Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Afmælis- pottur Fálkans Vikutilboð Prósenta afmælisafsláttur a. Sjónvörpum, myndbands- tækj um/ sængum, koddum, glnggaviftum 90ÁBN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 ÞJÓÐARATKVÆÐIÐ í NOREGI Ximíb FÆST í BLAÐASÖLUNNI STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGÍ Stuðningsmenn ESB-aðildar sækja enn í si g veðrið 1 skoðanakönnunum Omögulegt að spá hver niðurstaðan verður Enn minnkar bilið milli stuðningsmanna og andstæðinga ESB- aðildar í Noregi í skoð- anakönnunum. Olafur Þ. Stephensen rýnir í útkomu kannana með aðstoð norsks sérfræð- ings og útskýrir mis- muninn á niðurstöðum einstakra könnuða. SPENNAN er nú að ná hámarki fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB-aðild í Noregi. Skoðanakann- anir eru birtar daglega og bilið milli stuðningsmanna og andstæð- inga hefur minnkað smátt og smátt undanfamar tvær vikur, eða síðan Svíar samþykktu ESB-aðild. Já- menn hafa sótt í sig veðrið hægt og hægt, og í skoðanakönnunum, sem gerðar voru í fyrradag og birt- ar í gær, er meðaltal stuðnings- manna aðildar orðið 47% þeirra sem gert hafa upp hug sinn, á móti 53% sem leggjast gegn aðild. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá í dag niðurstöður kannana, sem gerðar voru í gær, þar sem sjónvarpsum- ræðurnar á miðvikudagskvöld eru taldar hafa komið betur út fyrir stuðningsmenn ESB-aðildar. Nú er svo komið að munurinn í flestum könnunum er innan skekkjumarka og þess vegna ekki hægt að slá neinu föstu nema því, að hvernig sem fer á mánudaginn, verður óskaplega mjótt á mununum. Þrjú fyrirtæki, Scan-Facts, MMI og Gallup, birta niðurstöður kann- ana daglega. Vakið hefur athygli að kerfisbundinn munur er á niður- stöðunum. Hjá Scan-Facts nýtur aðild alltaf mests stuðnings og í könnun fyrirtækisins, sem birt var á miðvikudag, voru fylkingamar jafnar. Á sama tíma fær Gallup út að 47% af þeim, sem hafa tekið afstöðu, séu hlynntir aðild, en sam- kvæmt niðurstöðum MMI nýtur aðild ekki nema 42% stuðnings. Ólíkar aðferðir Ástæðan fyrir þessum mun er annars vegar að Scan-Facts spyr öðruvísi en hin tvö fyrirtækin. Kjós- endur eru spurðir hvort þeir séu vissir um hvað þeir ætli að kjósa, og jafnframt hvom kost- ___________ inn þeir séu líklegri til að velja, séu þeir ekki vissir í sinni sök. Þannig fækkar Scan-Facts óákveðnum, en kannanir hafa sýnt að óákveðni hópurinn hallast fremur að því að segja já. MMI spyr hins vegar bara: „Hvernig ætlar þú að kjósa í þjóðar- a'tkvæðagreiðslunni á mánudag?“ Fyrirtækið vegur niðurstöðumar síðan, meðal annars með tilliti til þess hvaða flokk fólk segist styðja. Það verður til þess að stuðnings- mönnum fækkar um u.þ.b. þrjú prósentustig og andstæðingum fjölgar að sama skapi. Bernt Olav Aardal, yfirmaður rannsókna við norsku Félagsvís- indastofnunina og prófessor í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla, segir að líklega sé meðaltal kannan- anna bezta vísbendingin um það Stuðningur við ESB-aðild eftir stuðningi við stjórnmálaflokka Framfaraflokkurínn ' 52% N-Noregur^ °g Þrændalög Stuðningur við ESB-aðild eftir búsetu Sósíalíski vinstriflokkurinn |6% Heimild: Norska Gallup-stofnunin Osló, Ostfold og Akerhus /ó > Stuðningur og P andstaða við ESB-aðild frá 13. nóvember ^ /— Andstaða » — Atkvæðagreiðslan í Svíþjóð f "v- Stuðningur 13.14.15.16.17.18.19. 20. 21. 22. 23. 24. % 60 58 56 54 52 50 48 46 44 42 40 Morgunblaðið/RAX „MÁLFLUTNINGUR ESB-andstæðinga um að baráttan gegn ESB sé í raun barátta gegn valdakerfinu í landinu, og barátta fyrir betra umhverfi, virðist hins vegar hafa höfðað til unga fólksins," segir Bernt Olav Aardal, prófessor við Oslóarháskóla. 40% ellilífeyr- isþega styðja aðild hvernig línumar liggi í raun. Niður- stöður Gallup hafa legið næst með- altalinu. Aardal bætir við að nú sé svo mjótt á munum að ómögulegt sé að spá um hver úrslitin verði á mánudag. Konur frekar andvígar Með því að skoða niðurstöður kannana Gallup frá því fyrr í vik- unni nánar, má fá nokkra vísbend- ingu um það hvernig línurnar liggja í afstöðu þjóðfélagshópa í Noregi til ESB-aðildar. Aardal segir niðurstöðurnar að miklu leyti sambærilegar við út- komu kannana fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 1972. Ein ný átakalína hafí þó bætzt við: konur ________ séu mun neikvæðari í garð aðildar en karlar. Af körlum eru 52% hlynntir ESB-aðild, en