Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 28
28. FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING SJÁVARÚTYEGS- FYRIRTÆKJA VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP SAMEINING fyrirtækja í sjávarútvegi í stærri og öflugri einingar er til lengri tíma litið líklega ein- hver besta tryggingin fyrir bættri rekstrarafkomu. Gott dæmi er sameining reykvískra sjávarútvegs- fyrirtækja. Fyrst Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Is- bjarnarins í Granda hf. og síðan sameining Granda og Hraðfrystistöðvarinnar árið 1990. Hvert fyrir sig áttu þessi fyrirtæki í miklum erfiðleikum en samari mynda þau nú eitt myndarlegasta sjévarútvegsfyrir- tæki landsins. Önnur dæmi um velheppnaða sameiningu eru til dæmis sámeining nokkurra fyrirtækja í Vestmanna- eyjum í tvö stór fyrirtæki, ísfélagið og Vinnslustöð- ina, og sameining Hraðfrystistöðvar Stokkseyrar og Glettings í Þorlákshöfn. Víðs vegar um landið eiga sér nú stað þreifingar milli fyrirtækja um sameiningu eða nána samvinnu en oft miðar þeim hægt. Sú er til dæmis raunin við ísafjarðardjúp þar sem til skamms tíma átti sér engin umræða stað um sam- runa fyrirtækja á ísafirði, í Hnífsdal, Bolungarvík og Súðavík eða samvinnu við hráefnisöflun og vinnslu. Nú virðist loks vera að komast einhver hreyfing þar á. í fréttaskýringum í Morgunblaðinu, í gær og fyrra- dag, eru helstu ástæður þess af hverju sameiningar- viðræður hafa ekki átt sér stað fyrr raktar. Fyrir- tæki við Djúp eru rótgróin einkafyrirtæki, sem oftast eru í eigu fárra manna. Þá hefur slæm skuldastaða margra fyrirtækja, kvótaleysi og togstreita milli sveit- arfélaga torveldað samvinnu. Tvennt er helst talið hafa valdið þeirri viðhorfs- breytingu, sem nú verður vart. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin gert sameiningu að skilyrði fyrir aðild að Vestfjarðaaðstoðinni og einnig hefur íslandsbanki átt frumkvæði að viðræðum um sameiningu fyrir- tækja. Þá hefur sú nýja kynslóð sem nú er víða að taka við rekstri sjávarútvegsfyrirtækja annað viðhorf til þessara mála en sú eldri. Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Gnáar á Bol- ungarvík, er einn þeirra, sem er þeirrar skoðunar að framtíðin felist í sameiningu fyrirtækja í öflugar ein- ingar, sem geti aflað sér fjár á almennum hlutabréfa- markaði. „Eg tel líklegt að hér við ísafjarðardjúp myndist tvær til fjórar blokkir fyrirtækja í sjávarút- vegi. Annars staðar á landinu hafa fyrirtæki verið að sameinast og mynda fyrirtækjablokkir. Þannig fyrirtæki vantar á Vestfirði. Sjávarútvegsfyrirtæki eru orðin flókin iðnfyrirtæki og þau standast ekki samkeppni nema þau nái ákveðinni stærð og hafi svigrúm til að þróa afurðir fyrir nýja markaði,“ er haft eftir Elíasi í Morgunblaðinu í gær. Undir þetta viðhorf má taka. Samdráttur í þorsk- veiðum hefur bitnað mjög hart á fyrirtækjum á þessu svæði. Þau væru hins vegar mun betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana ef einingarnar væru stærri. Hægt væri að hagræða í yfirstjórn og hús- næðismálum og auðveldara væri að hefja uppbygg- ingu þegar veiðar glæðast á ný. Sú gerjun, sem nú er í vestfirzkum sjávarútvegi, á áreiðanlega eftir að verða til góðs. Til staðar er mikil og djúp þekking á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja og áreiðanlega margir beztu fagmenn á því sviði á landinu. Þeir hafa hins vegar ekki náð að stilla saman krafta sína með sama hætti og tekizt hefur víða annars staðar á landinu. Þess er að vænta að sú þróun, sem bersýnilega er hafin í átt til sameining- ar og samstarfs, leiði til jákvæðrar niðurstöðu fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum. H AFRÉTT ARMÁL * Vinnuveitendasamband Islands 60 ára Morgunblaðið/Friðgeir Olgeirsson BRESKU herskipin sigldu stöðugt á islensku varðskipin í ársbyrjun 1976, eins og fyrir áramót. Myndin var tekin hinn 7. janúar þegar breska freigátan Andrómeda sigldi harkalega á varðskipið Þór og olli á því miklum skemmdum. Næsta dag lýsti ríkisstjórnin yfir því að gripið yrði til víðtækra stjórnmálalegra aðgerða vegna ásiglinga Breta. Á myndinni til hægri sést ísienska sendinefndin á fundi hafréttarráðstefnunnar í New York 1977. Frá hægri: Hans G. Andersen, Þórarinn Þórarinsson og Gunnar G. Schram. AF INNLENDUM VETTVANGI Þrjú þorskastríð og hafréttarráðstefnur réttarheimildir íslendinga til útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Samkomulag hafði þá náðst við Breta, nánar tiltekið 13. nóvember 1973, og var samið til tveggja ára um hámarksafia brezkra skipa og útilokun verksmiðju- og frystitogara frá íslandsmiðum. Ekki náðist sam- komulag við Vestur-Þjóðveija, sem ekki viðurkenndu 50 mílurnar fremur en Bretar. Gildistaka hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna í seinustu viku ertímamóta- viðburður. Undirritun samningsins * 1982 var mikill sigur fyrir Islendinga, en að baki þeim sigri lá áralöng bar- — — — — ■ ~ átta. Olafur Þ. Stephensen rifjar upp nokkur brot úr þeirri sögu. BARÁTTAN fyrir viðurkenn- ingu á yfirráðum íslendinga yfir fiskimiðunum umhverf- is landið var háð bæði við samningaborðið, á þremur hafréttar- ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna, og í viðureign við bryndreka brezka heimsveldisins í þremur þorskastríð- um. íslendingar létu ekkert tækifæri ónotað til að vekja athygli á málstað sínum á alþjóðavettvangi og átti aðild- in að Atlantshafsbandalaginu áreiðan- lega töluverðan þátt í að íslendingar fengu mörgum meginkröfum sínum framgengt. Undirritun hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna árið 1982 var mikill sigur, sem var innsiglaður á Jamaíka í seinustu viku er samning- urinn tók gildi. Landgrunnslögin, sem sett voru 1948, kváðu á um vísindalega verndun fiskimiðanna á landgrunninu og veittu sjávarútvegsráðherra heimild til að ákveða takmörk verndarsvæða innan landgrunnsins, „þar sem allar veiðar skuli háðar íslenzkum reglum og eftir- liti, enda verði friðun á landgrunninu á engan hátt rýrð frá því, sem verið hefur". í lögunum var kveðið á um útfærslu fiskveiðilögsögu, en ekki eig- inlegrar landhelgi, og var þar um nýmæli að ræða. Utfærslur fiskveiði- lögsögunnar eftir þetta voru byggðar á landsgrunnslögunum. Fyrsta útfærslan á grundvelli land- grunnslaganna var árið 1950, er botn- vörpu- og dragnótaveiðar voru bann- aðar innan fjögurrÆ'mílna frá grunnl- ínu og síldveiðar aðeins leyfðar Islend- ingum. Beðið var með frekari aðgerð- ir þar til Alþjóðadómstóllinn í Haag hefði kveðið upp dóm í deilu Breta og Norðmanna um grunnlínur