Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 43

Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Opið í Borgarkrmgl- unni flesta daga til jóla JOLASVIPUR er nú kominn á Borgarkringluna og sjö metra háir jólasveinar og jólatré af svipaðri stærð eru framan á húsinu. í nóv- ember og desember er mesti anna- tíminn hjá verslunarfólki og mun Borgarkringlan hafa opið alla daga frá 28. nóvember til jóla. Verslunin 10-11 er opin alla daga frá kl. 10-23, en aðrar versl- anir eru opnar á eftirfarandi tíma fram til jóla: Laugardag 26. nóv. kl. 10-16, sunnudaginn 27. nóv. lokað, Ný hár- greiðslustofa í Austurveri HÁRGREIÐSLU STOFAN Haf- steina var opnuð fyrir skömmu í nýju og endurbættu húsnæði í Austurveri, Háaleitisbraut 68. Hjá fyrirtækinu starfa þrír út- lærðir fagmenn sem veita alla al- hliða hársnyrtiþjónustu, Hafsteina Gunnarsdóttir, Hafdís Guðmunds- dóttir og Súsanna B. Vilhjálms- dóttir, en þær störfuðu áður hjá Hársnyrtistofunni Kristu, Kringl- unni. Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og laugar- daga kl. 10-14. Breytilegur opnun- artími verður í desember. Eigendur stofunnar eru Helgi Bentsson og Hafsteina Gunnarsdóttir. -----♦ ♦ ■♦--- A Islandsmót í dansi ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í dansi með frjálsri aðferð fer fram á morgun, sunnudag, í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Að þessu sinni er keppt í 4 og 4 dönsum og 5 og 5 dönsum, í nokkrum aldursflokkum. Samhliða fijálsu keppninni verður boðið uppá keppni í einum dansi fyrir yngri krakkana, svo og þá sem styttra eru komnir. Keppnin verður sett með hefð- bundnum hætti klukkan 14.00, en húsið opnað klukkan 13.00. For- sala aðgöngumiða hefst á keppnis- degi kl. 11.30 á keppnisstað. Dansráð íslands sér um skipu- lagningu þessarar stóru keppni, en alls eru rúmlega 200 pör búin að tilkynna þátttöku. Dómarar í keppninni eru þrír og koma þeir frá Englandi, Hol- landi og Noregi. -----♦ ♦ ♦ Bakaríið Austurver í Rangárseli BAKARÍIÐ Austurver opnaði ný- lega nýtt bakarí í Rangárseli 6 í Breiðholti. Opið er virka daga frá klukkan 7.30 til 18.30. Bakaríið leggur áherslu á góða þjónustu við hverfisbúa. Eigendur eru Hörður Kristjánsson og Ólöf Ant- onsdóttir. laugardaginn 3. des. kl. 10-18, sunnudaginn 4. des. kl. 10-18, laugardaginn 10. des. kl. 10-18, sunnudaginn 11. des. kl. 13-17, laugardaginn 17. des. kl. 10-22, sunnudaginn 18. des. kl. 13-17, þriðjudaginn 20. des. kl. 10-22, miðvikudaginn 21. des. kl. 10-22, fímmtudaginn 22. des. ki. 10-22, föstudaginn 23. des. kl. 10-23, aðfangadag kl. 9-12, þriðjudaginn 27. des. lokað. Aðra daga er opið samkvæmt venju, virka daga til kl. 18.30 og föstudaga til kl. 19. Fundur alþýðuflokks- kvenna LANDSFUNDUR Sambands al- þýðuflokkskvenna verður haldinn 25. og 26. nóvember á Hótel Loft- leiðum og er hann opinn öllum al- þýðuflokkskonum. Fundurinn hefst með hátíðar- dagskrá á föstudagskvöld, kynnir verður Bryndís Schram. Á laugar- dagsmorgni verður gengið til fundarstarfa og flutt framsögu- erindi. Félagsmálaráðherra, Rann- veig Guðmundsdóttir, flytur erindi um jafnréttismál, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, fjallar um Evrópumál, Bragi Guðbrandsson, félagsfræðingur, um fjölskyldumál, Steindór R. Haraldsson, sveitar- stjórnarmaður, og Gunnar Sigurðs- son, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, um atvinnumál. Heiðursgestur fundarins er Ingi- björg Sigurðardóttir, nýkjörinn þingmaður á sænska þjóðþinginu, og mun hún segja frá reynslu sinni af stjórnmálastörfum í Svíþjóð og ijalla um Evrópumál. Almennar umræður verða að framsöguerind- um loknum. Undirbúningshópar hafa starfað af fullum krafti að undanfömu og farið ofan í þau mál sem alþýðu- flokkskonur láta sig einna helst varða nú og í framtíðinni. Hóparn- ir hafa fjallað um Evrópumál, at- vinnumál og þá sérstaklega hvemig efla má stöðu kvenna á vinnumark- aðinum, málefni aldraða, menntun og skólamál, jafnréttismál, sjávar- útvegsmál og mál er varða börn og fjölskyldur. Samband alþýðu- flokkskvenna hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að vinna vel að málum fjölskyldunnar og margt af því sem Alþýðuflokkurinn hefur unnið að varðandi börn og fjöl- skyldu kom upphaflega fram sem tillögur frá alþýðuflokkskonum, segir í fréttatilkynningu. -----♦■■♦"♦---- Vilja þjóð- nýta kapalinn UMRÆÐUR fóru fram um störf og stefnu samtakanna, kosin mið- nefnd og samþykkt ályktun á Landsráðstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga. í ályktuninni segir m.a.: „SHA fagnar þeim niðurskurði sem varð í rekstri herstöðvarinnar í janúar sl. og krefjast þess að þegar samn- ingurinn verður endurskoðaður innan árs verði skrefið stigið til fulls og herstöðin lögð niður. SHA leggur til að SOSUS- kapallinn svonefndi, sem liggur á hafsbotni út frá landinu, á Reykja- nesi og Hornafirði, verði þjóðnýttur í þágu friðar og.vísinda. Samtökin leggja til að jarðeðlisfræðideild Veðurstofu íslands verði falin um- sjón með honum og að hann verði notaður til að fylgjast með jarð- hræringum og eldsumbrotum neð- ansjávar, ferðum hvala og öðru sem landslýð má að gagni koma.“ fyrsti vinningur á laugardag!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.