Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Myndband
um Reykja-
vík verð-
launað
MYNDBAND Ráðstefnuskrif-
stofu Islands „Out of this
world“ lenti í 2.-3. sæti í sam-
keppni Evrópusambands ráð-
stefnuborga um besta kynning-
armyndband áfangastaða fyrir
fundi og ráðstefnur.
Hlaut myndbandið sérstök
heiðursverðlaun á aðalfundi
sambandsins, nýverið, ásamt
myndbandi frá Granada. Aðal-
verðlaunin „Golden ECU Aw-
ard“, voru veitt fyrir myndband
um Helsinki.
Framleiðandi íslenska mynd-
bandsins var Ide Film og Helgi
Felixson. Á fundi Evrópusam-
bands ráðstefnuborga, í Hels-
inki, gerðist Reykjavíkurborg
aðili að samtökunum. Þau telja
nú um 90 borgir frá yfir 30
löndum.
Reykjavíkurborg gagnrýnir nágrannasveitarfélögin fyrir mismunun í útboðum
Fyrirtæki í Reykjavík bera
skarðan bliit frá borði
STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar
hefur ítrekað við nágrannasveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu að þau standi við samkomulag frá
því í október í fyrra um að líta á svæðið sem einn
opinn markað. Á fundi sínum á mánudag ákvað
stjórnin að hefja á ný viðskipti við fyrirtæki í
Kópavogi en þeim hafði verið frestað tímabundið
hjá stofnuninni í mótmælaskyni við þá tilhneigingu
bæjaryfirvalda þar að beina viðskiptum sínum til
fyrirtækja í bænum.
Stjóm Innkaupastofnunar fékk ábendingu fyrr
þessu ári þess efnis að Kópavogsbær hefði einung-
is boðið fyrirtækjum í bænum að taka þátt í lok-
uðu útboði á framkvæmdum við fimmta áfanga
Hjallaskóla. Hér var um nokkuð stórt verk að
ræða þar sem kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 80
milljónir króna. í kjölfar þessa máls óskaði borgar-
stjóri eftir því á fundi með bæjarstjórum á höfuð-
borgarsvæðinu að sveitarfélögin legðu fram gögn
um hvernig staðið hefði verið að útboðsmálum frá
því í október á sl. ári. Meðan beðið var eftir þess-
um upplýsingum ákvað stjórn Innkaupastofnunar
að stöðva öll viðskipti við fyrirtæki í Kópavogi.
Þannig hefur um skeið hvorki verið samið við
verktaka úr Kópavogi né keyptar inn vörur frá
fyrirtækjum í bænum.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjómarfor-
manns Innkaupastofnunar Reykjavíkur, hafa gögn
um útboðsmál í Kópavogi nú borist til stofnunar-
innar og voru til umræðu á stjórnarfundi á mánu-
dag. Var þar ítrekað að sveitarfélögin yrðu að
standa við samkomulag sitt. Samþykkt var að
hefja á ný viðskipti við fyrirtæki í Kópavogi í
trausti þess að ekki yrði um frekari brot að ræða
á samkomulaginu.
I skýrslu um útboð Reykjavíkurborgar á tímabil-
inu 5. októbér 1993 til 11. nóvember 1994 kemur
fram að utanbæjarfýrirtæki eru með hátt í helm-
ing af verkefnum í opnum útboðum á vegum borg-
arinnar. Þannig hafa aðilar í Kópavogi, Mös-
fellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar fengið
verk á vegum Reykjavíkurborgar fyrir 636 milljón-
ir af 1.321 milljóna framkvæmdum. Þar að auki
hafa utanbæjaraðilar fengið 338 milljóna verk
gegnum lokuð útboð af 613 milljóna framkvæmd-
um.
„Reykjavík er opin markaður“
Hins vegar kemur í ljós að fyrirtæki í Reykja-
vík fengu einungis verk fyrir 20 milljónir af 56
milljóna framkvæmdum í Garðabæ á áðurnefndu
tímabili. Þá fengu Reykjavíkurfyrirtæki einungis
verk að fjárhæð 22 milljónir af 232 milljóna fram-
kvæmdum hjá Hafnarfjarðarbæ og tæplega 36
milljónir í sinn hlut af 420 milljóna framkvæmdum
Kópavogs. Samtals er hlutur fyrirtækja í Reykja-
vík um 11% af framkvæmdum nágrannajveitarfé-
laganna.
