Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hákarlínn og sardínan Island frammi fyrir Evrópusambandinu FYRRIGREIN HVERNIG er komið lýðræðinu á | Norðurlöndum? Nálægð ráðenda við l lýðinn er ekki sú sem hún er á hinni ! opinberu mynd. Svíar voru píndir inn í ESB sár- nauðugir með sameiginlegum hræðslu- og hryllingsáróðri stóru flokkanna og embættismanna- kerfisins. Norðmenn standa frammi fyrir samskonar herferð en virðast ætla að óhlýðnast yfirboðurum sín- um. Þessi viðskilnaður stjórnenda og þegna verður ekki í neinu aukaatriði heldur í stærstu pólitísku spumingu aldarinnar. Málið snýst líka um EES Hvernig standa mál- *.,in hér heima? Varðandi ESB-aðild hefur ákafi í umsókn minnkað eftir að menn fóru í alvöru að ræða um yfirráðin yfír sjávarútveginum. Davíð Oddsson tók af skarið og virðist vera' að draga flokk sinn yfir á neiíð. Hann á heiður skiiinn fyrir það svo langt sem það nær. En málið snýst ekki bara um ESB jJjeldur líka aðildina að EES. Það er undarlegt að eftir afgreiðslu þingsins á EES-samningnum er eins og rök andstæðinganna hafí horfíð úr umræðunni. Því undarlegra vegna þess, sem nú er t.d. höfuðrök- semd já-manna í Noregi, að framtíð EES sé meir en vafasöm þegar flest EFTA-ríkin eru komin alla leið inn. Því er ljóst, sem oft var spáð, að EES var aidrei hugsað sem annað en stoppistöð inn í Sambandið, til „aðlögunar" fyrir komandi aðildar- ríki. Staðan er sú núna að (JEvrópu- stefna" Davíðs, Halldórs Asgríms- sonar og Ólafs Ragnars er nánast sú sama; að láta okkur líða í róleg- heitum eftir brautum EES og sjá ' ”?vo hvað að höndum ber. Frekari ákvörðun um stöðu Islands gagn- vart ESB má bíða. Grunnfærnin í umræðunni um EES og þessi skort- ur á stefnufestu hjá andstöðunni er blöskranlegur. Endurskipulagning Evrópu á grunni markaðshyggju ESB sem þróunarferli er úr tveim þáttum; myndun sameiginlegs markaðar og svo pólitísk sambands- stofnun. Fyrri þátturinn nær yfir EES. Sá seinni snertir m.a. pólitísk svið eins og landbúnað og sjávarút- veg og til lengri tíma utanríkis- og varnarmál og myndun sambandsrík- is eða heimsveldis. Þreytandi og Keimskulegt er þetta tal um ESB sem samtök til varnar friðnum í Evrópu eða sem sérstaka samkomu lýðræðissinna. Krafan um „innri markað“ kom ekki frá neini friðar- hreyfíngu heldur klúbbi helstu leið- andi kapítalista í V-Evrópu, „Hring- borði evrópskra iðnrekenda" (European Round Table of Ind- ustrialists — stofnaður 1983). Stefnumörkun klúbbsins hefur skil- að sér í öllu þróunarferli ESB, mjög lítið breytt. Stefnan markast af þörf evrópskra auðjöfra fyrir að bæta sig "■ í hinu mikla viðskiptastríði (var ein- hver að tala um frið?) við risana Bandaríkin og Japan og nýja risann í Austur-Asíu í „þriðju iðnbylting- unni“ sem nú fer fram. Stefnan gengur út á endurskipulagningu Evrópu á grundvelli hreinnar mark- aðshyggju. Með því á að nýta mögu- leikana sem liggja í sameiginlegum - og samstæðum markaði þessara ríkja. Innri markaður EES sameinar 370 milljónir manna og er stærsti markaður heims, með meiri umsetn- ingu vöru og þjónustu en sá banda- ríski. Þetta felur í sér ákveðna sam- félagsþróun á efnahagssvæðinu og um leið ákveðinn hugsunarhátt. Það er sjálfur tilgangurinn með „innri markaði" EES að framleiðsla vöru og þjónustu fari þar fram sem hún borgar sig best og hagræðingin er mest. Innri markaðurinn Ieiðir af sér aukna samkeppni á hveiju sviði sem svo leiðir til þess að fram- leiðsla vöru og þjónustu færist til færri og öflugri fyrir- tækja. Hámarksha- græðing er allsheijar- krafa og öllu ofar. Endurskipulagning- in fer þannig