Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN RAGNAR BRYNJÓLFSSON + Sveinn Ragnar Brynjólfsson var fæddur í Ólafs- firði 26. maí 1955. Hann lést af slys- förum laugardag- inn 19. nóvember 1994. Foreldrar hans voru Brynjólf- ur Sveinsson meistari firði, f. 1981, og Sigur- björg Helgadóttir, f. 1919. Hann var yngstur fjögurra systkina, systur hans eru Guðrún, f. 1948, Ragnheiður, f. 1949, og Helga Pálína, f. 1953. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún H. Guðjónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, f. 1955. Börn þeirra eru Brynjólfur, f. 1975, Sandra, f. 1979, og Birkir Guð- jón, f. 1989. Sveinn lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1975 og lauk síðan námi í arkitektúr frá Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1985. Hann starfaði sem arkitekt hjá skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar frá haustinu 1986 til dauðadags. Útför hans fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag. SKYNDILEGA er allt breytt. Um- ferðarslys á hálum þjóðvegi hefur hörmulegar afleiðingar. Einn okkar er hrifinn harkalega og fyrirvara- laust í burtu. Umferðin virðist nán- ast vera rússnesk rúlletta þar sem allir eru neyddir til þátttöku - og hending ræður hver fyrir tjóni verð- ur. Er ég réðst til starfa við Skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar fyrir tæpum sex árum sat þar á fleti fyrir þéttvaxinn náungi með kring- lótt hornspangargleraugu og vold- ugt yfírskegg. Það var Sveinn R. Brynjólfsson, arkitekt. Sveinn hafði numið byggingarlist við Konung- legu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn og hafið störf á Skipu- lagsdeild bæjarins haustið 1986. Sveinn hrelldi mig strax með beittum spurningum og hvöss- um athugasemdum en var mér jafnframt traust stoð meðan ég var að komast inn í nýtt starf og var frá upphafi einlægur sam- starfsmaður. Það tók nokkum tíma að venj- ast tilsvörum Sveins og kynnast sérstöku skopskyni hans. Frá upphafi mátti þó skilj- ast hver tilgangur hans var: Að komast að kjarna hvers máls, fjarlægja umbúðirnar, draga fram meginatr- iðin eða benda á villur og rökleysu í málflutningi eða hugmyndum. Oft laumaði hann að meinhæðnum at- hugasemdum, sem vörpuðu nýju ljósi á málin, skerptu umræðuna og skýrðu. Einna skemmtilegast þótti honum að skelfa framsóknar- menn og krata með þessari mark- vissu samræðutækni. Skoðanir sín- ar og álit lét hann ávallt í ljós á skýran og afdráttarlausan hátt, jafnvel þannig að ókunnugum varð hverft við. Að leiðarljósi hafði hann sterka og einlæga réttlætiskennd sem í starfí birtist í eindreginni afstöðu með almenningi, hinum almenna bæjarbúa, gegn hags- munapoti, gróðabralli og bygg- ingabröskurum sem létu eitthvað annað en hagsmuni almennings ráða gerðum sínum. Sveini var illa við alla tilgerð, væmni og mála- lengingar. Skrif hans um erindi og afgreiðslumál á vinnustaðnum voru gagnorð og stutt. Hann afsakaði það ef textinn varð lengri en ein blaðsíða og lá gjarnan yfír um- fangsmiklum málum til þess að stytta og einfalda þannig að rúmað- ist helst á einni síðu, kjarnyrt og hnitmiðað. / Sveinn var sælkeri. Hann naut sín í góðra vina hópi og var í orðs- ins fyllstu merkingu miðpunktur í félagslífi vinnufélaganna. Afmælis- veislan hans á vinnustaðnum síðastliðið vor verður lengi í minn- um höfð, þar svignuðu langborð undan gimilegum krásum þannig að erfitt verður að feta í fótspor hans í þeim efnum. Fimmtudagss- íðdegin þegar við þverhausarnir hittumst og körpum verða tómleg án hans. Sveinn var ósérhlífínn í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur af