Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Guð- finna Guð- brandsdóttir var fædd á Loftsölum í Mýrdal 16. mars 1916. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 13. nóvember síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Elínar Björnsdótt- ur og Guðbrands Þorsteinssonar bónda og vitavarð- ar á Loftsölum. Sig- ríður var næstyngst í röð 15 systkina. Hin voru: Sigurveig, f. 1898, d. 1988; Marta, f. 1900; Guð- björg, f. 1902, d. 1992; Vilborg, f. 1903, d. 1979; Þorsteinn, f. 1904, d. 1987; Fanney, f. 1905, d. 1990; Daníel, f. 1906, d. 1964; Sigurlín, f. 1907; Steinunn, f. MIG langar að minnast nokkrum orðum tengdamóður minnar, Sigríð- ar Guðbrandsdóttur eða Sídu eins og hún var jafnan kölluð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa með Sídu í nokkur ár. Það var ánægjulegur tími fyrir okkur öll, ekki síst eldri dóttur mína. Amma Sída var alltaf tilbúin að gefa „bless- uðu baminu" tíma sinn. Fara með henni í sunnudagaskólann eða í Skód- anum niður að Tjöm með brauðaf- ganga vikunnar handa öndunum. Sída var lítillát manneskja. Henni fannst allt sem gert var fyrir hana óþarfi og fannst erfitt að þiggja, en var eilíflega tilbúin að hjálpa öðrum. Sída sem öllum hjálpar, sögðu frænkurnar. ’Hún var félagsvera mikil og alltaf manna kátust á góðra vina fundi. Mér er ljúft að minnast þess þegar hún dvaldi hjá okkur veturlangt fyr- ir fáum ámm. Hugurinn var svo mikill að hann bar hana hálfa leið, þrátt fyrir sjúkdóm sem dró úr henni allan mátt og hún gat vart setið uppi fyrir mæði hugsaði hún um það í fyllstu alvöm hvort hún ætti ekki að skella sér með okkur á þorrablót- ið. Svona var Sída, alltaf til í tusk- ið/ Alltaf að leggja á ráðin hvort hún ætti nú ekki að drífa sig upp í Heið- mörk og sjá hvort væm komin ber eða austur í sveit, heim að Loftsöl- um, þangað sem hún fór svo oft. En það dró úr ferðunum jafnhliða h*í sem sjúkdómurinn sótti fastar að henni og hin síðustu ár fór hún bara í huganum. Nú er hún Sída farin til Guðs, þangað sem hún þráði svo oft að fara undir lokin. Ég minnist hennar með hlýju og þökk fyrir að kenna mér. nægjusemi og þakklæti fyrir heilsuna og lífið. Starfsfólki Vífilsstaðaspítala kunnum við fjölskyldan okkar bestu þakkir fyrir góða og hlýja umönnum. Þar leið henni vel. Guð blessi minningu hennar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn ’og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þórunn Inghildur Einarsdóttir. Sjálfsagt er sama hvað gamall maður verður, í minningunni verða bemskan og æskan ávallt a.m.k. hálf ævin. Eins er um fólkið. Sam- ferðamenn æskunnar marka dýpri spor í heimi minninganna en þeir sem síðar koma við sögu. Sigríði móðursystur mína, sem við nfi kveðjum, hef ég ekki hitt nema einu sinni til tvisvar á ári síðasta aldarfjórðunginn. Engu að síður finnst mér ég nú vera að kveðja einn af mínum nánustu. Er það vegna þess, að fyrstu fjórtán ár ævi minnar bjó hún á heimili foreldra minna í Miðtúni 10, Reykjavík. Frá sjónar- hóli okkar systkinanna var hún því eíh af fjölskyldunni. 