Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Heimslist í barnabók
BÓKMENNTIR
Barnabók
LILJA í GARÐI
LISTMÁLARANS
eftir Christinu Björk og Lenu Ander-
son. Borgar Garðarsson þýddi. Mál
og menning, 1994 - 53 síður.
HVERNIG er hægt að kynna
heimsmenninguna fyrir litlum
börnum? Er mögulegt að gefa litlu
barni innsýn inn í myndlist á borð
við málverk franska málarans Mo-
nets? Þær barnabækur sem oftast
eru samdar með það fyrir augum
að kynna börnum listamenn og
listaverk segja sögu þeirra frá
sjónarhóli barna og á barnamáli. í
þessari bók er kynning á listamann-
inum eins og saga inn í sögu. Við
kynnumst fyrst Lilju litlu og gamla
garðyrkjumanninum Blómkvist
sem eru miklir mátar því bæði elska
þau blóm. Saman skoða þau
myndabók um listmálarann Monet
sem gamli Blómkvist á. í bókinni
eru myndir af málverkum og fyrir-
myndum Monets, af vatnaliljubeð-
um, af japanskri brú, sólarlagi og
mörgum öðrum myndefnum lista-
mannsins. En í bókinni eru líka
gamlar myndir af fjölskyldu list-
málarans. Inn í sögu Lilju er fléttað
þessari fræðslu um líf hans og list.
Sagan er sögð í fyrstu persónu.
Lilja litla ræðir fyrst bókina um
• Monet við vin sinn Blómkvist og
saman ákveða þau að taka lest til
Frakklands og skoða gamla heimili
málarans og fyrirmyndir að mynd-
um hans. Þótt það sé ekki sérlega
raunverulegt að lítil stúlka gæti
komist í svona ferð upp á eigin
spýtur (ekki er miniist á að hún
eigi neina foreldra sem taka þátt
í þessu ævintýri) er hugmyndin
samt snjöli.
Blómkvist og Lilja gista á hóteli
sem ber nafn einnar sögupersón-
unnar úr Hringjaranum af Notre
Dame og fyrr en varir eru þau
komin á söguslóðir. Þau kynnast
verkum listamannsins, ræða um
hversu klessuleg verkin geta verið
í nálægð en dásamleg þegar þau
eru skoðuð í hæfilegri fjarlægð og
þau eru óseðjandi að skoða og
reyna að skilja lífshlaup málarans.
Rætt er um impressionismann og
nokkrir þekktir málarar nefndir
sem tilheyrðu þessum hópi. í raun
er bókin fulla af ýmiss konar skír-
skotunum til lífs og listar í Parísar-
borg.
Það er augljóst að höfundarnir
hafa farið þessa ferð og unnið verk-
ið jafnharðan. Myndskreytingarnar
eru sérlega fallegar og blandað
saman myndum af Lilju og Blóm-
kvist við hinar ýmsu aðstæður og
svo myndum af málverkum Mo-
nets. I síðari hluta bókarinnar eru
svo margar myndir af Monet-fjöl-
skyldunni og sagt frá lífí þeirra.
Frásögnin af Monet, konu hans og
börnunum átta er saga inn í sögu
Lilju en hún alltaf tengd inn í frá-
sögn Lilju sjálfrar og til hliðar við
ævisögu Monets sjáum við þá
stuttu þar sem hún er að skoða
legsteina eða horfa á sólarupprás
við Signu.
Sagan um Lilju sem fer til París-
ar til að skoða myndir eftir málar-
ann Monet er mitt á milli þess að
vera skáldsaga og fræðibók. Á öft-
ustu síðunum eru upplýsingar um
mörg myndlistarsöfn í París og
ýmsa merkilega staði sem vert er
að heimsækja í þessari frægu borg.
Þar er líka nokkurs konar annáll
yfir lífshlaup Monets og framburð-
artákn um ýmis frönsk orð sem
koma fyrir í textanum. Loks er
getið um nokkrar handhægar bæk-
ur um París fyrir ferðamenn.
