Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 56
Geisladiskur Sinfóníuhljómsveitarinnar hlýtur mikið lof NÝJASTI geisladiskur Sinfóníu- hljómsveitar Islands undir stjórn Petris Sakaris, með verkum eftir sænska tónskáldið Hugo Alfvén, sem Chandos útgáfan gefur út, i-»■ fékk mjög góða dóma í tónlistar- tímaritinu BBC Music Magazine. Gagnrýnandi tímaritsins, Matt- hew Rye, lýkur lofsorði á tónverk- in, segir meðal annars að þó sænsk tónskáld hafi ekki notið sömu virðingar og norsk og finnsk, hafi Hugo Alfvén haft sér- stöðu meðal skandinavískra tón- skálda. Hann gefur plötunni fimm sljörnur fyrir flutninginn og hljómur á plötunni fær einnig fimm stjörnur. Kemur ekki á óvart í greininni ber gagnrýrtandinn saman upptöku Sinfóníunnar og upptöku Fílharmóníuhljómsveitar -^^tokkhólms á flestum verkanna, undir stjórn Neemes Jarvis, og segir að upptaka Sinfóníuhljóm- sveitarinnar jafnist fyllilega á við hana. I lok greinarinnar segir hann að verulegur fengur sé að Sinfóníuhljómsveit Islands og þessi útgáfa geri meira en rétt- lætatrú Chandos-útgáfunnar á hljómsveitinni, „sem einni af bestu hljómsveitum Evrópu". Stjórnandinn Petri Sakari sagði um þennan góða dóm Matt- . hew Rye: Útreikning’ur á 10% launahækkun 1 króna af 20 skilar sér AÐEINS 1 króna af hveijum 20 myndi skila sér í buddu fjöl- skyldu með meðaltekjur ef laun yrðu hækkuð um 10%, sam- kvæmt útreikningum Guðna Nielsar Aðalsteinssonar hag- fræðings hjá Vinnuveitenda- sambandi íslands. Guðni segir í grein í Af vett- vangi, fréttabréfi VSÍ, að minnstur hluti 6.000 króna ein- greiðslu sem samið var um í maí síðastliðnum hafi skilað sér sem kjarabót. Eftir skatta hafl tekjuaukinn verið 3.500 kr., en eingreiðslan hafi að auki haft áhrif á hækkun lánskjaravísi- tölu, sem hafi aukið skuldir heimilanna um rúmlega 300 milljónir króna, eða um 4.800 kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Hann segir að því hafi launa- hækkunin verið „lítil sem engin tekjubót fyrir þorra fólks.“ Miðað við 10% hækkun Guðni reynir að reikna út hver yrðu áhrif 10% almennrar launahækkunar fyrir Qögurra manna fjölskyldu með meðal- tekjur ASÍ, eða 200 þúsund kr. á mánuði. Eftir tekjuskatt, líf- eyrissjóðsgjald og lækkun bamabótaauka eru eftir 8.710 krónur af 20.000 en síðan er reynt að meta áhrif verðlags- hækkunar um 5% og yfir 7% hækkun á lánskjaravísitölu, sem talið er að leiði af kaup- hækkuninni. Niðurstaða Guðna er að aukin dýrtíð og greiðslu- byrði lána mundi kosta fjöl- skylduna 7.700 kr. á mánuði þannig að aðeins sætu eftir 1.010 kr. í buddunni af 20.000 ^ launahækkun. Ein besta hljómsveit í Evrópu • u ■ . wm „Þessi gagnrýni kemur ekki á óvart því við höfum næstum alltaf fengið góða dóma fyrir upptökur okkar. Það sem ég met sérstak- Iega í þessum dómi er að leik hljómsveitarinnar er hrósað á flutningi þessarar tegundar tón- listar, sem er mjög krefjandi og erfitt að spila. Það er mjög ánægjulegt að gagnrýnandinn ber upptöku okk- ar saman við samkeppnisupptöku, sem gerð var af Fílharmoníu- hljómsveit Stokkhólms undir sljórn Neemes Jarvis. Ég tel að við höfum gert rétt í því að halda okkur við skand- inavíska músík. Þetta er næstsíð- asta upptakan sem við vinnum fyrir Chandos-útgáfuna. Sú síð- asta verður gerð eftir 2 vikur á verkum Jóns Leifs. Það er því einstaklega ánægjulegt að fá þessa góðu dóma núna. Ég stjórna sinfóníutónleikunum næsta fimmtudag og þar verða flutt flest þeirra verka sem hljóðrituð verða eftir tvær vikur.