1908, d. 1973; Björn, f. 1911, d. 1973; Þórunn, f. 1912, d. 1984; Lára, f. 1914, d. 1984; Anna, f. 1915, d. 1985; Matthildur, f. 1918. Sigríður eign- aðist þrjú böm, Hrafnhildi Stellu, húsfreyju í Miðey í A-Landeyjum, f. 1942, Guðbrand Elling, lækni í Reykjavík, f. 1952, og Elínu, þroska- þjálfa í Reykjavík, f. 1960. Sigríður vann ýmis störf um ævina, en lengst af vann hún hjá Pósti og síma. Sigríður verður kvödd í Foss- vogskirkju í dag og jarðsett frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal á morgun. Sigríður eða Sída eins og hún hefur jafnan verið kölluð af ættingj- unum var á þessum árum ung kona um þrítugt. Hún var fremur hávax- in, með fallegt svart hrokkið hár en fölleitt andlit. Ég held að hún hafi verið glæsileg útlits, en hún gerði ekki mikið til að halda sér til. Hún virtist ekki hafa mikla þörf fyrir að ganga í augun á hinu kyninu. Þó átti hún marga aðdáendur en virtist ekki í leit að vænlegu eiginmanns- efni. Sigríður var vel greind og skemmtileg og vel að sér um marga hluti. Vera hennar á heimilinu hafði því á ýmsan hátt jákvæð og örvandi áhrif á okkur systkinin. Hún var ávallt málsvari þeirra sem minna máttu sín og nutum við börnin góðs af því. Gladdist hún með okkur í velgengni og hvatti í mótlæti, hvort sem var í námi eða leik. Á þeim árum var utanbókar lærdómur ljóða ríkur þáttur í barnaskólanáminu. Reyndi það stundum á þolrifin, þar sem skilningur á tilgangi námsins og túlkun námsefnisins var tak- markaður. Sída var þá gjarnan reiðubúin að stappa í mann stálinu og hlýða yfír eða skýra ljóðin, enda var hún bæði ljóðelsk og söngvin. Menntun hlaut hún ekki aðra en bamaskólanám, en hún hafði áreið- anlega góða námshæfileika og las talsvert því ég minnist þess að hún talaði oft um bókmenntir. Eitt lærði hún þó, sem ekki var algengt um konur á þeim tíma. Hún tók bílpróf og keypti sér bíl, Renault hagamús svo kallaða, sem fluttir voru hingað til lands á ámnum eftir stríð. Að konur ækju bíl var ekki algengt á þessum ámm, en að þær væru jafn- framt bíleigendur á eigin ábyrgð var fátítt og þótti reyndar ýmsum hið mesta óráð. Aksturinn og bifreiða- reksturinn gekk þó ágætlega. Naut fjölskylda mín góðs af, því foreldrar mínir áttu ekki bíl. Um 1950 tók ungur maður að gerast tíður gestur á heimilinu. Hann hét Þorkell Ámason og var augljóslega ástfanginn af Sídu. Eignuðust þau saman dreng árið 1952. Tók þá að þrengja að hvað húsnæði’ varðaði og fluttu þau frá okkur í rýmri húsakynni, þegar drengurinn var tæplega árs gamall. Þorkell stundaði sjómennsku og fórst hann með togaranum Júlí við Nýfundnaland árið 1959. Síðari hluti ævinnar reyndist Sig- ríði að ýmsu leyti erfiður. Heilsan tók fljótt að bila og síðustu tuttugu árin hefur hún orðið að dvelja meira og minna á sjúkrahúsum. Var hún því sjálfsagt hvíldinni fegin þegar kailið kom. Hún hefur þó ástæðu til að vera sátt við lífið. Hún eignaðist þijú myndarleg börn og skilur nú eftir sig stóran hóp glæsilegra af- komenda. Eflaust hefur það verið henni þungbært að geta ekki, heilsunnar vegna, fylgst meira með og stutt börn sín og barnabörn og miðlað þeim af kostum sínum. Ég er því þakklátur fyrir mína hönd og systkina minna að hafa fengið að njóta samvista við hana þegar hún var í blóma lífsins. Hún auðgaði bernsku okkar. Ingjaldur Bogason. Amma fór sínar eigin leiðir í flestum málum en örlög sín fær engin flúið eða breytt. Hún átti við iangvarandi veikindi að stríða sem hún tókst á við á sinn eigin hátt, einsog annað, á meðan þrek entist til. Amma var mjög einörð og ákveðin, sumir hafa kallað það „Loftsala-þrjóskuna". Það er þó undarlegt að þetta ættarmerki kallist „þrjóska" hjá konum í ætt- inni en „ákveðni" hjá. karlpeningn- um. Ég vil þó heldur kalla þessa „ættarkvöl" festu eða ákveðni. Ég man fyrst eftir ömmu þegar hún var að koma í sveitina á