Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 20

Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Afmælis- pottur Fálkans Vikutilboð Prósenta afmælisafsláttur a. Sjónvörpum, myndbands- tækj um/ sængum, koddum, glnggaviftum 90ÁBN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 ÞJÓÐARATKVÆÐIÐ í NOREGI Ximíb FÆST í BLAÐASÖLUNNI STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGÍ Stuðningsmenn ESB-aðildar sækja enn í si g veðrið 1 skoðanakönnunum Omögulegt að spá hver niðurstaðan verður Enn minnkar bilið milli stuðningsmanna og andstæðinga ESB- aðildar í Noregi í skoð- anakönnunum. Olafur Þ. Stephensen rýnir í útkomu kannana með aðstoð norsks sérfræð- ings og útskýrir mis- muninn á niðurstöðum einstakra könnuða. SPENNAN er nú að ná hámarki fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB-aðild í Noregi. Skoðanakann- anir eru birtar daglega og bilið milli stuðningsmanna og andstæð- inga hefur minnkað smátt og smátt undanfamar tvær vikur, eða síðan Svíar samþykktu ESB-aðild. Já- menn hafa sótt í sig veðrið hægt og hægt, og í skoðanakönnunum, sem gerðar voru í fyrradag og birt- ar í gær, er meðaltal stuðnings- manna aðildar orðið 47% þeirra sem gert hafa upp hug sinn, á móti 53% sem leggjast gegn aðild. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá í dag niðurstöður kannana, sem gerðar voru í gær, þar sem sjónvarpsum- ræðurnar á miðvikudagskvöld eru taldar hafa komið betur út fyrir stuðningsmenn ESB-aðildar. Nú er svo komið að munurinn í flestum könnunum er innan skekkjumarka og þess vegna ekki hægt að slá neinu föstu nema því, að hvernig sem fer á mánudaginn, verður óskaplega mjótt á mununum. Þrjú fyrirtæki, Scan-Facts, MMI og Gallup, birta niðurstöður kann- ana daglega. Vakið hefur athygli að kerfisbundinn munur er á niður- stöðunum. Hjá Scan-Facts nýtur aðild alltaf mests stuðnings og í könnun fyrirtækisins, sem birt var á miðvikudag, voru fylkingamar jafnar. Á sama tíma fær Gallup út að 47% af þeim, sem hafa tekið afstöðu, séu hlynntir aðild, en sam- kvæmt niðurstöðum MMI nýtur aðild ekki nema 42% stuðnings. Ólíkar aðferðir Ástæðan fyrir þessum mun er annars vegar að Scan-Facts spyr öðruvísi en hin tvö fyrirtækin. Kjós- endur eru spurðir hvort þeir séu vissir um hvað þeir ætli að kjósa, og jafnframt hvom kost- ___________ inn þeir séu líklegri til að velja, séu þeir ekki vissir í sinni sök. Þannig fækkar Scan-Facts óákveðnum, en kannanir hafa sýnt að óákveðni hópurinn hallast fremur að því að segja já. MMI spyr hins vegar bara: „Hvernig ætlar þú að kjósa í þjóðar- a'tkvæðagreiðslunni á mánudag?“ Fyrirtækið vegur niðurstöðumar síðan, meðal annars með tilliti til þess hvaða flokk fólk segist styðja. Það verður til þess að stuðnings- mönnum fækkar um u.þ.b. þrjú prósentustig og andstæðingum fjölgar að sama skapi. Bernt Olav Aardal, yfirmaður rannsókna við norsku Félagsvís- indastofnunina og prófessor í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla, segir að líklega sé meðaltal kannan- anna bezta vísbendingin um það Stuðningur við ESB-aðild eftir stuðningi við stjórnmálaflokka Framfaraflokkurínn ' 52% N-Noregur^ °g Þrændalög Stuðningur við ESB-aðild eftir búsetu Sósíalíski vinstriflokkurinn |6% Heimild: Norska Gallup-stofnunin Osló, Ostfold og Akerhus /ó > Stuðningur og P andstaða við ESB-aðild frá 13. nóvember ^ /— Andstaða » — Atkvæðagreiðslan í Svíþjóð f "v- Stuðningur 13.14.15.16.17.18.19. 20. 21. 22. 23. 24. % 60 58 56 54 52 50 48 46 44 42 40 Morgunblaðið/RAX „MÁLFLUTNINGUR ESB-andstæðinga um að baráttan gegn ESB sé í raun barátta gegn valdakerfinu í landinu, og barátta fyrir betra umhverfi, virðist hins vegar hafa höfðað til unga fólksins," segir Bernt Olav Aardal, prófessor við Oslóarháskóla. 40% ellilífeyr- isþega styðja aðild hvernig línumar liggi í raun. Niður- stöður Gallup hafa legið næst með- altalinu. Aardal bætir við að nú sé svo mjótt á munum að ómögulegt sé að spá um hver úrslitin verði á mánudag. Konur frekar andvígar Með því að skoða niðurstöður kannana Gallup frá því fyrr í vik- unni nánar, má fá nokkra vísbend- ingu um það hvernig línurnar liggja í afstöðu þjóðfélagshópa í Noregi til ESB-aðildar. Aardal segir niðurstöðurnar að miklu leyti sambærilegar við út- komu kannana fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 1972. Ein ný átakalína hafí þó bætzt við: konur ________ séu mun neikvæðari í garð aðildar en karlar. Af körlum