Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR O g regnið féll BOKMENNTIR Ljóðabðk ÞÚ, SEM KOMST Ljóðsaga. Fyrra bindi eftir Þorstein Stefánsson - Birgitte Hovrings Biblioteksforlag 1994, prentun Oddi - 224 síður. 2.380 krónur. ÞORSTEINN Stefánsson rithöf- undur ætti að vera öllum eldri ís- lendingum kunnur af ritstörfum sínum. Ungur að árum flutti hann til Danmerkur. Vann þar margvís- leg störf og haslaði sér völl sem þekktur rithöfundur er hann hlaut H.C. Andersen verðlaunin 1942 fyrir bók sína Dalurinn. Eins og flestar bækur hans hefur hún komið út á íslensku. Ritverk hans hafa hlotið góða dóma, bæði í Danmörku og hér. Nú hefur hinn snjalli höfundur sent frá sér bókina Þú sem komst, sem er ljóðsaga gefin út á íslensku af Birgitte Hovring Biblioteksfor- lag, sem var bókaforlag konu hans, en hún er nú látin. Bókinni er skipt í tvö bindi: Þú, sem komst •og Það var þarna allt. Ljóðatitlar eru margir. Bókin er yfir 200 bls. og von er á annarri bók um sama efni á næsta ári. Þetta er í raun minningafrásögn af sameiginlegri vegferð þeirra hjóna sögð í óbundnum ljóðum. Það gengur á ýmsu á vegferð- inni. Stundum er frásögnin þrung- in slíkum sársauka og kvöl að les- andi finnur til. Þó getur hann ekki skyggnst inn í líf þessara persóna að ráði. Þegar sársauki, vonbrigði — vonleysi finna sér stað í orðum er eins og gegnsæ slæða sé breidd yfir atvik og tilfinningar. Svo eru tildrög og forsenda óljós. Þau eru þarna tvö ein og lesandi verður oft að geta sér til og skynja það sem ekki liggur ljóst fyrir. Úti kuldi. í hjarta ís. Angist, reiði mætast hér. Biturt svíður djúpt inni. Það sem dýrmætt var, glatað hefi. Þarna virðist ótví- ræður hæfileiki skáldsins að ná inn í dulvitund lesandans og láta hann einnig hrífast. Stundum birtir: Hlýjar kveðjur yfir sjóinn; fyrir eina tvær ég fékk. Og hvað mest af öllu gladdi: Skáldverk mitt þú last. Seinni hluti bókarinnar er eins og opnari fyrir lesanda. Minningar um ferðalög. Næmi fyrir litskrúði náttúrunnar, fjölbreytileik hennar, dýralífi og veðrabrigðum leitar á hugann. Eins og áður eru þau tvö næsta ein á ferð — vegferð ann- arra leitar ekki inn í skáldskapinn: Sumar, sumar saman erum, leggjum brátt í nýja för. Blátt blóm fannstu, blöðum snúið. Vetrarskuggum bugað lengra, lengra burt. Ef til vill leynist innst í hug- skoti skáldsins áköf löngun til þess að ritverk þess berist sem víðast og þar um gerir hann stundum nokkrar kröfur til konu sinnar: Það sem þér samt allra ljúfast og tekið að þér hefur: meistaraverk mitt á ensku að hreinrita. Auk þess í frístundum þínum leirsmíðalist varst að nema. í bókarlok fær hin vonlausa yfirhöndina á ný: Þorsteinn Stefánsson En þú kveinar, augun dauf, ennið þvalt. Burt þér snýrð. í hjarta mínu stingur, mér ofaukið virðist. Minningarnar verða eins og ljós- ari í vitund lesandans ef þær eru lesnar sem heildstæð saga. Órímuð ljóð eru svo varnarlaus, svo nakin standa þau að mikill vandi er þeim á höndum er notar slíkt form til tjáningar hugsana sinna. En Þorsteinn Steánsson má samt vel við una, hann er slyhgur í að hreyfa við lesanda, Iáta hann ferðast með sér, finna til og gleðj- ast eftir atvikum. Vonandi endist honum hugur og þrek til þess að ljúka næsta bindi ljóðsögu sinnar. Bókin er bundin í kápu með forsíðumynd af Birgitte Hovring og glefsum úr ritdómum aftan á kápunni. Jenna Jensdóttir AÐSTANDENDUR að söngleiknum Kabarett. Leikfélag Reykjavíkur Æfingar hafnar á söng- leiknum Kabarett NÚ ERU hafnar æfingar á söng- leiknum Kabarett hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er frumsýning áætl- uð á Stóra sviðinu í fyrri hluta jan- úar. Verður það stærsta sýning ársins í Borgarleikhúsinu. Það er Guðjón Pedersen sem setur sýning- una á svið, Gretar Reynisson er höfundur leikmyndar en Elín Edda Árnadóttir hannar búninga. Hljóm- sveitarstjóri er Pétur Grétarsson en sjö manna hljómsveit annast undir- leik í sýningunni. Danshöfundur er Katrín Hall en hún hefur um langt skeið starfað sem dansari í Þýska- landi. Lýsingu annast Lárus Björns- son. Kabarett var frumflutt á Broad- way 1966 og naut þar mikillar hylli og var verðlaunaður sem besti söng- leikur þess árs, bæði af gagnrýn- endum og leikhúsfólki. Hefur söng- leikurinn síðan verið tíður á sviðum smærri og stærri leikhúsa austan hafs og vestan. Söngleikurinn hefur áður verið settur á svið á íslandi og er ekki síður þekktur í kvikmyndagerð Bob Fosse frá 1972. Að þessu sinni hefur Karl Ágúst Úlfsson þýtt tal og söngtexta verksins á nýjan leik. Stór hópur leikara, söngvara og dansara kemur frami í sýningunni. Þau Ingvar E. Sigurðsson og Edda Heiðrún Backman koma nú aftur til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir nokkurt hlé og fara með hlut- verk skemmtanastjórans og Sally Bowles. Aðrir leikarar eru: Ari Matthíasson, Magnús Jónsson, Hanna María Karlsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Harpa Arn- ardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Pétur Einarsson. Dansarar eru: Auður Bjamadóttir, Birgitta Heide, Guðmunda Jóhann- esdóttir, Hany Hadaya, Lára Stef- ánsdóttir, Lilia Valieva og Sigrún Guðmundsdóttir. Átakið „tryggjum atvinnu - verslum heima" tryggjum ( atvirmu vers heima í Morgunblaðinu næstu föstudaga Við eigum jólanáttfótin Jyiir hana Háaleitisbraut 58-60, s. 813525. Fjölbreytt úrval fyrir sérverslanir og almennar verslanir ff?) HF.OFNASMIÐJAN Háteigsvegi 7, sími 21220, fax 623120 Lund'iá Búðareigendur - verslum heima! ■«, m mmmm Sérsmíðum... Bjartar og hlýlegar eftir þínum þörfum Nýjar bækur • ÚtkalIAlfa TF-SIF nefnist bók sem skráð er af Óttari Sveinssyni blaðamanni. „í bókinni er að finna áhrifaríkar og spennandi frásagn- ir áhafnar TF-SIF, þyrlu landhelgis- gæslunnar, af at- burðum þar sem líf lá við. Það er skemmst frá því að segja að alls hefur þessu ágæta björg- óttar unarliði tekist að Sveinsson. heima 140 manns úr heljargreipum við tvísýnar aðstæður og það á þyrlu með mjög takmarkað afl. Þá segir það fólk sem bjargað var úr bráðri lífshættu einnig sögu sína og eins sjónarvottar á slysstað." í bókinni eru um 60 ljósmyndir af þessum björgunarafrekum sem fæstar hafa áður komið fyrir almenn- ingssjónir. Útgefandi er Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. Bókin errúmlega 200 bls. Verð 2.980 krónur. 9 Bamabókin Konungur Ijónannn er komin út. Bókin er gerð eftir sam- nefndri kvikmynd frá Walt Disney, sem frumsýnd var vestan hafs á þessu ári. Myndin er þegar orðin ein vinsælasta teiknimynd Disney fyrir- tækisins ytra en hún verður frum- sýnd hér á landi innan skamms. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Konungur Ijónanna er 96 bls., og öll litprentuð. Áðurhafa komið út ísama flokki bækurnar Litla hafmeyjan og Aladdín. Bókin kostar 1.290 krónur. 9 Bókin Kúrnið Imns Árna er eftir Bubba Morthens og myndskreytt af ToWa. Bubbi er söngvari, hljóð- færaleikari, laga- og textasmiður. Þetta er frumraun hans sem rit- höfundar. Útgefandi er Setberg. Bókin kost- arkr. 1.590.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.