Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mörður Árnason lýsir yfir
stuðningi við Þjóðvaka
Hreyfing sem rúm-
ar ólíkar skoðanir
Það er ekki plássleysið, Mörður minn, bara að ég fari ekki að roðna við að fá svona
rauðliða undir pilsið, góði ...
Breyttar skattreglur um húsaleigutekjur
Tekjur yfir 375 þús.
skattlagðar að fullu
Greiða þarf skatt af 20%
húsaleigutekna undir
375 þús. kr. samkvæmt
frumvarpi sem fjár-
málaráðherra hefur lagt
fram til að standa við
fyrirheit ríkisstjórnar í
tengslum við upptöku
húsaleigubóta um að
leigutekjur að vissu
marki yrðu skattfrjálsar.
Dæmi um útreikning an oooooo
skattskyldra húsaleigutekna ^*-1000
skv. nýju frumvarpi
r 800
20 þús. kr. skattskyldar
af 100 þús. kr. leigutekjum
GREIÐA þarf tekjuskatt
af 20% húsaleigutekna
af íbúðarhúsnæði upp
að 375 þúsund krónum
á ári, en tekjur þar yfir eru að
fullu skattskyldar, samkvæmt
frumvarpi um breytingu á tekju-
og eignarskattslögum sem fjár-
málaráðherra mælti fyrir á Alþingi
í gær.
Ríkisstjómin gaf fyrirheit um
það í vor, þegar húsaleigubætur
voru lögteknar, að lagt yrði fram
frumvarp í vetur um skattfrelsi
allt að 300 þúsund krónum af ár-
legum leigutekjum af íbúðarhús-
næði, til að koma í veg fyrir að
húsaleiga hækkaði.
Samkvæmt útfærslu fjármála-
ráðuneytisins má draga 80% frá
húsaleigutekjum. Það þýðir t.d.
að af hverjum 100 þúsund krónum
sem húseigandi fær í leigu má
hann draga 80 þúsund krónur frá
og afgangurinn, 20 þúsund krón-
ur, er skattskyldar tekjur. Þessi
frádráttur má þó að hámarki vera
25 þúsund krónur fyrir hvern
mánuð sem húsnæði er í leigu, eða
300 þúsund krónur á ári, og því
marki er náð við 375 þúsund króna
tekjur. Fái húseigandi þannig 400
þúsund krónur í leigutekjur á ári,
væri reiknaður 80% frádráttur á
320 þúsund krónur, en þar sem
aðeins má draga 300 þúsund krón-
ur frá tekjunum væru skattskyldar
tekjur 100 þúsund krónur.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að í frumvarpinu væri
sú upphæð, sem draga mætti frá
tekjum, sú sama og upphaflega
hefði verið gert ráð fyrir. Við út-
færsluna hefði áðumefnd leið hins
vegar valin til að koma í veg fyrir
að gerðir yrðu gervileigusamning-
ar. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er einkum talin
hætta á að slíkt gæti gerst í tengsl-
um við námslán úr Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna en þar fá
námsmenn hærri lán ef þeir þurfa
að greiða húsaleigu.
Þrjár leiðir
80% frádrátturinn kemur í stað-
inn fyrir annan frádrátt sem hús-
eigandi gæti haft vegna leigunn-
ar, svo sem viðhaldskostnað. Hins
vegar geta húseigendur valið að
telja fram raunverulegan kostnað
á móti húsaleigu í stað 80% regl-
unnar. Þriðji möguleikinn er fyrir
hendi, ef leigusali þarf sjálfur að
leigja íbúð í öðru byggðarlagi, t.d.
vegna vinnu eða náms. Þá getur
hann dregið þá upphæð sem hann
greiðir í leigu frá leigutekjum sín-
um. Samkvæmt upplýsingum fjár-
málaráðuneytisins er talið að í
flestum tilfellum ætti 80% reglan
að vera hagstæðust fyrir ieigusala.
Mikil vanhöld eru talin vera á
því að húseigendur gefi upp leigu-
tekjur. Samkvæmt skattfram-
tölum ársins 1993 töldu um 4.000
manns fram, samtals um 615 millj-
óna leigutekjur eða 150 þúsund
að meðaltali á ári. Talið er að um
450 milljónir af þessari upphæð
séu vegna útleigu á íbúðarhús-
næði. Miðað við óbreytt framtöl
skerðast tekjur ríkisins um
130-140 milljónir á ári við þessar
breytingar auk þess sem útsvar
sveitarfélaga lækkar um 40 millj-
ónir.
Heilbrigðistækni
Or framþróun
lækningatækni
Dr. Þórður Helgason
ÐLISFRÆÐI- og
tæknideild Land-
spítalans er nú 25
ára. Deildin skiptist í raf-
eindadeild, ljósmyndadeild,
verkfræðideild og klíniska
eðlisfræðideiid. Starfs-
menn eru 23 og veltan um
60 milljónir á ári. Dr. Þórð-
ur Helgason forstöðumað-
ur er sérfræðingur í heil-
brigðistækni, en hún lýtur
að lækningum og heilsu-
gæslu.
Hvert er verksvið eðlis-
fræði- og tæknideildar
Landspítalans?
„Það er alhliða heil-
brigðistækniþjónusta fyrir
Ríkisspítalana. Það eru um
3.700 tæki á Ríkisspítölun-
um, en langmest af starf-
semi okkar er á Landspít-
alalóðinni. Rafeindadeildin
er iangstærst og hennar
verksvið er viðhald, við-
gerðir og eftirlit með lækninga-
tækjum. Einnig að kenna á tækin
og í tilvikum aðstoð við notkun
þeirra."
