Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 23 LISTIR „Nakið land“ MYNDOST Ö m b r a MYNDVERK SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Opiðfrá 13-18 virkadaga, 14-18 sunudaga. Til 7. desember. Aðgang- ur ókeypis. < NAKIÐ LAND, er samheiti myndraðar Sigrúnar Guðjónsdóttur (Rúnu) að þessu sinni og er það réttnefni. Myndirnar eru einfaldar í formi, allar í bláum og ljósum litatónum og frá þeim streymir eins og and- blær nakins landslags, þar sem haf og hauður mætast í misskörpum skilum láréttra til- brigða. Þetta hefur orðið mörgum myndlistar- manninum að mynd- efni á undanfömum árum og má nefna það eins konar framhald og útvíkkun landslags- hefðarinnar. Á stund- um hafa þessar myndir verið nær óhlutlægar, en hjá sumum mótar í landslag, án þess að það sé endilega staðbundið, en hins vegar getur verið um beinar lifanir að ræða. Rúna er svo þekkt listakona, að óþarfi er að kynna hana sérstak- lega, en aðallega hefur hún markað sér nafn fyrir sérstæða tækni við. myndgerð á steinleirs- og postulíns- flísum. Athafnir Rúnu eru fyrst og fremst vígðar vettvangi skreytilist- ar og hún villir á engan hátt á sér heimildir sem telst styrkur hennar. Þannig hefur hún mikið unnið með blek, akryl og pastel á japanskan pappir hin síðari ár og er ekki að fela skreytigildið, sem er þá inntak og aðal myndanna. Að þessu sinni fer þó minna fyr- ir skreytigildinu en oft áður, auk þess að grunnfletirnir eru stærri og afmarkaðri, sem getur borið vott um að listakonan vilji nema ný lönd, náer hinu hreina og afdrátt- arlausa málverki. Þetta er þó gert á kostnað ýmissa léttra og mjúkra formana sem hafa ver- ið höfuðeinkenni henn- ar lengi vel og gerir það myndirnar eðli- legra seinteknari. Það mætti allt eins spá í að hér sé um ferskan reynsluheim í deiglu að ræða og ekki kæmi mér á óvart þó þessar tilraunir Rúnu skili af sér nýjum kafla í list hennar innan tíð- ar. Þótt sýningin virki þyngri en menn eru vanir frá hálfu Rúnu og að sumar myndirn- ar virki eins og af engu, er ég þess full- viss að ýmsar myndanna skili sér betur er frá líður, svona eins og sígandi lukka er best. Að mínu mati er mest í geijun í myndinni „Vetrarbirta" (6), en aðrar áleitnar voru „Haustkvöld" (3) og „Rökkvar í Hlíðum" (7). Sýningin er mjög samstæð og fag- mannlega að henni staðið. Bragi Ásgeirsson. Sigrún Guðjónsdóttir Flagari 1 Flensborg LEIKLIST Bæjarbíó, Ilafnarf irði LEIKFÉLAG FLENSBORGAR Don Juan eftir Moliere. Þýðandi: Jökull Jakobsson. Leikstjóm, leik- gerð: Hilmar Jónsson. Aðalleikend- ur: Ólafur Svavarsson, Elísabet Ýr Sigurðardóttir. Sýning miðvikudag 16. nóvember. DON Juan gekk ekki eftir stúlk- um með grasið í skónum. Hann fífl- aði þær. Ólafi Svavarsyni tekst nokkuð vel að túlka þennan kaldrifj- aða, samviskulausa flagara í sýn- ingu Flensborgara. Aðrir leikarar komast vel frá sínu, einkum þó Elísabet Ýr Sigurðardóttir sem einkaþjónninn Sganarelle og Darri Gunnarsson sem einfeldningurinn Pierrot. Leikritið er sett upp í and- dyri Bæjarbíós í Hafnarfirði. Áhorf- endur (alltof fáir á miðvikudaginn) sitja á stöllum beggja vegna inn- gangsins úr fordyri í anddyri og leikendur koma inn á sviðið úr þremur áttum og það verður breitt en ekki að sama skapi djúpt. Margt er snoturlega gert í sýn- ingunni. Lýsing hnitmiðuð, atriða- skiptingar fljótar en ekki asakennd- ar. Tilraun til að skapa leikritinu sögulega vídd með því að láta leik- inn berast um tímann allt fram á þennan dag heppnast illa. Textinn í óbreyttri þýðingu Jökuls býður ekki upp á slík ferðalög. Sumir leik- enda áttu fullt í fangi með hann og er þar eflaust um að kenna ónægri æfingu, en ástæða er til að hrósa þeim sem' mest mæddi á, Ólafi og Elísabetu, fyrir góða fram- sögn. Guðbrandur Gíslason. Trítiltoppur Tröllastrák ur í Möguleikhúsinu MÖGULEIKHÚSIÐ frumsýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Trítiltopp, sunnudaginn 27. nóvember. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz, Helga Rún Pálsdóttir hann- ar leikmynd og búninga og Alfreð Sturla Böðvarsson sér um lýsingu. Leikarar eru Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson og Stefán Sturla Siguijónsson. I fréttatilkynningu segir: „í leik- ritinu segir frá tröllastráknum Trít- iltoppi sem býr ásamt foreldrum sínum, Hamrabergi og Tindabjörgu, í tröllahelli langt uppi í fjöllum. Þegar hann fréttir að jólin séu að koma í mannheima verður hann forvitinn og langar að sjá hvernig þau líta út. Hann leggur því af stað í leiðangur til að finna jólin og koma með þau heim í hellinn. Leitin reyn- ist honum þó erfiðari en hann gerir ráð fyrir. Hann lendir í ýmsum ævintýrum, hittir góðhjartaða álfa- kónginn Arfítus, þarf að beijast við illskeytta dverginn Garra og þiggur gistingu í helli Grýlu og Leppalúða. Að lokum tekst honum þó að finna jólin með aðstoð Gáttaþefs jóla- sveins.“ Trítiltoppur er umfangsmesta verkefni Möguleikhússins til þessa og verður eingöngu sýnt í húsnæði leikhússins við Hlemm, ólíkt fyrri sýningum þess sem allar hafa verið ferðasýningar. Sýnt verður á virk- um dögum kl. 10 og 14 og á sunnu- dögum kl. 14 og 16. Boðið er upp á að hópar verði sóttir með rútum og er þá ferðin innifalin í miðaverði. Frumsýningin verður, eins og áður sagði, á sunnudag og hefst kl. 16. Forsýningar verða í dag kl. 10 og 14 og sunnudag kl. 14. ® 0 • 0 0 % * NÝR BRÆÐUR ERU KOMNIR >'/ 'i -7í J<,/ ' ' ’ ’ i> 'V'W" : z~ V ** -* ‘á’ 'Xj..^,-u' LJ Á KREIK imiámimeiMas ■' gjggg «a»«*i|gg|fw mm Uías:;!ílWÍíA ~ WMW- wmjSÍÍ.' * hVÉWpi*- MUN MEIRI SAFI EN ÁÐUR. ENGINN HVÍTUR SYKUR. DAGSKAMMTUR AF C-VÍTAMÍNI í HVERJU GLASI. HVERJUM KASSA AF 1/4 LÍTRA FERNUM FYLGIR FALLEGT JÓLADAGATAL FYRIR BÖRNIN SEM SKREYTT ER SKEMMTILEGUM MYN DUM AF SVALA- BRÆDRUNUM FJÓRUM. P E I.J, mg VAl/ yu S^ALf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.