Skód- anum. Það fylgdi þvi alltaf ákveðin stemmning þegar billinn renndi í hlaðið. Amma bar líka með sér ákveðna Reykjavíkurangan, sem mér fannst alltaf vera af fólki sem kom úr menningunni í henni Reykja- vík. Skódinn var stolt hennar ömmu, alltaf snyrtilegur, þveginn og bón- aður. Hún átti ekki bara einn Skoda, heldur endumýjaði hún hann alltaf með reglulegu millibili. Ég held reyndar að amma hafí átt flestar þær Skódategundir sem hingað til lands hafa verið fluttar og hún hlýt- ur að hafa verið ein af fyrstu konun- um á íslandi til að taka bílpróf og aka um á sínum eigin bíl. En þar er ömmu rétt lýst, að fara ótroðnar slóðir. Bíllinn var líka einhvers konar tákn um frelsi fyrir hana. Það var hennar líf og yndi að geta sest upp í bílinn og ekið af stað, í heimsókn til ættingja eða út úr bænum til að skoða náttúruna og umhverfið. Amma elskaði tvo staði á íslandi umfram aðra; Mýrdalinn þar sem hún ólst upp og gamla bæinn í Reykjavík þar sem hún bjó lengst af. Fyrst man ég eftir ömmu á Vita- stíg, þar bjó hún þegar ég fór í mína fyrstu Reykjavíkurferð, sendur með rútunni einhverra erinda. Ég man ennþá lyktina af pulsunum sem hún bar á borð. Mér fannst það vera besti matur sem ég hafði nokkurn tíman smakkað. Lilla frænka fór sið- an með mig á mína fyrstu bíómynd í boði ömmu, að sjá Gög og Gokke. Það var sko ævintýri, enda varð ég sjóveikur undir myndinni. Amma gat ekki hugsað sér að búa annars staðar en í gamla bænum. Hún fékk reyndar úthlutað verka- mannabústað í Stífluseli í Breið- holti. Hún undi sér engan veginn þar, líkaði illa innan um þessa stóru steinkumbalda sem „höfðu enga sál“. Hún flutti því í Efstasund, sem var svona á mörkum hinnar byggi- legu Reykjavíkur. í Efstasundinu varð ég þess að- njótandi að búa hjá ömmu tvo vetur meðan ég stundaði menntaskóla- nám. Það var erfitt að búa með henni. Þar mættust „þrjóskan" hennar og „ákveðnin“ mín. Ekki það að amma væri stjórnsöm, heldur vissi hún bara hvað mér var fyrir bestu, en þrátt fyrir allt kom okkur mjög vel saman. Amma var frjálslynd í skoðunum á margan hátt. Hún var reyndar ópólitísk, sagði alltaf að stjórnmála- menn sætu allir á sama rassinum. Þó að hún styddi ekki rauðsokkur var hún kvenréttindakona og senni- lega með þeim fyrstu. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að ala önn fyrir þrem börnum, einstæð móðir í ríkjandi karlaveldi. Amma reykti pípu lengi vel, fór sínar eigin leiðir þar sem í öðru. Langvarandi veikindi hennar stöfuðu öðru fremur af reykingum. Hún leit sjálf svo á að hún væri öðrum víti til varnaðar. Amma er nú horfin yfir móðuna miklu, en minning hennar lifir áfram í hjörtum þeirra sem til þekktu. Blessuð sé minning hennar. . Bjössi. Elskuleg amma okkar er dáin. Okkur langar til að minnast hennar í örfáum orðum og minningabrotum. Það var alltaf jafn ánægjulegt þegar hún birtist á Skodanum sínum austur í Miðey. Yfirleitt kom hún seinni partinn, enda var það ávallt hennar tími dagsins. Þegar hún hafði heilsað dró hún oft upp rauðan Opal eða ávaxtabijóstsykur úr veskinu sínu og rétti okkur krökkunum við mikinn fögnuð. Á kvöldin eftir fréttir var hún fús að setjast niður og spila vist við heimilisfólkið og dróst spilamennsk- an gjaman fram á nótt. Síðan var haldið áfram daginn eftir til að þeir sem tapað höfðu kvöldið áður gætu fengið uppreisn æru. Amma gladdi einnig þau sem yngri voru með spila- mennsku, því litlar hendur höfðu ánægju af að spila