Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borgarspítali og Landakotsspítali formlega sameinaðir
Skilyrði til að reka spít-
alana innan fjárlaga
Morgunblaðið/Sverrir
VIÐ UNDIRSKRIFT, f.v.: Höskuldur Ólafsson, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Sighvatur Björgvinsson og Friðrik Sophusson.
Flokksþing Framsóknarflokks hefst í dag
Stefnumótun fyrir
komandi kosningar
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis, fjármálaráðu-
neytis, Reykjavíkurborgar og yfir-
stjórnar Sjálfseignarstofnunar St.
Jósefsspítala um formlega samein-
ingu Borgarspítalans og Landakots
í ársbyijun 1996.
Vinnuhópar, skipaðir fuiltrúum
hlutaðeigandi aðila, hafa starfað
síðan í haust að sameiningu spítal-
anna. Niðurstaðan var samkomulag
sem kynnt var ríkisstjórninni 22.
nóvember og samþykkt í borgarráði
auk þess sem það var kynnt fulltrú-
um stéttarfélaga spítalanna.
Helstu atriði samkomulagsins eru
þau, að heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra beitir sér fyrir að sett
verði lög um heilbrigðisþjónustu,
bráðabirgðarákvæði um stjórn hins
nýja spítala. Einnig, að sett verði á
fót samráðsnefnd um starfsmanna-
mál með stéttarfélögum vegna sam-
einingarinnar.
Einnig má geta, að fjármálaráðu-
neyti og Reykjavíkurborg leita nið-
urstöðu um áfallnar og áfallandi líf-
eyrisskuldbindingar fyrir 28. febr-
úar 1995. Og að endingu, að fjár-
veitingar 1995 verði sameinaðar
undir einum fjárlagalið með að-
greindum viðfangsefnum. Fram
kom, er undirritunin var kynnt, að
samkomulagið sé í samræmi stefnu
og starfsásetlun ríkisstjórnarinnar
og auglýsingu heilbrigðisráðuneyt-
isins um verkaskiptingu sjúkrahús-
anna á höfuðborgarsvæðinu í apríl
1994.
Helstu kostir
Það kom fram hjá hlutaðeigandi
aðilum, að helstu kostir sameiningar
séu talsverðir. Það fáist t.d. svigrúm
til hagræðingar í rekstri sjúkrahús-
anna á næstu árum og skilyrði skap-
ast til að reka Borgarspítalann og
Landakot innan ramma fjárlaga.
Sjúkrahúsreksturinn í Reykjavík
verði í stærri og hagkvæmari ein-
ingum og hægt að fjöiga hjúkrunar-
rýmum fyrir aldraða. Töldu þeir að
þegar hefði náðst nokkur hagræðing
með einföldun almennra bráðavakta
á Reykjavíkursvæðinu sem eru nú
á tveimur sjúkrahúsum í stað
þriggja áður.
Þá sé nú möguleiki að stytta veru-
lega legutíma sjúklinga með þróun
sérstakra 5-daga- og ferildeilda sem
þekkt er í nágrannalöndunum, en
hefur ekki verið reynt hér á landi
til þessa. Nú verði hægt að færa
starfsemi milli spítalanna og breyta
legudeildum í 5-daga-deildir, dag-
deildir og ferildeildir. Þannig megi
bæta þjónustu við þá sjúklinga sem
geta orðið útundan á legudeildum
með mikla bráðaþjónustu, stytta
biðlista og auka jafnframt hag-
kvæmni í rekstri.
FLOKKSÞING Framsóknarflokks-
ins hefst á Hótel Sögu í Reykjavík
í dag, undir yfirskrifstinni Fólk í
fyrírrúmi. Um 600 fulltrúar eiga
seturétt á þinginu.
Á þinginu, sem er það 23. í röð-
inni, fer meðal annars fram kjör í
trúnaðarstöður flokksins. Halldór
Ásgrímsson gefur kost á sér í for-
mannskjöri, en hann tók við for-
mennsku í vor þegar Steingrímur
Hermannsson varð Seðlabanka-
stjóri. Þá gefur Guðmundur
Bjarnason ritari flokksins kost á
sér í embætti varaformanns. Þetta
er í fyrsta skipti sem nýr formaður
er kosinn á flokksþingi, en áður
var formaður kosinn af miðstjórn.
Áhersla á skuldir heimila
Halldór Ásgrímsson sagði á
blaðamannafundi í gær, að á
flokksþinginu myndi Framsóknar-
flokkurinn móta þá stefnu, sem
fylgt yrði í komandi kosningabar-
JÓHANNA Sigurðardóttir al-
þingismaður verður aðalræðumað-
ur á opnum fundi sem boðað hefur
verið til á Hótel íslandi næstkom-
andi sunnudag kl. 14-16. Þar
verða kynnt áform nýrrar stjórn-
málahreyfingar, heiti hennar og
fyrir hvað hún stendur.
