Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI General Mills skipt í tvö fyrirtæki Chicago. Reuter. GENERAL MILLS verður skipt í matvæla- og veitingahúsafyrirtæki 1. júlí nk. Matvælafyrirtækið heldur nafn- inu General Mills og tekur við 80% af skuldum núverandi fyrirtækis. Það heldur einnig áfram sölu á kunnri merkjavöru á borð við Che- erios- og Wheaties-kornmeti, Betty Crocker-eftirmat, Yoplait og Gor- ton-fiskmeti. Veitingahúsafyrirtækið hefur enn ekki fengið nafn og innan vé- banda þess verða veitingahúsakeðj- ur á borð við Red Lobster, Olive Garden og China Coast. Þegar skýrt var frá skiptingunni hækkuðu hlutabréf í General Mills um 2.50 dollara í 48 dollara. Núverandi hluthafar fá eitt hlutabréf í nýja veitingahúsafyrir- tækinu fýrir hvert hlutabréf sem þeir eiga í General Mills. Að sögn General Mills er að því stefnt að salan 1995 verði um 5.5 milljarðar dollara og arður á hluta- bréf aukist um 12% á ári. Nýja veitingahúsafyrritækið verður hið stáersta í heiminum og sala þess 1995 mun nema um 3.2 milljörðum dollara að sögn General Mills. WILLIAM Hurt í The Kiss of the Spider Woman Polygram kaupir Island Pictures Amsterdam. Reuter. POLYGRAM NV í Amsterdam hefur keypt kvikmyndafyrirtækið Island Pictures í Los Angeles og framlengt samning við stofnand- ann, Chris Blackwell, til ársins 2000. PolyGram hefur að undanförnu keypt hlut í litlum kvikmyndafyr- irtækjum á borð við Propaganda Film, sem Sigutjón Sighvatsson starfar hjá. Fyrir fimm árum keypti Polygr- am, sem Philips-fyrirtækið á meiri- hluta í, plötuútgáfuna Island Rec- ords, sem Blackwell stofnaði 1959. Það hljóðritíiði lög með Bob Mar- ley, hinum kunna reggaesöngvara, og uppgötvaði ásamt öðrum Steve Winwood, Grace Jones, Marianne Faithful og The Cranberries, hina frægu listamenn. Island Pictures hefur gert rúm- lega 120 kvikmyndir, þar á meðal Kiss of the Spider Woman, Slie’s Gotta Have It og Mona Lisa. Sagt er að tónlistar- og kvik- myndafyrirtækin muni mynda sjálf- stæða einingu innan Poly Gram, Island Entertainment Group. Starfsmenn Island Pictures eru 20 og nokkrar kvikmyndir eru væntanlegar frá fyrirtækinu, þar á meðal ein um ævi Nelson Mandela. í Amsterdam hafa hlutabréf í PolyGram hækkað um 0.60 gyllini í 76.90 gyllini. Fokker býst við stórtapi Amsterdam. Reuter. VERÐ hlutabréfa í hollenzku Fokker-flugvélaverksmiðjunum hefur ekki verið lægra á þessu ári, þar sem fyrirtækið kveðst gera' ráð fyrir meira tapi í ár en búizt hefur verið við vegna lækkunar á verði flugvéla og veikari stöðu dollars. Hlutabréfin lækkuðu um tvö gyllini eða 15% í 12.50 gyllini þeg- ar fyrirtækið skýrði frá því að það gerði ráð fyrir næstum því eins miklu nettótapi í ár og í fyrra þeg- ar 460 milljóna gyllina mettap var á rekstri félagsins. Fjárhagsstaða Fokkers hefur versnað svo skjótt að fyrirtækið mun neyðast til að leita eftir nýju fjármagni að mati sérfræðiga. Dótturfyrirtæki Ðaimler Benz AG, Deutsche Aerospace (DASA), á meirihluta í Fokker og sérfræðing- arnir telja að það verði að koma hollenzku flugvélaverksmiðjunum aftur til bjargar. Aðeins nokkrir mánuður eru síð- an DASA veitti 600 milljónum gyllina til félagsins. -----* * *---- NECgerir lítið úr Pentium-galla Tokyo. Reuter. NEC-fyrirtækið, umsvifamesti framleiðandi einkatölva í Japan, segir að galli í Pentium-tölvukubbi Intel valdi óverulegum skaða og kveðst ætla að halda áfram að selja tölvur byggðar á kubbnum. NEC sagði að könnum fyrirtæk- isins hefði leitt í ljós að gallar á Pentium-kubbum hefðu sama sem engin áhrif á ritvinnslu á jap- önsku, skrifborðsútgáfu og hönn- unarforrit — þau forrit sem eru varnarlausust. Nomura-rannsóknarstofnunin kvaðst hafa fundið tæknigalla í fjárhagsforritum og beðið fram- leiðendur, þar á meðal COMPAQ- tölvufyrirtækið, að skipta um 150 Pentium-tölvur. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 15 Hringlaga eldhúsborð með stækkanlegri plötu. Bólstraðir snúningsstólar á hjólum með örmum og fjaðrandi baki. Stílhreint - þægilegt - ódýrt. Marco húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 91-680 690. Opfð: Laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-17. Verö: Borð + 4 stólar kr. 79.000,- afb.verð (hvitt, béige, svart). Borð + 6 stólar kr. 112.000,- afb.verð (hvítt). 8% staðgreiðsluafsláttur SIEMENS D cc UJ NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • (slenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.4*0 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur. Blómsturvellir Grundarfjördur Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður. Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarflörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljir þú endingu og gæöi- Ertu í vandræðum með gjöf til elskunnar þinnar? ART GALLERY Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist Laugavegi 118d, gengið inn frá Rauðarárstíg, sími10400 Kjartan GuOjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.