Málið á bókinni er ekki einfalt
og mörg orð notuð sem ekki eru á
tungu barna á hveijum degi. En
þá er þess að geta að ekki er verið
að reyna að skilgreina tækni mál-
ara á hveijum degi eða verið að
lýsa lífi í erlendri stórborg. Þetta
er mjög skemmtileg bók fyrir fróð-
leiksfúsa krakka og sjálfsögð bók
fyrir alla sem fara með börnin sín
til Frakklands en líklega ætti full-
orðna fólkið að gefa sér tíma til
að lesa bókina að minnsta kosti í
fyrsta sinn með börnunum sínum.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Klassísk saga um horfinn heim
BÓKMENNTIR
Saga
DÖGUN VIÐDAGMÚLA
eftir Arinbjörn Áraason. Höfundur
gaf út, 1994 - 182 síður.
Þeim fer fækkandi skáldsögun-
um sem gerast í sveit gamla bænda-
samfélagsins. Að sjálfsögðu, enda
fer þeim hratt fækkandi sem muna
samfélag á borð við það sem lýst er
í Dögun við Dagmúla.
Dögun við Dagmúla má kallast
hefðbundin sveitalífssaga. Hér er
sagt frá Þorbirni hreppstjóra og
Birni í Hvammi sem elda grátt silf-
ur saman lengst af. Inn í deilur
þeirra um völd og ábyrgð blandast
klassískur ástarþríhyrningur - sem
verður heldur til að flækja málin.
En öll él styttir upp um síðir og
sagan stefnir í endalok sem flestir
geta sætt sig við.
Lifandi lýsingar á hversdagsleg-
um smáatriðum þessa tíma eru at-
hyglisverðar. Höfundurinn Arin-
björn Ámason, sem orðinn er níræð-
ur, þekkir greinilega af eigin raun
það mannlíf, staðhætti og náttúru-
far sem lýst er í skáldsögunni.
Ýmsar sviðsetningar eru með þeim
hætti að þær hljóta að standa föst-
um fótum í ákveðnum aðstæðum í
lífi höfundar sjálfs.
Stundum hægir mjög á frásögn-
inni og náttúrulýsingar taka völdin.
Þær þjóna ýmist táknrænum til-
gangi eða standa þama eins og
hlutlaus en áhrifamikil leikmynd:
„Rökkur kvöldsins var lognvært og
heiður síðsumarshiminn andaði
angurværð á móti ilmi jarðar og
óf sig um holt og ása.“ Málfar sög-
unnar er blæbrigðaríkt og kryddað
málsháttum og orðtökum sem alltof
sjaldan heyrast nú á dögum.
Dögun við Dagmúla er ekki fram-
leg saga. íslensk bókmenntasaga
geymir íjölmargar ástar- og baráttu-
sögur í líkum dúr. Ei að síður er
ljóst að hér er margt býsna haglega
gert. Persónusköpun er með fjöl-
breyttara móti og sögufléttan geng-
ur vel upp þótt hún sé ekki frumleg.
Það er óneitanleg menningarbót
að því að enn skui vera til rithöfund-
ar hér á landi sem skrifa um horf-
inn heim af jafnmikilli innlifun og
höfundur þessarar skáldsögu.
Ingi Bogi Bogason
MICHAEL Ancher (1849-1927). Sláttumaður 1886.
Stofngjöf Lista-
safns íslands
Afmælissýning
LISTASAFN íslands er 110 ára um
þessar mundir og í því tilefni verður
laugardaginn 26. nóvember opnuð
sýning á stofngjöfinni. Á sýningunni
er úrval verka eftir norræna málara,
aðallega danska, frá síðari hluta 19.
aldar. Þessi gjöf er eitt heilstæðasta
safn erlendrar myndlistar í eigu
Listasafnsins og hefur ekki verið
sýnt síðan 1974, en nú hafa myndirn-
ar verið hreinsaðar og er nú nær öll
stofngjöfin sýnd í heild sinni.