fram að markaðsöflum kapítal- ismans er sieppt úr böndum og þeim sigað á aðildarlöndin. Sam- kvæmt „fjórfrelsinu" eiga fjármagn, vörur, þjónusta og vinnuafl að flæða fijálst milii land- anna. Auk afnáms tolla (sem komið var áður, mikið til) verður að eyða ólíkum stöðlum ýmissa ríkja í viðskipta- háttum, heilbrigðis- og mengunarmálum og yfirleitt öllu sem snertir hið frjálsa flæði því allt þetta er „samkeppnishamlandi". Pólitísk afskipti af atvinnulífi land- anna verða að hætta. Stjórnvöldum Þarfir íslensks sam- félags eiga, að.mati Þórarins Hjartar- sonar, að ráða. er bannað að hygla eigin atvinnu- lífi. Markaðsöfiin innan svæðisins eiga að stjóma sér sjálf. ísland: Samdráttur í kjölfar alþj óðavæðingar Alþjóðavæðing atvinnulífsins er svo sem ekki alveg nýtt og óþekkt fyrirbæri hérlendis. Við fengum ákveðið „forskot á sæluna“ með inngöngunni í EFTA 1970. Þá voru töllar á iðnvarningi afnumdir í áföngum á tíu áram. Þannig var vesturevrópskum iðnvamingi hleypt á íslenskan iðnað til lítið heftrar samkeppni. Þó var stjórnvöldum ekki bannað að daga taum íslenskr- ar framleiðslu með ýmsum leiðum, en það er bannað í EES. En reynsl- an varð sú að íslenskur iðnaður stóðst ekki þetta áhlaup. Sérstak- lega hefur markaðshlutdeild ís- lensks iðnaðar á heimamarkaði snarlækkað. En líka útflutningur iðnaðarvöm, sem var kynnt sem stóra trompið með EFTA-aðild, hef- ur dregist saman. ísland hefur færst aftur nær sinni gömlu stöðu sem hreinn fískútflytjandi. A síðustu 10 áram hefur hlutfall sjávarafurða í útflutningi íslendinga hækkað úr 67% í 80%. Árin 1987-1993 var 14% samdráttur í iðnaðarfram- leiðslu og starfsmönnum við iðnað fækkaði um 4.000. Staða iðnnáms í menntakerfinu í dag endurspeglar þetta. Alþjóðavæðing hefur þegar orðið töluverð í sjávarútveginum, íslensk stjórnvöld hafa látið það í sjálfsvald íslenskra sægreifa að velja, út frá hreinni markaðshagfræði, hvar og hvernig þeir selja sinn físk. Og með EES afsala stjórnvöld sér rétti til að hafa áhrif á það. Ef hagræð- ingarkrafan og markaðurinn segir að ávöxtunin sé betri með því að vinna fiskinn í stórum rekstrarein- ingum nálægt milljónamörkuðum, t.d. ef slík hús bjóða betra verð en vinnslan á Sauðárkróki, þá selja ís- lenskir sægreifar eðlilega þar, óháð því hve margt fiskvinnslufólk er atvinnulaust á Islandi. Eins er um skipasmíðar og viðgerðir. Þar hefur fjármagnið haft sama viðskiptafrelsi og stjórnvöld ekki beitt neinum stjórntækjum til að hafa áhrif á það, enda hefur íslenskur skipa- smíðaiðnaður dregist saman um helming. í EES leyfast ekki slík pólitísk afskipti. Stuðningsaðgerðir Sighvats, þó litlar séu, leyfast bara tímabundið „til aðlögunar". Þessi þróun er rökrétt út frá kröfunni um hámarkshagræðingu á EES-svæð- inu. Hún er rökrétt frá gróðasjón- armiði sægreifans. Hún samræmist grundvallarlögmáli kapítalismans en út frá sjónarmiði íslensks samfé- lags, er hún laus við skynsemi. Hnignunin í íslenskum iðnaði, sem var í raun bara 30 ára og veik- ur enh, fylgir alþekktu mynstri. Þegar tvö misþróuð efnahagskerfi eru sett hvort gegn öðru á fijálsum kapítalískum markaði bolar hið sterkara því veikara út og dregur úr því kraftinn. Það verður þá gjarn- an jaðarsvæði hins, sér því fyrir hrávöram en fær iðnvarning á móti. Þannig viðheldur og eykur heims- markaðurinn misskiptinguna milli „suðurs“ og „norðurs". Segja má að hugsun fijálshyggjunnar um frí- verslun, nýtingu „hlutfallslegra yfír- burða“ hvers lands í milliríkjavið- skiptum „gangi upp“ aðeins í við- skipta- og efnahagskerfum sem eru á nokkurn veginn sama þróunar- stigi. Svo er ekki