“ Álitsauki fyrir ísland Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, sagði um dóminn: „Þetta er að sjálfsögðu mjög ánægjulegt fyrir okkur. Þetta kemur þó íslenskum tónlistargest- um ekki á óvart, því þeir hafa fylgst með því hvernig hljómsveit- in hefur þróast og orðið betri á undanförnum misserum. Það er mikill álitsauki og veg- semd fyrir ísland að sinfóníu- hljómsveitin skuli fá slíka viður- kenningu og vegsauka í útlönd- um. Það er okkar verkefni að halda þessu striki." Morgunblaðið/Kristinn Samningamenn í nuddi NEMENDUR í Nuddskóla Is- lands, sem eru í starfsnámi þar frá nuddbraut Ármúlaskóla, buðu samninganefndum í sjúkra- liðadeilunni I nudd í gær og vildu nemendurnir, en 10 þeirra af 22 eru sjúkraliðar, freista þess að nudda nefndirnar saman. Nefnd- irnar þekktust boðið og hér sést Fjóla Arndórsdóttir nudda for- mann Sjúkraliðafélagsins, Krist- ínu Á. Guðmundsdóttur, sem virðist slappa af eftir erfitt samn- ingsþref. Formaður samninga- nefndar ríkisins mætti þó ekki og aðeins fáir í ríkisnefndinni, sem vildu ekki vera með á mynd- Greinir á um hvers sjúkra- liðar krefjast KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, segir að meginkrafa Sjúkraliðafélagsins í samningaviðræðum við ríkið sé að laun sjúkraliða hækki um 6% 1. janúar 1994. Þorsteinn Geirsson, formað- ur samninganefndar ríkisins, kannast hins vegar ekki við að þessi krafa hafi verið á samningaborðinu á undangengnum samningafundum og segir að meginkrafa sjúkraliða hafi verið óljós krafa um samræmingu á kjörum sjúkraliða við kjör annarra heilbrigðisstétta. Samninganefnd ríkisins hefur haldið því fram að kröfur sjúkraliða séu óljósar. Á blaðamannafundi í gær lagði nefndin fram kröfugerð Sjúkra- liðafélagsins til vitnis um þetta. Fyrsti liður kröfugerðarinnar hljóðar þannig: „Lagt er til að breyta launa- stiga sjúkraliða með það að mark- miði að ná fram hækkun til samræm- ingar við þá starfshópa í opinberri þjónustu sem starfa í sambærilegu vinnuumhverfi, vinnutíma og/eða menntun, svo sem: hjúkrunarfræð- inga, þroskaþjálfa, læknarit- ara/læknafulltrúa, sóknarstarfs- menn, og aðrar heilbrigðisstéttir. (Lögreglumenn)" Sjúkraliðar kölluðu blaða- menn einnig á sinn fund í gær og afhentu þeim kröfugerð sjúkraliða. Þar er þessa kröfu ekki að finna. í stað kröfu um samræmingu á kjörum stendur: „Launatafla Sjúkraliðafélagsins breytist um 6% til hækkunar frá 1. janúar 1994.“ Að auki eru kröfur um launaflokkaröðun skilgreindar með öðrum hætti en í þeim pappírum sem samn- inganefnd ríkisins lagði fram. Árangurslausir fundir Kristín sagðist undrandi á því að heyra að samninganefnd ríkisins teldi þetta enn vera kröfu sjúkraliða. „Þetta er vit- laust plagg. Þetta var krafa sem var í vinnslu hjá okkur á skrifstofunni og hafði flækst niður til sáttasemjara. Okkar meginkrafa er um 6% hækkun.