Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
ÖLL fjölskylda Þórðar, leikendur, Steinunn Jóhannesdóttir og aðstoðarfólk.
„Hafið út við hafsauga“
Leikfélag Þórshafnar sýnir Hafið
Þórshöfn. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Þórshafnar frumsýnir
leikritið Hafíð eftir Ólaf Hauk Símon-
arson í dag. Leikfélagið tekst þama
á við verk eftir eitt af helstu leik-
skáldum okkar og nýtur við það
stjómar Steinunnar Jóhannesdóttur.
Steinunn á að baki fjölbreyttan feril
sem leikari, leikstjóri og leikskáld.
Stærsta ritverk Steinunnar til þessa
er Saga Halldóru Briem, sem kom
út fyrir skömmu.
Leikritið Hafið er verk sem höfðar
ekki síst til þeirra sem búa í sjávar-
plássum. Útgerð og fiskvinnsla er
ramminn að þessu verki sem snýst
um fjölskylduátök.
Fréttaritari leit inn á eina af sein-
ustu æfingum hjá leikfélaginu þar
sem nokkrir áhorfendur voru, m.a.
hluti áhafnarinnar á loðnuskipinu
Júpíter. Óhætt er að segja að þama
var að fæðast skemmtileg sýning
sem kom þægilega á óvart og sá
undirrituð í túlkun leikendanna inn
í tvo ólíka heima varðandi viðhorf
til útgerðar og búsetu á afskekktum
sjávarplássum. Þórður útgerðarmað-
ur er ein aðalpersóna verksins og
tekst Steinari Harðarsyni með ágæt-
'um að túlka persónu hans. Steinar
á raunar nokkurn leiklistarferil að
baki, einkum frá búsetuárum í Sví-
þjóð. Sölvi Hólmgeirsson fer einnig
á kostum í hlutverki Katrínar gömlu,
móður Þórðar, en sú gamla kallar
ekki allt ömmu sína. Leikendur eru
alls þrettán og margir að stíga sín
fyrstu spor á sviði en standa sig ótrú-
lega vel og sumir koma verulega á
óvart.
I heildina tekst þessum leikendum
ágætlega að túlka hina fégráðugu
fjölskyldu útgerðarmannsins sem
hefur ekki til að bera hugsjónir hans
og alltaf er gaman að sjá ný andlit
á sviði og það sem í fólkinu býr.
Allt hefur það lagt á sig geysimikla
vinnu við að koma sýningunni upp í
harðri samkeppni við atvinnulífið og
síldina sem fór að berast á land um
leið og leikstjórinn kom í plássið.
Alls hafa um þijátíu manns lagt
hönd á plóginn. Töluverð vinna hefur
verið lögð í sviðsmynd og lýsingu og
myndar sú umgjörð, ásamt leik hljóð-
um, góðan ramma um ágæta sýn-
ingu. í samtali við leikstjórann,
Steinunni Jóhannesdóttur, sagði hún
að það hefði verið spennandi tilhugs-
un að setja upp Hafið hér út við
hafsauga, eins og hún orðaði það,
þar sem leikendumir eru flestir aldir
upp „með sjóinn í blóðinu".
Tónleikar á Isa-
firði um helgina
2. ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR Tón-
listarfélags ísafjarðar á þessu starís-
ári verða laugardaginn 26. nóvember
í Frímúrarasalnum á ísafirði og hefj-
ast þeir kl. 17.
Þar eru á ferðinni Hólmfríður Þór-
oddsdóttir óbóleikari, Darren Ston-
ham fagottleikari og Sólveig Anna
Jónsdóttir píanóleikari og munu þau
leika fjölbreytta dagskrá verka frá
ýmsum tímum. Má nefna sónötur
eftir Telemann, verk eftir Sehumann,
Niels Viggo Bentzon, Henri Dutilleux
og Franeis Poulenc að ógleymdum
eldfjörugum tilbrigðum um lagið
„Kamival í Feneyjum".