í ESB/EES. Hins vegar hefur óbeisluð markaðs- hyggja verið mjög ríkjandi hug- myndafræði í höfuðstöðvum ESB (áður EB) eins og í OECD og hjá Alþjóðabankanum á undanförnum áratugum. En þetta er heldur ekki nýtt. Þetta era „ríku löndin“. Frí- verslunin hefur á hveijum tíma eink- um verið stefna hins ríka. Og þess- ir aðilar móta hagfræðina í dag, trúarbrögð nútímans. Þar er kennt að t.d. Vestur-Evrópa hafi þróast við skilyrði fríverslunar, en það er rangt. A síðustu öld var fríverslunin fyrst og fremst stefna efnahags- risans, Breta. Hjá hinum sem þá tókst að iðnvæðast gerðist það und- antekningarlítið (Sviss og Holland undantekningar) við skilyrði veru- legrar verndarstefnu. Annarra kosta völ? Við verðum að losa okkur vjð þann mælikvarða markaðshyggju sem dæmir til dauða allt sem ekki er samkeppnishæft. Verðum að stökkva út úr þessari galeiðu sem merkt er „heimsmarkaður“ og knúin er áfram af hagræðingarbijálsemi. Komast út úr EES strax eftir kosn- ingar. Gera þarf þá tvíhliða samn- inga við (meðal annarra) ESB. Þar verður auðvitað að reyna að semja um tollaívilnanir á sjávarafurðum og öðru sem teidist samkeppnis- fært. Á móti yrðu auðvitað að koma tollaívilnanir eða tollfrelsi á ýmsum innfluttum vöruflokkum. En þar fyrir utan þarf að fjölga mjög fram- leiðslugreinum sem nytu tollverndar og framleiddu fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað á sviði landbún- aðar, iðnaðar og sjóvöru. Vemdun er ekki keppikefli í sjálfu sér fremur en fríverslun en beita þarf mismun- andi vopnum eftir aðstæðum og auðvitað verður utanríkisverslun alltaf mikilvæg á íslandi. Það er ekki raunsætt að hér sé framleitt megnið af neysluvarningi lands- manna, en iðnað verður að efla aft- ur verulega, bæði til að koma upp fijóu sambýíi hans við frumatvinnu- greinarnar, til að landsmenn hafí nóg að iðja, til að gera hagkerfið fjölþættara, minnka mengandi flutninga, til að forða því að landið verði aftur hrávöranýlenda og til að treysta efnahagslegt sjálfstæði. Aðalatriðið er það að íslenskt samfélag og þarfir þess stjómi ís- lenskri atvinnustefnu, einnig tengsl- unum við heimsmarkaðinn, en sé ekki látið stjórnast og mótast af þessum heimsmarkaði sem er löngu mettaður hvort sem er. Höfundur er aagnfræðingur og plötusmiður í Slippstöðinni Odda á Akureyri. Þórarinn Hjartarson Um prósentur og kjör SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birtist í Morgunblaðinu frá- sögn af skýrslu sem Talnakönnun hf. vann fyrir Dagsbrún um samspil launahækkana og lánskjaravísitölu. Fyrirsögn fréttarinnar var villandi, þótt af greininni sjálfri megi sjá hvað við er átt. Fyrirsögnin var: „Skuldabyrði þyngdist um nær 60%“ við 10% launahækkun. Nú er þetta í sjálfu sér rétt, það sem vantar er 60% af hveiju. Það sem við er átt er að 10% launahækkun veld- ur 6% hækkun á lánskjaravísitölu. Á sama hátt myndi 5% launahækk- un valda 3% hækkun á lánskjaravísi- tölu og höfuðstól verðtryggðra lána. Rétt er að benda á að slegið hefur saman tveimur dæmum. Þar sem stendur 320 þúsund á að vera 240 þúsund krónur. í greininni er svo vísað í dæmi þar sem skuldsett fjölskylda með eina fýrirvinnu með lág laun tapar nær helmingi 10% launahækkunar eingöngu vegna hærri greiðslu- byrði. Dæmið var viljandi valið þannig að vextir væra fremur háir og að greiðsla dreifðist á fá ár. Mjög auðvelt er að sýna fram á að slík fjölskylda ætti mjög erfítt með að draga fram lífið, jafnvel fyrir hækkun lánsins. Hins vegar eru dæmi af þessu tagi vissulega til. í fyrra þurfti undirritaður að fjalla um erfíðleika einstæðrar móður sem hafði 700 þúsund