Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 13 LANDIÐ Breytingar í flugstöðinni á Egilsstöðiim Gjörbreytt inn- ritunaraðstaða Egilsstöðum - Ný innritunaraðstaða fyrir flugfarþega hefur verið tekin í notkun í flugstöðinni á Egilsstöðum. Miklar breytingar verða fram- kvæmdar í flugstöðinni í kjölfar nýrr- ar flugbrautar, sem liggur vestan megin við flugstöðina, en gamla brautin austan megin. „Því þarf nán- ast að hafa endaskipti á öllum hlut- um“, segir Einar Halldórsson um- dæmisstjóri Flugleiða. Einnig hafa verið settar upp girðingar á flug- hlaði, svo gæta megi fyllsta öryggis gagnvart farþegum. Að sögn Einars, hafa Flugleiðir 2/3 hluta innritunaraðstöðunnar fyr- ir sína afgreiðslu, þ.e. fyrir F'ugleið- ir, Flugfélag Austurlands og Flugfé- lag Norðurlands. Þriðja hluta aðstöð- unnar hafa aðrir aðilar, íslandsflug og aðrir sem vilja nýta aðstöðuna,. Flugleiðir hafa ennfremur tekið í notkun nýja skrifstofu og segir Einar að félagið hafi mjög góða aðstöðu í dag, enda sé það loksins komið réttu megin í húsið. Birkitré á Egilsstöðum vann innréttingasmíðina, sem fær lof flugfarþega fyrir fallegt yfirbragð. Morgunblaðið/Sig.Að. VEGVÍSIR við vegamótin upp á Efra-Jökuldal. Morgunblaðið/Albert Kemp Eyjahreppur og Miklaholtshreppur Búnaðarfélög sameinuð Eyja- og Miklaholtshreppi - Nýlega var haldinn sameiginleg- ur fundur búnaðarfélaganna sem voru í Eyjahreppi og Mikla- holtshreppi. Nú er búið að sam- eina þessi félög í eitt. Árið 1868 var stofnað búnað- arfélag fyrir Eyja- og Mikla- holtshrepp og hélst sú skipan til ársins 1891 að þar var stofnað búnaðarfélag Miklaholtshrepps. Nú eitthundrað og þremur árum síðar eru félögin sameinuð aft- ur-. I stjórn þessa sameinaða fé- lags eru nú: Bjarni Alexanders- son, Stakkhamri, formaður, Helgi Ó. Guðjónsson, Hrútsholti, gjaldkeri og Halldór Kr. Jónsson, Þverá, ritari. Jarðvinnu að ljúka við Loðnuvinnslu JARÐVINNU að byggingu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs- firði lýkur senn og er búið ryðja fyrir stórum grunni. Verkið hefur unnist hægar en gert var ráð fyrir í upphafi. Verktaki er Vökvavélar hf. á Egilsstöðum. Búið er að bjóða út uppsteypu á sökklum og steypuvinnu undir húsið og ganga frá samningum við verk- taka. Það eru þrír verktakar sem sameinast um verkið og eru tveir frá Fáskrúðsfirði og einn frá Djúpavogi. Piparkökur bakaðar fyrirjólin Vegvísir að Efra- Jökuldal Vaðbrekku - Vegagerð ríkisins hefur að frumkvæði hreppsnefnd- ar Jökuldalshrepps sett upp veg- vísi við vegamótin hjá Gilsá á Jök- uldal með upplýsingum um veginn upp á Efra-Jökuldal. Á skiltinu eru hagnýtar upplýs- ingar fyrir vegfarendur um byggð og vegi á Efra-Jökuldal, í Hrafn- kelsdal og í Jökuldalsheiði. Til hagsbóta Ekki koma fram upplýsingar um vegalengdir á bæina, nema tvo, það er Aðalból og á annan stað sem er um það bil miðja vegu á Efra-Jökuldal. Framtak þetta verður þó til hagsbóta fyrir vegfarendur og fólkið sem býr á svæðinu. Vestmannaeyjum - Krakkarnir á leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum bökuðu pip- arkökur fyrir jólin fyrir skömmu. Mikið var að gera í Kirkjugerði þennan dag og litlu bakararnir, sem voru mjög áliugasamir um baksturinn, skáru út og bökuðu piparkökur af ýmsum gerðum. Krakkarnir mættu með kökukefli og kökumót að heim- an og síðan aðstoðuðu leik- skólakennararnir þá við bakst- urinn. Krakkarnir voru greini- lega með uppskriftina af pipar- kökudeiginu á hreinu og sungu piparkökusönginn úr Dýrunum í Hálsaskógi til að kenna starfs- fólkinu í Kirkjugerði hvernig blanda ætti deigið. Sumir voru nokkuð duglegir við að fletja út þó deigið vildi stundum velt- ast upp á keflið, en það gerði lítið til því þá var bara hnoðað saman aftur og síðan byijað að flelja út að nýju. Það kom því nær eingöngu í hlut starfsfólksins að sjá um að fletja út en krakkarnir sáu um að skera ýmiss konar myndir úr útflöttu deiginu. Jólatré, stjörnur, fuglar, jólasveinar og ýmislegt fleira var skorið út í deigið sem síðan var sett í ofn- inn enda angaði bökunarilmur- inn um allan leikskólann. Foreldrum var siðan boðið í kaffiveislu í Kirkjugerði þar sem boðnar voru nýbakaðar piparkökur, en síðan tóku krakkarnir afganginn af kök- unum með heim til að hafa með kaffinu um jólin. Moi'gunblaðið/Sigurgeir Jónasson LITLIR bakarar í leikskólanum Kirkjugerði í jólabakstrinum. Það er sko þess virði að líta inn til okkar! Dömu- og herrafatnaður á frábæru verði. Regatta sportvörur o.m.fl. Opið föstud. kl. 9-18 Laugardag ki. 10-22 Sunnudag kl. 13-17 Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. NYBYLAVEGUR Toyota dalbreKka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.