marías á rólegum stundum á daginn. Okkur þótti mjög gaman að fara í bíltúr með ömmu um nærliggjandi sveitir. Minnistæð er ferð með henni þar sem gengið var á Stóru-Dímon. Þegar toppnum var náð og litið nið- ur, greip um sig lofthræðsla hjá þeim yngri. Til að minnka skjálftann í hnjánum, brá amma á það ráð að láta okkur setjast og renna okkur hvert á eftir öðru niður bröttustu kaflana.og fór hún sjálf fyrir röðinni. Sérstakt dálæti og tröllatrú hafði hún á Skoda-bifreiðum, en enginn hinna nýrri árgerða fannst henni þó jafnast á við „belg“-Skodann enda sagði hún að hann hefði sál. „Kemst þótt hægt fari“ var henn- ar lífsmottó, þó undir kraumaði fjör- ugur hugur, gleði og gamansemi sem oft geislaði úr augum hennar. Það var kímni í augunum þegar hún riijaði upp sögu af því þegar hún og Matta tóku sig til og fóru hjól- andi norður í land, í kaupavinnu. Þá var ekki síður gaman að heyra hana segja frá ballferðum þeirra systra, sem famar voru ríðandi eða gangandi, úr Mýrdalnum og vestur undir Eyjafjöll, þar sem dansinn dunaði fram undir morgunn. Hún hafði mikla ánægju af harmonikku- leik og naut þess þegar nágranni okkar, Valdimar heitinn Auðunsson í Grenstanga, kom með nikkuna sína að spila fyrir hana þegar hún var í heimsókn í Miðey og þau rifjuðu upp þá tíð þegar hann var sem unglingur að spila á dansleikjum sem hún sótti. Amma var mikið náttúrubarn og voru ferðalög hennar yndi, eins og hinna systranna, enda voru þær aðal driffjaðrirnar í hinum árlegu fjöl- skylduferðum sem farnar voru um árabil. Dálæti hennar á náttúrunni kom einnig fram í áhuga hennar og umhyggju fyrir dýrum, sérstaklega hestum. Á seinni árum þegar hún var hætt að geta komist í snertingu við náttúruna sökum veikinda sinna, lifnaði hún öll við og augun leiftruðu þegar rætt var við hana hvort heldur sem var um ferð 1 kríu- varp, tamningu baldins fola eða sauðburðinn. Oft sá amma annað og meira en aðrir sáu eða tóku eftir, t.a.m. var hún alltaf hrifnust af brúnum reið- hesti sem bar þó ekki af hinum hvað varðaði fegurð eða hæfileika. Þá var það svipur hestsins sem heillaði hana því að í honum sá hún þann kraft og vilja sem í honum bjó. Amma hvatti alltaf afkomendur sína til að ganga menntaveginn, því sjálf hafði hún ekki haft tækifæri til þess. Umhyggja hennar fyrir þeim sem minna máttu sín var einkennandi fyrir hana og kom það oft fram hjá henni. Sérstaklega bar hún hag Þrá- ins Emanúels frænda okkar fyrir brjósti og vildi alltaf allt fyrir hann gera sem í hennar valdi stóð Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir góðar sam- verustundir. Guð geymi þig. Haraldur, Sigurður, Járngerður og Dalli Sigríður móðursystir okkar, sem var kölluð Sída, var næstyngst 15 systkina frá Loftsölum í Mýrdal þar sem foreldrar þeirra bjuggu í hálfa öld. Af þeim voru tólf systur og þrír bræður. Hún ólst upp á þessum fal- lega stað syðst á landinu þar sem Dyrhólaey blasir við, en þar stendur SIGRÍÐUR GUÐFINNA GUÐBRANDSDÓTTIR vitinn þar sem faðir hennar var vita- vörður í fjörutíu ár. Oft minntist hún þess hversu góða bernsku og æsku þau systkinin áttu í foreldrahúsum. Yngri systurnar á Loftsölum þóttu ærið framúrstefnulegar í klæðaburði og háttum á fjórða áratugnum. Þær fóru sínar eigin leiðir, skeyttu lítt um hefðir og voru að mörgu leyti á undan sinni samtíð. En lífsbaráttan var hörð í þá daga ekki síður en nú og Sída þurfti snemma að fara að heiman til að vinna fyrir sér. Stufid- aði hún