í tekjur á ári og vaxtabyrði 750 þúsund. Því miður eru allt of margir hér á Iandi sem skulda mun meira en góðri lukku stýrir. Ein ástæðan fyrir því er hús- bréfakerfið, þar sem sumir lántak- endur sýndu svo hugvitssamlegar aðferðir til þess að koma vel út í greiðslumati, að færeyskir útgerð- armenn litu út eins og fermingar- drengir í samanburði. Meginniðurstöður greinargerðar- innar fyrir Dagsbrún voru þessar: Vísitölubindingu lána var komið á meðan hér á landi ríkti óðaverðbólga. Bindingin var mikil- vægur liður í því að koma á raunvöxtum þannig að ljármagn flyttist ekki til með óeðlilegum hætti og fjárfestingar yrðu skynsamlegri. Lánskjaravísitalan er gölluð að því leyti að laun vega mjög þungt í henni. Launa- hækkanir valda sjálf- krafa hækkun á höfuð- stól lána og greiðslu- byrði. Þetta samband þyrfti að ijúfa eftir því sem kostur er. Það býður hins veg- ar þeirri hættu heim að lán geti hækkað langt umfram laun. Visitölubundin lán dreifa greiðslubyrði og raunvextir af þeim Lánskjaravísitalan er gölluð að því leyti að laun vega mjög þungt í henni, segir Benedikt Jóhannesson. Þetta samband þyrfti að rjúfa eftir því sem kostur er. hafa á undanförnum árum verið lægri en af óverðtryggðum lánum. Það er alls ekki ljóst að það yrði launþegum í hag að banna vísitölu- bindingu lána. Skuldabyrði heimilanna er nú um ein milljón króna á hvern einstak- ling. Mikil skuldsetning er ekki síð- ur vandamál en háir vextir. Því miður hefur hér á landi ríkt þverpóli- tísk stefna sem fest hefur fólk og fyrirtæki í skuldafeni. Það kann að vera vænlegt til atkvæðaveiða til skamms tíma litið en er ekki góð hagfræði. Höfundur er framkvæmdastjóri Tainakönnunar hf. Benedikt Jóhannesson Um villta svani og sjúkraliða VIÐ SEM höfum átt þess kost að lesa bókina Villta svani eftir kín- versku konuna Jung Chang höfum kannski hyllst til þess á köflum að hugsa sem svo að við höfum aldrei upplif- að neitt líkt því sem þar er lýst. Og Víst er það satt, að við hér á Is- landi höfum ekki þurft að þola reyrða fætur og nöfn voru okkur gefin til aðgreiningar frá öðr- um. En hafa breyting- arnar samt ekki verið ótrúlegar á þessari öld og hvað höfum við náð langt í átt til frelsis og menntunar? Höfum við náð svo langt að konur megi vera duglegar og gáfaðar án þess að það bitnaði á þeim? Ég sá það út undan mér einhvers staðar að alþingiskona sagði frá þeirri reynslu sinni að hún fyndi breytt viðhorf karl- manna gagnvart henni eftir að hún komst á þing. Hún taldi sjálf að mögu- ieikar hennar á hjónabandsmarkaðin- um hefðu minnkað til muna. Nýleg skýrsla frá heilbrigðisyfir- völdum í Danmörku leiðir í ljós að dánartíðni miðaldra danskra kvenna er hærri en vænta mætti og menntun og áhrifa- stöður virðast ekki hafa jákvæð áhrif á lífslengd kvenna eins og karla. Höfundar skýrslunnar telja að gagngerar þjóð- félagsbreytingar og skyndilegar umbylting- ar á högum og hlutverki kvenna eftir miðja öld- ina geti verið um að kenna. Þessi skýrsla sýnir einnig að danskar konur sem drifu sig út á atvinnumarkaðinn upp úr miðri öldinni hafa safnast í láglauna- störfin annað hvort af fúsum og fijálsum vilja eða lent þar á einhvern hátt. Hvers vegna eru konur í iáglauna- störfum? Það er af því að þau störf sem konur hafa stundað um aldir og þeim fínnst henta sér vel, era lágt metin til launa. En hvers vegna? Eru umönnunarstörf t.d. svona ómerkileg? Starf læknisins hefur aldrei verið talið ómerkilegt hvorki í orði né á borði. Störf annarra hópa sem stunda sjúka eru á hinn bóginn Hólmfríður Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.