Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ retta girn austurlens Jólasúpa daesins Dreka kjúklingur m/ smokkfisk Djúpsteikt og marinerað svínakjöt Ronoja krabbakjöt Madam Lee kjúklingur Kínverskt hangikjöt "Thai" karrý nautakjöt Fiskur á Kanton vísu Kui-tap svínakjöt Fimm krydda smokkfiskur Yú-siang fiskibollur " Pancit" won-ton Lumpia Malasía (vorrúllur) Kirsuberja desert Kayang kex kökur Tailenskur desert Svartur hrísgrjónabúðingur Kína Kaisa salat Malasía Rojak Fan-ci salad Avextir 25. NOVEMBERTIL 23. DESEMBER -KÍNVEMKn veitingahúsið á íslandi Laugavegi 28b Sími 16513- 23535 - Fax 624762 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! FRÉTTIR: EVRÓPA Svíar ræða ESB-aðildiná Carlsson tekur höndum saman við vinstrivænginn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA þingið hefur nú rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir inn- göngu landsins í ESB um áramótin, þegar samþykkt var tiilaga um breyt- ingu á stjómarskránni, sem veitir þinginu heimild til að láta ESB eftir ákvörðunarrétt, þar sem það á við. Eftir deilur um hvernig fjármagna ætti aðildargjaldið, hefur stjórnin nú náð samstöðu með Vinstriflokkn- um og Umhverfisflokknum um það mál. Umræður um aðild Svía að hernaðarbandalög- um hafa verið háværar und- anfarna daga, eftir að dag- blaðið „Expressen“ varpaði fram þeirri hugmynd að Svíar gengju í Nató. Breytingin á stjórnar- skránni felur í sér að ESB er veitt ákvörðunarréttur í málum, þar sem tryggt er að sömu grundvallaratriði varðandi frelsi og rétt gildi og í Svíþjóð og ef þrír fjórðu hlutar sænska þingsins samþykkir það. ESB-andstæðingar vöruðu við þessu, en var svarað með að þegar giltu svipuð ákvæði varðandi Sam- einuðu þjóðirnar og að þar sem ein- göngu væru lýðræðisríki í ESB væri ósennilegt að ákvarðanir þess gætu strítt gegn sænskum lýðræðishefð- um. Eins og ESB-andstæðingar höfðu lofað greiddu þeir atkvæði með tillögunni í virðingarskyni við ákvörðun meirihluta landsmanna, utan hvað sautján sátu hjá. Hlutleysið óútkljáð mál Eftir deilur um hvernig ætti að fjármagna aðildargjald Svía upp á um 200 milljarða^ íslenskra króna hefur sænska stjórnin nú náð sam- stöðu með Vinstriflokknum og Um- hverfisflokknum. Hægriflokkur Carl Bildts hafði hafnað hugmyndum um eyrnamerktar álögur og allir borg- araflokkarnir hafnað hugmyndum um skattahækkanir vegna gjaldsins, en það er leið stjórnarinnar. Meðal annars verður lagt á atvinnurek- endagjald og önnur gjöld og skatt- ar, svo Gudrun Schyman leiðtogi Vinstriflokksins sagði að hörðustu stuðningsmenn aðildar borguðu gjaldið. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ingvar Carls- sons um að hann vildi sam- vinnu bæði til hægri og vinstri hefur hann nú í ann- að skiptið tekið mikilvæga ákvörðun með vinstri- vængnum eingöngu. í fyrstu ræðu sinni um utanríkismál sagði Lena Hjelm-Wallén utanríkisráð- herra að Svíar ættu að ræða hvort þeir ættu ekki að verða áheyrnarað- ilar í Vestur-Evrópusambandinu, sem hefði njikilvægu hlutverki að gegna í friðarvörslu. Meðan Carl Bildt^ var forsætisráðherra sagði hann að Svíþjóð gæti ekki horft hlutlaust á' ef Eystrasaltslöndum væri hótað. Hjelm-Wallén vildi ekki ganga jafn langt, en sagði að í sam- vinnu við önnur lönd myndi Svíþjóð grípa inn, ef slíkt kæmi upp á. Nató-aðild hefur verið rædd í Svi- þjóð undanfarna daga, eftir að „Ex- pressen" varpaði fram spurningunni um hvers vegna Svíar gerðust ekki aðilar, en enginn leiðandi stjórn- málamaður hefur viljað taka undir það. Það eru hins vegar ekki mörg ár síðan að ESB-aðild virtist algjör- lega útilokuð. Ingvar Carlsson Lavastein, Liechten- stein og Lahnstein Ósló. Morgunblaðið. • VERDENS Gang kastaðifram skrítlu um ástandið ef aðeins Noregur, ísland og Liechtenstein verða eftir í EFTA og vísaði til jarðfræði Islands og leiðtoga ESB-andstöðunnar í Noregi: „Bara Lavastein, Liechtenstein og Lahnstein verða eftir.“ • ANDSTÆÐINGAR ESB- aðildar hafa sumir sagt að þcir muni ekki greiða aðild atkvæði á Stórþinginu, hvernig sem fari í þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Jan Petersen, formaður Hægriflokksins, á blaðamanna- fundi í gær. „Þegar Austurríkis- menn sögðu já, sagði þetta fólk að það skipti engpi máli. Finnar sögðu já og það átti heldur ekki að skipta neinu máli. Jáið í Sví- þjóð skipti engu máli. Næst segja þau: Nú hafa Norðmenn sagt já, og það skiptir ekki neinu máli heldur.“ • FJÖLDI manns hefur kosið utan kjörstaðar, allt að 15% kjós- enda í sumum fylkjum. Talið er að talningu geti seinkað á mánu- dagskvöldið vegna hinna mörgu utankjörstaðaratkvæða. Svo gæti farið að niðurstaðan lægi ekki fyrir fyrr en á þriðjudagsmorg- un. • UPPLÝST var ífyrradagað tveir norskir ráðherrar, Gunnar Berge sveitarstjórnamálaráð- herra og Gunhild Öyangen land- búnaðarráðherra, hefðu skrifað framkvæmdastjórn ESB í Bruss- el og óskað eftir ,jákvæðum tölum“ um byggðastyrki úr sjóð- um ESB til norsku lands- byggðarinnar. Tölurnar átti að birta fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í Noregi. Fram- kvæmdastjórnin gaf hins vegar þau svör, að ekki væri hægt að gefa upp nákvæmar tölur fyrr en Noregur væri genginn í ESB og hefði sótt formlega um styrki. Deilt um írska hólfið Brussel. Reuter. RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála í ESB náðu ekki samkomulagi á fundi sínum á miðvikudag um hvernig standa bæri að aðild Spánveija og Portúgala að hinni sameiginlegu fískveiðistefnu. Jochen Borchert, sjávarútvegsráð- herra Þýskalands, sagði ljóst að enn væri ágreiningur milli ráðherranna en að hann yrði væntanlega leystur á næsta fundi í desembermánuði. Ætla Þjóðveijar að standa í tvíhliða viðræðum við ESB-ríki fram að fund- Spánverjar hafa hótað því að koma í veg fyrir aðild EFTA-ríkjanna að ESB náist ekki samkomulag fyrir áramót. _ Luis Atienza, sjávarútvegsráð- herra Spánar, sagði sum ríki vilja halda uppi mismunandi reglum á fiskimiðum sambandsins og vísaði þar til þess að Bretar og Irar vilja ekki hleypa spænskum og portúg- ölskum togurum inn í Irska hólfið, sem fiskverndarsvæði umhverfis Ir- land. mum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.