Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rannveig tekuj* vib af Guðmundi Arna í Guðsbænum farðu varlega, þú ert síðasti kratinn Flutningur skóla Undirbún- ingur of skammt kominn BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt bókun, þar sem lýst er áhyggjum borgaryfírvalda vegna undirbúnings að flutn- ingi grunnskólans til sveitar- félaga. Undirbúningur sé of skammt á veg kominn miðað við það markmið að sveitarfé- lögin taki við skólunum 1. ágúst 1995. Þá segir, „Glöggt kemur fram í frumvarpi að nýjum grunnskólalögum að fjölmörg atriði eru ófrágengin, en mikilvægt er að ákvörðun um flutninginn haldist í hendur við önnur atriði sem honum tengjast. Borgarráð telur að samhliða grunnskólafrum- varpinu þurfi að leggja fram á Álþingi og ræða frumvarp um meðferð kjara- og rétt- indamála kennara. Stjórnvöld hafa ekki enn kynnt slík frum- vörp. Að mati borgarráðs er ekki unnt að afgreiða grunn- skólafrumvarpið nema fyrr- greind fylgifrumvörp verði afgreidd samtímis." Kviknaði í mótorhjóli NEISTI hljóp í bensíntank mótorhjóls, sem tveir ungling- spiltar voru að sjóða í, í bíl- skúr við Kaldaseí á miðviku- dagskvöld með þeim afleiðing- um að kviknaði í hjólinu. Þegar slökkvilið kom á stað- inn hafði piltunum, með aðstoð föður þeirra, tekist að draga hjólið út úr skúmum og slökkva eldinn með slökkvitæki sem var á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði sluppu piltamir án teljandi meiðsla en talsverðar reykskemmdir urðu í bílskúrn- um og mótorhjólið er ónýtt. Tveir Islendingar til starfa á verald- __ > arvakt RKI Sigurbjörg Hólmfríður Söebech Garðarsdóttir TVEIR íslenskir hjúkrunarfræðing- ar, Sigurbjörg Sö- ebech og Hólmfríður Garðarsdóttir, eru að hefja störf á ver- aldarvakt Rauða kross íslands. Ver- aldarvaktin er hluti hins alþjóðlega ör- yggisnets Rauða krossins „World Watch“ og er skipuð sérmenntuðu fólki sem fer til hjálpar- starfa hvar sem þess gerist þörf. Sigurbjörg fór nú í nóvember til starfa á sjálfsstjórn- arsvæði Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. 8 milljónir til heilsugæslu Eftir undirritun friðarsamning- anna milli ísraela og Palestínu- araba hófst viðamikið uppbygg- ingarstarf í byggðum á hernumdu svæðunum fyrrverandi. Ríkis- stjórnir um allan heim hétu Pal- estínumönnum stuðningi við efna- hagslegar umbætur og félagslega uppbyggingu og ákvað ríkisstjórn íslands að veita til þess 90 millj- ónum króna á næstu þremur árum. Þar af fékk Rauði kross íslands 8 milljónir króna til ráð- stöfunar og hefur verið ákveðið að veita þeim til verkefna í heilsu- gæslu. Aðstæður á því sviði eru væg- ast sagt afar bágbornar og þörfin á skipulagðri heilsugæslu mjög mikil, s.s. hvað varðar heilbrigðis- fræðslu, bólusetningar, ungbarna- eftirlit o.fl. Sigurbjörg vinnur að þessu verkefni fram á mitt næsta ár en þá er áætlað að annar ís- lensku starfsmaður taki við. Ekkert lát á skærum Hólmfríður er nú á förum til Jalalabad í Afganistan. Það er miðja vegu á aðalflutningaleið milli höfuðborgarinnar Kabul og birgðastöðva við landamæri Pa- kistan. Borgarastríðið í Afganist- an hefur staðið yfir linnulítið frá því sovéski herinn yfirgaf landið og ekkert lát er enn á skærum milli þeirra hópa sem bítast um völdin í Kabul. Fórnarlömb stríðs- ins, þarna sem annars staðar á stríðshijáðum svæðum, eru sak- lausir íbúar landsins, börn og gamalmenni. Hólmfríður mun hlynna að sjúkum og særðum á sjúkrahúsinu í Jalalabad næstu 6 mánuðina. Tugur íslendinga á veraldarvakt í frétt frá RKÍ segir að venju- lega sé um tugur íslendinga að störfum á veraldarvakt á hveijum tíma. Auk þeirra Hólmfríðar og Sigurbjargar sé nú sjö aðrir íslend- ingar að störfum víðs vegar um heiminn. Elín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýkomin heim en hún vann við neyðarað- stoð í flóttamannabúðum Rú- andabúa í Zaíre. Dagbjartur Helgi Guðmundsson verkfræðingur er einnig nýlega kominn heim en hann vann að uppbyggingu vatn- sveitna í Bosníu Herzegóvínu. Þjóðarátak fyrir þjóðarbókasafn Framlög þegar orðin 10 til 12 milljónir króna Skúli Helgason Eftir nær sautján ára bið hillir loks undir að þjóðar- bókhlaða verði tekin í notkun. Stúdentar hafa af því tilefni efnt til þjóð- arátaks til styrktar þjóð- bókasafni og hafa hundr- uð háskólanema veitt átakinu liðsinni sitt á síðstu þremur mánuðum. Skúli Helgason, fram- kvæmdastjóri átaksins, tekur fram að megintil- gangur söfnunarinnar, sem þegar hefur skilað framlögum að verðmæti tíu til tólf milljónum, sé