Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 35 I » ) ) í í Vj í 9 i : ' í í , 0 -+ annars 28 feta seglbát sínum til Skotlands. í tilefni af langferðum var hann útnefndur „Sæfari ársins“ af Siglingasambandi íslands. Auk þess að vera keppnismaður í fremstu röð var Ingi framarlega í félagsmálum siglingamanna. Hann var ritari Siglingasambands íslands um skeið. Hann var í hópi stofn- enda Kjölbátasambands íslands og sat lengi í stjórn þess. Hann var og virkur félagi í Siglingafélaginu Ými í Kópavogi, þar sem hann sat meðal annars í stjórn um tíma, en auk þess gegndi hann mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Siglingafé- lagReykjavíkur, Brokey. Viku áður en hann lést hafði hann einmitt tekið að sér að hafa umsjón með framkvæmdum við nýja félagsað- stöðu Brokeyjar við Reykjavíkur- höfn. Það er til marks um það álit sem Ingi naut, að meðan hann lifði kom enginn annar til greina í það vandasama starf. En þrátt fyrir allt þetta munu siglingamenn fyrst og fremst sakna Inga sem góðs félaga. Hann var jafnan fyrstur manna á staðinn ef taka þurfti til hendinni, hamhleypa til verka og hvers manns hugljúfi þótt hann gæti verið hvass ef hon- um þótti að sér eða félögum sínum vegið og ekki síður ef honum þótti menn fara með fleipur. Það þoldi hann afar illa, enda rökfastur mað- ur sjálfur og fylginn sér. En hvern- ig sem á stóð var alltaf stutt í hlát- urinn og hann var einskis manns óvinur til lengdar. Um leið og við kveðjum Inga nú í hinsta sinn vott- um við öðrum vinum hans og öllum vandamönnum samúð okkar. Við sem sigldum með og á móti Inga vitum að missir þeirra er mikill. Siglingafélagar. Laugardaginn þann 12. nóvem- ber barst okkur starfsmönnum á YST sú sorgarfrétt að Ingi. S. Asmundsson tæknifræðingur hefði fundist látinn stutt frá heimili sínu í Breiðholti. Banamein hans var hjartabilun. Okkur vinnufélagana setti hljóða við þessa hörmulegu frétt og minn- ingar um liðnar samverustundir við störf og leik sóttu á hugann. Ingi Sigurður Ásmundsson, en svo hét hann fullu nafni, nam í fyrstu vélvirkjun hjá vélsmiðjunni Héðni hf. en sneri sér síðan að tæknifræði og lauk prófi í þeirri grein frá tækniskólanum í Álaborg árið 1970 sem véltæknifræðingur. 1. nóvember sama ár hóf hann störf á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík og vann þar þannig í rétt 24 ár. Ingi varð meðeigandi í VST hf. árið 1977. Á verkfræðistofunni vann hann ýmiskonar hönnunar- og eftirlits- störf. Hönnun lagnakerfa í skóla- hús, sundlaugar, sjúkrahús og íbúðarhús var aðal starfsvið hans fyrstu árin. Síðan tóku við eftirlits- og hönn- unarstörf við dælustöðvar Hitaveitu Akrness og Borgarfjarðar, og Hita- veitu Akureyrar auk hönnunar lagn- akefa í stöðvarhús Kröfluvirkjunar. Ingi var sem hönnuður gætinn og nákvæmur og vann sín verk óaðfinnalega og var gott til hans að leita um ráð og leiðbeiningar á sviði hans. Á fyrstu starfsárum sínum á stofunni var Ingi mikilvirkur í starfsmannafélagi VST og vann mikið starf við uppbyggingu á or- lofssvæði VST í Skorradal. Siglingaíþróttin varð þó fljótlega aðaláhugmál hans og vann hann mikið sjálfobðastarf fyrir siglinga- íþróttina. Hann var einnig keppnis- maður í siglingum og oftar en ekki í einu af verðlaunasætunum í sigl- ingakeppnum. Hér á stofunni er Inga minnst fyrir hans léttu lund. En glaðvær og gáskafullur hlátur hans er nú þagnaður og félagi jafnt innan stof- unnar sem utan er horfinn á braut allt of fljótt. Við sendum ættingjum hans ein- lægar samúðarkveðjur. Félagar og vinir á Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. KRISTRUN NÍELSDÓTTIR + Kristrún Níels- dóttir var fædd á Akranesi 10. júní 1920. Hún andaðist á Borgarspítalanum 20. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Níels Kristmanns- son verkstjóri og meðeigandi í fyrir- tækinu Bjarni Ólafs- son & Co. á Akra- nesi og kona hans Margrét Jónsdóttir, Sveinssonar próf- asts á Akranesi. Al- systir hennar var Sigríður Jónsdóttir, kjörmóðir mín. Systkini hennar eru: Jón Andrés, sem er látinn, og Mar- grét, en Kristrún var yngst þeirra. Hún giftist Ragnari Sig- urðssyni, lækni, 10. júní 1943. Börn þeirra eru: Sigurður, sál- fræðingur, kvæntur Ingu Stef- ánsdóttur, Ása Helga, leikkona, hennar maður er Karl Gunnars- son, og Andrés, sálfræðingur. Útför Kristrúnar fer fram frá Áskirkju í dag. RÚNU, en svo var hún kölluð meðal vina og vandamanna, hefí ég þekkt frá bernsku. Hún ólst upp í foreldra- húsum á miklu menningarheimili. Níels átti gnótt íslenskra bóka, sem óspart voru lesnar. Hann hafði mik- inn áhuga á leiklist og tók þátt í leikstarfi á Akranesi. Hann var æruvert prúðmenni, við- ræðugóður, víðsýnn og með fastmót- aðar skoðanir, eindreginn sjálfstæð- ismaður og ákafur bindindismaður. Margrét kona hans var fyrirmynd- arhúsmóðir og hafði sérstaklega hlýtt og elskulegt viðmót og gerði allt að góðu. Gestrisni var í fyrirrúmi og mjög gestkvæmt. Andrúmsloftið á þessu prýðisgóða heimili lék um börnin, Rúnu sem var yngst, Jón Andrés og Margréti. Sumrin 1931-34 var ég ráðinn í vinnu hjá Níelsi og bjó heima hjá þeim hjónum. Unnið var myrkranna á milli við hin margvíslegu störf því alltaf var nóg að gera utan heimilis sem innan. Við unglingarnir unnum eins og aðrir og nutum þess þegar hlé varð á til íþróttaiðkana, sund frá Langasandi, knattspyrnu o.þ.h. Mikil glaðværð og eindrægni ríkti meðal okkar barnanna, í kristilegri góð- hjartaðri umsjá sæmdarhjónanna Níelsar og Margrétar. Hann hafði góðan allstrangan aga á sínu fólki og hafði ágætt lag á því að láta mannskapinn lúta sinni hægl- átu en þó ákveðnu stjórn. Stundum lét hann okkur strákana taka einhveija áhættu eða leysa ein- hverja létta þraut til þess að stappa í okkur stálinu, en allt hefur þetta mikið uppeldisgildi. Sérhlífni var honum fjarri skapi. Hann átti traust vináttubönd við ýmsa góðbændur í Borgarfirði og stundum var farið í heimsóknir til þeirra. Við_ unga fólkið fengum að fara með. í fyrstu var ekið í bíl svo langt sem komist varð, síðan haldið á leiðarenda ríðandi. Sumarið 1935 fórum við í eina slíka ferð upp í Hvítársíðu og komum að Bjarnarstöðum og Fljótstungu. Þaðan fórum við unglingarnir í hellis- ferð að skoða Víðgelmi undir leiðsögn bræðranna Jóns og Páls Bergþórs- sonar. í undirheimum hellisins kynntumst við svartasta myrkrinu, en bræðurnir leiddu okkur til Ijóssins. Leiðir skildu, æskuárin voru að baki. Rúna fór til náms í Húsmæðra- skóla ísafjarðar og Margrét systir hennar litlu síðar. Andrés settist í Verslunarskólann og bjó hjá okkur meðan námið stóð yfir. Að loknu stúdentsprófi stundaði ég ásamt bekkjarbróður mínum og vini Ragnari Sigurðssyni nám við læknadeild Háskóla íslands. Tókum við upp á því að skreppa í skemmti- siglingu til Akraness með Esjunni einn fagran sumardaginn. Þá hófust kynni þeirra Ragnars og Rúnu, sem síðar varð til þess að þau giftu sig er hann hafði lokið kandidats- prófínu. Þau bjuggu um tíma í mínu