áhuga og einlægni og nutu þau félög, er hann starfaði í, krafta hans í ríkum mæli. Sveinn var einn af forystumönnum hús- næðissamvinnufélagsins Búseta á Akureyri og vart þarf að minna á störf hans fyrir íþróttahreyfinguna. Siðdegis á föstudag fyrir viku gengum við Sveinn um Sólborgar- svæðið, sem skipuleggja á sem framtíðarsvæði Háskólans á Akur- eyri. Sú mynd, sem ég á í minning- unni af Sveini þennan dag þegar hann stóð á klettaborgunum þaðan sem víðsýnast er og horfði til fram- tíðar, er á margan hátt táknræn um störf hans og hugsjónir. Það sem var sjálfsagt fyrir nokkrum dögum er orðið að gátu sem enginn á svar við. Við njótum ekki lengur skarpskyggni hans og Ulfarn|jjónusla I _ílsl<isf usmítii ♦--------- Vesturhlíð 3 ♦ Sími: 13485 ♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasími: 39723 rnasonap sfoía E „ I uvinnu Sfcínað 1899 -----♦-------- glettni en varðveitum með okkur ánægjulegar minningar um góðan dreng. Ég kveð með trega góðan vin og vinnufélaga og við hjónin vottum ástvinum hans innilega samúð. Ég færi fjölskyldu hans enn fremur samúðarkveðjur samstarfs- manna og vina á skipulagsdeild og öðrum deildum tæknisviðs Akur- eyrarbæjar. Megi minningin um líf- sviðhorf hans og réttlætiskennd vera konu hans og börnum styrkur er þau horfa til /ramtíðar. Arni Olafsson. Elsku Denni bróðir minn. Mín fyrsta skýra bernskuminn- ing er frá fæðingu þinni, þegar ég sá þig í fyrsta sinn, nýfæddan, fyrsta og eina bróðurinn sem ég eignaðist. Ein móðursystir mín sýndi mér þig, ég horfði á þig, snerti þig varlega því þú varst sof- andi, og síðan gekk ég út í maísó- lina og settist á tröppurnar í Brekkugötunni. Ég var stolt, ég hafði eignast bróður, ég var stóra systir og ég fann þá strax fyrir sterkum tengslum við þig sem héld- ust alla tíð. Eg var þá tæplega sex ára gömul, á sama aldri og yngri sonur þinn er nú. Von mín er sú að honum takist að muna eftir þér úr sínu lífi þótt hann eigi erfítt með að skilja það nú hvað er að gerast. Við sem eftir stöndum verð- um að hjálpa honum að muna eftir þér. Það hellast yfír mig minningar úr lífi okkar Saman. Þú skrifaðir svo fallega minningargrein þegar sonur minn Iést fyrir nokkrum árum, en ég gat aldrei sagt þér hve vænt mér þótti um skrifín. Treysti mér ekki til að tala um til- finningamar. Ég les stundum þessi orð þín og þau hjálpa mér til að gráta og losa þannig um sorgina sem ég hef byrgt inni. Sterk minn- ing frá þeim erfíða tíma er þitt faðmlag. Engin orð, aðeins faðm- lag, og það var gott, það var allt seni ég þurfti. Þannig hefur þú hjálpað mér að takast á við sorg- ina. Ég vona að ég geti gefíð fjöl- skyldu þinni eitthvað af mér núna í þeirra miklu. sorg. Við systkinin miðuðum oft tíma- tal okkar við veikindi mömmu, áður en mamma veiktist eða eftir að mamma veiktist. Okkur systkinun- um var komið fyrir hjá ættingjum sem hafa stutt okkur alla tíð síðan, en þó að pabba tækist að ná fjöl- skyldunni aftur samap eftir nokkra mánuði var allt breytt. Þetta áfall setti sitt mark á okkur og hafði sín áhrif á persónuleika okkar allra. Þú varst aðeins níu ára gamall og það gladdi mig að sjá hve þú komst heilsteyptur út úr þessu og eignað- ist yndislega fjölskyldu. Þú átt fal- leg og vel gerð börn og varst ein- staklega heppinn í makavali. Sig- rún hefði eflaust kosið að þú eydd- ir meiri tíma með fjölskyldunni því þú fórnaðir miklum tíma í félags- málin, en sá tími sem þú varðir með fjölskyldunni var góður tími og gefandi. Orð Kahlil Gibran úr Spámanninum eiga vel við þig: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálf- um sér.