“ Þorsteinn sagði að sjúkralið- ar hefðu lagt fram kröfu um 6% hækkun, en á síðari stigum viðræðnanna hefði krafan um samræmingu launa verið lögð fram. Hann sagðist ekki vita betur en að það væri meginkrafa sjúkraliða. Samninganefndir ríkisins og sjúkraliða hafa mætt á fund hjá ríkis- sáttasemjara nær daglega síðan verkfallið hófst fyrir hálfum mánuði. Bæði Þorsteinn og Kristín sögðu að samningaviðræður væru nánast á sama punkti og við upphaf verkfalls- ins. Enginn árangur hefði náðst. Sjúkraliðar hafa krafist þess að gerður verði samanburður milli launa sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Indriði H. Þorláksson, sem sæti á í samninganefnd ríkisins, sagði að ali- ar upplýsingar um laun opinberra starfsmanna lægju fyrir í kjararann- sóknarnefnd opinberra starfsmanna. Þar sæti hagfræðingur BSRB sem auðveldlega gæti gert samanburð á kjörum einstakra starfstétta. Indriði sagði það rangt að samningaviðræð- ur strandi á skorti á upplýsingum. Björn Arnórsson, hagfræðingur ÓSAMRÆMI sést við samanburð á kröfugerð sjúkraliða, efra blaðið kemur frá samninganefnd ríkisins en hið neðra frá sjúkraliðum. BSRB, hafnaði þessu og sagði að lykilupplýsingar vantaði til að hægt væri að meta kjarasamninginn. Hagfræðingur BSRB segir að launamunur sjúkraliða og hjúkrunar- fræðinga hafi aukist úr 24-27% árið 1992 í 43,7% nú. Þorsteinn Geirsson hafnaði þessu í gær, sagði að bilið milli þessara stétta hefði til margra ára verið í kringum 40%. Ekki farið eftir reglum UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ekki hafi verið nægilega gætt veigamikilla reglna um fram- ' kvæmd útboða, þegar smíði Vestmannaeyjafeij- unnar Heijólfs var boðin út. Útboðshættirnir hafi verið til þess fallnir að valda tortryggni og grafa undan trausti á útboðinu. 23 fyrirtæki buðu í smíði Heijólfs. Þegar útboð höfðu verið opnuð árið 1990 var leitað til fimm þessara fyrirtækja og þau beðin um viðbótartilboð vegna breytinga á feijunni. Síðar var svo leitað til tveggja þeirra, þegar aftur var um breytingar að ræða. Annað fyrirtækið fékk verkið, en íslensk- ur umboðsmaður hins, norskrar skipasmíðastöðv- ar, kvartaði undan afgreiðslu málsins til umboðs- manns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir smíði Herjólfs í áliti umboðsmanns segir, að útboðið hafi farið fram í fjórum áföngum, sem fari í bága við reglur þær sem giltu um útboð og vandaða útboðshætti. Eftir opnun útboðs í júlí 1990 hafi borið að taka afstöðu til þeirra á þeim fresti, sem þar hafði ver- ið áskilinn, annaðhvort með því að hafna tilboðun- um öllum eða taka einhveiju þeirra. Þá hafi borið að tilkynna bjóðendum um höfnun tilboða. Þetta hafi ekki verið gert, heldur aflað viðbótartilboða frá tilteknum bjóðendum, fyrst fímm og síðan tveggja, í ákveðnar breytingar á útboðsverkinu. Umboðsmaður telur að það samrýmist ekki þeim grundvallarsjónarmiðum, sem almennar út- boðsreglur byggist á, að eftir opnun tilboða í verk sé aflað tilboða í sama verk, jafnvel þótt þar sé um breytingar á verki að ræða. „Við opn- un tilboða er leynd um meginatriði tilboða rofin og jafnframt hefur opnast leið fyrir bjóðendur að hagnýta sér upplýsingar um tilboð annarra og bæta stöðu sína. Varð sú og reyndin í máli þessu...“ Umboðsmaður telur útboðshættina vegna smíð- innar á Heijólfi hafa verið til þess fallna að valda tortryggni og grafa undan trausti á útboðum. Ekki hafi verið nægilega gætt veigamikilla reglna um framkvæmd útboða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.