Hólmfríður og Sólveig Anna eru
báðar Akureyringar en búa nú í
Reykjavík. Hólmfríður er fastráðin í
Sinfóníuhljómsveit íslands, en Sól-
veig starfar sem kennari og píanó-
leikari í Reykjavík og Garðabæ. Þess
má geta, að hún hóf tónlistamám
sitt .einmitt á ísafírði sem nemandi
Ragnars H. Ragnar. Darren er Eng-
lendingur en flutti til íslands fyrir
nokkmm áram og starfar m.a. sem
hljóðfærakennari í Reykjavík. Sam-
starf þeirra þremenninganna hófst
fyrir rúmu ári og hafa þau haldið
tónleika á Norðurlandi, í Reykjavík
og Færeyjum og hvarvetna hlotið
mjög góða dóma.
Miðar verða seldir við innganginn
og er vert að vekja athygli á því að
Tónlistarfélagið_ veitir nemendum
Tónlistarskóla Ísaíjarðar 20 ára og
yngri ókeypis aðgang að tónleikum
félagsins.
HÓLMFRÍÐUR Þóroddsdótt-
ir, Darren Stonham og Sól-
veig Anna Jónsdóttir.
© Husqvarna
slœrígegn!
Sœnsk gœðasaumavél með
13 nytjasaumum, 12 skrautsporum o.m.fl.
Rafeindastýrður mótor.
Taska og vinnuborð fylgja með
íþessu tilboði.
Verð 42.513- kr. stgr.
Smaragd 230 kostar aðeins 37.810- kr. stgr.
VÖLUSTEINN,f
Faxafen 14, Sími 889505
Nýjar bækur
^ Sniglaveislan eftir
Olaf Jóhann Olafsson
SNIGLAVEISLAN, ný
skáldsaga Ólafs Jó-
hanns sOlafssonar, er
komin út. Þetta er
fjórða bók Ólafs Jó-
hanns en sú síðasta,
skáldsagan Fyrirgefn-
ing syndanna sem var
tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaun-
anna, hefur þegar verið
gefin út í Bretlandi og
Bandaríkjunum og
kemur út í fjórum Evr-
ópulöndum snemma á
næsta ári.
„í Sniglaveislunni
kynnast lesendur eftir-
minnilegum persónum,
sjá spaugilegar hliðar
tilverannar og verða vitni að óvænt-
um sviptingum mannlífsins,“ segir í
kynningu á bókarkápu.
„Hér er stílleikni Ólafs Jóhanns
söm og fyrr en að þessu sinni kveður
við nýjan tón hjáhonum. Hann spinn-
ur söguþráð sinn af listfengi en
kryddar hann nú ríkulega með kímni.
Höfundurinn bregður
öspart á leik og kemur
lesendum sínum hvað
eftir annað í opna
skjöldu.
Sniglaveislan stað-
festir svo ekki verður
um villst að velgengni
bóka Ólafs Jóhanns
heima og erlendis er
engin tilviljun," segir í
fréttatilkynningu frá
útgefanda.
■ Á bókarkápu eru birt
nokkur brot úr dómum
erlendra blaða og tíma-
rita um síðustu skáld-
sögu Ólafs Jóhanns,
Fyrirgefningu synd-
anna, en mikið hefur
verið skrifað um bókina austan hafs
og vestan og hún almennt hlotið lof-
samlega dóma.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Sniglaveislan er 174 bls. Valgerður
G. Halldórsdóttir hannaði bókarkápu
og bókarskeytingar. Bókin kostar
2.860 kr.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Átta myndlistarmenn
sýna í Nýlistasafninu
SÝNING á verkum átta myndlistar- „Að öðru leyti ber sýningin vitni
manna verður opnuð í Nýlistasafn-
inu laugard. 26. nóvember kl. 16.
Eftirfarandi myndlistarmenn
sýna: Esla D. Gísladóttir, Guðrún
Hjartardóttir, Gunnar J. Straum-
land, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Jón
Bergmann Kjartansson, Pétur Örn
Friðriksson, Rob Hoekstra og Sól-
veig Þorbergsdóttir. Sameiginlegt
með þessum myndlistamönnum er
að þeir hafa allir stundað myndlist-
arnám f Hollandi. I kynningu segir:
Yon og vísa í
Hafnarborg
ANNA Pálína Ámadóttir og Gunn-
ar Gunnarsson halda tónleika
sunnudaginn 27. nóvember nk. í
Hafnarborg, Hafnarfirði. Tilefni
tónleikanna er útkoma nýrrar
geislaplötu sem ber heitið Von og
vísa, en á henni era þekktir sálmar
í nýjum útsetningum.
