrir Georgíu. Hann fór af
stað með látum, hélt langar ræður
gegn velferðarkerfinu og átti stóran
þátt í að steypa einum leiðtoga
demókrata, Jim Wright, af stalli.
Listinn yfir afrek Gingrich í laga-
setningu er hins vegar stuttur.
Þjálfar nýliðana
Gingrich hefur um nokkurt skeið
verið að búa sig undir stóru stund-
ina. Stuðningsnefnd á hans vegum,
GOPAC, hefur verið notuð til að
snúa öðrum repúblikönum á hans
band. Nefndin hefur sýnt kennslu-
myndbönd til tæplega tíu þúsund
frambjóðenda. Þar er sýnt hvernig
á að jafna andstæðinginn við jörðu.
Gingrich þjálfaði að minnsta kosti
33 af 74 nýliðum á þingi.
Gingrich hefur einnig gert 20
klukkustunda fyrirlestramyndbönd
þar sem hann skýrir grundvallarlög-
mál hugmyndafræði sinnar.
Gingrich tókst með harðfylgi að
komast í stöðu agameistara eða
„svipu“ minnihluta repúblikana í öld-
ungadeildinni. Naut hann stuðnings
margra, sem voru andvígir skoðun-
um hans, en töldu nauðsynlegt að
fá mann, sem ekki gæfí eftir, í þetta
vanþakkláta starf. Og nú verður leið-
togi minnihlutans leiðtogi meirihlut-
ans og jafnframt næst valdamesti
repúblikaninn í Washington.
Newt Gingrich
Konur og
böm tróð-
ust undir
OPINBER rannsókn hefur ver-
ið skipuð á því hvers vegna 112
manns, aðallega konur og börn,
biðu bana í borginni Nagpur í
Maharashtra-ríki á Indlandi í
fyrradag. Hermt er að um
50.000 manns af Gowari-Gond
ættflokknum hafi safnast sam-
an við þinghúsið í borginni og
krafist aðgerða gegn atvinnu-
leysi. Hafi lögregla reynt að
bijóta mótmælin aftur og hafi
þeir sem biðu bana troðist und-
an er mannfjöldinn hörfaði
undan lögreglunni. Á myndinni
leitar harmi slegin kona að
ættingjum sínum fyrir utan
þinghúsið.
48 vináttu-
samtök í
Bretlandi
PETER Nettleton, formaður Brita-
in-Norden Society í Hull, vináttu-
samtaka Bretlands og Norður-
landa, var staddur hér á landi fyr-
ir skömmu.
Áhugi Nettlet-
ons á Norðurlönd-
unum vaknaði í
síðari heimsstytj-
öldinni en þá var
hann flugmaður í
breska flughern-
um, RAF. Vegna
mistaka var hann
settur í hóp með
norskum flug- Pcter
mönnum, sem flú- Nettieton
ið höfðu heimaland sitt, og eignað-
ist hann þar marga góða vini.
Hefur hann starfað ötullega að því
að efla tengsl milli Breta og Norð-
urlandabúa síðan.
Nettleton segir töluverðan
áhuga á Norðurlöndunum í Bret-
landi og séu um 48 vináttusamtök
starfandi þar. Hann segir þau eiga
ágætt samstarf við félagið Anglia
á íslandi.
Nettleton hefur verið formaður
Britain-Norden Society Hull und-
anfarin sjö ár. Hann segir þau eiga
mikið og gott samstarf við lútersku
sjómannakirkjuna í Hull en þangað
komi sjómenn frá mörgum ríkjum.
Á þessu ári sagði hann hápunkt
starfsins hafa verið tónleika
Hamrahlíðarkórsins í marsmánuði.
Ákærtí
Whitewater
Los Angeles. Reuter.
BÚIST er við, að Kenneth Starr,
sérstakur rannsóknadómari í
Whitewater-fjármálahneykslinu
svokallaða, muni krefjast. ákæru
yfir suraum helstu lykilmönnunum
í þvi.
Málið tengist Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, og ijárfestingum
hans þegar hann var ríkisstjóri í
Arkansas.
Dagblaðið The Los Angeles Tim-
'es skýrði frá þessu í gær en ekkert
bendir til, að Clinton sjálfur eða
Hillary, eiginkona hans, verði
ákærð.
GATT
ESB lýsir
áhyggjum
sínum
Brussel. Reuter.
TALSMAÐUR Evrópusam-
bandsins fagnaði í gær líklegu
samkomulagi Bills Clintons,
forseta Bandaríkjanna, og
Roberts Doles, þingleiðtoga
repúblikana, um framgang
GATT-samningana. Hann
lýsti hins vegar áhyggjum af
því, að það ýtti undir kröfuna
um rétt til einhliða aðgerða.