Listasafn Islands var stofnað 1884
af stórhuga listunnanda, Birni Bjarn-
arsyni, sem síðar varð sýslumaður
og alþingismaður. Hann stóð sjálfur
fyrir söfnun verkanna í Kaupmanna-
höfn, fékk norræna málara til að
gefa myndir til safnsins og skipu-
lagði fjársöfnun meðal íslendinga til
að kosta innrömmun þeirra og flutn-
ing.
I stofngjöfinni er margt úrvals
verka og má þar nefna málverk list-
málaranna Anna Ancher og Peter
Severin Kreyer.
I tengslum við sýninguna verður
gefin út bók, prýdd fjölda Ijósmynda
af málverkunum auk greinar um
stofngjöfina eftir Beru Nordal. Sýn-
ingin verður opin daglegá nema
mánudaga frá kl. 12-18, fram til 5.
febraar á næsta ári.
Á kaffistofu Listasafnsins er sýn-
ing á verkum Þorvaldar Skúlasonar.
Kaffistofan er opin á sama tíma og
safnið, frá kl. 12-18, alla daga nema
mánudaga.
Safnið verður lokað frá 21. des-
ember nk. til 3. janúar 1995.
I
Smáréttir og gullmolar
Nýjar plötur
• Á plötunni Senn koma jólin, eru
11 lög og eru 8 þeirra að heyrast í
fyrsta skipti, en þrjú laganna
„Drengur Maríu,“, „Litla jóla-
harn “ og „Þegar þú birtist", flokk-
ast undir það sem kalla má þekkt
jólalög, segir í kynningu.
Eitt laganna, titillagið „Senn
komajólin", er íslenskt, lagið er
samið af ÞorvaldiB. Þorvaldssyni
og textinn er eftir Kristlaugu Maríu
Sigurðardóttur.
Flest hinna sígildu jólalaga, sem
hvað vinsælust eru hér á landi eru
erlend að uppruna og því mikið
vandaverk að semja texta við þau
sem hæfir. Sá textahöfundur íslensk-
ur sem einna mesta reynslu hefur í
þessu er Hinrik Bjarnason, en hann
gerði textana við mörg vinsæl lög,
má þar t.d. nefna, „Ég sá mömmu
kyssajólasvein “ o g „Snæfinnur
Snjókarl".
Fjölmennt lið söngvara kemur
fram á „Senn komajóIin“en það
eru Andrea Gylfadóttir, Björgvin
Halldórsson, Ellen Krisljánsdótt-
ir, Helga Möller, Laddi, Margrét
Eir, Sigríður Beinteinsdóttir og
Stefán Ililrnarsson. Um hljóðfæra-
leik sjá m.a. Máni Svavarsson, Ólaf-
urHóIm, Þórður Guðmundsson,
Ari Einarsson, Eiður Arnarson svo
og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
sem jafnframt sá um útsendingar
og stjórnaði upptökum.
LISTDANS
Þjóöleikhúsiö
LISTDANSSKÓLI
ÍSLANDS OG GESTIR.
HEIÐURSGESTIR:
ANNELI ALHANKO OG
WEIT CARLSSON
Styrktarsýning Listdansskóla ís-
lands. Ljósahönnun: Páll Ragnars-
son, Bjöm B. Guðmundsson. Sýning-
arstjóri: Jóhanna Norðfjörð. Dansar-
an Nemendur Listdansskóla íslands
og gestir þeirra. Skólasljóri: Ingi-
björg Bjömsdóttir. Þjóðleikhúsið, 15.
og 16. nóvember 1994.