Ánna Pálína Árnadóttir er þekkt-
ust fyrir flutning sinn á vísnatóniist
og hefur um árabil komið fram á
ýmsum stöðum hérlendis og á Norð-
urlöndum. Fyrir tveimur áram gaf
hún út geislaplötuna „Á einu máli“
ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurðs-
syni.
Gunnar Gunnarsson er organisti
og djasspíanisti. Hann hefur á und-
anfömum árum leikið með tríóinu
Skipað þeim frá Akureyri og einnig
með helstu djasstónlistarmönnum
landsins.
Tónleikarnir í Hafnarborg hefj-
ast kl. 17. Þeir eru öllum opnir og
aðgangur er ókeypis.
Jólatónleikar
Söngsmiðjunnar
FERNIR jólatónleikar verða á veg-
um Söngsmiðjunnar nú fyrir jólin
og verða þeir fyrstu laugardaginn
26. nóv. kl. 15 á sal skólans, Skip-
holti 25, Reykjavík. Þar koma fram
einsöngsnemendur skólans. Aðal-
kennari einsöngvaradeildarinnar er
Ágústa Ágústsdóttir söngkona og
undirleikari á tónleikunum verður
Gunnar Björnsson.
Þá verða tónleikar í Háteigskirkju
sunnudaginn 27. nóv. kl. 20. Þar
koma fram hinir ýmsu hópar Söng-
smiðjunnar. M.a. barna- og ungl-
ingahópar með helgileik og jólarapp,
byijendahópar syngja syrpu af jóla-
lögum, söngleikahópar flytja jóla-
rokk o.m.fl. Undirleikari á tónleik-
unum verður Ámi Elfar.
Laugardaginn 3. des. verða tón-
leikar söngleikjadeildar á sal skól-
ans kl. 16 og sunnudaginn 4. des.
verður jólavaka bamanna kl. 15.
um gjörólík sjónarhorn, hvað varðar
efnistök og hugmyndir. Mismun-
andi miðlar takast á og háværar
samræður eiga sér stað milli
verka."
Gestur Nýlistasafnsins í Setu-
stofu að þessu sinni er hollenski
myndlistarrhaðurinn Joris Radema-
ker.
Sýningarnar eru opnar daglega
frá kl. 14-18 og þeim lýkur 11.
desember.
Sigurbjörn Jóns-
son í Gallerí Borg
SIGURBJÖRN Jónsson opnar sýn-
ingu í Gallerí Borg við Áusturvöll
laugardaginn 26. nóvember kl. 16
og mun Tríó Ómars Einarssonar
leika við opnunina.
Sigurbjöm hefur haldið einka-
sýningar hér heima og erlendis og
að þessu sinni sýnir hann um 20
ný olíumálverk.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 12-18 og um helgar frá kl.
14-18, en henni lýkur sunnudaginn
11. desember.
Sýningu
Örlygs lýkur 1
Gallerí Fold
SÝNINGU Örlygs Sigurðssonar á
teikningum og vatnslitamyndum í
Gallerí Fold, Laugavegi 118d, lýkur
nú á sunnudag, 27. nóvember. Enn-
fremur lýkur þá kynningu á verkum
Margrétar Birgisdóttur í kynning-
arhorni gallerisins.
Örlygur hélt sína fyrstu sýningu
fyrir hálfri öld, eða 1944, en síðan
hefur hann haldið 15 einkasýningar
og tekið þátt í mörgum samsýning-
um.
Galleríið er opið daglega kl.
10-18 nema sunnudaga kl. 14-18.
• •
Ingi Orn sýnir í
Grensásbæ
NÚ stendur yfir sýning á verkum
Inga Arnar Hafsteinssonar í Grens-
ásbæ, Grensásvegi 12. Þetta er
hans fyrsta einkasýning.
Á sýninunni eru ijórtán ,myndir
gerðar í bleki og blýi. „í kynningu
segir: „Myndimar fjalla um trú, en
einnig um það sem framtíðin ber í
skauti sér.“
Sýningin stendur til 12. desem-
ber.