Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Breska stjórnin hótar afsögn og nýjum kosningum Uppgjör við ESB-and- stæðinga á mánudag London. Reuter. BRESKA ríkisstjórnin samþykkti einróma í gær að segja af sér og boða til nýrra kosninga ef frumvarp hennar um aukin framlög til Evrópu- sambandsins, ESB, verður fellt á þingi. Spennan í breska Ihalds- flokknum eykst dag frá degi og í gær sagði einn forystumaður Evr- ópuandstæðinga innan hans, að hann hefði nægan stuðning til að fella frumvarpið. Gaf hann jafnframt lítið fyrir hótun Johns Majors forsæt- isráðherra og annarra ráðherra um „sameiginlegt sjálfsmorð“ eins og Major hann kallaði nýjar kosningar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar er ætlað að kveða niður orðróm um, að ráðherrarnir séu ekki sammála um afsögn verði frumvarpið fellt en það kemur til afgreiðslu á mánudag. Sumir Evrópuandstæðinga hafa líka haldið því fram, að engin þörf sé á nýjum kosningum þótt frumvarpið verði fellt, heldur sé nóg að skipta um forsætisráðherra. Líta á frumvarpið sem traustsyfirlýsingu í samþykkt ríkisstjórnarinnar seg- ir, að hún líti á frumvarpið sem traustsyfirlýsingu og ekki sé inni í myndinni að skipta um forsætisráð- herra. Boðað verði til þingkosninga verði það fellt. Bill Cash, einn þingmanna íhalds- flokksins, sagði í gær, að nokkur hópur þing- manna hefði heitið að styðja breytingartillögu við frumvarpið en samkvæmt henni verður ESB neitað um aukin framlög þar til eitthvað hefur verið gert í alvöru til að koma í veg fyrir að misfarið sé með fé úr sjóðum sambandsins. Cash sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að 15 þingmenn og líklega fleiri myndu styðja breytingartillöguna en íhaldsflokkurinn hefur 14 sæta meirihluta á þingi. Ósigurinn vís Major og aðrir ráðherrar reiða sig samt á, að hótun um kosningar muni halda aftur af uppreisnarliðinu enda má telja alveg víst, að íhaldsflokkurinn biði mikinn ósigur fyrir Verkamannaflokknum. Skoðanakönnun, sem Times birti í gær, sýnir, að Verkamanr.aflokk- urinn hefur 31% umfram íhaldsflokkinn, sem hefur aðeins stuðning 24% kjósenda. Cash kvaðst þó ekki taka neitt mark á hót- un um „sameiginlegt sjálfsmorð“ eins og hann kallaði hugsanlegar kosningar. pumir TILBOÐSDAGAR SPÖRTU byrja í dag, föstudag og standa yfir til 4. des. Frábær tilboð á PUMA vörum. íþróttaskór frá kr. 990. íþróttagallar frá kr. 1.490. íþróttatöskur, polobolir, íþróttabolir og margt fleira. Nú er tækifæri til þess að kaupa jólagjafirnar á ótrúlega lágu verði. Opið laugardag kl. 10-14. Opið sunnudag kl. 13-17. 10% afsláttur af öðrum vörum á tilboðsdögunum. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 ■ 101 Reykjavik • sfmi 12024 Reuter Krefja Japani um bætur JAPANSKA ríkisstjórnin sagðist í gær íhuga að senda afsökunar- beiðni til kóreskra kvenna sem neyddar voru til þess að vera kynlífsambáttir japanskra her- manna í heimsstyrjöldinni síðari. Hópur slíkra kvenna kom saman í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í gærdag og krafðist bóta af hálfu Japana. Rússar dæla enn úrgangi í jörðu Sakaðir um geig- vænlegt gáleysi New York. Daily Telegraph. BANDARlSKIR vísindamenn ótt- ast að ótrúlegt vistfræðilegt gá- leysi Rússa varðandi urðun kjarn- orkuúrgangs eigi eftir að kalla mikil vandamál yfír jarðarbúa um ókomnar aldir. Rússneskir vísindamenn hafa svipt hulunni af helstu leyndarmál- um Kalda stríðsins; að Rússar hafi í þijá áratugi losað sig við kjarn- orkuúrgang