aðeins 39% kvenna. Þetta er munur upp á 13%, sem Aardal segir miklu meiri en í öðrum löndum. Jafnvel í Svíþjóð, þar sem mikið hafi verið gert úr skoðana- mun karla og kvenna, hafi munur- inn ekki verið nema 5-6%. Líklega skýringu á þessu segir Aardal í fyrsta lagi vera að margar konur starfi á vegum hins opinbera og andstæðingar ESB hafi fært rök fyrir því að opinberi geirinn muni minnka og störfum þar fækka, gangi Noregur í ESB. Konur hafi almennt orðið róttækari með tíman- um og styðji vinstriöfl, sem leggist gegn aðild. Konur virðist líka hafa minni áhuga á utanríkis- og efna- hagsmálum en karlar og hugsi frek- ar um velferðarmál. Miðaldra hlynntastir aðild Skýran mun á afstöðu fólks má líka sjá eftir aldri. í yngsta aldurs- hópnum, 17-24 ára, er stuðningur við ESB- aðild 43%. Hann fer síðan vaxandi eftir aldri og 51% fólks á aldrinum 46-55 ára er hlynnt aðild. Svo dalar stuðningurinn aftur eftir því sem menn eru eldri og aðeins 40% ellilífeyrisþega styðja aðild. Afstaða unga fólksins er með öðrum hætti en t.d. á íslandi og í ESB-ríkjunum sjálfum, þar sem yngsti aldurshópurinn er iang- hlynntastur Evrópusamstarfi. Hvemig stendur á þessu fráviki í Noregi? „Fyrir tveimur ámm feng- um við sömu niðurstöðu og allir aðrir - unga fólkið var hiynntast aðild,“ segir Aardal. ------------ „Málflutningur ESB-and- stæðinga um að baráttan- gegn ESB sé í raun bar- átta gegn valdakerfinu í landinu, og barátta fyrir betra umhverfi, virðist hins vegar hafa höfðað til unga fólksins.“ Þetta á þó ekki við um allt ungt fólk. í könnun, sem gerð var meðal stúdenta við Óslóar-háskóla í vik- unni, sögðust 62,5% þeirra, sem höfðu gert upp_ hug sinn, ætla að greiða ESB-aðild atkvæði. „Afstaða námsmanna var nákvæmlega á hinn veginn 1972. Stúdentabyltingunni er greinilega lokið,“ segir Aardal, sem var sjálfur í háskóla 1972. Stuðningur vex með menntnn Þessi niðurstaða er hins vegar dæmi um annan skýran mun sem er á já- og nei-fylkingunum. Stuðn- ingur fer vaxandi með menntun. Þannig segjast ekki nema 34% þeirra, sem aðeins hafa lókið skyldunámi, munu styðja ESB- aðild, en 57% þeirrá, sem hafa há- skólapróf. Stuðningur fer sömuleið- is vaxandi með hækkandi tekjum, og talsverður munur er á afstöðu fólks eftir því hvort það starfar hjá einkafyrirtækjum (56% segja já) eða hinu opinbera (58% segja nei). Afstaðan til ESB er ekki hrein- ræktað flokkspólitískt mál í Nor- egi, en þó fer afstaðan mun fremur eftir flokkslínum en í öðrum lönd- um. Þannig er Miðflokkurinn hrein- ræktaður nei-flokkur og mjög fáir kjósendur Sósíalíska vinstriflokks- ins og Kristilega þjóðarflokksins styðja aðild. Fimmtungur stuðn- ingsmanna Venstre er hlynntur aðild, og í Framfaraflokknum er nokkuð jafnt á komið með stuðn- ingsmönnum og andstæðingum. Já-flokkarnir eru hins vegar Hægri- flokkurinn, þar sem nærri 90% kjós- enda eru hlynntir aðild, og Verka- mannaflokkurinn, en 73% af þeim kjósendum hans, sem gert hafa upp hug sinn, styðja aðild. Innan Verka- mannaflokksins er þó sterk and- stöðuhreyfing og nokkuð margir kjósendur hans eru enn óákveðnir. Miðflokkurinn tapar á nei-i Aardal bendir á að Miðflokkurinn hafi verið sigurvegari seinustu kosninga vegna þess að ESB-and- stæðingar úr já-flokkunum hafi flykkzt til fylgis við hann. Þess vegna megi segja að af hefðbundn- um kjósendum bæði Hægriflokksins og Verkamannaflokksins séu ef til vill fleiri á móti aðild en virðist þegar litið sé á núverandi stuðn- ingshóp. „Það er þversögn, en Mið- flokkurinn mun sennilega tapa þessu fylgi aftur, ef niðurstaða ________ þjóðaratkvæðagreiðsl- Miðflokkurinn unnar verður að hafna taparefaðild addd- aðildin verður verður hafnað hins vegar samþykkt’ hins mun flokkurinn áfram leiða andstöðuna við Evr- ópusamstarfið og halda í kjósend- urna,“ segir prófessorinn. Loks er það einn erfiðasti klofn- ingurinn í afstöðunni til ESB, en hann er milli þéttbýlis og lands- byggðar. í Ósló og fylkjunum um- hverfis Óslóarfjörð styðja 62% ESB- aðild. í Norður-Noregi eru 64% hins vegar andvígir. Aardal bendir á að í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1972 hafi aðeins verið meirihluti fyrir EBE-aðild í ijórum fylkjum. Stuðn- ingsmenn aðildar hafa nú sett sér það markmið að vinna stuðning 70% kjósenda í fimm þéttbýlustu kjör- dæmunum og í Ósló eru þeir mun meira áberandi en ESB-andstæð- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.