Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H ERLEIMT í Friðartillöffum Karadzic fá- lega tekið á Vesturlöndum Belgrad, París. Reuter. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hefur lagt fram nýjar friðartillögur í sex liðum en viðbrögð vestrænna embættis- manna og stjórnarerindreka ein- kennast af tortryggni. Karadzic kynnti tillögur sínar í viðtali við CAW-sjónvarpið í fyrra- kvöld. Hann sagði að Bosníu-Ser- bar væru meðal annars reiðubúnir að láta einhver landsvæði af hendi og sleppa friðargæsluliðum Sam- einuðu þjóðanna úr gíslingu. Hann lagði til að samið yrði um vopna- hlé í grennd við Sarajevo og að flugfSllurinn þar yrði opnaður að nýju. Hann kvaðst einnig vilja að Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gerðist milli- göngumaður í Bosníudeilunni til að binda enda á stríðið sem hefur staðið í 32 mánuði. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, hafnaði tillögunum og sagði að Bosníu-Serbar yrðu að fallast á friðaráætlun fimmveld- anna svokölluðu, Bandaríkjanna, Rússlands, Þýskalands, Bretlands og Frakklands. „Tillögurnar eru með ögrandi yfirbragð og það sættum við okkur ekki við,“ sagði Juppé. Þungarokkarar íSarajevo BRUCE Dickinson og Alex Elena úr þúngarokkssveit- inni Iron Maiden héldu tón- leika í Sarajevo í fyrrakvöld. I gær heimsótti hljómsveitin m.a. þetta munaðarleys- ingjahæli í borginni. »Uppgerð“ Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington sögðust hafa efa- semdir um tillögurnar en bættu við að ef þær lýstu raunverulegum friðarvilja gætu þær orðið til þess að draga úr spennunni í Bosníu. „Ég sé engin merki um friðará- ætlun,“ sagði Willy Claes, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins. „Þetta eru aðeins útlistun á nokkrum atriðum.“ „Flest af því sem Karadzic virð- ist leggja til núna er á hans valdi að framkvæma nú þegar, þetta virðist ekki vera neitt annað en uppgerð," sagði evrópskur stjórn- arerindreki sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Hann gefur sig út fyrir að vilja koma á friði án þess að bjóða neitt sem hald er í.“ Stjórnarerindrekar bentu á að Karadzic nefndi ekki hvaða land- svæði Bosníu-Serbar vildu láta af hendi og ekkert benti til þess að hann væri reiðubúinn að fallast á friðaráætlun fimmveldanna. Þarf að sýna friðarvilja „Karadzic er augljóslega að vona að þjóðir heims séu orðnar svo þreyttar á stríðinu að þær séu reiðubúnar að ræða hvað sem er til að binda enda á það,“ sagði einn stjórnarerindrekanna. „Hann er enn einu sinni að reyna að vinna tíma, skapa óvissu og glundroða,“ sagði embættismaður í Belgrad, sem taldi tillögunum ætlað að skapa óeiningu á Vesturlöndum um friðaráætlun fimmveldanna og einnig að sefa Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, sem hefur lagt fast Reuter að Bosníu-Serbum að fallast á frið- aráætlunina. Embættismaðurinn sagði að þrýstingurinn frá Milosevic hafi dregið úr eldmóði Bosníu-Serba, sem hafi velt fyrir sér ummælum serbneska forsetans um að gagns- laust væri að beijast áfram þar sem Serbar hefðu náð fram helstu markmiðum sínum. „Við slíkar aðstæður verður Karadzic að sýna þjóð sinni að hann sé að vinna að friði.