fyrir ströndum Noregs. Norð- menn unnu málið og settu íslendingar þá nýja reglu- gerð 1952, sem færði fisk- veiðilandhelgína út í fjórar mílur. Bretland og fleiri ríki mótmæltu og var sett löndunarbann á íslenzkan fisk í Bret- landi. Fyrsti sigurinn 1949 Fyrsta tækifærið til að vekja at- hygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á íslenzkum hagsmunum varðandi rétt strandríkja til verndunaraðgerða og útfærslu fiskveiðilögsögu kom hins vegar árið 1949, þegar þjóðréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna hugðist fjalla um yfirráð yfir úthöfunum. ís- Ienzka sendinefndin hjá SÞ lagði fram ályktunartillögu um að allsherjarþing SÞ samþykkti að einnig yrði fjallað um landhelgismál, enda væri örðugt að setja reglur um úthöfin nema regl- ur um landhelgi ríkja væru skýrar. Allsherjarþingið sam- þykkti tillöguna með 32 atkvæðum gegn átta, en átta sátu hjá. Meðal andstæðinga til- lögunnar voru sum helztu ríki NATO, Bretland þeirra á með- al. Þetta var túlkað sem mikill sigur íslend- inga, og veitti þeim aukin tækifæri tii að koma sjónarmlðum sín- um á framfæri innan SÞ. Á allsherjarþinginu 1953 hlutu sjónarmið Islendinga hins vegar mótbyr. íslendingar lögðust gegn því að allsherjarþingið fjallaði um úthafs- og landhelgismál áður en þjóðréttarnefndin hefði rannsakað og skilað skýrslu um öll atriði málsins. Islenzku sendimennirnir bentu á tví- skinnung í áliti þjóðréttarnefndarinn- ar, sem viðurkenndi rétt strandríkja til t.d. olíuauðlinda á landgrunni sínu, en ekki til fiskveiðilögsögu. Ályktun- artillaga íslands um þessi mál var samþykkt í nefnd hjá SÞ með stuðn- ingi hinna Norðurlandaríkjanna, en flest önnur Vesturlönd voru á móti eða sátu hjá. Tillagan var samþykkt á allsherjarþinginu sjálfu. Árið eftir urðu íslendingar aftur að beita sér í þessu máli og nutu þar stuðnings flestra ríkja rómönsku Ameríku. Meginkrafa þessara ríkja var að úthafs- og landhelgismál væru rædd sem eitt og sama málefnið. Þolinmæðin á þrotum Þjóðréttarnefndin lagði til árið 1956 að allsheijarþingið efndi til ráð- stefnu árið 1958 um ha- fréttarmál. Þetta var sam- þykkt í nefnd, með atkvæð- um allra ríkja annarra en íslands. íslendingar töldu enga þörf á að efna til sér- stakrar ráðstefnu; brýnt væri að allsherjarþingið sjálft tæki málið fyrir sem fyrst, því að stór verk- smiðjuskip yrðu innan skamms komin í notkun og gætu haft skelfileg áhrif á fiskistofnana. Þolinmæði íslendinga vegna aðgerðaleysis SÞ í hafréttar- málum var á þrotum, og vinstristjórn- in sem tók við völdum 1956 hóf undir- búning að frekari útfærslu landhelg- innar á grundvelli landgrunnslaganna. í fyrstu leit út fyrir að niðurstaða hafréttarráðstefnunnar, sem kom saman í Genf 1958, yrði viðunandi fyrir íslendinga. Kanada lagði til að landhelgin yrði þijár mílur, en aðeins strandríki skyldu hafa veiðirétt innan níu mílna til viðbótar, þannig að í raun yrði um að ræða 12 mílna fisk- veiðilögsögu frá grunnlínu. Kanadíska tillagan fékk hins vegar ekki tilskilinn meirihluta, eða tvo þriðju hluta at- kvæða. Afstaða Bandaríkjanna, sem hættu stuðningi við tillögu Kanada, olli íslendingum miklum vonbrigðum. En meirihluti ríkja á ráðstefnunni hafði þó samþykkt tillöguna og ráð- stefnan taldi tólf mílna fiskveiðilög- sögu