Á ljósmyndadeild vinna tveir
starfsmenn við klíniska ljósmynd-
un, taka myndir af uppskurðum,
húðsjúkdómum, krufningum og
myndir fyrir kennsluefni.
Verkfræðideildin hefur tvö og
hálft stöðugiidi. Hún annast útboð
og skoðun tiiboða í lækningatæki,
aðstoðar við uppsetningu, sér um
gæðaeftirlit og stundar rannsóknir
og þróun á búnaði. Hún hefur líka
samræmt þróunarstarf fleiri stofn-
ana og skilgreinir hvað tæki eiga
að geta og gera.“
Og hvað hafið þið þróað?
„Við þróuðum til dæmis síma-
röntgensamband milli Sjúkrahúss-
ins í Vestmannaeyjum og Land-
spítalans sem gerir sérfræðingum
hér kleift að aðstoða læknana þar.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveð-
ið að fimm spítalar úti á landi fái
svona tækjabúnað á næsta ári.
Eins höfum við þróað svefnrann-
sóknatæki fyrir lungnadeild Vífils-
staðaspítala. Það mælir hve vel
fólk sefur og ef fólk á bágt með
svefn eru niðurstöðurnar leiðbein-
andi fyrir meðferð."
Hvað gerir fjórða deildin?
„Klíniska eðlisfræðin fæst við
sérhæfðar lífeðlisfræðilegar mæl-
ingar, fyrst og fremst æðarann-
sóknir. Með því að senda hljóð-
bylgju inn í æð má ráða af tíðni-
viki endurvarps bylgjunnar hver
hraði blóðsins er í æðinni. Það er
hægt að mæla streymið hvar sem
er í þvermáli æðarinnar. Svona
getum við mælt streymi í æðum
sem eru inni í höfuðkúpunni."
Hvað um kóbalttækið umtalaða,
er orðið varasamt að nota það?
„Það er ekki varasamt nú, þótt
svo geti orðið. Hins vegar er ekki
lengur forsvaranlegt að byggja
meðferð á notkun þess og ekki
lengur hægt að tryggja
gæði meðferðar í því.
Sjúklingamir eiga að
geta fengið sína með-
ferð hnökralaust.
Tækið er orðið 25 ára
og löngu búið að gegna sínu hlut-
verki. Geisiahleðslan er orðin göm-
ul og hætt að framleiða í það vara-
hluti. Það borgar sig ekki að kaupa
nýja hleðslu. Það skynsamlegasta
er að fá lítinn línuhraðal í staðinn."
Mun þín deild þá gera útboðslýs-
ingu fyrir nýtt tæki?
„Eðlisfræðingarnir á krabba-
meinsdeildinni og verkfræðingur
frá okkur eru búnir að gera útboðs-
lýsingu. Það er ekki búið að fá
heimild til að bjóða tækið út, en
þegar það gerist munu sömu aðilar
skoða tilboð sem berast."
► DR. ÞÓRÐUR Helgason raf-
magnsverkfræðingur fæddist í
Kaupmannahöfn 16. júní 1958.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Flensborg í Hafnarfirði 1978,
BS-prófi í rafmagnsverkfræði
frá Háskóia íslands 1982, Dipl.-
Ing.-prófi frá Háskólanum í
Karlsruhe, Þýskalandi 1985 og
Dr.-Ing.-gráðu frá sama skóla
1990. Hann sérhæfði sig í heil-
brigðistækni (Biomedizinische
Technik). Hann starfaði sem
aðstoðarmaður prófessors við
Háskólann í Karlsruhe 1986-90.
Hann varð forstöðumaður eðlis-
fræði- og tæknideildar Land-
spitalans 1990.
Hvað er að gerast í heilbrigðis-
tækni?
„Þar er gífurlega hröð þróun.
Það verður margt í boði fyrir stofn-
un eins og Landspítalann og sjálf-
sagt verða menn að velja úr.
Þessi tækni er allt frá því að
vera örvélar (micro), vélræn tæki
sem eru búin til á svipaðan hátt
og hálfleiðararásir. Það er með
ætingu kísils og annarra efna.
Þessar örvélar geta verið á stærð
við títupijónshaus. Þær verður
hægt að senda inn í líkamann og
fjarstýra þeim utan frá. Tilrauna-
smíði er hafin á slíkum vélum.
Svo er verið að þróa athyglis-
verðan rauntíma myndgerðarbún-
að þar sem við getum skoðað
hreyfingar inni í líkamanum án
þess að opna hann. Þetta byggist
á sömu lögmálum og segulómtæki
og gerir okkur kleift til dæmis að
horfa á hjartað slá, eða hvaða sneið
af því sem er.
Þetta er einnig hagnýtt við
framkvæmd „skópíu“-aðgerða,
þegar innvortis aðgerðir eru gerðar
utan frá. Þá getum við fylgst bet-
ur með verkfærunum. Með aukinni
tækni verður mögulegt að gera æ
fleiri aðgerðir á þennan
hátt og víðar í líkaman-
um en nú. Þessi tækni
kemur bæði sjúkling-
um og heilsugæslunni
til góða. Aðgerðirnar
taka styttri tíma, það eru minni
eftirköst og styttri legutími.
Nú er verið að gera tiiraunir
með höggbylgjutækni, sem til
dæmis hefur verið beitt gegn
nýrnasteinum, við krabbameins-
lækningar. Sú tækni á eftir að slíp-
ast og verða betri í framtíðinni."
Er Landspítalinn að kaupa ein-
hver tækniundur?
„Ég held að línuhraðall verði
næsta stóra fjárfestingin. Það
þarf líka ný hjartaþræðingartæki
í stað þeirra sem eru að verða 10
ára.“
Það eru 3.700
tæki á Rík-
isspítölunum