“ Síðustu stundir okkar saman eru táknrænar. Þú gistir hjá mér fyrir nokkrum dögum eins og svo oft áður og ég sagði þér frá því að ég væri að flytja í aðra íbúð. Mér þótti vænt um að fá þig mep að skoða íbúðina og fá þitt álit. Ég gat allt- af treyst þínum góða smekk. Þú hjálpaðir mér að velja liti og settir upp fyrstu ljósin. Þú skildir eftir ljós á heimili mínu eins og í lífi mínu. Og þú skilaðir lyklunum að íbúðinni sem ég var að flytja úr og gantaðist með að hafa ekki skil- ið þá eftir fyrir norðan í þetta sinn. Þú áttir ekki eftir að gista þar oftar. Ég kveð þig nú bróðir minn og þakka þér fyrir að vera hjá okkur í þessu lífí. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Elsku mamma, það er svo mikið sem á þig er lagt að það er hreint óskiljanlegt. Ekkert okkar getur skilið tilganginn. Okkur fannst nóg komið áður, en þú þarft nú að horfa á eftir yngsta barni þínu og eina syninum. Guð gefi þér styrk. Elsku Binni, þú átt góðar minn- ingar um föður þinn sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna, starf sem byijaði vegna stuðnings hans við þig og þín áhugamál. Þú getur verið stoltur af honum og starf hans hefur ekki aðeins gefið þér mikið heldur einnig fjölda annarra ungmenna í íþróttum, bæði á Akur- eyri og víðar. - Sandra mín, manstu eftir því þegar þú komst með mér út í Ólafs- fjörð sumarið sem Bibbi sonur minn fór? Þú varst þá aðeins átta ára og hughreystir mig með þinni bamslegu einlægni þegar þú sagð- ir: „Bibbi er núna kominn til afa síns þar sem hann vildi alltaf vera.“ Við getum á sama hátt sagt í dag að pabbi þinn er nú hjá þeim, hann er ekki einn. Varðveittu þessa trú. Birkir minn litli, þú sem fæddist á sjötugsafmæli ömmu þinnar og við kölluðum bestu afmælisgjöfina. Guð gefi að þér takist að varðveita minningar um pabba þinn, það er vafalaust erfítt fyrir hann að geta ekki fylgt þér eftir út í lífíð, en þú átt svo frábæra mömmu að ég er ekki hrædd um þig. Sigrún mágkona mín. Við þig get ég svo lítið sagt. Orð verða svo fátækleg á svona stundum. Þú varst svo sterk og róleg þegar þú tilkynntir slysið, og ég veit að það er engin huggun, sem sagt er, að ekki sé meira á okkur lagt en við getum borið. Börnin ykkar bera ykkur foreldrunum fagurt vitni sem einstaklega góðum uppalendum og þú mátt vera stolt af því verki ykkar. Ég veit að þú heldur áfram því verki jafnvel. Það er huggun að vita að þú átt góða að sem munu styðja þig og styrkja í gegn um þessa raun. Eg vitna aftur í Spámanninn eftir Kahlil Gibran þar sem segir: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerið þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ég bið Almættið að gæta ykkar og gefa ykkur styrk. Ragnheiður. Kveðja frá Knatt- spyrnudeild KA Laugardaginn 19. nóvember lést Sveinn R. Brynjólfsson í bílslysi sem var öllum þeim sem starfað höfðu með Sveini í stjórn knatt- spyrnudeildar KA mikið áfall. Fyrr þennan sama dag var gengið frá ráðningu nýs þjálfara fyrir meist- araflokk félagsins, og eins og oft áður var það Sveinn sem hafði veg og vanda af þessari ráðningu. Við sem sitjum í stjóm knattspymu- deildar KA höfum notið þess að hafa haft með okkur í stjórn jafn mikinn vinnuþjark og Sveinn var. Sveinn var sívinnandi fyrir félagið, fórnfýsi hans var einstök, hvort sem um var að ræða vinnu fyrir meistaraflokk félagsins eða skipu- lagningu og framkvæmd móta yngri flokka var Sveinn alltaf sá sem starfaði manna mest fyrir fé- lagið. Sveinn hefur verið í stjórn knatt- spyrnudeildar KA frá því árið 1986. Formaður var hann 1990—1992. Sveinn var fulltrúi KA í stjórn knattspyrnuráðs Akureyra'r, og barðist þar sem annars staðar fyrir framgangi