Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stnórnarandstaða gagnrýnir harðlega tillögur ríkisstjórnar í skattamálum
STJÓRNARANDSTAÐAN
gagnrýndi tillögur ríkis-
stjórnarinnar um breyting-
ar á skattalögum harðlega
við fyrstu umræðu um breytingar á
lögum um tekju- og eignaskatt í
gær. Var hún sammála um að tillög-
urnar fælu ekki í sér kjarajöfnun
heldur fengju þeir sem betur væru
settir meira út úr breytingunum.
Fjármálaráðherra sagði að tekjujöfn-
un væri mjög mikil í íslenska skatta-
kerfinu. Þannig væri einungis 2,7-
faldur munur á þeim 20% fólks sem
væri tekjuhæst og þeim fimmtungi
fólks sem væri tekjulægst þegar
búið væri að taka tillit til skatta.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, lýsti því yfir
að flokkurinn væri ekki tilbúinn til
að taka þátt í nefndarstarfi um undir-
búning upptöku flármagnstekju-
skatts á þeim grundvelli sem ríkis-
stjórnin legði. Hins vegar væri flokk-
urinn tilbúinn til samstarfs á breið-
ara grundvelli, þar sem allir sem að
málinu kæmu gætu haft áhrif á for-
sendurnar.
Friðrik Sophusson, Qármálaráð-
herra, mælti fyrir tekjuskattsfrum-
varpinu og fór yfir einstök atriði, í
því sambandi. Hann sagði varðandi
tvísköttun á lífeyri og aðgerðir til
að koma í veg fyrir það að ástæðan
fyrir því að sú leið hefði verið valin
að 15% af tekjum úr lífeyrissjóði
væru undanþegin skatti væri til að
koma til móts við eldra fólk sem
fengi tekjur úr sjóðunum. Hátekju-
skattur væri framlengdur í eitt ár,
en tekjumörkin hækkuð úr 200 í 225
þúsund fyrir einstakling og úr 400
í 450 þúsund fyrir hjón.
Sagði hann að athuganir hefðu
sýnt að það væri að stórum hluta
ungt fólk og sjómenn sem lentu í
að greiða þennan skatt og sagði að
það yrði að hafa í huga að jaðarskatt-
ur á þessu fólki væri orðinn rnjög
hár, þar sem vaxtabætur og bama-
bótaauki væri tekjutengt. Sagði hann
tekjujöfnun íslenska skattakerfísins
mjög mikla, þar sem persónuafslátt-
ur væri mikill og skatthlutfall mjög
hátt. Alltof sjaldan væri minnst á
þetta. Hann sagði að það gleymdist
að skoða málin í samhengi þegar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru
gagnrýndar af Alþýðusambandinu á
þeim forsendum að þær fælu ekki í
sér kjarajöfnun.
Enginn framsóknar-
maður starfi í nefnd um
fjármagnstekjuskatt
í umræðum á skattalagabreytingar á alþingi í gær
sagði fjármálaráðherra tekjujöfnun hérlendis mjög
mikla og einungis sé 2,7 - faldur munur á tekjum
þess fimmtungs sem hefur hæst og lægst laun
að teknu tilliti til skatta.
Rifjaði hann upp að ríkisstjórnin
hefði lækkað virðisaukskatt á mat-
væli og það hefði til dæmis komið
þeim til góða sem væru undir skatt-
leysismörkum og ekki væri hægt að
ná til í gegnum tekjuskattskerfið.
Hann benti einnig á að ríkisstjómin
hefði beitt sér fyrir setningu laga
um húsaleigubætur á síðasta ári.
Breikkun eignaskattsstofns
Jóhannes Sigurgeirsson, Fram-
sóknarflokki, boðaði að Framsókn-
arflokkurinn myndi flytja tillögur um
breikkun eignaskattsstofnins, þannig
að fjármagnseignir yrðu teknar þar
undir og að mörk hátekjuskatts yrðu
óbreytt. Tekjur vegna þessara breyt-
inga yrðu 1,5 til 2 milljarðar og yrðu
jafnframt fluttar tillögur um að nota
þetta fjármagn til að leiðrétta verstu
gallana á vaxtabótum, bamabótum
og á bifreiðagjöldum. Jafnframt yrði
eftir fjármagn til að beija í verstu
brestina varðandi jöfnun húshitun-
arkostnaðar og Ijárveitingar til
menntamála.
