Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 9
FRETTIR FRÁ opnun skógarreitsins við Grund í Eyjafirði sl. sumar. Meðal gesta voru tveir af þingmönnum héraðsins, Halldór Biöndal, land- búnaðarráðherra, og Sigbjörn Gunnarsson. 10 milljónir í Skógrækt með Skeljungi 60-70 þúsund trjá- plöntur gróðursettar Á ÞESSU ári var unnið að margs- konar verkefnum undir vinnuheit- inu Skógrækt með Skeljungi, s.s. veittir styrkir til tijáplöntukaupa, staðið að opnum dögum á skóg- ræktarsvæði Skógræktar ríkisins, uppákomum. á bensínstöðvum Skeljungs og gefin út litabók handa yngstu kynslóðinni. Samtals hefur verið varið um 10 milljónum króna til samstarfsverkefnisins á árinu, segir í frétt frá Skógræktarfélagi íslands. Um það bil 1,4 milljónum var varið í einstaklingsstyrki, 4,5 millj- ónum var varið í lagningu 18 km af göngustígum í skógræktarsvæði og 2 milljónir fóru til styrktar aðiid- arfélögum Skógræktarfélags Is- lands samkvæmt úthlutunaiTeglum sem settar hafa verið. Þá var um 2 milljónum króna varið í útgáfu lita- bókar fyrir börn, til grisjunar og merkingar í skógum, 'en bætt að- gengi fyrir almenning var stór hluti samstarfsverkefnisins í sumar. Gera má ráð fyrir að styrkþegar hafi gróð- ursett 60-70 þúsund skógarplöntur í sumar. Þá er þess að geta að veitt- ar voru 140.000 krónur vegna gróð- urfarslegrar úttektar á skemmdun- um í Tungudal og til gerðar heildar- skipulags á útivistarsvæðinu. Mikill fjöldi kom á „opna daga“ Skógræktar ríkisins og Skeljungs, sem haldnir voru bæði á skógrækt- arstöðvunum og bensínstöðvum Skeljungs. Formaður sveitarfé- laga um Atvinnuleys- istryggingasj óð Ekki fallist á framhald greiðslna VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði við setningu ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga á Hótel Sögu á miðvikudag, að stjórn sambandsins og sveitar- stjórnarmenn um land allt muni ekki undir neinum kringumstæð- um fallast á að um framhald á greiðslum sveitarfélaga í Atvinnu- leysistryggingasjóð verði að ræða, né heldur að aðrar sambærilegar fjárhagslegar kvaðir verði lagðar á sveitarfélögin. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að framhald verði á greiðslum sveitarfélaga í Atvinnuleysistryggingasjóð á ár- inu 1995. Vilhjálmur sagði að stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga gerði þá skýlausu kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún standi við yfirlýsingu frá 10. desembor 1993 þar sem segir að ekki verði um áframhald á greiðslum sveitar- félaganna í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð að ræða og að Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga verði gert kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Slæm áhrif á samskipti Vilhjálmur benti á að Jöfnunar- sjóður stæði nú líkt og í fyrra frammi fyrir verulegum vanda vegna greiðsluskyidu á óinnheimt- um meðlögum, og sagði hann að staða sjóðsins væri með þeim hætti að hann gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Þrátt fyrir viðræður um þessi mál við ríkið, sem enn stæðu yfir, hefði engin niðurstaða fengist í ofangreindum málum, og væri sú staða farin að hafa veru- lega slæm áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga, sem bæri skylda til að hafa með sér gott samstarf. Hartoppa- og dömu og herra Danskur hárkollumeistari, Finn Waldorf, í heimsókn Hárprýði, sérverslun með gervihár, er nú 20 ára. Af þvi tilefni flytjum við í stærra og betra húsnæði í Borgarkringlunni. Þar verður mjög góð aðstaða fyrir dömur og sérstök, aðskilin deild fyrir herra. í tilefni opnunarinnar verður Finn Waldorf frá Kaupmannahöfn, hönnuður hárhluta og ráðgjafi, með kynningar og ráðgjöf dagana 25.-28. nóv. Finn Waldorf mun sýna það nýjasta í gervihári fyrir dömur og herra og leiðbeina viðskiptavinum okkar. Almenn kynning fös 25/11, kl. 16-19. Við getum leiðbeint, aðstoðað og bent á hjálpartæki eða lausnir fyrir dömur og herra, sem líða fyrir hárleysi. Hafið samband og fáið upplýsingar um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Greiösluskilmálar, sem henta öllum. Hárprýði kynnir: "Greaf Lengths" allra nýjuslu aSferð fil aS lengja og þykkja ár. "Great Lengths'' hárlenging og/eSa hárþykking verSur sýnd í Borgarkringlunni laugardaginn 26. nóvember nk. Þar geta gestir og gangandi séS meS eigin augum hvernig þessi frábæra hárlengingaraðferS FATAPfíYÐJ Scrverslun BORGARKRINGLUNN1103 REYKJAVÍK. S. 91-32347. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 9 Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunnk 57 milljonir Vikuna 17. til 23. nóvember voru samtals 57.139.853 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Petta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæð kr.: 17. nóv. Mónakó 196.397 19. nóv. Háspenna, Hafnarstræti... 265.298 20. nóv. Háspenna, Hafnarstræti.. 96.580 22. nóv. Háspenna, Laugavegi 216.929 23. nóv. Háspenna, Laugavegi 96.349 Staða Gullpottsins 24. nóvember, kl. 13:00 var 2.939.750 krónur. ! r,E>, Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. Franskar blússur bundnar í hálsinn TESS Opið virka daga kl. 9-18, jveðst við laugardaga Dunhuga, kl. 10—14. sími 622230 CFuCC Súð af nýjutti vörum Opið Caugarcíag Hverfisgötu 78, sími 28980. Fyrir jólin Stutt pils frá 1.990 Stuttar peysur frá 1.990 Hvítar skyrtur frá 2.490 Sendum í póstkröfu Flash. Framtíðarmarkaðinum, Faxafcni 10, s. 689666.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.