Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
n'n.U'r'un? úm
r>
/
1 U-'J 0 % cijjlúiiiir iii
jfVJílI D.I.I.O ífÖJJl vi') Ai.ioi'irvoll
['jYó íiliOJmi (\ MóíoI Mof-j)
■jímí l-JMOJ.,
Verðlaunagetraun
zqO Borgfirsk spurningablanda!
Borgfirsk verðlaun!
Verðlaunanúmer.
1. og 2. verðlaun, hvor um sig: Nr.: 3.480 og 5.979.
Gisting fyrir tvo á Hótel Borgarnesi,
kvöldverður og morgunverður innifalinn.
3. og 4. verðlaun, hvor um sig: Nr.: 24.962 og 1.843.
Vélsleðaferð á Langjökul. Farið frá
Húsafelli á vegum Langjökuls hf.
5. til 14. verðlaun, hver um sig:
Matvæli frá fjórum Borgfirskum
fyrirtækjum, að verðmæti kr.: 5.000,-.
Nr.: 4.251; 9.102; 380;
19.638; 5.361; 17.415;
22.192; 706; 3.487;
28.212.
Eigendur getraunaseðla með þessum númerum eru beðnir að hafa samband við skrifstofu
Markaðsráðs og vera undir það búnir að svara öllum spurningunum rétt.
Morkoðsród Boraorness
Borgarbragt 59, 310 Borgarnesi.
Sími: 93-72025, bréfasími: 93-72125.
- kjarni málsins!
IDAG
Farsi
•/ þak er -Frdo J~da. Jfdnn aerðurl La~gou~
nóumí- önnur 3 tiL 5 oir. "
SKÁK
með svart. Hann lék síðast
27. - Rg5-e4??
sjá stöðumynd
Umsjðn M a r É e i r
l’ctursson
ÞESSI staða kom upp í
fjórðungsúrslitum Evrópu-
keppni taflfélaga í Lyon í
Frakklandi í skák tveggja
stórmeistara. Ungveijinn
Csaba Horvath (2.540),
Honved Búdapest, hafði
hvítt og átti leik, en Bosníu-
maðurinn Bojan Kurajica
(2.565), Bosna Sarajevo var
28. Hxd5! - Rxd5, 29.
Hxd5 (Nú er svarta staðan
gertöpuð, því bæði svarta
drottningin og biskupinn á
f5 standa í uppnámi og það
er ekki hægt að
valrfa biskupinn með
drottningunni) 29. -
Hd7, 30. Hxd6 -
Hxd6, 31. Rc3 og
hvítur vann auðveld-
lega. Þetta dugði þó
ekki til að fella Bos-
níuliðið út, því á
fyrsta borði vann
Kasparov Ungveij-
ann Almasi. Hinum
skákunum lauk með
jafntefli svo úrslitin
urðu 3-3. Bosna
Sarajevo komst
áfram því við stigaútreikn-
ing vegur sigur á fyrsta
borði þyngst.
Disney-mótið fyrir 14
ára og yngri er á morgun.
Skráning hjá SÍ, sími
689141.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Ljós við
göngnstíg
KÓPAV OGSBÚI hafði
samband við Velvakanda
vegna göngustígs er ligg-
ur frá Hjallabrekku að
undirgöngum á Nýbýla-
vegi gegnt Snælands-
skóla. Hann segir að stíg-
ur þessi sé illa upplýstur
og að-lítil börn verði allt-
of oft fyrir aðkasti eldri
barnanna og komi heim
til sín grátandi og með
fötin rifín. Hann telur að
ef ljósum yrði komið
þama fyrir myndi þetta
ástand breytast því þá
myndi sjást betur til
bamanna.
Hann sagði að haft
hefði verið samband við
lögregluna og bæjaiyfír-
völd í Kópavogi vegna
þessa máls en ekki væru
komin nein ljós þar enn
og hvetur bæjaryfírvöld
til að gera eitthvað í
þessu máli.
Tapað/fundið
Loftnet tapaðist
LOFTNET með hvítri
stöng datt af bil radíó-
áhugamanns á Háteigs-
vegi sl. laugardagsmorg-
un. Fundarlaunum heitið
til þess sem skilar því á
Háteigsveg 2. Upplýs-
ingar í síma 10907.
Gleraugxi töpuðust
GLERAUGU í brúnu
hulstri töpuðust trúlega á
Ingólfstorgi eða í
Hafnarstræti sl. þriðju-
dag. Skilvís fínnandi vin-
samlega hafí samband í
síma 11601.
COSPER
KANNTU ekkert annað lag en „Flaskan mín
fríð...“?
Víkverji skrifar...
BÍLASTÆÐISVANDAMÁL í
gömlum íbúðarhverfum borg-
arinnar geta valdið íbúum þeirra
og gestum ómældum vandamálum.