Steingrímur Sigfússon, Alþýðu-
bandalagi, gerði meðal annars að
umtalsefni þær tillögur stjórnvalda
að tekjuskatt þui’fí ekki að greiða
af 15% af tekjum úr lífeyrissjóði.
Furðaði hann sig á því að ekki hefði
verið farin sú leið til að koma í veg
fyrir tvísköttun að inngreiðsla laun-
þega væri undanþegin skatti. Hann
benti á að inngreiðslur mjög margra
þeirra sem væm á lífeyri nú hefðu
verið undanþegnir tekjuskatti þegar
þær vom greiddar þar sem skattur
hefði ekki lagst á greiðslur launþega
í lífeyrissjóð fyrr en með staðgreiðslu
skatta. Þessi regla þýddi mjög mikil
skattfríðindi þeirra sem fengju háar
greiðslur úr lífeyrissjóðum sem hlyti
að vera mikið álitamál. Varpaði hann
fram þeirri spurningu af hveiju hefði
ekki verið fremur farin sú leið að
búa til frítekjumark.
Hann gagnrýndi afnám sérstaks
eignaskattsþreps, svonefnds ekkna-
skatts, og sagði að hann væri lítils-
háttar álag á stóreignir hátekjufólks,
þær reglur sem um hann giltu
tryggðu það. Skatturinn væri tékju-
tengdur og færi stiglækkandi hjá
þeim sem væm með tekjur undir 2
milljónum og féllu niður við eina
milljón króna árstekjur. 3.200 manns
hefðu borgað skattinn. Þar af væru
ellilífeyrisþegar 160 og langflestir
sem greiddu hann væri fólk á aldrin-
um 45-60 ára, sem væri stórefnað
fólk með háar tekjur.
Fyrst og fremst fyrir
hátekjufólk
Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna-
lista, sagðist ekki skilja vinnubrögð
ríkisstjórnarinnar varðandi það hvað
þessi frumvörp litu seint dagsins ljós.
Húns sagði að boðaðar breytingar á
Steingrímur J.
Sigfússon
Friðrik
Sophusson
Kristín
Ástgeirsdóttir
Halldór
Ásgrímsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
skattkerfinu kæmu fyrst og fremst
hátekjufólki til góða. Hún fagnaði
hins vegar þeirri ákvörðun að við-
halda hátekjuskattinum og sagði að
það væri með ólíkindum hvað hann
skilaði litlum tekjum. Hún sagði að
skattbyrði væri orðin mjög mikil og
lægi mjög þungt á heimilunum í land-
inu. Það væri mikil þörf á að létta
hana, en því miður væri ekki farin
sú leið í þessum ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar. Sá hængurinn væri á
þeim að það væri verið að ausa pen-
ingum í þá sem nóg ættu fyrir.
Þá fannst henni tölur flármálaráð-
herra um tekjumun eftir skatta mjög
ótrúlegar.
Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka,
sagði að kjarajöfnun aðgerða ríkis-
stjómarinnar væri óveruleg og þeir
sem væm undir skattleysismörkum
fengju ekki neitt. Hún sagði að hækk-
un persónuafsláttar kostaði 1.500-
1.600 milljónir og lagði til að öllu því
fé yrði varið til þess að bæta kjör
tekjulægstu hópanna. Það væri flókn-
ari leið en vel fær ef einhver meining
væri á bak við tal um kjarajöfnun.
