Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 9

Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Ekki endanlegt samkomulag um skiptingu kostnaðar vegna EFTA Líklegt að útgjöld Islands aukist verulega EKKI náðist endanlegt samkomulag milli ríkjanna sem enn eru í EFTA um skiptingu kostnaðar við starfsemi EFTA á ráðherrafundi samtakanna í Genf. Vinnuhópi embættismanna var falið að ganga frá samkomulagi fyir ára- mót. Líklegt er að kostnaður íslands af samstarfinu aukist verulega. Peningum og tékkheft- um stolið BROTIST var inn í fyrirtæki við Austurgötu í fyrrinótt. Það- an var stolið 100 þúsund krón- um og tíu tékkheftum. Lögreglunni var einnig til- kynnt um innbrot í Iðnskólann í Reykjavík. Einn maður var handtekinn á staðnum en þá hafði honum tekist að valda spjöllum í mötuneyti skólans. Brotist var inn í mótorbátinn Aðalbjörgu í Daníelsslipp. Hurð var brotin upp og myndbands- tæki stolið. Síðar var lögregla látin vita að myndbandstækið hefði fundist undir bátnum. Hnupl eykst í desember LÖGREGLUNNI í Reykjavík var á miðvikudag tilkynnt um hnupl í tveimur verslunum. Að sögn lögreglu er desember sá mánuður sem oftast er tilkynnt um hnupl. Eldri maður, sem reyndi að koma hamborgarhrygg undan, var gripinn í verslun í Vestur- bænum. Þá voru tveif piltar gripnir í verslun í Skeifunni en þeir voru að reyna að koma 16 geisladiskum undan. Kvartað var á miðvikudag til lögreglu yfir tveimur mönnum sem hafa verið á ferð í Breið- holti síðustu daga að bjóða bækur til sölu. Lögreglan vill koma því á framfæri að til þess ' að geta boðið slíka þjónustu þurfi leyfi sýslumanns. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að samkomulag ís- lendinga og Norðmanna um breyt- ingar á stofnunum EFTA geri ráð fyrir að starfsmönnum Eftirlitsstofn- unar EFTA verði fækkað úr 120 í u.þ.b. 45. Jón Baldvin tók skýrt fram í samtali við Morgunblaðið að hlut- verk Eftirlitsstofnunarinnar og EFTA-dómstólsins myndi ekki breyt- ast þrátt fyrir breyttar aðstæður. Ágreiningur um skiptingu kostnaðar Jón Baldvin sagði að stefnt væri að því að ráðherrar EFTA-landanna gengju frá endanlegu samkomulagi um skiptingu kostnaðar vegna breyt- inga á EFTA eigi síðar en 15. janúar. „Meðal þess sem verið er að tak- ast á um er eftirfarandi. Eiga aðal- stöðvar EFTA að vera áfram í Genf eins og Svisslendingar vilja? Þegar litið er á hin praktísku verkefni er ljóst að meginþungi verkanna verður í Brussel við að fylgja eftir fram- kvæmd EES-samningsins. Við höf- um metið það svo að það þurfi a.m.k. 40-45 manns til að fylgja eftir EES- samningnum í Brussel. í Genf er í raun ekki þörf fyrir annað en að halda uppi lágmarkssamráði um framkvæmd samninga við þriðju ríki, þ.e.a.s. um fríverslunarsamninga. Uppi eru tvær hugmyndir, annars vegar að það verði gert tvíhliða af hálfu fastafulltrúa hvers lands eða það verði lágmarks starfsmanna- fjöldi á vegum EFTA, en miklu mun fámennari en þar er nú,“ sagði Jón Baldvin. EFTA-löndin hafa hingað til skipt kostnaði við samstarfið með því að miða við meðaltal þjóðartekna á mann síðustu þtjú