raunhæft markmið. Mörg ríki tóku upp tólf mílna regluna sér að vandræðalausu. Útfærslan 1958 Á fundi utanríkisráðherra NATO í Kaupmannahöfn vorið 1958 lýsti Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra vonbrigðum íslenzkra stjórn- valda með að Genfarráðstefnan hefði ekki komizt að afgerandi niðurstöðu. Hann lýsti þeim ásetningi að færa fiskveiðilögsöguna út einhliða í 12 mílur. Frekari viðræður innan NATO báru ekki árangur. Fiskveiðilögsagan var færð út frá 1. september og skrif- aði Lúðvík heitinn Jósepsson, þáver- andi sjávarútvegsráðherra, undir reglugerðina. Brezki sjóherinn var sendur á íslandsmið og varði ákveðin svæði, þar sem brezkir togarar gátu veitt. Oft sló í brýnu miili brezkra herskipa og íslenzkra varðskipa í þessu fyrsta þorskastríði ríkjanna, og bar mest á þeim Eiríki Kristóferssyni skipherra og Anderson flotaforingja, sem báðir eru nýlega látnir. Önnur hafréttarráðstefna Samein- uðu þjóðanna kom saman í marz 1960 í Genf, aftur gegn vilja íslendinga, sem óskuðu eftir því að allsheijarþing- ið fjallaði sjálft um málið, ekki sízt í því ljósi að Bretar beittu nú herskipum gegn íslendingum. Fleiri ríki en áður studdu tólf mílna lögsögu, en engin tillaga fékk þó hinn nauðsynlega aukna meirihluta. Á sama tíma þokað- ist í samkomulagsátt með íslending- um og Bretum og náðist samkomulag snemma árs 1961. Önnur aðildarríki NATO lögðu mikla áherzlu á að viðun- andi lausn fyndist, enda hafði deilan valdið þeim miklum áhyggjum. Á allsherjarþingun- um 1968 og 1969 áttu íslendingar frumkvæði að tillögum um meng- unarvarnir á höfunum, nýtingu og verndun lífsins í hafinu og eftir- lit með mengunarvörn- um. Þingið samþykkti þessar tillögur og var það talinn mikilsverður árangur af hálfu ís- lendinga, þótt lítið þok- aðist í landhelgismál- inu. íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út að nýju árið 1972, og þá í 50 sjómílur. Þetta var ekki alþjóðlega viðurkennd lögsaga og þeir leituðu því eftir stuðningi við málstaðinn_ á vettvangi allsheijar- þingsins. íslenzka sendinefndin, í samstarfi við mörg hinna nýfijálsu þróunarríkja, lagði fram ályktunartil- lögu um viðurkenningu'á rétti ríkja til yfirráða yfir öllum náttúruauðlind- um á hafsbotninum, í botnlögum hans og yfirlægum hafsvæðum innan þjóð- arlögsögunnar. Ályktunartillagan var samþykkt á allshetjarþinginu, en einkum með tilstyrk þriðjaheimsríkj- anna. Aðeins þijú Vestur-Evrópuríki, önnur en ísland, samþykktu ályktun- ina; Grikkland, írland og Tyrkland. Flest Vesturlönd, þar á meðal Norður- löndin, sátu hjá. Aftur sendu Bretar herskip á ís- landsmið og annað þorskastríð hófst. íslendingar vísuðu til ályktunar alls- heijarþingsins og beittu sér fyrir flutningi svipaðrar tillögu á allsheij- arþinginu 1973, sem fordæmdi mun harðar en tillagan frá 1972 þvingun- araðgerðir gegn þjóðum, sem beittu rétti sínum til fullveldis yfir náttúruauð- lindum sínum. Málið var jafnframt tekið upp í NATO-ráðinu, í Norður- landaráði og á fundum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bretar og Vestur-Þjóðveijar vísuðu ágreiningi um 50 mílna útfærsluna til Alþjóðadómstólsins í Haag. íslend- ingar viðurkenndu ekki lögsögu dóm- stólsins og mættu ekki í málflutning, en sendu dómnum skeyti um afstöðu stjórnvalda. íslendingar