Varðandi breytingar á tvísköttun líf-
eyris sagði hún að sú leið sem valin
hefði verið kæmi best út fyrir þá sem
mest hefðu fyrir. Sagði hún það dap-
urlega niðurstöðu fyrir Alþýðuflokk-
inn sem hefði krafíst flármagnstekju-
skatts á flokksþingi sínu í sumar, sem
taka ætti gildi í haust, að sjá fram á
stofnun enn einnar nefndarinnar til
að fara yfír málið.
Halldór Ásgrímsson, Framsókn-
arflokki, sagði að Framsóknarflokk-
urinn væri ekki tilbúinn til þess að
taka þátt í nefndarstarfi til undirbún-
ings upptöku flármagnstekjuskatts á
þeim forsendum sem ríkisstjórnin
legði til, þar sem það væri tengt nið-
urfellingu hátekjuskatts. Það væri
hins vegar opið að taka þátt í slíku
samstarfi ef það væri á forsendum
allra sem að því kæmu. Framsóknar-
flokkurinn væri tilbúinn til þess að
taka þátt í samstarfi um kjarajöfnún
á breiðum grundvelli, en hann væri
ekki tilbúin til að taka þátt í nefnd-
arstörfum ef þetta væri eingöngu
bundið við eitt atriði sem núverandi
stjómarflokkar gætu ekki komið sér
saman um.
Fjármálaráðherra svaraði því til
að ríkisstjórnin væri að bjóða upp á
samstarf um þetta vegna þess að
hún teldi óeðlilegt að hún beitti sér
fyrir setningu laga á vorþingi sem
tækju gildi um þarnæstu áramót
þegar ný ríkisstjórn hefði sest að
völdum. Því hefði verið talið eðlilegt
að bjóða stjórnarandstöðuflokkunum
upp á samstarf um að móta reglur
um fjármagnstekjuskattinn.
Forathugun bendir tii að 125 þúsund tonna sinkverksmiðja væri hagkvæm
Starfsemi gæti hafist eftir 4 ár
Miðað við núverandi framleiðslugetu á sinki
og áætlaðan vöxt í sinknotkun er þörf á
fleiri sinkverksmiðjum. Bandaríska fyrir-
tækið Zink Corporation of America hefur
kannað hagkvæmni þess að reisa slíka
verksmiðju hér á landi.
SINK-verksmiðju yrði ætlaður staður á Grundartanga, við hlið
Járnblendiverksmiðjunnar, en forvinnsla yrði i Gufunesi.
SAMKVÆMT forathugun
Zink Corporation of Amer-
ica er hagkvæmasti kost-
urinn við byggingu sink-
verksmiðju hér á landi sá að reisa
100 þúsund tonna rafhitunarverk-
smiðju og um 25 þúsund tonna
sinkoxíðverksmiðju, auk þess að
reisa verksmiðju sem sæi að mestu
um forvinnslu á hráefni. Gert er ráð
fyrir að starfsemi heljist árið 1998
og ef af verður er rafhitunarverk-
smiðjunni og sinkoxíðverksmiðjunni
ætlaður staður á Grundartanga, við
hlið Jámblendiverksmiðjunnar, en
forvinnsla yrði á lóð Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi. Heildarkostn-
aður er áætlaður um 150 milljónir
Bandaríkjadala, eða 10,3 milljarðar
króna, og reiknað er með 3-400
manna starfsliði.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu, sem Áburðarverksmiðjan sendi
frá sér í gær, en hér á landi eru nú
staddir fulltrúar Zink Corporation
of America (ZCA). Þeir funduðu í
gær með þeim aðilum hér á landi,
sem koma að undirbúningi hugsan-
legrar sinkverksmiðju, og ræddu við
m.a. við fulltrúa Landsvirkjunar og
Islenska jámblendifélagsins.
