Morgunblaðið - 27.11.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 27.11.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 41 BREF TIL BLAÐSIIMS 19:19 og erlent klúður Hvað er propolis? Frá Erlingi Erlingssyni: FLESTIR sem fylgjast með frétt- um Stöðvar tvö hafa eflaust veitt því athygli hversu lítinn sess er- lendar fréttir skipa þar. En þróun sú sem hefur borið á að undan- förnu er öllu alvarlegri. Undirrit- aður hefur tekið eftir villum, mis- tökum og jafnvel rangfærslum oftar en eðlilegt getur talist. Lengi vel leit ég a þetta sem mannleg mistök og er það sjalfsagt rétt. Dæmi um slikt er að hershöfðing- inn Erwin Rommel var nefndur Ernst Rommel í tengslum við umfjöllun um innrásina í Norm- andí. Tvær grófar villur Hinsvegar keyrði um þverbak síðastliðinn mánudag (21. nóv) þegar sagt var frá loftárásum NATO á Ubdina-flugvöll í Krajina- héraði Serba í Króatíu. Viðkom- andi fréttamaður gerði sig sekan um tvær grófar villur sem er erf- itt að afsaka sem „mannleg mi- stök“. í fyrsta lagi kom fram í frétt- inni að loftárásin væri í hefndar- skyni vegna loftárása Serba á Bi- hac-svæðið og að þær árasir hefðu beinst gegn óbreyttum borgurum. Staðreyndin er að loftárasum Serba var aðallega beint að tveim- ur skotmörkum. Annars vegar að fímmtu deild stjórnarhersins sem hefur búist til varnar í Bihac (sem á þó að vera vopnlaust griðar- svæði). í þeirri árás voru að sögn eftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna notaðar bensínhlaupssprengjur (napalm) og klasasprengjur sem eru ætlaðar til árása á fótgöngul- ið. Árás sú er olli mestum mannsk- aða beindist að verksmiðju, en ein flugvélanna sem tóku þátt í henni var skotin niður og hrapaði á íbúðablokk þar sem mannfall varð töluvert. Þó varð fréttin fyrst veru- lega vafasöm þegar reynt var að útskýra tilefni Serba til þessara „grimmilegu“ árása gegn „óbreyttum borgurum". í því sam- bandi var sagt að landvinningar stjórnarhers Bosníu væru svo stór- felldir og að Serbar stæðu svo höllum fæti að þessar árásir bæru vott um örvæntingu. En stað- reyndin er að Serbar hafa endur- heimt nær allt það svæði sem þeir misstu í hendur stjórnarhersins og eru nú að fylgja eftir þeirri gagn- sókn með atlögu að Bihac-borg. Fréttaflutningur þessi er að nokkru leyti skiljanlegur í ljósi þeirra einlitu frétta sem Vestur- landabúum er boðið upp á frá Bosníu, þar sem hlutirnir eru svo gróflega einfaldaðir að hlutleysi fréttamanna virðist útdautt. En það er efni í aðra og lengri grein. Með von um úrbætur á annars ágætri fréttastofu. Þess má geta að upplýsingar mínar eru komnar frá CNN og Associated Press. ERLINGUR ERLINGSSON, stúdent í HÍ, Mávanesi 10, Garðabæ. Frá Ragnari Þjóðólfssyni: PROPOLIS er tijákvoða sem bý- flugan tekur úr tijáberki og brumi til að klæða með veggi búsins. Þegar býflugan nemur nýtt land byijar hún á að þekja allar rifur og göt með propolis. Síðan byggir hún kambinn með sexhyrndu hólf- unum. Hólfin klæðir hún að innan með propolis til sótthreinsunar. Ef aðskotadýr eða hlutur slæðist inn í búið taka þernurnar umsvifa- laust til við að þekja hann pro- polis svo rotnunin þegar hún fer