Clinton hefur fallist á þá
kröfu Doles, að nefnd banda-
rískra dómara fari yfir ákvarð-
anir Heimsviðskiptastofnunar-
innar, WTO, sem á að taka
við af GATT um næstu ára-
mót. Komist nefndin að þeirri
niðurstöðu, að WTO hafi þrisv-
ar sinnum í röð á fimm árum
úrskurðað gegn bandarískum
hagsmunum, verði Banda-
ríkjaþing að ákveða að nýju
aðildina að WTO.
Tveir flokkar gætu hindrað samþykkt aðildarsamnings á norska þinginu
Utilokar ekki stjórnar-
skrárbreytíngu og kosningar
Ósló. Morifunblaclið.
GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, segist ekki útiloka að gripið verði til þess að
breyta stjórnarskránni þannig að hægt verði að
efna til nýrra kosninga, hindri Miðflokkurinn og
Sósíalíski vinstriflokkurinn samþykkt aðildar-
samningsins við Evrópusambandið í Stórþinginu.
Margir þingmenn í báðum flokkum hyggjast greiða
atkvæði á móti samningnum, jafnvel þótt hann
verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á
mánudag með litlum mun.
Atkvæði þriggja fjórðu hluta stórþingsmanna
þarf til að samþykkja ESB-aðild. SV og Miðflokk-
urinn ráða nógu mörgum atkvæðum til að hindra
samþykkt aðildarsamningsins. Norska stjórnar-
skráin gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að leysa
upp þingið og boða til kosninga á miðju kjörtíma-
bili. Hins vegar liggur fyrir tillaga frá fjórum þing-
mönnum Hægriflokksins um að breyta stjórnar-
skránni þannig að boða megi til kosninga með
stuttum fyrirvara. Slík tillaga þarf ekki samþykki
nema tveggja þriðju hluta þingmanna og Miðflokk-
urinn og'SV gætu ekki hindrað framgang hennar.
Evrópusinnar vona að nýtt þing gæti orðið já-
kvæðara en það, sem nú situr. Gro Harlem Brundt-
land sagði í samtali við Aftenposten aðspurð hvort
gripið yrði til þessa ráðs ef minnihlutinn hygðist
hindra ESB-aðild, að hún hefði fram til þessa
verið andvíg stjórnarskrárbreytingum. „Ég er enn
sömu skoðunar, en ég er þó opnari nú en áður
fyrir að þetta geti gerzt. En ég er í vafa,“ sagði
forsætisráðherrann.
Selja margvísleg skilyrði
Allt veltur þetta þó auðvitað á því hvernig fer
í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ljóst er að mjótt verð-
ur á munum, á hvorn veginn sem fer. Sex af þing-
mönnum Miðflokksins hafa sagt að þeir muni
greiða atkvæði á móti, hvernig sem fari í atkvæða-
greiðslunni. Sextán aðrir eru með ýmsar túlkanir.
Sumir segjast munu greiða atkvæði með samn-
.ingnum ef þeir verða sáttir við „landfræðilega
dreifingu atkvæðanna", aðrir ef meirihlutinn verð-
ur stærri en 52% o.s.frv. Fjórir miðflokksmenn
ætla að greiða atkvæði eins og meirihlutinn í þeirra
eigin kjördæmi og sex ætla ekki að segja já nema
tveir þriðju hlutar þjóðarinnar hafí samþykkt aðild.
SV lýsti því yfir fyrir seinustu þingkosningar
að flokkurinn myndi greiða atkvæði með ESB-
aðild, ef meirihluti þjóðarinnar og meirihluti kjós-
enda í a.m.k. tíu fylkjum af nítján styddi aðildar-
samninginn. Miðað við stöðuna í skoðanakönnun-
um þýðir þetta að flokkurinn muni greiða at-
kvæði á móti aðild, jafnvel þótt naumur meiri-
hluti kjósenda samþykki hana. Stuðningsmenn
aðildar eiga litia möguleika á meirihluta nema í
fímm fjölmennustu fylkjunum; Ósló og nágranna-
fylkjum hennar.
Óheiðarlegt að breyta
leikreglunum
Paul Chaffey, talsmaður SV í utanríkismálum,
sagði við Morgunblaðið í gær að þessi afstaða
gæti hvorki talizt ólýðræðisleg né andstæð stjórn-
arskránni. í mörgum löndum væru atkvæði vegin
eftir búsetu og dreifðar byggðir réðu meiru en
þéttbýlið. Slíkt teldi hann eðlilegt.
Aðspurður um viðbrögð við hugsanlegri stjórn-
arskrárbreytingu, sagði Chaffey: „Það værí mjög
óheiðarlegt að breyta leikreglunum í miðju kafi.“