Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 23
LISTIR
„Nakið land“
MYNDOST
Ö m b r a
MYNDVERK
SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Opiðfrá 13-18 virkadaga, 14-18
sunudaga. Til 7. desember. Aðgang-
ur ókeypis.
< NAKIÐ LAND, er samheiti
myndraðar Sigrúnar Guðjónsdóttur
(Rúnu) að þessu sinni og er það
réttnefni.
Myndirnar eru einfaldar í formi,
allar í bláum og ljósum
litatónum og frá þeim
streymir eins og and-
blær nakins landslags,
þar sem haf og hauður
mætast í misskörpum
skilum láréttra til-
brigða.
Þetta hefur orðið
mörgum myndlistar-
manninum að mynd-
efni á undanfömum
árum og má nefna það
eins konar framhald
og útvíkkun landslags-
hefðarinnar. Á stund-
um hafa þessar myndir
verið nær óhlutlægar,
en hjá sumum mótar í
landslag, án þess að
það sé endilega staðbundið, en hins
vegar getur verið um beinar lifanir
að ræða.
Rúna er svo þekkt listakona, að
óþarfi er að kynna hana sérstak-
lega, en aðallega hefur hún markað
sér nafn fyrir sérstæða tækni við.
myndgerð á steinleirs- og postulíns-
flísum.
Athafnir Rúnu eru fyrst og
fremst vígðar vettvangi skreytilist-
ar og hún villir á engan hátt á sér
heimildir sem telst styrkur hennar.
Þannig hefur hún mikið unnið með
blek, akryl og pastel á japanskan
pappir hin síðari ár og er ekki að
fela skreytigildið, sem er þá inntak
og aðal myndanna.
Að þessu sinni fer þó minna fyr-
ir skreytigildinu en oft áður, auk
þess að grunnfletirnir eru stærri
og afmarkaðri, sem getur borið
vott um að listakonan vilji nema
ný lönd, náer hinu hreina og afdrátt-
arlausa málverki. Þetta er þó gert
á kostnað ýmissa léttra og mjúkra
formana sem hafa ver-
ið höfuðeinkenni henn-
ar lengi vel og gerir
það myndirnar eðli-
legra seinteknari.
Það mætti allt eins
spá í að hér sé um
ferskan reynsluheim í
deiglu að ræða og ekki
kæmi mér á óvart þó
þessar tilraunir Rúnu
skili af sér nýjum kafla
í list hennar innan tíð-
ar.
Þótt sýningin virki
þyngri en menn eru
vanir frá hálfu Rúnu
og að sumar myndirn-
ar virki eins og af
engu, er ég þess full-
viss að ýmsar myndanna skili sér
betur er frá líður, svona eins og
sígandi lukka er best.
Að mínu mati er mest í geijun
í myndinni „Vetrarbirta" (6), en
aðrar áleitnar voru „Haustkvöld"
(3) og „Rökkvar í Hlíðum" (7).
Sýningin er mjög samstæð og fag-
mannlega að henni staðið.
Bragi Ásgeirsson.
Sigrún
Guðjónsdóttir
Flagari 1 Flensborg
LEIKLIST
Bæjarbíó,
Ilafnarf irði
LEIKFÉLAG
FLENSBORGAR
Don Juan eftir Moliere. Þýðandi:
Jökull Jakobsson. Leikstjóm, leik-
gerð: Hilmar Jónsson. Aðalleikend-
ur: Ólafur Svavarsson, Elísabet Ýr
Sigurðardóttir. Sýning miðvikudag
16. nóvember.
DON Juan gekk ekki eftir stúlk-
um með grasið í skónum. Hann fífl-
aði þær. Ólafi Svavarsyni tekst
nokkuð vel að túlka þennan kaldrifj-
aða, samviskulausa flagara í sýn-
ingu Flensborgara. Aðrir leikarar
komast vel frá sínu, einkum þó
Elísabet Ýr Sigurðardóttir sem
einkaþjónninn Sganarelle og Darri
Gunnarsson sem einfeldningurinn
Pierrot. Leikritið er sett upp í and-
dyri Bæjarbíós í Hafnarfirði. Áhorf-
endur (alltof fáir á miðvikudaginn)
sitja á stöllum beggja vegna inn-
gangsins úr fordyri í anddyri og
leikendur koma inn á sviðið úr
þremur áttum og það verður breitt
en ekki að sama skapi djúpt.