í gang nái ekki að veita út sótt- kveikjum. Áður en drottningin byijar að verpa er hólf hennar sópað og hreinsað vandlega og þakið propolis til að eggin klekist út í dauðhreinsuðu umhverfi líkt og ungbörn sem líta heiminn í fyrsta sinn á fæðingarstofunni. Þannig hefur býflugan öldum saman þekkt sótthreinsunarmátt tijákvoðunnar en hún er ekki ein um það. Á blómaskeiði hámenn- ingar sinnar notuðu Egyptar pro- polis til lækninga eftir að býflugan hafði safnað því fyrir þá. Grikkinn Dioscorides fjallar um áhrif hennar í læknahandbók sinni en hún var nokkurs konar biblia lyfjafræðinn- ar í 16 aldir. Rómveijinn Aulus Cornelius Celsus var frægur lækn- ir á annarri öld eftir Krists burð og hann þekkti vel lækningamátt propolisins. Efnið féll síðan í gleymsku um aldir og það er að- eins nýlega að vísindamenn endur- uppgötva það. Árið 1977 skrifaði Johannes Ipsen frá Háskólanum í Árhus grein um propolis í lækna- tímarit. Hann nefnir það virkasta sýklalyf náttúrunnar. Eyðir bólgu án nokkurra aukaverkana Síðan þá hafa æ fleiri nýtt sér propolis til lækninga en það hefur reynst vinna vel á öllum bólgum jafnt innvortis sem útvortis. Áburður úr propolis græðir sár, vinnur gegn graftarmyndun og hefur reynst ótrúlega seigur þegar um erfíðar sýkingar er að ræða. Propolistöflur eyða þvagfæra- sýkingum, kirtlabólgum, hálsbólg- um og bólgum í ennisbeins- og sáldbeinsholum. Börn sem þjást af þrálátri eyrnabólgu ná sér ótrú- lega vel og sýkingin tekur sig ekki upp aftur ef þau taka inn propolis. Það er alveg óhætt að gefa börnum propolis, þau þurfa bara minni skammta en fullorðnir, því propolis er náttúrulegt efni sem líkaminn sér sjálfur um að vinna úr. Enginn aukaefni sitja eftir og hreinsast ekki út og propolis hefur ekki áhrif á eðlilega sýklaflóru lík- amans. Þegar það er tekið í lang- an tíma byggir það upp ónæmis- kerfið og vinnur gegn sýkingum. Líkt og önnur náttúruleg efni þarf propolis heldur lengri tíma til að vinna en verksmiðjuframleidd lyf Býflugan veit hvað propolis er. en á móti kemur að engar auka- verkariir eru af neyslu þess né heldur hætta á ofnæmisviðbrögð- um. Stórkostleg afurð náttúrunnar Vitað er um ótal fleiri sjúkdóma sem propolis hefur jákvæð áhrif á sem of langt er upp að telja en þó verður að minnast á kvalafulla sjúkdóma eins og ristilbólgur, magabólgur og magasár. í Dan- mörku einni eru hundruð maga- og ristilbólgusjúklinga sem nota propolis og þakka því góðan bata. Propolis er ein af stórkostlegum afurðum býflugunnar, þessa merka dýrs sem í mörgu virðist eitt það vitrasta í náttúrunni. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Amartanga 17, Mosfellsbæ. Ég þakka skeyti og gjafir á 90 ára afmœli mínu þann 18. október síðastliöinn. Katrín Eiríksdóttir, Steinsstöðum 1, Öxnadal. 1 mánuður í tæki, eróbikk og 10 tíma Ijósakort á aðeins kr. 4.990,-' * Einn besti tækjasalur landsins ® Reyndir þjálfarar í tækjasal • Líkamsrækt-eróbikk-sólbaðsstofa * Reyndu okkur með því að reyna þig í Ræktinni • Hafðu sambanri það borgar sig * gildir til 18. desember FROSTASKJÓLI 6 • SÍMI 12815 OG 12355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.