með því að dæla hon- um í jörðu niður. Og það sem verra er, þessu at- hæfi halda þeir áfrarri enn í dag. „Þetta er gáleysislegasta athæfi á sviði kjarnorkumála sem mann- kynið hefur upplifað," sagði Henry Kendall, eðlisfræðingur við Tækni- háskóla Massachusetts og Nóbels- verðlaunahafi. „Það er enginn mælikvarði til yfir þetta geigvænlega ábyrgðar- leysi,“ bætti Kendall við. Bent hefur verið á þrjá staði í Rússlandi þar sem úrgangi er enn dælt niður í jörðina. Dýpstar eru holurnar við Dímítrovgrad, skammt frá Moskvu, eða 1.100 til 1.500 metra djúpar. Rússneskir vísindamenn hafa staðfest að geislavirkur úrgangur hefur borist miklu lengra út frá holunum en ráð var fyrir gert, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þar sem geymsluholurnar eru rétt við ár, sem renna annars vegar í Kaspíahaf og hins vegar í Norður- íshaf, er talin hætta á að úrgangur- inn berist í þær með jarðvatni. Áætlað er að úrgangi sem sam- svarar þremur milljörðum kúría, sem er mælieining á geislavirkni, hafi verið dælt niður í jörðina í Rússlandi. Til samanburðar nam geislunin frá Tsjemóbýl-verinu 50 milljónum kúría. Meðal úrgangsefnanna eru Ces- ium-137 með 30 ára helmingunar- tíma og Strontium-90 með 28 ára helmingunartíma. Vísindamönnum stendur sérstakur stuggur af Strontium-90 sakir þess að það binst auðveldlega í beinum manns- líkamans. Krefjast afsagnar PATRICK Nicholls varafor- maður breska Íhaldsflokksins fékk til tevatnsins í blöðum í gær fyrir að lýsa Frökkum sem samsærismönnum íjóðverja í seinna stríðinu [Þjóðverjar felldu 592.000 Frakka er þeir hemámu Frakkland] og Þjóð- vetjum sem stríðsæsingamönn- um. Nicholls sagði eina framlag Ijóðverja til Evrópu væri að hafa hrundið tveimur styrjöld- um af stað. Fyrir ummæli sín var hann neyddur til að segja af sér varaformennsku í fyrra- dag. Afsagnar hans sem þing- manns var krafist í gær. Gratsjov á sjúkrahúsi PAVEL Gratsjov varnarmála- ráðherra Rússlands var lagður inn á sjúkra- hús í síðustu viku en tals- maður ráðu- neytisins sagði að í ljós hefði komið við ítarlega rann- sókn að engir alvarlegir kvillar hijá hann. Gratsjov var fluttur á spítala er hann kenndi las- leika eftir þingumræður sl. föstudag. Gratsjov Flugræningj- ar gefast upp ÞRÍR menn sem rændu far- þegaþotu á flugi frá Syktyvkar í norðurhluta Rússlands til Mínsk í Hvíta Rússlandi gáfust upp í Tallin í Eistlandi í gær. Þeir höfðu krafist þess að fá að fara til Vestur-Evrópu en gáfust um síðir upp án til þess kæmi að sérsveitir réðust inn í flugvélina. Sjö sökuð um misnotkun RÉTTARHÖLD hófust í gær yfír sjö manns frá þýsku borg- inni Worms sem sakaðir eru um að hafa misnotað sjö börn á aldrinum sex mánaða til átta ára frá mars til nóvember í fyrra. Er þetta ógeðfelldasta mál sinnar tegundar sem upp hefur komið í Þýskalandi. Sak- borningarnir eru amma barn- anna, tvenn hjón og tveir frændur þeirra. Þau eru m.a. sökuð um að hafa selt afnot af bömunum. Flugslys á Suðurskauti KANADÍSK Twin Otter flug- vél á vegum bresku Suður- skauststofnunarinnar fórst í flugtaki við Rothera rannsókn- arstöðina í gær. Með henni fórust fjórir Kanadamenn. Flestir styðja Fatah FATAH-samtökin, fylking Yassers Arafats, nýtur mun meiri stuðnings meðal Palest- ínumanna á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum en öfga- mannasamtökin Hamas, sam- kvæmt óháðri skoðanakönnun. Styðja 42,3% Fatah en einung- is 17,4% Hamas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.