Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Opið í Borgarkrmgl- unni flesta daga til jóla JOLASVIPUR er nú kominn á Borgarkringluna og sjö metra háir jólasveinar og jólatré af svipaðri stærð eru framan á húsinu. í nóv- ember og desember er mesti anna- tíminn hjá verslunarfólki og mun Borgarkringlan hafa opið alla daga frá 28. nóvember til jóla. Verslunin 10-11 er opin alla daga frá kl. 10-23, en aðrar versl- anir eru opnar á eftirfarandi tíma fram til jóla: Laugardag 26. nóv. kl. 10-16, sunnudaginn 27. nóv. lokað, Ný hár- greiðslustofa í Austurveri HÁRGREIÐSLU STOFAN Haf- steina var opnuð fyrir skömmu í nýju og endurbættu húsnæði í Austurveri, Háaleitisbraut 68. Hjá fyrirtækinu starfa þrír út- lærðir fagmenn sem veita alla al- hliða hársnyrtiþjónustu, Hafsteina Gunnarsdóttir, Hafdís Guðmunds- dóttir og Súsanna B. Vilhjálms- dóttir, en þær störfuðu áður hjá Hársnyrtistofunni Kristu, Kringl- unni. Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og laugar- daga kl. 10-14. Breytilegur opnun- artími verður í desember. Eigendur stofunnar eru Helgi Bentsson og Hafsteina Gunnarsdóttir. -----♦ ♦ ■♦--- A Islandsmót í dansi ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í dansi með frjálsri aðferð fer fram á morgun, sunnudag, í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Að þessu sinni er keppt í 4 og 4 dönsum og 5 og 5 dönsum, í nokkrum aldursflokkum. Samhliða fijálsu keppninni verður boðið uppá keppni í einum dansi fyrir yngri krakkana, svo og þá sem styttra eru komnir. Keppnin verður sett með hefð- bundnum hætti klukkan 14.00, en húsið opnað klukkan 13.00. For- sala aðgöngumiða hefst á keppnis- degi kl. 11.30 á keppnisstað. Dansráð íslands sér um skipu- lagningu þessarar stóru keppni, en alls eru rúmlega 200 pör búin að tilkynna þátttöku. Dómarar í keppninni eru þrír og koma þeir frá Englandi, Hol- landi og Noregi. -----♦ ♦ ♦ Bakaríið Austurver í Rangárseli BAKARÍIÐ Austurver opnaði ný- lega nýtt bakarí í Rangárseli 6 í Breiðholti. Opið er virka daga frá klukkan 7.30 til 18.30. Bakaríið leggur áherslu á góða þjónustu við hverfisbúa. Eigendur eru Hörður Kristjánsson og Ólöf Ant- onsdóttir. laugardaginn 3. des. kl. 10-18, sunnudaginn 4. des. kl. 10-18, laugardaginn 10. des. kl. 10-18, sunnudaginn 11. des. kl. 13-17, laugardaginn 17. des. kl. 10-22, sunnudaginn 18. des. kl. 13-17, þriðjudaginn 20. des. kl. 10-22, miðvikudaginn 21. des. kl. 10-22, fímmtudaginn 22. des. ki. 10-22, föstudaginn 23. des. kl. 10-23, aðfangadag kl. 9-12, þriðjudaginn 27. des. lokað. Aðra daga er opið samkvæmt venju, virka daga til kl. 18.30 og föstudaga til kl. 19. Fundur alþýðuflokks- kvenna LANDSFUNDUR Sambands al- þýðuflokkskvenna verður haldinn 25. og 26. nóvember á Hótel Loft- leiðum og er hann opinn öllum al- þýðuflokkskonum. Fundurinn hefst með hátíðar- dagskrá á föstudagskvöld, kynnir verður Bryndís Schram. Á laugar- dagsmorgni verður gengið til fundarstarfa og flutt framsögu- erindi. Félagsmálaráðherra, Rann- veig Guðmundsdóttir, flytur erindi um jafnréttismál, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um Evrópumál, Bragi Guðbrandsson, félagsfræðingur, um fjölskyldumál, Steindór R. Haraldsson, sveitar- stjórnarmaður, og Gunnar Sigurðs- son, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, um atvinnumál. Heiðursgestur fundarins er Ingi- björg Sigurðardóttir, nýkjörinn þingmaður á sænska þjóðþinginu, og mun hún segja frá reynslu sinni af stjórnmálastörfum í Svíþjóð og ijalla um Evrópumál. Almennar umræður verða að framsöguerind- um loknum. Undirbúningshópar hafa starfað af fullum krafti að undanfömu og farið ofan í þau mál sem alþýðu- flokkskonur láta sig einna helst varða nú og í framtíðinni. Hóparn- ir hafa fjallað um Evrópumál, at- vinnumál og þá sérstaklega hvemig efla má stöðu kvenna á vinnumark- aðinum, málefni aldraða, menntun og skólamál, jafnréttismál, sjávar- útvegsmál og mál er varða börn og fjölskyldur. Samband alþýðu- flokkskvenna hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að vinna vel að málum fjölskyldunnar og margt af því sem Alþýðuflokkurinn hefur unnið að varðandi börn og fjöl- skyldu kom upphaflega fram sem tillögur frá alþýðuflokkskonum, segir í fréttatilkynningu. -----♦■■♦"♦---- Vilja þjóð- nýta kapalinn UMRÆÐUR fóru fram um störf og stefnu samtakanna, kosin mið- nefnd og samþykkt ályktun á Landsráðstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga. í ályktuninni segir m.a.: „SHA fagnar þeim niðurskurði sem varð í rekstri herstöðvarinnar í janúar sl. og krefjast þess að þegar samn- ingurinn verður endurskoðaður innan árs verði skrefið stigið til fulls og herstöðin lögð niður. SHA leggur til að SOSUS- kapallinn svonefndi, sem liggur á hafsbotni út frá landinu, á Reykja- nesi og Hornafirði, verði þjóðnýttur í þágu friðar og.vísinda. Samtökin leggja til að jarðeðlisfræðideild Veðurstofu íslands verði falin um- sjón með honum og að hann verði notaður til að fylgjast með jarð- hræringum og eldsumbrotum neð- ansjávar, ferðum hvala og öðru sem landslýð má að gagni koma.“ fyrsti vinningur á laugardag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.