Þörf á nýrri verksmiðju
I tilkynningunni kemur fram, að
ZCA hóf í ágúst sl. forathugun á því
að reisa og reka sinkverksmiðju hér
á landi, samkvæmt samkomulagi
Áburðarverksmiðjunnar, Markaðs-
skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar, Allied Resource
Corporation og Horsehead Industr-
ies. Enn fremur hafi ZCA verið falið
að kanna hvort hagkvæmt væri að
nýta eignir og aðstöðu á lóð Áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi í tengsl-
um við sinkverksmiðju. Niðurstöður
ZCA voru afhentar íslenskum sam-
starfsaðilum fyrirtækisins í gær. Þar
kemur fram, að sinknotkun heimsins
vex um 2-3% á ári. Verslun með
ýmsa málma hafi lent í kreppu þegar
saman fór venjubundinn öldudalur í
heimsversluninni og hrun Sovétríkj-
anna. Kreppan hafi lýst sér í ójafn-
vægi á milli framboðs og eftirspurn-
ar og lágu verði.
Rafhitunaraðferð
hagkvæmust
Verð á sinki (verðlag 1994) hafi
engu að síður verið 1.300 Banda-
ríkjadalir á tonn að meðaltali und-
anfarin 23 ár og sé það verð lagt til
grundvallar í athuguninni. Því sé
spáð að framleiðslugeta á sinki verði
of lítil næstu tvö til þijú árin, enda
hafi engar nýjar sinkverksmiðjurtek-
ið til starfa undanfarin ár. Áætlaður
vöxtur í sinknotkun krefjist þess
þegar fram líða stundir að ný verk-
smiðja taki til starfa á eins og hálfs
til tveggja ára fresti.
Fimm framleiðsluaðferðir á sinki,
sem notaðar eru á Vesturlöndum,
voru athugaðar með tilliti til verk-
smiðju hér. „Niðurstaðan er sú að
rafhitunaraðferð, sem Zink Corpor-
ation of America notar í verksmiðju
sinni í Pittsburgh í Pennsylvaníu,
henti best við íslenskar aðstæður.
Framleiðsluaðferðin er hreinleg og
mætir öllum kröfum umhverfísyfir-
valda í Bandaríkjunum. Auk fram-
leiðslu á sinki í hleifum yrði-framleit
sinkoxíðduft í verksmiðjunni," segir
í frétt Áburðarverksmiðjunnar.
Þá kemur fram, að Rafhitunar-
verksmiðjan og sinkoxíðverksmiðjan
yrðu reistar á Grundartanga við hlið-
ina á Járnblendiverksmiðjunni. Bæði
sé aðstaða þar mjög góð, nægilegt
landrými og höfn og eins sé hugsan-
legt að samnýta þjónustu með Járn-
blendifélaginu. Forvinnsluverksmiðj-
an yrði hins vegar á lóð Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi. „Heildar-
kostnaður vegna tækja og mann-
virkja er áætlaður um 150 milljónir
dala. Hér er um að ræða niðurstöður
úr forkönnun, þannig að taka verður
kostnaðartölum með fyrirvara. Arð-
semi er mun meiri hjá rafhitunar-
verksmiðju en rafgreiningarverk-
smiðju og þar að auki þarf að hætta
mun minna fjármagni til að reisa
arðbæra verksmiðju. Rafhitunar-
verksmiðja þolir mun lægra söluverð
á sinki en hefðbundin verksmiðja.
Forathugunin1 gerir ráð fyrir að ís-
lenska verksmiðjan hefji framleiðslu
árið 1998. Niðurstaðan er sú að ís-
lenska verksmiðjan virðist sam-
keppnishæf. Við verksmiðjuna
myndu vinna 300-400 manns, þar
af um 100 í Gufunesi. Áætlað er að
raforkukaup gætu numið um 440
GW-stundum þegar vinnsla væri
komin á fullt.
Rætt um raforkuverð
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði að fulltrúar
ZCA hefðu fundað með Landsvirkj-
unarmönnum í gær. „Það liggja eng-
ar endanlegar tölur fyrir og viðræð-
um lýkur ekki í þessari heimsókn
Bandaríkjamannanna," sagði Hall-
dór í samtali við Morgunblaðið síð-
degis í gær. „Við skiptumst á skoð-
unum um hugsanlegt orkuverð og
skilmála, en ég vil ekki gefa upp
hveijar hugmyndir manna þar að
lútandi eru.“