Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 16

Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ retta girn austurlens Jólasúpa daesins Dreka kjúklingur m/ smokkfisk Djúpsteikt og marinerað svínakjöt Ronoja krabbakjöt Madam Lee kjúklingur Kínverskt hangikjöt "Thai" karrý nautakjöt Fiskur á Kanton vísu Kui-tap svínakjöt Fimm krydda smokkfiskur Yú-siang fiskibollur " Pancit" won-ton Lumpia Malasía (vorrúllur) Kirsuberja desert Kayang kex kökur Tailenskur desert Svartur hrísgrjónabúðingur Kína Kaisa salat Malasía Rojak Fan-ci salad Avextir 25. NOVEMBERTIL 23. DESEMBER -KÍNVEMKn veitingahúsið á íslandi Laugavegi 28b Sími 16513- 23535 - Fax 624762 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! FRÉTTIR: EVRÓPA Svíar ræða ESB-aðildiná Carlsson tekur höndum saman við vinstrivænginn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA þingið hefur nú rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir inn- göngu landsins í ESB um áramótin, þegar samþykkt var tiilaga um breyt- ingu á stjómarskránni, sem veitir þinginu heimild til að láta ESB eftir ákvörðunarrétt, þar sem það á við. Eftir deilur um hvernig fjármagna ætti aðildargjaldið, hefur stjórnin nú náð samstöðu með Vinstriflokkn- um og Umhverfisflokknum um það mál. Umræður um aðild Svía að hernaðarbandalög- um hafa verið háværar und- anfarna daga, eftir að dag- blaðið „Expressen“ varpaði fram þeirri hugmynd að Svíar gengju í Nató. Breytingin á stjórnar- skránni felur í sér að ESB er veitt ákvörðunarréttur í málum, þar sem tryggt er að sömu grundvallaratriði varðandi frelsi og rétt gildi og í Svíþjóð og ef þrír fjórðu hlutar sænska þingsins samþykkir það. ESB-andstæðingar vöruðu við þessu, en var svarað með að þegar giltu svipuð ákvæði varðandi Sam- einuðu þjóðirnar og að þar sem ein- göngu væru lýðræðisríki í ESB væri ósennilegt að ákvarðanir þess gætu strítt gegn sænskum lýðræðishefð- um. Eins og ESB-andstæðingar höfðu lofað greiddu þeir atkvæði með tillögunni í virðingarskyni við ákvörðun meirihluta landsmanna, utan hvað sautján sátu hjá. Hlutleysið óútkljáð mál Eftir deilur um hvernig ætti að fjármagna aðildargjald Svía upp á um 200 milljarða^ íslenskra króna hefur sænska stjórnin nú náð sam- stöðu með Vinstriflokknum og Um- hverfisflokknum. Hægriflokkur Carl Bildts hafði hafnað hugmyndum um eyrnamerktar álögur og allir borg- araflokkarnir hafnað hugmyndum um skattahækkanir vegna gjaldsins, en það er leið stjórnarinnar. Meðal annars verður lagt á atvinnurek- endagjald og önnur gjöld og skatt- ar, svo Gudrun Schyman leiðtogi Vinstriflokksins sagði að hörðustu stuðningsmenn aðildar borguðu gjaldið. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ingvar Carls- sons um að hann vildi sam- vinnu bæði til hægri og vinstri hefur hann nú í ann- að skiptið tekið mikilvæga ákvörðun með vinstri- vængnum eingöngu. í fyrstu ræðu sinni um utanríkismál sagði Lena Hjelm-Wallén utanríkisráð- herra að Svíar ættu að ræða hvort þeir ættu ekki að verða áheyrnarað- ilar í Vestur-Evrópusambandinu, sem hefði njikilvægu hlutverki að gegna í friðarvörslu. Meðan Carl Bildt^ var forsætisráðherra sagði hann að Svíþjóð gæti ekki horft hlutlaust á' ef Eystrasaltslöndum væri hótað. Hjelm-Wallén vildi ekki ganga jafn langt, en sagði að í sam- vinnu við önnur lönd myndi Svíþjóð grípa inn, ef slíkt kæmi upp á. Nató-aðild hefur verið rædd í Svi- þjóð undanfarna daga, eftir að „Ex- pressen" varpaði fram spurningunni um hvers vegna Svíar gerðust ekki aðilar, en enginn leiðandi stjórn- málamaður hefur viljað taka undir það. Það eru hins vegar ekki mörg ár síðan að ESB-aðild virtist algjör- lega útilokuð. Ingvar Carlsson Lavastein, Liechten- stein og Lahnstein Ósló. Morgunblaðið. • VERDENS Gang kastaðifram skrítlu um ástandið ef aðeins Noregur, ísland og Liechtenstein verða eftir í EFTA og vísaði til jarðfræði Islands og leiðtoga ESB-andstöðunnar í Noregi: „Bara Lavastein, Liechtenstein og Lahnstein verða eftir.“ • ANDSTÆÐINGAR ESB- aðildar hafa sumir sagt að þcir muni ekki greiða aðild atkvæði á Stórþinginu, hvernig sem fari í þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Jan Petersen, formaður Hægriflokksins, á blaðamanna- fundi í gær. „Þegar Austurríkis- menn sögðu já, sagði þetta fólk að það skipti engpi máli. Finnar sögðu já og það átti heldur ekki að skipta neinu máli. Jáið í Sví- þjóð skipti engu máli. Næst segja þau: Nú hafa Norðmenn sagt já, og það skiptir ekki neinu máli heldur.“ • FJÖLDI manns hefur kosið utan kjörstaðar, allt að 15% kjós- enda í sumum fylkjum. Talið er að talningu geti seinkað á mánu- dagskvöldið vegna hinna mörgu utankjörstaðaratkvæða. Svo gæti farið að niðurstaðan lægi ekki fyrir fyrr en á þriðjudagsmorg- un. • UPPLÝST var ífyrradagað tveir norskir ráðherrar, Gunnar Berge sveitarstjórnamálaráð- herra og Gunhild Öyangen land- búnaðarráðherra, hefðu skrifað framkvæmdastjórn ESB í Bruss- el og óskað eftir ,jákvæðum tölum“ um byggðastyrki úr sjóð- um ESB til norsku lands- byggðarinnar. Tölurnar átti að birta fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í Noregi. Fram- kvæmdastjórnin gaf hins vegar þau svör, að ekki væri hægt að gefa upp nákvæmar tölur fyrr en Noregur væri genginn í ESB og hefði sótt formlega um styrki. Deilt um írska hólfið Brussel. Reuter. RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála í ESB náðu ekki samkomulagi á fundi sínum á miðvikudag um hvernig standa bæri að aðild Spánveija og Portúgala að hinni sameiginlegu fískveiðistefnu. Jochen Borchert, sjávarútvegsráð- herra Þýskalands, sagði ljóst að enn væri ágreiningur milli ráðherranna en að hann yrði væntanlega leystur á næsta fundi í desembermánuði. Ætla Þjóðveijar að standa í tvíhliða viðræðum við ESB-ríki fram að fund- Spánverjar hafa hótað því að koma í veg fyrir aðild EFTA-ríkjanna að ESB náist ekki samkomulag fyrir áramót. _ Luis Atienza, sjávarútvegsráð- herra Spánar, sagði sum ríki vilja halda uppi mismunandi reglum á fiskimiðum sambandsins og vísaði þar til þess að Bretar og Irar vilja ekki hleypa spænskum og portúg- ölskum togurum inn í Irska hólfið, sem fiskverndarsvæði umhverfis Ir- land. mum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.