knattspyrnunnar _hér á Akureyri. Fyrir ársþingi KSÍ, sem haldið verður innan skamms, liggja tillögur frá k’nattspyrnudeild KA sem Sveinn átti hugmyndir að og sá um að semja. Allar þessar tillög- ur lúta að því að bæta möguleika knattspyrnumanna á landsbyggð- inni til að stunda sína íþrótt. Knattspyrnumenn á Akureyri sjá á eftir öflugum talsmanni íþróttar- innar, og ljóst er að skarð Sveins verður erfitt að fylla. Fyrir hönd knattspyrnudeildar KA sendi ég eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum Sveins samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V-. Briem.) Ingólfur Hauksson Kveðja frá Iþróttafélaginu Þór Nú gráta vér megum svo gagnhollan vin. Til góðs var hans lífsvegur farni. Því fremst glæddi hann eldinn er feprst ber skin. Á félags og heimilis arni. (Steingrímur Thorsteinsson.) Laugardaginn 19. nóvember barst sú harmafregn að Sveinn R. Brynjólfsson hefði látist í bílslysi. Sveinn starfaði af miklum áhuga að framgangi knattspyrnu á Akur- eyri og var hann í stjórn Knatt- spyrnufélags Akureyrar frá 1986. Ég veit að hann vann mikið og fórnfúst starf fyrir KA, bæði hvað varðar skipulagsstarf og að veita fararstjórn í keppnisferðum. Mest voru samskipti okkar Sveins árin sem hann var formaður Knatt- spyrnudeildar KA og ég fyrir Þór. Marga fundi sátum við saman og Sveinn átti margar hugmyndir sem allar voru í þá átt að bæta hag iðkenda í knattspyrnu og einnig í sparnaði fyrir deildirnar, því oft áttu KA og Þór samleið í þeim málum. Knattspymumenn á Akureyri og víðar þurfa nú að sjá á eftir góðum dreng sem lagði á sig ómælt starf fyrir félag sitt og knattspyrnu á landsbyggðinni. Fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs sendi ég eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Rúnar Antonsson. Kveðja frá Knatt- spyrnufélagi Akureyrar Þann 19. nóvember sl. bárust okkur KA-mönnum þau válegu tíð- indi að félagi okkar, Sveinn Brynj- ólfsson, hefði látist af slysförum. Við fráfall Sveins hefur stórt skarð verið höggvið í raðir okkar KA-manna, skarð sem erfítt verður að fylla. Allir sem starfað hafa innan vébanda íþróttafélaga vita hversu mikilvægt það er að hafa í sínum röðum menn sem eru fúsir til að starfa og óeigingjarnir á tíma sinn þegar um hag félagsins er áð ræða. Þannig maður var Sveinn Brynj- ólfsson. Hann kom fyrst til starfa fyrir knattspyrnudeild KA árið 1986 og hefur starfað óslitið að málefnum deildarinnar síðan, alltaf tilbúinn til starfa jafnt í mótbyr sem með- byr, Hann var einn af máttarstólp- unum á bak við meistaraflokk karla hjá KA 1989 og átti sinn þátt í því að liðið varð Islandsmeistari það ár. Þá ríkti mikil gleði í herbúðum okkar KA-manna. Formaður deildarinnar var hann árin 1990- 1992. Sveinn starfaði við öll Essó- mót KA, sem haldin eru á hveiju ári, fyrir 5. flokk drengja í knatt- spyrnu og eru einhver stærstu íþróttamót sem haldin eru á landinu fyrir unglinga. Á þeim vettvangi vann hann mikið og gott starf. Sveinn starfaði í vallarnefnd KA, auk ýmissa annarra nefnda á veg- um knattspyrnudeildar og aðal- stjórnar félagsins. Þar eins og ann- ars staðar vann hann mikið starf og var óþreytandi að beijast fyrir bættum hag knattspyrnumanna á Akureyri og nágrenni. Að leiðarlokum eru Sveini færð- ar þakkir félagsins fyrir störf hans í þágu knattspyrnudeildar og aðal- stjórnar KA. Fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar votta ég eftirlifandi eig- inkonu, Sigrúnu Guðjónsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Söknuður okkar allra er sár. En þegar tíminn hefur mildað sárasta tregann mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.