húsi og tókust hin bestu kynni og vin- • átta við Ragnhildi konu mína og Rúnu og henn- ar fjölskyldu. Þegar Ragnar hafði lokið framhaldsnámi í nuddlækningum í Stokkhólmi urðu fagn- aðarfundir þegar við árið 1949 komum heim frá Kaupmannahöfn. Allt síðan hefur þessi vinátta haldist og ætið farið vaxandi. Um marga aðra sam- eiginlega vini okkar gildir hið sama og þakka viljum við allt hið góða sem okkur hefur áskotnast af ævarandi vináttu á langri lífsbraut. Öll hin síð- ari ár hefur Rúna átt við vaxandi heilsubrest að stríða og að lokum var svo komið að hún megnaði ekki að rísa óstudd úr rekkju. Ragnar maður hennar, börn og barnabörn hafa ann- ast hana heima í þessum langvar- andi veikindum og ekkert sparað til þess að henni liði sem best og varð ekki á betri umhyggju kosið. Rúna var fríð kona, glaðlynd greind og skemmtileg, föst í lund og hafði ljósar og heilbrigðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var einnig fyrirmyndar eiginkona og húsmóðir, stjómaði sínu heimili með glæsibrag og af rausn, en þau hjónin vom ætíð samtaka í þeim efnum. Leið því öllum vel á heimili þeirra, er þáðu hlýjuna og vinsemdina er þeir nutu. Hún lét mann sinn og böm njóta hins besta í lífinu með ást sinni og umhyggju fyrir þeim. Þeirra er missirinn og allra vin- anna. Blessuð veri minningin um hana. Bjarni Konráðsson. Fullir af þakklæti og ást langur okkur til að kveðja þig í dag, elsku amma. Við emm svo ríkir að hafa átt þig að. Gjafmildin þín var takmarkalaus. Alltaf að hugsa um aðra — um okk- ar hamingju og framtíð. Og manstu þegar þú og afi komið að heimsækja okkur á meðan við bjuggum í Dan- mörku og hamborgarinn flaug út úr brauðinu og tómatsósan skvettist í allar áttir — manstu og þú fékkst hláturskast — ætlaðir ekki að geta hætt og smitaðir alla. Gleðin þín var svo gefandi. Já, og manstu þegar við komum heim úr skólanum og þú beiðst með jólakökuna — ilmurinn fannst alveg út á horn. Og svo þegar fæturnir gátu ekki lengur borið þig var samt alltaf hægt að leita til þín. Þú hlustaðir og miðlaðir okkur af hlýjunni þinni. Litli bróðir fékk að skríða allt í kringum þig og núna spyr hann hissa af hvetju hann geti ekki hitt þig þar sem þú ert núna. Hann skilur það seinna og þá veit hann líka það sem við vitum — að við hittumst öll aftur hjá Guði. Elsku amma, orðin verða svo fá- tækleg en samt er hjartað fullt. Og í þögninni sendum við orð hjartans til þín fullvissir um að þau nái til þín, elsku amma. Við kveðjum þig með þakklæti og biðjum Guð að geyma þig. Barnabörnin þín á Sporðagrunni, Funi, Dagnr og Logi. ' Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H) í dag er til moldar borin góð vin- kona mín og kær frænka barna minna og eiginmanns, Kristrún Ní- elsdóttir. Lífshlaup hennar spannaði 74 ár. Rúna hitti ung Ragnar sinn og bund- ust þau ævilöngum tryggðaböndum. Hjá þeim hjónum var hjartahlýja og gestrisni í fyrirrúmi og yljaði öllum þeim er þar bar að garði. Hjá þeim nutu börnin mín ástríkis og oft var talað um „ömmu Rúnu frænku“. Alltaf voru átthagarnir ofarlega í huga Rúnu og fylgdist hún vel með lífinu þar. Eftir að hún stofnaði heim- ili í Reykjavík var fastur liður hjá henni að koma í smá „afslöppun" upp á Skaga eins og hún orðaði það. Kom hún þá gjaman í miðri viku og heim- sótti vinkonumar en Ragnar kom eft- ir vinnu á föstudegi og saman spáss- ereðu þau hönd í hönd upp Skagann og litu inn hjá ættingjum og vinum. Starfsvejdvangur Rúnu var alla tíð innan veggja heimilisins — þar réð hún ríkjum. Oft heyrði ég Ragnar segja; „Hún Rúna mín veit þetta.