beittu því fyr- ir sig að þjóðréttarforsendur fyrir samkomulaginu við Breta frá 1961 væru brostnar og allar aðstæður væru gerbreyttar hvað varðaði fiskveiðar, fiskveiðitækni og réttarskoðun í land- helgismálum. Dómstóllinn taldi stað- hæfingar íslendinga hins vegar ekki eiga við í málinu og dæmdi árið 1974 Bretum og Þjóðveijum í hag, en kom sér þó hjá því að fjalla skýrt um þjóð- Þriðja og harðasta þorskastríðið Sumarið 1975 fylgdi svo ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar eftir stefnuyfir- lýsingu sinni um að færa fiskveiðilög- söguna út í 200 mílur og tók útfærsl- an gildi 15. október. Samkomulag náðist við önnur Evrópuríki en Bret- land um veiðar innan lögsögunnar. Bretar brugðust enn við með því að senda herskip á miðin og í hönd fór þriðja og harðvítugasta þorskastríðið. Miklar sk’emmdir urðu bæði á íslenzk- um varðskipum og brezkum herskip- um við ásiglingar þeirra síðarnefndu og Landhelgisgæzlan beitti leynivopni sínu, togvíraklippunum, með góðum árangri. Deilan harðnaði svo mjög að stjórnmálasambandi við Breta var slit- ið og valdbeiting þeirra kærð til ör- yggisráðsins og fastaráðs NATO. Bandalagsríkin í NATO litu deiluna mjög alvarlegum augum og beitti Jos- eph Luns, framkvæmdastjóri NATO, sér mjög fyrir því að samkomlag næðist. Bretar og íslendingar sömdu loks sumarið 1976 ogtóku upp stjórnmála- samband að nýju. Með samkomulag- inu viðurkerindu Bretar 200 mílna fiskveiðilögsöguna. Sigur á hafréttarráðstefnu Þróunin á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst 1973, hafði talsverð áhrif á að deilunum um fiskveiðilögsöguna lauk. Ráðstefnan stóð allt fram til 1982, og eftir því sem á hana leið viðurkenndu fleiri ríki markmiðið um 200 mílna efna- hagslögsögu. í fararbroddi fyrir ís- lenzku sendinefndinni á fundum ráð- stefnunnar var Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, sem hafði mikil áhrif á þróun samningstextans. Óformleg drög að ha- fréttarsáttmálanum voru lögð fram 1975, end- urskoðaður texti var gef- inn út 1976 og 1977 var birt heildarút- gáfa samningsdraganna. í þeim var viðurkennt að strandríki hefði full- veldisrétt til að hagnýta lifandi auðæfi á 200 mílna svæði undan ströndum þess, og væri strandríkisins að ákveða hámarksafla og eigin veiðigetu. Þetta var í fullu samræmi við stefnu íslend- inga í landhelgismálinu og það var því mikill sigur þegar hafréttarsátt- málinn var loks undirritaður 1982. Undirritun hans dróst einkum vegna deilna um alþjóðlega hafsbotnssvæðið utan lögsögu ríkja. Heimildir: Valdimar Unnar Valdimarsson: ísland í eldlínu alþjóðamála. Ólafsbók. Sjávarútvegsráðuneyt- ið: Landgrunnslögin 1948-1978. Brezki sjóher- inn sendur á ísiandsmið Undirritun sáttmálans mikill sigur Verið að skapa óraun- hæfar væntingar Magnús Gunnarsson, fomaður VSI, segist óttast að veríð sé að skapa í þjóðfélaginu óraunhæfar væntingar um miklar kaup- hækkanir. Hann segir í samtali við Egil Olafsson að atvinnulífið þoli ekki meiri launahækkanir en 2%. INNUVEITENDASAM- BAND íslands verður 60 ára á þessu ári, en það var stofnað 23. júlí 1934. Að því tilefni verður í dag haldinn sér- stakur hátíðarfundur í Borgarleikhús- inu. Heiðursgestur á fundinum verður Poul Schlúter, fýrrverandi forsætis- ráðherra