eru 52% hlynntir ESB-aðild, en aðeins 39% kvenna. Þetta er munur upp á 13%, sem Aardal segir miklu meiri en í öðrum löndum. Jafnvel í Svíþjóð, þar sem mikið hafi verið gert úr skoðana- mun karla og kvenna, hafi munur- inn ekki verið nema 5-6%. Líklega skýringu á þessu segir Aardal í fyrsta lagi vera að margar konur starfi á vegum hins opinbera og andstæðingar ESB hafi fært rök fyrir því að opinberi geirinn muni minnka og störfum þar fækka, gangi Noregur í ESB. Konur hafi almennt orðið róttækari með tíman- um og styðji vinstriöfl, sem leggist gegn aðild. Konur virðist líka hafa minni áhuga á utanríkis- og efna- hagsmálum en karlar og hugsi frek- ar um velferðarmál. Miðaldra hlynntastir aðild Skýran mun á afstöðu fólks má líka sjá eftir aldri. í yngsta aldurs- hópnum, 17-24 ára, er stuðningur við ESB- aðild 43%. Hann fer síðan vaxandi eftir aldri og 51% fólks á aldrinum 46-55 ára er hlynnt aðild. Svo dalar stuðningurinn aftur eftir því sem menn eru eldri og aðeins 40% ellilífeyrisþega styðja aðild. Afstaða unga fólksins er með öðrum hætti en t.d. á íslandi og í ESB-ríkjunum sjálfum, þar sem yngsti aldurshópurinn er iang- hlynntastur Evrópusamstarfi. Hvemig stendur á þessu fráviki í Noregi? „Fyrir tveimur ámm feng- um við sömu niðurstöðu og allir aðrir - unga fólkið var hiynntast aðild,“ segir Aardal. ------------ „Málflutningur ESB-and- stæðinga um að baráttan- gegn ESB sé í raun bar- átta gegn valdakerfinu í landinu, og barátta fyrir betra umhverfi, virðist hins vegar hafa höfðað til unga fólksins.“ Þetta á þó ekki við um allt ungt fólk. í könnun, sem gerð var meðal stúdenta við Óslóar-háskóla í vik- unni, sögðust 62,5% þeirra, sem höfðu gert upp_ hug sinn, ætla að greiða ESB-aðild atkvæði. „Afstaða námsmanna var nákvæmlega á hinn veginn 1972. Stúdentabyltingunni er greinilega lokið,“ segir Aardal, sem var sjálfur í háskóla 1972. Stuðningur vex með menntnn Þessi niðurstaða er hins vegar dæmi um annan skýran mun sem er á já- og nei-fylkingunum. Stuðn- ingur fer vaxandi með menntun. Þannig segjast ekki nema 34% þeirra, sem aðeins hafa lókið skyldunámi, munu styðja ESB- aðild, en 57% þeirrá, sem hafa há- skólapróf. Stuðningur fer sömuleið- is vaxandi með hækkandi tekjum, og talsverður munur er á afstöðu fólks eftir því hvort það starfar hjá einkafyrirtækjum (56% segja já) eða hinu opinbera (58% segja nei). Afstaðan til ESB er ekki hrein- ræktað flokkspólitískt mál í Nor- egi, en þó fer afstaðan mun fremur eftir flokkslínum en í öðrum lönd- um. Þannig er Miðflokkurinn hrein- ræktaður nei-flokkur og mjög fáir kjósendur Sósíalíska vinstriflokks- ins og Kristilega þjóðarflokksins styðja aðild. Fimmtungur stuðn- ingsmanna Venstre er hlynntur aðild, og í Framfaraflokknum er nokkuð jafnt á komið með stuðn- ingsmönnum og andstæðingum. Já-flokkarnir eru hins vegar Hægri- flokkurinn, þar sem nærri 90% kjós- enda eru hlynntir aðild, og Verka- mannaflokkurinn, en 73% af þeim kjósendum hans, sem gert hafa upp hug sinn, styðja aðild. Innan Verka- mannaflokksins er þó sterk and- stöðuhreyfing og nokkuð margir kjósendur hans eru enn óákveðnir. Miðflokkurinn tapar á nei-i Aardal bendir á að Miðflokkurinn hafi verið sigurvegari seinustu kosninga vegna þess að ESB-and- stæðingar úr já-flokkunum hafi flykkzt til fylgis við hann. Þess vegna megi segja að af hefðbundn- um kjósendum bæði Hægriflokksins og Verkamannaflokksins séu ef til vill fleiri á móti aðild en virðist þegar litið sé á núverandi stuðn- ingshóp. „Það er þversögn, en Mið- flokkurinn mun sennilega tapa þessu fylgi aftur, ef niðurstaða ________ þjóðaratkvæðagreiðsl- Miðflokkurinn unnar verður að hafna taparefaðild addd- aðildin verður verður hafnað hins vegar samþykkt’ hins mun flokkurinn áfram leiða andstöðuna við Evr- ópusamstarfið og halda í kjósend- urna,“ segir prófessorinn. Loks er það einn erfiðasti klofn- ingurinn í afstöðunni til ESB, en hann er milli þéttbýlis og lands- byggðar. í Ósló og fylkjunum um- hverfis Óslóarfjörð styðja 62% ESB- aðild. í Norður-Noregi eru 64% hins vegar andvígir. Aardal bendir á að í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1972 hafi aðeins verið meirihluti fyrir EBE-aðild í ijórum fylkjum. Stuðn- ingsmenn aðildar hafa nú sett sér það markmið að vinna stuðning 70% kjósenda í fimm þéttbýlustu kjör- dæmunum og í Ósló eru þeir mun meira áberandi en ESB-andstæð- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.