Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI General Mills skipt í tvö fyrirtæki Chicago. Reuter. GENERAL MILLS verður skipt í matvæla- og veitingahúsafyrirtæki 1. júlí nk. Matvælafyrirtækið heldur nafn- inu General Mills og tekur við 80% af skuldum núverandi fyrirtækis. Það heldur einnig áfram sölu á kunnri merkjavöru á borð við Che- erios- og Wheaties-kornmeti, Betty Crocker-eftirmat, Yoplait og Gor- ton-fiskmeti. Veitingahúsafyrirtækið hefur enn ekki fengið nafn og innan vé- banda þess verða veitingahúsakeðj- ur á borð við Red Lobster, Olive Garden og China Coast. Þegar skýrt var frá skiptingunni hækkuðu hlutabréf í General Mills um 2.50 dollara í 48 dollara. Núverandi hluthafar fá eitt hlutabréf í nýja veitingahúsafyrir- tækinu fýrir hvert hlutabréf sem þeir eiga í General Mills. Að sögn General Mills er að því stefnt að salan 1995 verði um 5.5 milljarðar dollara og arður á hluta- bréf aukist um 12% á ári. Nýja veitingahúsafyrritækið verður hið stáersta í heiminum og sala þess 1995 mun nema um 3.2 milljörðum dollara að sögn General Mills. WILLIAM Hurt í The Kiss of the Spider Woman Polygram kaupir Island Pictures Amsterdam. Reuter. POLYGRAM NV í Amsterdam hefur keypt kvikmyndafyrirtækið Island Pictures í Los Angeles og framlengt samning við stofnand- ann, Chris Blackwell, til ársins 2000. PolyGram hefur að undanförnu keypt hlut í litlum kvikmyndafyr- irtækjum á borð við Propaganda Film, sem Sigutjón Sighvatsson starfar hjá. Fyrir fimm árum keypti Polygr- am, sem Philips-fyrirtækið á meiri- hluta í, plötuútgáfuna Island Rec- ords, sem Blackwell stofnaði 1959. Það hljóðritíiði lög með Bob Mar- ley, hinum kunna reggaesöngvara, og uppgötvaði ásamt öðrum Steve Winwood, Grace Jones, Marianne Faithful og The Cranberries, hina frægu listamenn. Island Pictures hefur gert rúm- lega 120 kvikmyndir, þar á meðal Kiss of the Spider Woman, Slie’s Gotta Have It og Mona Lisa. Sagt er að tónlistar- og kvik- myndafyrirtækin muni mynda sjálf- stæða einingu innan Poly Gram, Island Entertainment Group. Starfsmenn Island Pictures eru 20 og nokkrar kvikmyndir eru væntanlegar frá fyrirtækinu, þar á meðal ein um ævi Nelson Mandela. í Amsterdam hafa hlutabréf í PolyGram hækkað um 0.60 gyllini í 76.90 gyllini. Fokker býst við stórtapi Amsterdam. Reuter. VERÐ hlutabréfa í hollenzku Fokker-flugvélaverksmiðjunum hefur ekki verið lægra á þessu ári, þar sem fyrirtækið kveðst gera' ráð fyrir meira tapi í ár en búizt hefur verið við vegna lækkunar á verði flugvéla og veikari stöðu dollars. Hlutabréfin lækkuðu um tvö gyllini eða 15% í 12.50 gyllini þeg- ar fyrirtækið skýrði frá því að það gerði ráð fyrir næstum því eins miklu nettótapi í ár og í fyrra þeg- ar 460 milljóna gyllina mettap var á rekstri félagsins. Fjárhagsstaða Fokkers hefur versnað svo skjótt að fyrirtækið mun neyðast til að leita eftir nýju fjármagni að mati sérfræðiga. Dótturfyrirtæki Ðaimler Benz AG, Deutsche Aerospace (DASA), á meirihluta í Fokker og sérfræðing- arnir telja að það verði að koma hollenzku flugvélaverksmiðjunum aftur til bjargar. Aðeins nokkrir mánuður eru síð- an DASA veitti 600 milljónum gyllina til félagsins. -----* * *---- NECgerir lítið úr Pentium-galla Tokyo. Reuter. NEC-fyrirtækið, umsvifamesti framleiðandi einkatölva í Japan, segir að galli í Pentium-tölvukubbi Intel valdi óverulegum skaða og kveðst ætla að halda áfram að selja tölvur byggðar á kubbnum. NEC sagði að könnum fyrirtæk- isins hefði leitt í ljós að gallar á Pentium-kubbum hefðu sama sem engin áhrif á ritvinnslu á jap- önsku, skrifborðsútgáfu og hönn- unarforrit — þau forrit sem eru varnarlausust. Nomura-rannsóknarstofnunin kvaðst hafa fundið tæknigalla í fjárhagsforritum og beðið fram- leiðendur, þar á meðal COMPAQ- tölvufyrirtækið, að skipta um 150 Pentium-tölvur. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 15 Hringlaga eldhúsborð með stækkanlegri plötu. Bólstraðir snúningsstólar á hjólum með örmum og fjaðrandi baki. Stílhreint - þægilegt - ódýrt. Marco húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 91-680 690. Opfð: Laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-17. Verö: Borð + 4 stólar kr. 79.000,- afb.verð (hvitt, béige, svart). Borð + 6 stólar kr. 112.000,- afb.verð (hvítt). 8% staðgreiðsluafsláttur SIEMENS D cc UJ NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • (slenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.4*0 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur. Blómsturvellir Grundarfjördur Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður. Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarflörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljir þú endingu og gæöi- Ertu í vandræðum með gjöf til elskunnar þinnar? ART GALLERY Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist Laugavegi 118d, gengið inn frá Rauðarárstíg, sími10400 Kjartan GuOjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.