áttu. í málefnavinnu fyrir þingið
hefði verið- lögð áhersla á skulda-
mál heimilanna en þær hefðu auk-
ist um einn milljarð á mánuði að
undanförnu.
Þingmenn Framsóknarflokksins
hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að taka upp nýtt
lægra þrep í virðisaukaskatti fyrir
matvæli um síðustu áramót. Hall-
dór sagði aðspurður, að ekki lægi
tillaga fyrir flokksþinginu um að
þetta skref yrði tekið strax til baka,
og hann gerði sér grein fyrir að
breyting yrði ekki nema í bærileg-
um friði við aðila vinnumarkaðar.
Flokksþingið hefst í dag kl. 10
en klukkan 13.30 mun Halldór
Ásgrímsson flytja yfirlitsræðu.
Sjónvarpað verður frá þinginu milli
klukkan 13 og 16 á Stöð 2, en
Ríkissjónvarpið hafnaði ósk frá
flokknum um að senda út frá þing-
inu á þessum tíma eftir umfjöllun
útvarpsráðs.
Auk Jóhönnu flytja stutt ávörp
nokkrir aðstandendur hreyfíngar-
innar. í fréttatilkynningu segir að
um sé að ræða nýja hreyfingu fólks
sem vilji breytingar í íslenskum
stjórnmálum og byggi á hugsjón
jafnaðarstefnunnar og nútímaleg-
um, fijálslyndum viðhorfum.
Ný stj órnmálahreyfing
verður kynnt á sunnudag
Sævar Ciesielski segír gögn sýna að atríði í Hæstaréttardómi byggist á rangri staðhæfingu
í SKÝRSLU þeirri sem Sævar Marínó Ciesi-
elski hefur lagt fram til stuðnings kröfu
sinni um að dómar í Guðmundar- og Geir-
finnsmálum verði enduruppteknir og hann
hreinsaður af 17 ára fangelsisdómi og
greiddar bætur vegna refsivistar og gæslu-
varðhalds, er því m.a. haldið fram að í dómi
Hæstaréttar yfir honum sé ranglega sagt
að hann hafi ekki fyrr en í lok mars 1977
dregið til baka játningar, sem hann gaf
lögreglu við yfirheyrslur 4. og 6. janúar
1976.
Sævar segir að í gögnum málsins, sem
hann hafi fengið aðgang að í fyrsta skipti
á síðasta ári, sé að finna bréf frá fulltrúa
yfirsakadómara, stjórnanda lögreglurann-
sóknar í málinu samkvæmt þágildandi rétt-
arfari, til þeirra dómara sem fengið höfðu
málið til efnismeðferðar. Þar segi stjórnandi
rannsóknarinnar að í þinghaldi 11. janúar
1976 hafi Sævar reynt að bera fyrir sig að
hann hafi verið þvingaður til játninga í
Guðmundarmálinu. „Ég tók ekkert mark á
framburði hans þar sem ég vissi betur,“ er
fullyrt í skýrslu Sævars M. Ciesielskis að
standi í bréfi þessu. Þetta sé ástæða þess að
í dómsbókum er ekki getið um afturköllun
játninga fyrr en rúmu ári eftir að þær hafi
í raun verið dregnar til baka.
í dómi Hæstaréttar frá 22. febrúar 1980
segir að ákærðu hafi endurtekið játningar
sínar fyrir lögreglu og á dómþingum að
viðstöddum verjendum en í skýrslunni seg-
ist Sævar hafa margítrekað afturköllun
játninga fyrir dómarafulltrúanum við þing-
höld á rannsóknarstigi, en fulltrúinn hafi
eingöngu bókað um þau þinghöld að ekkert
nýtt hafi komið fram.
Dómskjöl frá SÁF ekki rannsökuð
I skýrslu Sævars Marínós Ciesielskis er
ennfremur fullyrt að við lögreglurannsókn-
ina hafi fjarvistarsönnun hans, sem studd
hafi verið gögnum frá Sakadómi í ávana-
og fíkniefnadómstólnum, verið stungið und-
ir stól. Aldrei hafi verið rætt við einstakl-
inga, sem fram komi í málskjölum fíkniefna-
dómstólsins að hafi getað borið um ferðir
Sævars í janúar 1974, um það leyti sem
Guðmundur Einarsson hvarf. Sævar segir
að þessir einstaklingar hefðu getað staðfest
fjarvistarsönnun sína. Þessar skýrslur, sem
teknar voru rúmri viku eftir hvarf Guð-
mundar, hafi stjórnandi rannsóknarinnar
Neitað að bóka er
játningar voru
dregnar til baka
Sævar M. Ciesielski heldur því
fram að málsskjöl sem hann
hafi fyrst fengið aðgang að
1993 sýni fram á að meðferð
Guðmundar- og Geirfínns-
málsins á rannsóknarstigi og
við dómsmeðferð hafi ekki ver-
ið lögum samkvæm og beri að
taka málið upp að nýju, sýkna
hann og veita honum bætur.