Danmerkur. Morgunblaðið ræddi við Magnús Gunnarsson, for- mann VSÍ, um afmælið, kjaramál og þá framtíðarsýn, sem hann sér fyrir sér í íslensku atvinnulífí. „Vinnuveitendasambandið var stofnað 1934 sem varnarsamtök at- vinnurekenda á miklum átakatímum. Það hefur alveg frá þeim tíma verið helsti talsmaður atvinnulífsins í land- inu hvað viðkemur almennum hags- munamálum vinnuveitenda og þá fyrst og fremst málum sem varða laun og kjarasamninga. Innviðir Vinnuveitendasambandsins hafa breyst og starfsfyrirkomulagið hefur breyst í gegnum tíðina, en núna eru það fyrst og fremst samtök samtak- anna, þ.e.a.s. í því eru hin ýmsu hagsmunasamtök einstakra atvinnu- greina. Það sem hefur kannski breyst í seinni tíð er að það hefur komið bet- ur fram en áður að oft eiga verka- lýðshreyfingin og atvinnureksturinn sameiginlegra hagsmuna að gæta. í samstarfí vinnuveitenda og verka- lýðshreyfingarinnar gegnum árin hefur oft verið tekið á ýmsum vanda- málum sem þjóðfélagið hefur verið að glíma við og þá í traustu sam- starfi við þær ríkisstjórnir sem hafa verið við völd á hveijum tíma.“ Vantar framtíðarsýn - Þú hefur einhvern tímann sagt að íslendingar fari aftur á bak inn í framtíðina. Hvað áttu við með þess- um orðum? „Ég hef lengi talið mikilvægt að við horfum meira til framtíðar en við höfum gert og þá á ég bæði við at- vinnulífið og stjórnmálin. Við horfum svo mikið á fortíðina og gleymum að velta fýrir okkur lykilspurningum um hvert við stefnum og hvar við viljum vera í framtíðinni. Það er al- veg ljóst að við þurfum sem þjóð að setja okkur markmið um hvernig við viljum hafa íslenskt þjóðfélag t.d. um aldamótin. og síðan þurfum við að gera þær ráðstafanir sem duga okk- ur til að ná þeim markmiðum. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að setja sér markmið því að um leið neyðast fyrirtækin til að bregðast við vanda- málunum með tilliti til þess hvort þessi leiðin eða hin dugi til að færa þau nær markmiðunum. íslenskir stjórnendur eru nú, í stöðugra efnahagsumhverfi, að spyrja sjálfan sig að því hvar ætlar fyrirtækið að vera statt um aldamót- in. Menn þurfa að skilgreina mark- mið fyrir starfsgreinar og fyrirtæki. Við höfum verið að dragast aftur úr á síðustu árum. Það er m.a. vegna þess að arðsemi innan islenskra fyr- irtækja er mun minni en fyrirtækja í samkeppnislöndum okkar. Við höf- um einnig lifað í ákaflega óöguðu umhverfí, í bullandi verðbólgu í yfir 20 ár. Við þessar kringumstæður hafa hvorki fyrirtækin né þjóðfélagið í heild sinni haft þann aga sem dugði til að við næðum tökum á hinum raunverulegu vandamálum. Það sést gífurlegur munur á því hvernig fyrir- tækin nálgast sín viðfangsefni núna eftir að hafa um skeið lifað við ag- aðra þjóðfélag, aukna samkeppni, stöðugra efnahagsumhverfí og lægri verðbólgu. Þessi agi setur fyrirtækj- unum ákveðin mörk og kallar á ákveðnari stjórnun. Við erum því á réttri leið, en um leið verða menn að gera sér grein fyrir því að sam- keppnisþjóðir okkar hafa lifað við þennan aga í áratugi og hafa því forskot á okkur.