ár. Jón Baldvin sagði að Svisslendingar hefðu óskað eftir því að fá áheyrnarfulltrúa í sam- starfinu um EES. Hann sagði sam- komulag um að þeir greiddu eitthvað fyrir áheyrnaraðild. „Þetta er flókið reikningsdæmi sem okkur vannst ekki tíma til að klára algerlega og því var ákveðið að fela vinnuhópi að ljúka málinu. Hópurinn á að leggja mat á þörf fyrir lágmarks starfs- mannafjölda, skiptingu starfsmanna milli Brussel og Genfar og um skipt- ingu kostnaðar milli landanna." Aukinn kostnaður íslands Jón Baldvin sagði að það lægi al- veg fyrir að ísland yrði að taka á sig aukin útgjöld þegar Austurríki, Finnland og Svíþjóð færu úr EFTA. „Það má einnig gera ráð fyrir að þetta verði kostnaðarsamara fyrir íslenska stjórnkerfið vegna þess að ráðuneyti íslenska stjórnkerfisins verða í vaxandi mæli að hafa sína fulltrúa á staðnum,“ sagði ráðherr- ann. Að sögn Jóns Baldvins kom fram óánægja á fundinum með það hvern- ig staðið hafi verið að undirbúningi ákvarðana um ný lög og reglur á vegum EES í heild, en samkvæmt EES-samningnum hafa EFTA-þjóð- irnar rétt til að fylgjast með undir- búningi nýrrar löggjafar Evrópusam- bandsins. „Ýmsir telja að þetta hafi ekki verið í nógu góðu formi. Þetta felur í sér að við þurfum þá að vera með fulltrúa í miklum fjölda nefnda þar sem má' eru til umfjöliunar á undir- búningsstigi. Ef við viljum ganga eftir þessum rétti þýðir þetta veru- legan mannafla og kostnað," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þetta mál yrði rætt nánar á fundi ráðherra- ráðs EES 20. desember. Aðild Slóveníu hugsanleg í framtíðinni Á fundinum var ákveðið að bjóða Slóveníu til samningaviðræðna um gerð fríverslunarsamnings við EFTA af sama tagi og það hefur áður gert við önnur ríki Mið- og Austur-Evr- ópu. Jón Baldvin sagði að þetta gæti falið í sér fyrsta skrefið í nán- ari tengslum Slóveníu við EFTA. í samningaviðræðum kæmi í ljós við hvaða vandamál væri að fást og ef áhugi væri fyrir hendi væri hægt að auka samstarfið eða jafnvel að veita Slóveníu beina aðild að EFTA. VAN ÐAR JÖLAGJAFIR Frön^k náttföt Á HAGSTÆÐU VERÐI B p ..G N E R sérv#síun ffóðinstorg, sími 25177 SlMl 9 1 - 8 8 4 64 6 ■ F A X 9 1 - 8 8 7 34 3 Fallegu ítölsku prjónavörumar frá GISPA eru komnar Opið laugardagfrá kl. 10-22 - sunnudag kl. 13-17 Hverftsgötu 78, s/m/ 28980. CÍSLENSKA ÓPERAN _nili frumsýnd í febrúar. Munið gjafakortin og „Mozart“slæðurnar. Tilvalin jólagjöf. Pantanir í síma 27033. Nýkomnar barnakápur frá 1 árs Mikib úrval af náttfötum frá kr. 1.390 DNVIIVIA L. UVUV! Bankastræti 4 Skólavörðustíg 10_ Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 62 milljónir Vikuna 8. til 14. desember voru samtals 62.516.582 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 9. des. Háspenna, Laugavegi.. 232.295 11. des. Háspenna, Laugavegi. 255.792 12. des. Mónakó.............. 143.802 12. des. Glaumbar............. 64.364 13. des. Háspenna, Hafnarstræti. 86.850 13. des. Rauöa Ijóniö......... 77.379 Staða Gullpottsins 15. desember, kl. 12:00 var 5.040.050 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.