„Þetta sýnir það að Reykjavík er opinn markað-
ur þar sem allir fá að athafna sig en aftur á móti
er mjög rík tilhneiging hjá nágrannasveitarfélög-
unum til að beina viðskiptum til fyrirtækja innan
þeirra," sagði Alfreð.
Opið mánudtil fimmtud. kl. 12 -18.30, föstud. kl. 12 -19 og laugard. kl. 10 -16.
Odýrara en í Englandi!
Spariskór stelpu Einnig.
kr. 1.250 köílóttar skyrtur
stráka kr. 1.390 M'íj'XIrkf * ?.9?
^„ _ _ Bómuilarhettubolir
Stærðir; 21 -30 svartir gráir kr 1990
Barnaúlpur kr. 1.995
Staerðir 116-176.
ÞOltPII)
-i
Vönduð
Jakkaföt frá
kr. 9.900
Skyrta + bindi
kr. 1.290
Ath!
Takmarkað
Stjórnvöld greiða fyrir Rússlandsviðskiptum
Samstarf lána-
stofnana í
imdirbimiiigi
IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneytið
hefur nú í undirbúningi að koma á
föstu samstarfí þeirra íslensku lána-
stofnana sem hafa heim-
ild til eða beinlínis lög-
bundið hlutverk að
greiða fyrir ijárfesting-
um íslenskra fyrirtækja
utan íslands. Þetta kom
fram á morgunverðar-
fundi Verslunarráðs ís-
lands í gær þar sem fjall-
að var um viðskipti ís-
lands og Rússlands.
Á fundinum var greint
frá því því að hjá Evrópu-
bankanum er nú verið
að vinna að stofnun
áhættufjármagnssjóðs m.a. á Bar-
entssvæðinu og fyrir Norðaustur-
Rússland. Með því munu opnast
nýir fjármagnsmöguleikar fyrir
smærri fyrirtæki, þ.e. af þeirri stærð
sem líklegt er að íslensk fyrirtæki
vildu a.m.k. í upphafi verða aðilar
að. Sjóðirnir leggja hlutafé aðallega
í samstarfsverkefni með rússneskri
þátttöku.
Viðskiptafulltrúi
í Mosku ráðinn
Kom fram að ráðuneytið mun beita
sér fyrir sérstakri kynningu á þessum
sjóðum um leið og þeir taka til starfa
á næstu mánuðum. Starfsmönnum
Evrópubankans sem fjalla um málið
verður boðið að taka þátt í þeirri
kynningu auk þess sem viðræður
verða teknar upp um hvernig fella
megi íslenskar aðgerðir að starfsemi
þéssa sjóðs.
í máli Sighvats Björgvinssonar,
iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, kom fram að nú
hefur endanlega verið
ákveðið að höfðu samráði
við utanríkisráðherra að
ganga til samninga við
Utflutningsráð Islands
um ráðningu viðskipta-
fulltrúa til Moskvu frá
og rereð næstu áramótum.
Hefur tekist samkomulag
um að kostnaður skiptist
til helminga milli ráðu-
neytisins og Útflutnings-
ráðs.
Þá kom fram að iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið hefur m.a. í sam-
vinnu við Hafnarsamband sveitarfé-
laga látið taka saman rit á rússnesku
og ensku um helstu reglur sem gilda
um viðskipti með fisk, sóttvamar-
og heilbrigðisreglur og almonnt þá
þjónustu sem í boði er í íslenskum
höfnum. Bæklingurinn hefur verið
prentaður í 3.500 eintökum og verið
er að undirbúa umfangsmikla dreif-
ingu í samráði við ýmsa aðila.
I þeim tilgangi að auðvelda mark-
aðssetningu vöru i Rússlandi hefur
nefnd þeirri sem falið var að gera
tillögur um styrkveitingar vegna
markáðssóknar á EES-svæði lagt til
að hér eftir verði styrkir ekki bundn-
ir við EES-svæðið heldur nái einnig
til annarra markaðssvæða. Þetta er
þó háð því að framhald verði á þeim
styrkveitingum.
Veljum íslenskt!
Handunnar ullar- og gjafavörur í miklu úrvali.
Önnumst ódýrar hraðsendingar um allan heim.
Álafossbúðin við Austurvöll
við hliðina á Hótel Borg,
sími 13404.