“ Verið að skapa óraunhæfar væntingar - Nú standa fyrir dyrum viðræður um gerð nýrra kjarasamninga og margir telja að nú séu fyrir hendi forsendur fyrir kjarabótum og vitna í því sambandi m.a. til talna um hagvöxt og um hækkandi fiskverð á erlendum mörkuðum. „Fyrir tveimur árum horfðum við fram á hrun og mikinn samdrátt. Menn gerðu sér grein fyrir þessu og við, verkalýðshreyfingin, vinnu- veitendur og ríkisvaldið, bárum gæfu til að taka höndum saman með það að markmiði að koma í veg fyr- ir þá kollsteypu sem framundan var. Þessi samstaða kom efnislega fram í samningum sem gerðir voru vorið 1993. Þau markmið sem við settum okk- ur þá, um stöðugleika, lægra raun- gengi, lækkun vaxta, hagstæðari við- skiptajöfnun og betri samkeppnis- stöðu atvinnulífsins náðust. Núna þegar fyrirtækin eru búin að vinna í þessu stöðuga umhverfi í á annað ár verðum við varir við að menn hafa fylgst aukinni bjartsýni og fyr- irtækin eru að byrja að taka við sér. Þetta gerist um leið og ytri aðstæður eru að batna. Það er aukinn hagvöxt- ur í nágrannalöndum okkar og við njótum góðs af honum. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því að menn tala um þessa jákvæðu sveiflu eins og hún gefí tilefni til mikilla kauphækkana, sem því miður er ekki raunveruleikinn. Það er verið að skapa væntingar hjá fólki sem eru langt umfram það sem atvinnulífið og verðmætasköpunin geta staðið undir. Þetta veldur mér verulegum áhyggjum. Við værum ekki sjálfum okkur samkvæmir hjá Vinnuveitendasam- bandinu ef við neituðum því að hlut- irnir hefðu batnað. Það er hins vegar forsenda fyrir því að þeir geti haldið áfram að batna að við stöndum skyn- samlega að gerð þeirra kjarasamn- inga sem framundan eru. Það getum við ekki gert nema að halda kaup- hækkunum hér í línu við það sem gerist í samkeppnislöndunum og að við getum haldið raungenginu svip- uðu og það er núna. Það er lykillinn að því að við getum byggt hér áfram upp iðnað og aukið fullvinnslu á sjáv- arafurðum." „ 10% launahækkun kostar 20 milljarða - Þú hefur talað um að við þolum ekki meira en 2% launahækkun. Af hveiju er ekki hægt að gera betur við launafólk? Þolir atvinnulífíð ekki 7-10% launahækkun? „Ef við hækkuðum launin um 7% þýddi það það 10 milljarða útgjalda- auka fyrir atvinnulífið og fíögurra milljarða útgjaldaauka fyrir ríkið. Ef laun hækkuðu um 10% er út- gjaldaaukinn um 20 milljarðar. Það hlýtur hver maður sem skoðar þessa stöðu að sjá að þetta gengur ékki upp. Við eigum ekki inni fyrir þessum hækkunum og þess vegna getum við ekki hækkað launin meira en sem nemur launahækkunum í nágranna- löndum okkar. Þessi veruleiki er sá sem við þurfum að lifa við og það þýðir ekkert að fyrir okkur núna að benda á launahækkanir hjá ríkinu. Við notuðum þetta oft hér áður fyrr þegar ríkið gerði einhverja vitleysu í samningum að elta þá vitleysu í almennum samningum. Ég hef ekki heyrt að það sé stefna ríkisvaldins að hækka laun hér um meira en felst í hagvextinum. Það sem gerst hefur hjá ríkinu eru mistök. Ef við ætlum að iáta þau mistök ganga yfir allt þjóðfélagið þýðir það aukna verð- bólgu, hækkun vaxta, þrengri kost fyrirtækjanna og verri afkomu fyrir alla einstaklinga í þjóðfélaginu. Þessa lexíu ættum við að vera búnir að læra fýrir löngu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg VINNUVEITENDASAMBAND íslands, með Magnús Gunnarsson I forystu, er þessa dagana að hefja samningaviðræður við forystu- inenn verkalýðshreyfingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.