að fjölga nýjum vísinda- ritum á safninu. Nefnir hann tímarit með nýjustu rannsóknamiðurstöðum. Aðeins með aðgangi að nýjustu upplýsingum geti þjóðin tekið þátt í alþjóð- legri samkeppni á sviði tækni og vísinda. Skúli segir að hugmyndin að átakinu hafi kviknað fyrir áramót og undirbúningur staðið allt árið með mismiklum þunga. „Hvatinn var fyrst og fremst sá að bókakost- ur Háskólabókasafnsins hefur ver- ið rýr og framlög til bóka- og tíma- ritakaupa hafa dregist saman um rúmlega fjórðung frá árinu 1989. Þróunin hefur komið niður á öllu námi í skólanum enda er bókakost- ur ein af höfuðstoðum hvers há- skóla. Kennsla er fyrsta stoðin, rannsóknir önnur og gott bókasafn númer þijú,“ segir Skúli. Hann segir að söfnunin hafi farið fram á nokkrum sviðum í einu. „Megináhersla hefur verið lögð á framlög fyrirtækja. Fyrir- tæki hafa meðal annars tekið tímarit í fóstur. Hugmyndin geng- ur út á að fyrirtæki greiði áskrift- ir tímarita að eigin vali. Ég nefni sem dæmi að lögfræðistofa greið- ir áskrift tímarits í lögfræði í nokkur ár. Læknastofa greiðir áskrift tímarits í læknisfræði og banki tímarit í viðskiptafræði. Síðan er tímaritið merkt viðkom- andi fyrirtæki í safninu. Fyrir- tækjasöfnunin hefur gengið ágætlega og hafa tuttugu til þijá- tíu fyrirtæki þegar tekið tímarit „ástfóstri“ þar að auki hafa fjöl- mörg fyrirtæki styrkt okkur með smærri framlögum.“ „Við höfum leitað út fyrir lands- steinana og þar hafa viðbrögð ís- lendinga og íbúa annarra ríkja ekki verið síðri. Okkur barst til dæmis 200.000 kr. gjöf frá íslend- ingafélaginu í New York í tilefni átaksins og lýðveldis- afmælisins. Sendiráð og sendimenn er- lendra ríkja hafa líka brugðist mjög vel við. Ég nefni sem dæmi að Bandaríkjamenn hafa gefið bækur að verðmæti um hálfri millj- ón króna. Goethe-stofnunin hefur fært okkur framlag og glæsileg bókagjöf í raunvísindum, stærð- fræði og heimspeki hefur borist frá Þýska rannsóknaráðinu. Síðan eigum við von á gjöfum frá Norð- mönnum, Dönum og Mexíkóbúum. Hér er fyrst og fremst um bóka- gjafír að ræða.“ „Við höfum sett mikið af skóla- þrennum í umferð. En ekki er hægt að gefa heildarmynd af stöð- unni enda er um tæplega 200 sölu- staði að ræða. Viðbrögðin hafa í heildina verið mjög góð. Ég neita því hins vegar ekki að mér þætti gaman að sjá fleiri innlend stórfyr- irtæki koma inn í átakið.“ ► Skúli Helgason er fæddur 15. apríl 1965. Skúli lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og BA- prófi ístjórnmálafræði frá Há- skóla Islands árið 1994. Hann starfaði sem dagskrárgerðar- maður hjá útvarpi og sjónvarpi á árunum 1983 til 1994. Skúli var varaformaður stúd- entaráðs 1991 til 1992 og fram- kvæmdastjóri 1992 til 1993. Hann er framkvæmdastjóri þjóðarátaks stúdenta fyrir þjóð- bókasafni. - Hvernig verður farið með afrakstur söfnunarinnar? „Bækur og önnur gögn fara beint í safnið. En önnur framlög og vonandi einhver fjárveiting frá ríkisvaldinum fara í stofnun svo- kallaðs þjóðbókasjóðs. Við vonum að höfuðstólinn dafni og geti orðið vaxtarbroddur fyrir safnið.“ - Vitiðþið hverju átakinu hefur þegar skilað? „Við höfum slegið á að átakið hafí til skilað framlögum og gjpf- um fyrir á bilinu tíu til tólf milljón- ir. Árangurinn er ágætur. En við myndum telja hann frábæran ef við næðum á bilinu fimmtán til tuttugu milljónum í heildina. Síðan er auðvitað spurning til hvaða tímabils við erum að líta. Okkar kynningarherferð miðaðist við 1. desember en eftir það fýlgjum við henni eftir enda eru beiðnir okkar ekki teknar fyrir fyrr en eftir ára- mót sums staðar." - Ykkur barst nýlega framlag frá Sony í Bandaríkj- unum. Hvernig kom það til? „Við leituðum til Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, forstjóra Sony Electronic Publishing Company, um hvort mögleiki væri á framlagi frá fyrirtækinu. Fyrirtækið gefur út tölvugeisladiska með efni á margmiðlunarformi, þ.e. með hljóð, mynd og texta. Efnið er mjög dýrt og lítið til af í safninu. Ég held að safnið hafi átt tíu til fímmtán diska í heildina. Þeir eru að senda okkur að minnsta kosti 60 diska með alfræðiefni og fræði- efni í einstökum greinum til viðbót- ar. Gjöfina má því líta á sem nokk- urs konar stofn af nýrri nýsi- gagnadeild sem verður í safninu. Deildin leggur áherslu á geisla- diska, fræðslumyndbönd og fleira. Að lokum má geta þess að vilyrði liggur fyrir frá Ólafi um frekari gjafir í framtíðinni.“ Sony-gjöfin fer í nýsi- gagnadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.