þá vinnu sem til féll og var eftirsóttur vinnukraftur enda hörku- dugleg og ósérhlífin. Sída var jafnan sjálfstæð í hugsun og gerðum. Á unga aldri dreymdi hana um að eignast eigin bíl, sem var fjarlægur draumur fyrir verka- konu í þá daga. En henni tókst samt tiltölulega snemma að eignast lítinn Renault. Hún vakti athygli þegar hún kom akandi í sveitina á bflnum sínum, því í þann tíð voru kvenbíl- stjórar ekki algengir þar um slóðir. Síðan veitti hún sér þann munað þrátt fyrir lítil efni að eiga alltaf bíl og þó nokkra Skódana átti hún um dagana. Bíllinn var henni tákn frels- is og sjálfstæðis og gerði henni líka auðveldara að komast í Mýrdalinn, en þangað leitaði hugurinn jafnan. Hún fór austur eins oft og aðstæður leyfðu og dvaldi oft sumarlangt á Loftsölum meðan yngri börnin henn- ar voru lítil, en elsta dóttir hennar ólst þar upp hjá foreldrum hennar og systkinum. Systurnar frá Loftsölum héldu alltaf mikið saman. Um langt árabil höfðu þær sem bjuggu í Reykjavík með sér saumaklúbb og þótti okkur af næstu kynslóð alltaf jafngaman að koma í klúbbana til þeirra og hitta þær. Saumaklúbbamir voru merkileg stofnun, þeir voru ættar- mót þar sem ungir og gamlir hitt- ust. „Frænkurnar" vora stór þáttur af tilveranni, þær voru svo margar, svo vænar og svo skemmtilegar þeg- ar þær komu saman. Um langt skeið voru farnar árlegar ættarferðir og kjarninn í þeim voru auðvitað frænk- urnar og þeirra skyldulið. Sída tók þátt í ferðunum meðan heilsan leyfði og þar naut hún sín vel, enda gat hún verið bráð- skemmtileg. Hún var vel greind, hafði sérstæða kímnigáfu og var oft orðheppin og hnyttin í tilsvöram og svo átti hún það til að vera svolítið stríðin. Hún kunni mikið af kvæðum sem hún fór með ef vel lá á henni pg stundum setti hún saman stöku. Öll tilgerð og smáborgaraháttur voru henni víðs fjarri og hún var trú sjálfri sér alla tíð. Hún var mikið náttúrubarn og oft ók hún ein út fyrir bæinn „í leit að vori“ eins og hún komst að orði, áði þá á einhverj- um fallegum stað og hlustaði eftir vorinu. Þótt Sída væri aldrei auðug á veraldarvísu var hún samt rík. Börn- in hennar þijú eru öll atgervisfólk, svo átti hún ellefu bamabörn og þijú barnabarnaböm. Hún lét sér mjög annt um þau öll og þau reynd- ust henni líka vel og reyndu eftir megni að létta henni langt sjúkdóms- stríð. Þrátt fyrir hraða lífsbaráttu og oft erfiða ævi fannst henni hún hafa mikið að þakka fyrir. Saga Sídu frænku er saga alþýðu- konu sem háði sína baráttu við erfið- leika, fátækt og heilsuleysi. Það var hlutskipti hennar lengst af að vera einstæð móðir sem vann hörðum höndum til að sjá börnum sínum farborða og pft sýndi hún ótrúlega þrautseigju. f mörg ár þjáðist hún af þrálátum lungnasjúkdómi og síð- ustu árin þurfti hún að dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsum. Af systkinahópnum stóra frá Loftsölum eru nú aðeins þijár systur eftir á lífi. Við eigum margar góðar minningar um þau systkinin, en þau vora mörg hver mjög óvenjulegir einstaklingar sem hirtu lítt um ver- aldarvafstur og sýndarmennsku og vora alltaf sjálfum sér samkvæm. Sída var orðin södd lífdaga og hefur nú fengið langþráða hvíld. Hún verður jarðsett í Skeiðflatarkirkju- garði í sveitinni sem henni þótti svo vænt um, en þar hvíla foreldrar hennar og sjö systkini. Með henni er gengin sérstæður og eftirminni- Iegur persónuleiki. Halla og Sigrún Valdimarsdætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.