Margt er snoturlega gert í sýn-
ingunni. Lýsing hnitmiðuð, atriða-
skiptingar fljótar en ekki asakennd-
ar. Tilraun til að skapa leikritinu
sögulega vídd með því að láta leik-
inn berast um tímann allt fram á
þennan dag heppnast illa. Textinn
í óbreyttri þýðingu Jökuls býður
ekki upp á slík ferðalög. Sumir leik-
enda áttu fullt í fangi með hann
og er þar eflaust um að kenna
ónægri æfingu, en ástæða er til að
hrósa þeim sem' mest mæddi á,
Ólafi og Elísabetu, fyrir góða fram-
sögn.
Guðbrandur Gíslason.
Trítiltoppur Tröllastrák
ur í Möguleikhúsinu
MÖGULEIKHÚSIÐ frumsýnir nýtt
íslenskt barnaleikrit, Trítiltopp,
sunnudaginn 27. nóvember.
Höfundur og leikstjóri er Pétur
Eggerz, Helga Rún Pálsdóttir hann-
ar leikmynd og búninga og Alfreð
Sturla Böðvarsson sér um lýsingu.
Leikarar eru Alda Arnardóttir,
Bjarni Ingvarsson og Stefán Sturla
Siguijónsson.
I fréttatilkynningu segir: „í leik-
ritinu segir frá tröllastráknum Trít-
iltoppi sem býr ásamt foreldrum
sínum, Hamrabergi og Tindabjörgu,
í tröllahelli langt uppi í fjöllum.
Þegar hann fréttir að jólin séu að
koma í mannheima verður hann
forvitinn og langar að sjá hvernig
þau líta út. Hann leggur því af stað
í leiðangur til að finna jólin og koma
með þau heim í hellinn. Leitin reyn-
ist honum þó erfiðari en hann gerir
ráð fyrir. Hann lendir í ýmsum
ævintýrum, hittir góðhjartaða álfa-
kónginn Arfítus, þarf að beijast við
illskeytta dverginn Garra og þiggur
gistingu í helli Grýlu og Leppalúða.
Að lokum tekst honum þó að finna
jólin með aðstoð Gáttaþefs jóla-
sveins.“
Trítiltoppur er umfangsmesta
verkefni Möguleikhússins til þessa
og verður eingöngu sýnt í húsnæði
leikhússins við Hlemm, ólíkt fyrri
sýningum þess sem allar hafa verið
ferðasýningar. Sýnt verður á virk-
um dögum kl. 10 og 14 og á sunnu-
dögum kl. 14 og 16. Boðið er upp
á að hópar verði sóttir með rútum
og er þá ferðin innifalin í miðaverði.
Frumsýningin verður, eins og
áður sagði, á sunnudag og hefst
kl. 16. Forsýningar verða í dag kl.
10 og 14 og sunnudag kl. 14.
® 0 • 0 0 % *
NÝR
BRÆÐUR
ERU KOMNIR
>'/ 'i -7í J<,/ ' ' ’ ’ i> 'V'W" : z~ V ** -* ‘á’ 'Xj..^,-u' LJ
Á KREIK
imiámimeiMas ■'
gjggg «a»«*i|gg|fw mm Uías:;!ílWÍíA ~
WMW- wmjSÍÍ.' * hVÉWpi*-
MUN MEIRI SAFI EN ÁÐUR.
ENGINN HVÍTUR SYKUR.
DAGSKAMMTUR AF C-VÍTAMÍNI
í HVERJU GLASI.
HVERJUM KASSA AF 1/4 LÍTRA
FERNUM FYLGIR FALLEGT JÓLADAGATAL
FYRIR BÖRNIN SEM SKREYTT ER
SKEMMTILEGUM MYN DUM AF SVALA-
BRÆDRUNUM FJÓRUM.
P E I.J,
mg
VAl/ yu S^ALf