Pétur Gunnarsson kynnti sér
rök Sævars fyrir kröfu um
endurupptöku málsins.
fengið sendar frá Sakadómi í ávana- og
fíkniefnamálum eftir að Sævar var handtek-
inn vegna málsins í desember 1975, tæpum
tveimur árum eftir hvarfið.
Einn þeirra sem Sævar telur að hafi get-
að staðfest sögu sína, hafí verið handtekinn
og hafður í haldi vegna málsins um tíma
en engar skýrslur hafi verið gerðar um
framburð hans. Þetta hafí komið fram á
dómsrannsóknarstigi en sakadómarar hafí
hvorki krafíst skýringa né látið hafa upp á
þessu fólki.
Gögn um lygapróf ekki lögð fram
Þá segir Sævar Ciesielski að meðan á
Morgunblaðið/Sverrir
ARI Edwald, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra, tók við kröfu Sævars
Ciesielskis um endurupptöku dóms í
Guðmundar- og Geirfinnsmáli.
rannsókn málsins stóð hafi hann verið látinn
gangast undir lygapróf. Prófið hafi Gísli
Guðjónsson sálfræðingur tekið og sent í
rannsókn til Englands. Sævar fullyrðir að
við þetta próf hafi ekkert komið fram sem
bendi til sektar hans en segir að um þessa
rannsókn og niðurstöður sé hvergi neitt að
fínna í frumgögnum málsins.
Meðal fylgiskjala við skýrslu Sævars eru
ítarlegar skýrslur Kristmundar Sigurðsson-
ar, fyrrverandi yfírlögregluþjóns rannsókn-
arlögreglu, og Ármanns Kristinssonar,
sakadómara, eins þriggja sem síðar dæmdu
í málinu. í skýrslunum gera þeir úttekt á
lögreglurannsókn í málinu. Skýrslurnar eru
dagsettar í janúar 1977, þegar sakborning-
ar höfðu verið í rúmt ár í einangrun í gæslu-
varðhaldi.
Þar er fundið að fjölmörgum atriðum er
varða rannsóknina.
Athugasemd dómara og
yfirlögregluþjóns á 14 blaðsíðum
Ekki sé lýst í gögnum málsins veðri nótt-
ina sem Guðmundur hvarf, aðfararnótt 26.
janúar 1974. Ekki hafi verið farið að Al-
þýðuhúsinu í Hafnarfírði, þar sem Guð-
mundur var að skemmta sér áður en hann
hvarf né leitað upplýsinga hjá dyravörðum
staðarins eða öðru starfsfólki. Ekki hafi
verið talað við aðra íbúa í því húsi í Hafnar-
firði þar sem talið sé að sakborníngarnir
hafí orðið Guðmundi að bana eftir átök til
að kanna hvort hljóðbært sé milli hæða og
hvort þeir hafi orðið einhverra átaka varir.
Ekki hafi verið rætt við íbúa næstu húsa
til að kanna hvort þar sé að fá upplýsingar
um atburðina eða hvort þeir hafi hugsan-
lega orðið vitni að einhveiju því sem tengst
geti flutningum líksins frá húsinu þessa
nótt.
Fundið er m.a. að því að margt sé óút-
skýrt varðandi þau átök sem orðið hafi
aðdragandi þess að Guðmundi var ráðinn
bani og í báðum skýrslum er greint frá
atriðum, gögnum og upplýsingum, sem
þurfí að upplýsa varðandi mikilvæg atriði
í málinu; t.a.m. lýsingar Erlu Bolladóttur,
sem telji sig hafa séð Sævar og fleiri flytja
lík vafið inn í lak út úr húsinu í Hafnarfirði.
Hún segist síðar hafa fundið lakið í ösku-
tunnu við húsið en framburður hennar beri
ekki með sér hvort á því hafi verið blóðblett-
ir.
Þá liggi fyrir litlar upplýsingar í fram-
burði sakborninganna um það hvaða áverka
Guðmundur hafi hlotið í áverkunum og
hvemig á honum hafi verið unnið.
Við meðferð málsins var fallið frá ákær-
um um að einn sakborninganna hefði orðið
Guðmundi að bana með hnífstungu og voru
þeir dæmdir fyrir að hafa í sameiningu ráð-
ist að Guðmundi og misþyrmt honum svo
að hann hlaut bana af.
Athugasemdir Kristmundar og Ármanns
um atriði sem rannsaka þurfi nánar eru á
samtals 14 blaðsíðum. Sævar segir þessar
athugasemdir ekki hafa verið lagðar fram
í málinu.