LISTDÁNSHÁTÍÐ var haldinn í
Þjóðleikhúsinu 15. og 16. þ.m. Um
var að ræða styrktarsýningu fyrir
Listdansskóla íslands; þar sem boðið
var upp á blandaða ballett- og
söngvadagskrá. Allir sem fram komu
gáfu vinnu sína til að sýna stuðning
við Listdansskólann og nemendur
hans.
Allir' nemendur skólans komu
fram ásamt nokkrum dönsurum Is-
lenska dansflokksins. Einnig komu
fram söngvarar og hljóðfæraleikar-
ar. Stemningin í salnum var góð og
öllum vel fagnað. Eins og gefur að
skilja er dagskráin blönduð á slíkum
kvöldum sem þessum. Fjölbreytnin
er það, sem gefur henni gildi.
Yngstu dansararnir eru þarna að
stíga sín fyrstu spor og það er bein-
línis liður í þeirra námi að _fá að
koma fram og reyna sig. Ég vil
ekki rekja hvert atriði hér, en vil
þó geta 3. flokks, sem kom fram
sem góður hópur með efnilega dans-
ara. Tarantella úr Napoli eftir Bo-
urnoville var skemmtilega dönsuð
af 5. flokki ásamt þremur dönsurum
úr ísl. dansflokknum. 4. flokkur
flutti ásamt söngvurum og hljóð-
færaleikurum kafla úr barnaóper-
unni Sónötu. Þessi kafii var á List-
danshátíðinni langur og eins og dá-
lítið á skjön við annað. Tveir dansar-
ar úr ísl. dansflokknum, þau Eldar
Valiev og Lilia Valieva, dönsuðu
tvídans úr 2. þætti Giselle. Það var
verulega ánægjulegt að sjá aftur
góðan kunningja, þó að dans þeirra
bæri það með sér að hér var stokk-
ið inn í þessi erfiðu hlutverk með
litlum fyrirvara, því nokkuð skorti
á öryggi. Loks vil ég geta um Tar-
antella eftir Balanchine, sem Jóhann
F. Björgvinsson og Júlía Gold döns-
uðu undir styrkri stjórn Lauren
Hauser. Þessi tarantella var eins og
sprengja. Frábær dans og Jóhann
og Júlía gerðu betur en en ég hef
séð til þeirra áður.
Aðalgestir kvöldsins voru Weit
Carlsson og Anneli Alhanko, hirð-
dansari og alþjóðleg stjarna í ballett-
heiminum. Ánneli Alhenko hefur
dansað víða um heim og hlotið mikið
og verðskuldað lof fyrir list sína.
Utgeislun hennar er mikil og túlkun-
arkraftur. Hlutverk hennar á ferlin-
um spanna mjög vítt svið, sem ber
vitni um hæfileika hennar. Weit
Carlsson er mótdansari hennar úr
Svanavatninu og kom með henni til
landsins. Það var mikill heiður, sem
þau sýndu Listdansskólanum með
því að koma á sýninguna. Þau döns-
uðu fyrst tvídansinn úr 2. þætti
Svanavatnsins. Það er makalaust
með þennan tvídans, hve mikið svig-
rúm er til að gæða hann persónuleg-
um blæ. Anneli og Weit gáfu þakkl-
átum áhorfendum eftirminnileg
augnablik með stórkostlegum dansi
sínum. Lokaatriðið var stuttur „bal-
Iett-farsi“, þar sem slegið var á létta
strengi og var það góður lokapunkt-
ur fyrir aftan ánægjuleg kvöld.
Á síðasta ári var hliðstæð List-
danshátíð haldin og þá til styrktar
íslenska dansflokknum. Sú sýning
lifir enn í huganum sem góð skemmt-
un. Hátíðin núna var engu síðri. Nú
Anneli Alhanko
er bara að vona, að hún festi sig í
sessi sem árviss balletthátíð, þar sem
boðið er uppá „blandaða smárétti"
og helst einhverja gullmolá um leið,
eins og frammistaða Anneli Alhanko
og Weit Carlsson var núna.
Ólafur Ólafsson