“ Jafnframt fullyrti hann að hún Rúna hans hefði byggt húsið þeirra á Sporðagrunninu. En Ragnar launaði þetta allt með því að halda enn fastar í hönd Rúnu sinnar síðustu árin heima á Sporða- gmnn þegar veikindi sóttu á og gaf henni allan þann styrk sem hann mátti. Vinirnir uppá Skaga voru henni kærir og gleymdu þeir henni ekki þó hún væri rúmföst síðustu 4 árin. Heimsóknir og kveðjur þaðan glöddu hana mikið. í síðustu heimsókn minni á Sporða- gmnn sá ég lítinn ömmustrák hlaupa að rúmi hennar til að gefa henni koss og var það dæmigert um það hve börn hændust alla tíð að henni. Ég of fjölskylda mín þökkum fyrir- s'amfylgdina og allt sem hún gaf okkur og kenndi. Blessuð sé minning góðrar konu. Yndi er að eiga ást og fórnarblóð, þín margir sakna mega er meta verkin góð. Þér ég þakkir færi þín var kynning hlý. Vík nú, vinur kæri, verksvið inn á ný. (G.K.) Brynja. Sumarið 1955 fluttu fyrstu íbú- arnir í Sporðagmnn. Nýja hverfið var byggt í holtinu neðan undir dval- arheimili sjómanna sem þá var að rísa eins og höll sem gnæfði yfir götumar tvær, Selvogsgrunn og Sporðagmnn. í grenndinni vom Hringsjá, Jaðar og Reykir og standa tvö síðast nefndu húsin enn. Og það rauk úr þvottalaugunum í fjarska. Holtið var stórgrýtt og þar lékum við okkur í síðastaleik á steinum eða í mun glæfralegri leikjum sem fólust í því að eltast við hvort annað í stil- lönsum bygginganna og stökkva fram af í mjúka sandbingina. Frelsið var ótakmarkað og þegar við urðum örlítið stærri gengum við inn í Vatna- garða, klifmðum í gömlum skipum eða skoðuðum undur fjömnnar. Nú eru Vatnagarðarnir horfnir undir Sundahöfn. Kristrúnu Níelsdóttur kynntist“ég fyrir tæpum fjörutíu árum, en þá urðum við Ása dóttir hennar bestu vinkonur við fyrstu kynni. Heimilið í Sporðagrunni 17 var einstakt, þar var ég heimagangur mestan hluta bernsku minnar og þar áttu bræður mínir einnig öruggt og gott athvarf. Hlýja og léttleiki einkenndi samskipt- in innan fjölskyldunnar, ekki síst við- mót hjónanna Ragnars og Rúnu hvort við annað. Ragnar vann óvenjulangan vinnudag utan heimil- is, en Rúna var heimavinnandi eins og flestar mömmurnar í götunni. Ég var ævinlega velkomin á heimilið á hvaða tíma sólarhrings og Rúna átti alltaf eitthvað næringarríkt og gott til í eldhúsinu. Og svo hló hún þess- um heita, dillandi hlátri, þessi greinda, skapmikla kona, sem um- vafði okkur börnin öryggi. Sami léttleikinn mætti mér uppi á Skaga, á heimili Nielsar afa Ásu og Möggu móðursystur hennar. Húsið á Skaganum stóð vestast á nesinu, reisulegt og dálítið dularfullt. Það var ævintýri líkast þegar við Ása fórum árlegar ferðir okkar upp á Akranes með hinni glæsilegu Akraborg. í sorg og i gleði reyndust Rúna og Ragnar okkur systkinunum betur en nokkur orð fá iýst. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég sendi Ragn- ari, Möggu, Sigga, Asu, Adda og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Broddadóttir. Handryksugur Straujárn H rauöristat K afm a g n s h n íJ a r K affi A ö n n u r r. w a a — Ju Sl j. * X B X. & t IB iii JS Gerð: 1.700,- Gerð 3871 Kr 1.880,- F á s t u in land allt Öll verð m7ö7o stgr.afsl. EINAR FARESTVEIT &C0 hf Gerð: Kr. BA 3243. a 3.780,- Borgartúni 28, sími 622900 Gerð: Kr. AT2580. a a 2.260,- Gerð: Kr. WA2170.A A 3.790,- 1.890,- Gerð: EM Raftækin renna út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.