Bílaeign landsmanna er komin
langt umfram það sem gert var ráð
fyrir þegar hverfin voru byggð og
eru bílastæðin því mun færri en
íbúðir við margar götumar. Ekki
bætir úr skák að mörgum fjölskyld-
um fylgja tvær bifreiðir.
Víkveiji, sem býr í einu slíku
hverfi, lendir oft í því þegar hann
kemur heim síðari hluta dags eða
seint að kvöldi að engin bílastæði
eru laus nálægt heimilinu. Þykir
honum heldur hart að þurfa að
leggja bílnum í næstu götu og ger-
ir því eins og nokkrir aðrir íbúar
hafa þurft að grípa til, leggur bíln-
um upp á gangstétt. Þetta úrræði
fer í taugarnar á gangandi fólki,
ekki síst mæðrum með bamavagna,
auk þess sem bifreiðaeigendur taka
aukna áhættu á að ekið verði á
bílinn í vetrarhálku.
XXX
NÝJAST í þessum hremmingum
Víkveija er að stöðumæla-
verðir frá borginni eru farnir að
gera sér ferðir um íbúðarhverfin
og sekta eigendur fyrir að leggja
ólöglega. Það er ekki laust við að
gremjan nái yfirhöndinni þegar
maður les þessa orðsendingu frá
Bílastæðasjóði: „Má bjóða þér ódýr-
ara stæði?“ Síðan em talin upp
nokkur bílastæðishús í miðbænum!
Víkveiji og nágrannar hans hafa
spurst fyrir um það hjá borginni,
hvort ekki sé hægt að fá leyfi til
að merkja hverri íbúð stæði, en þau
svör sem fást eru að einungis fatl-
aðir mega eigna sér stæði. Ljóst
er að þetta ástand er óviðunandi
og því er spurt: Er ekki hægt að
breyta reglum um merkingar bíla-
stæða í íbúðahverfum?
xxx
YÍKVERJI er einn af þeim sem
hefur gert góðlátlegt grín að
tíðum verslunarferðum Islendinga
til annarra landa. Hann hefur jafn-
vel verið á þeirri skoðun að sú hefð
að ijúka til útlanda eingöngu til
þess að kaupa þar fatnað og aðra
vöru sem þykir vera á hagstæðu
verði hljóti að vera séríslenskt fyrir-
bæri og honum hafa þótt fréttir af
viðtökum heppinna verslunareig-
enda, þar sem kaupglaða íslendinga
ber að, styðja þá skoðun. Að sama
skapi hefur Víkveija verið skemmt
að lesa fréttir frá þessum stöðum
um kaupóða íslendinga sem fara
eins og stormsveipur um verslunar-
hverfin og þurfa tengivagna aftan
í rúturnar til þess að koma góssinu
á flugvellina.
Þeirri skoðun Víkveija að íslend-
ingar væru einir á báti hvað varðar
innkaupaferðir til útlanda, eða öllu
heldur hvað varðar magn þeirra
innkaupa sem þar eru gerð, var
hnekkt á dögunum þegar Víkveiji
var á ferð í Slóvakíu. Innlendur leið-
sögumaður Víkveija hafði þá orð á
því, að nú væri jólatömin að hefj-
ast hjá ferðaskrifstofunum, sex vik-
um fyrir jól. Innkaupaferðir Slóvaka
til Póllands yrðu þá mun meiri en
áður,,en þó væru þær tíðar allan
ársins hring. Leiðsögumaðurinn
sagði Víkveija að þrátt fyrir að
Slóvakar teldu Pólland standa skör
lægra en Slóvakíu höluðu ferða-
skrifstofur inn dágóðar fjárhæðir
með því að skipuleggja hópferðir
þangað, þar sem innkaup væru eini
tilgangurinn. Víkveija þótti skondið
að heyra leiðsögumanninn segja að
eina ástæðan fyrir þessum ferðum
væri hagstætt verðlag í Póllandi,
um leið og Víkveiji borgaði sem
svaraði tólf krónum íslenskar fyrir
bjórinn á barnum sem þeir voru
staddir á.
x x x
A
YMISLEGT hafa menn sagt um
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, en enginn getur
haldið því fram að maðurinn kunni
ekki að svara fyrir sig. í Dagsljósi
ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld var
utanríkisráðherra spurður út í þau
ummæli Gro Harlem Brundtland,
■ forsætisráðherra Noregs, frá því
fyrr í vikunni þess efnis að raddir
þeirra sem eftir sætu á Evrópska
efnahagssvæðinu yrðu sem músart-
íst úti í hafsauga og hafa þessu orð
verið túlkuð sem bein skírskotun
til stöðu íslendinga.
Og það stóð ekki á svarinu: —
Ja, það er þá lystug mús, því hún
er búin að eta yfir 50 þúsund tonn
af þorski þarna úti í Barentshafi
éftir því sem Gro segir sjálf, sagði
utanríkisráðherra.