“ Evrópskur embættismaður sagði að Karadzic byndi augljós- lega vonir við að Bandaríkin væru „veiki hlekkurinn í keðjunni", eftir að hafa fylgst með friðarumleitun- um Carters á Haítí og í Norður- Kóreu. Carter kvaðst ekki hafa milli- göngu í Bosníudeilunni sem full- trúi Bandatíkjastjórnar og sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseta hóf- lega bjartsýnan á að Bosníu-Ser- bar vildu semja um frið. „Hann var ánægður en ég tel að hann sé eins og fleiri frekar efins um að staðið verði við tilboðið,“ sagði Carter. í m í € í I N í |eggfóðursborði meðfram lofti, á miðjum vegg, niðri við gólf eða hvar sem þér þykir fallegast að hafa hann. Þetta er ódýr og fljótleg aöferð til að gjörbreyta herbergi með lítilli fyrirhöfn. krautlistar, og rósettur geta gert herbergi fallegri, hlýlegri, OP'®___ virðulegri eða einfaldlega öðruvísi! Kostnaðurinn við að breyta einu herbergi er minni en þú heldur. VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI VEGGFÖDRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 10 • SÍMI: 568 7171 S O L U S T A Veggfóðrarinn, Faxafeni 10, Reykjavík Málarinn, Skeifunni BYKO, Vestur i bæ Byggt & Búið, Kringlunni, Reykjavfk BYKO, Kópavogi Húsasmiðjan, Súðavogi BYKO, Hafnarfirði Dropinn, Keflavík V.G. Búðin, Selfossi K.R. Hvolsvelli Reynisstaðir, Vestmannaeyjum Klakkur, Vík í Mýrdal KASK, Höfn Hornafirði KASK, Djúpavogi Hermann Níelsson, Egilsstöðum Verslunin Vik, Neskaupstað Ingólfur Arason, Vopnafirði Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík KEA, Akureyri Kaupland, Akureyri L A N D KEA Byggingavörur, Siglufirði Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi Metró, ísafirði GE Sæmundsson, ísafirði Eggert Sigurðsson, Stykkishólmi Litabúðin, Ólafsvík Hamrar, Grundarfirði Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Trésmiðjan Akur, Akranesi , LEGGÐU LINURNAR UM HELGINA Lottóvinningur- inn óbíprilegur London. Reuter. HÆSTIRETTUR Bretlands gaf fjölmiðlum á miðvikudag leyfi til að gefa upp nafn mannsins sem urtnið hefur stærsta lottó- vinninginn þar í landi frá því að lottóið hóf starfsemi í haust. Eftir að úrskurðurinn lá fyrir, ákváðu dagblöðin hins vegar að gefa nafn hans ekki upp, þar sem maðurinn er múslimi og kynni að lenda í mestu vandræð- um, þar íslam fordæmir fjár- hættuspil. Músliminn, innflytjandi frá Indlandi, er giftur og þriggja barna faðir. Er talið að hann kunni að gefa fjárhæðina, sem svarar 1,8 milljörðum kr., til líknarfélaga eða annarra. Segja ættingjar mannsins að vinning- urinn sé það versta sem gæti hafa komið fyrir hann en þeir eru einnig til sem telja að vinn- ingurinn sé prófsteinn Guðs. Vinningshafinn, sem starfar í verksmiðju, tilkynnti að hann væri veikur og hélt ásamt fjöl- skyldu sinni af landi brott er hann frétti af vinningnum. Þar mun fjölskyldan ráða ráðum sín- um en eiginkonan, sem er heit- trúuð, er ákaflega ósátt við vinninginn og vill ekki sjá krónu af honum. Misjöfn geta til að lesa úr svipbrigðum London. Reuter. BANDARÍSKIR læknar telja sig hafa fundið hvar hæfileikinn til að átta sig á svip- brigðum er stað- settur í heilanum. Er uppgötvun þeirra talin geta gefið vísbendingar um orsök ein- hverfu. Þetta kem- ur fram í nýjasta hefti Nature. Læknarnir segja að próf sem gerð voru á konu, sem var með sjaldgæfa heilaskemmd, hafí leitt í ljós að amygdala, möndlulaga svæði í miðju heilans, gegni sér- stöku hlutverki í að greina svip- brigði. Umrædd kona átti mun erfiðara en aðrir sem próf- aðir voru með að greina hvaða til- finningar andlits- drættir sýna, svo sem reiði og undr- un. Henni gekk hins vegar ágæt- lega að þekkja and- lit í sundur. Telja læknarnir að þessi upp- götvun styðji þá kenningu að amygdala gegni lykilhlutverki í fé- lagslegum samskiptum manna og kunni að verða til þess að menn komist að orsökum einhverfu, sem lýsir sér m.a. í vanhæfni til að bregðast eðlilega við umhverfmu. HVAÐ má lesa úr svipnum? I c I i I <í i i i ( ( ( (
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.